Fótboltablaðið - 01.01.2003, Page 15
Styrkur Heilsurækt:
Með línurnar í lagi
Gísli í Styrk tók á móti okkur
blaðamönnum glaður í bragði enda vor
í lofti og bjartari tíð framundan. Gísli
hefur nýlega tekið við rekstrinum og
ætlar hann sér að hlúa vel að stöðinni í
framtíðinni enda heilsurækt góð fyrir
líkama og sál. „Eg er búinn að hafa
áhuga á þessu sporti lengi og hef
dreymt um að koma að rekstri sem
þessum.“ Sagði Gísli íbygginn á svip.
„Ég er sjálfur búinn að lyfta hrikalega
lengi.“ Bætti Gísli við og hnykklaði
vöðvanafyrir blaðamenn. Gísli er mjög
gott dæmi um hversu góðum árangri
hægt er að ná með ákveðni og skipu-
lögðum æfingum.
Gísli hefur verið traustur samstarfsaðili
Strákarnir í meistaraflokki karla nýttu sér í
vetur það sem Gísli hafði uppá að bjóða.
Góðan tækjasal og fjölbreytta tíma sem
boðið er uppá eins og BodyPump og
Spinning. BodyPump veitir styrk og vöðvaþol
og Spinning er gott til að bæta úthald eða
brenna fitu. Strákarnir töluðu um að tímar
sem þessir séu nauðsynlegir ætli maður að ná
árangri í sinni íþrótt enda æfa flest
íþróttafélög á svæðinu í Styrk.
Oflugt gym á Selfossi
A undanförnum árum hefur staðurinn
stækkað og mikið endurnýjað af tækjum.
Flest æfingatækin eru frá TechnoGym sem er
Rolls Royce í heilsuræktartækjum. Mikið
úrval hlaupabretta, hjóla og þrepastiga eru í
salnum en slík tæki eru tilvalin fyrir upphitun
og brennslu ásamt því að vera einföld í
notkun. Klifurveggurinn hefur líka verið vin-
sæll en hann er hugsaður sem æfing fýrir fjall-
göngugarpa, unga sem aldna. Boðið er uppá
fjölda hóptíma eins og morgunbrennslu, þrek,
Spinning Fitness, Body Step, Body Balance
auk Body Pump og Spinning. Ahugasömum er
bent á að kynna sér æfingatöflu á vefsíðunni
www.toppsport.is. „Þróunin er að fólk fer
meira í tækjasal en hóptíma, ekki síður til að
megrast því með auknum vöðvamassa eykst
brennsla líkmans því vöðvamassinn eykur
brennsluhraða líkamans" segir Gísli og leggur
áherslu á að brennsla og lyftingar vinni vel
saman við að koma líkamanum í gott form.
Gísli ráðgerir að bæta aðstöðuna enn frekar
á næstunni og verður spennandi að fylgjast
með stöðinni á næstu mánuðum.
Fjölbreytt þjónusta
Boðið er uppá leiðsögn í tækjasal og
barnapössun þegar viðskiptavinir koma og
kaupa kort. Einnig eru einkaþjálfarar og
sjúkranuddarar á staðnum. I anddyri stöðv-
arinnar er hægt að kaupa hollar matvörur
eins og skyr, jógúrt, ávexti og orkudrykki
fyrir æfingar. í Styrk er líka hægt að fá
fæðubótarefni frá EAS og Muscle Tech.
„Sjálfur nota ég töluvert af þessu, en
fæðubótarefnin gefa vöðvunum þá næringu
sem þeir þurfa eftir erfiðar æfingar". Segir
Gísli og leggur áherslu á rétt mataræði sam-
hliða hreyfingu. Glæsilegur Ijósabekkur er á
staðnum fyrir sólarunnendur. Sem sagt allt til
alls og nú er bara að skella sér I ræktina.
Landhönnun sif s 4823300
■ landslagshönnun -skipulag - kortavinnsla - áætlanir - ráðgiöf
Góð æfinga-
aðstaða í
Reykjanesbæ
Sveitarfélagið Árborg hefur gert leik-
mönnum meistaraflokks og 2. flokks
karla kleyft með góðum stuðningi að æfa
við úrvals aðstæður í Reykjaneshöll.
Liðið hefur sótt æfingar í þessa glæsilegu
höll einu sinni í viku yfir versta vetrar-
tímann. Sveitarfélagið fær að sjálfsögðu
okkar bestu þakkir fyrir þetta ágæta
framtak.
Yfir vetrartímann eru æfingar á grasi
og óupphituðum malarvöllum oft erfiðar
og jafnvel útilokaðar og þá er gott að
geta farið inn og verið í skjóli fyrir veðri
og vindum. Fjölnota íþróttahús leysir
þennan vanda fyrir knattspyrnumenn. Á
íslandi er landslagið í knattspyrnunni að
breytast hvað þetta varðar. í dag skýla
fjölnota íþróttahús knattspyrnumönnum
þjóðarinnar yfir erfiðasta tímabilið og
skapa þar með tækifæri fyrir þá að auka
færni sína í íþróttinni. Með þessu móti
gætum við litla Island staðið jafnfætist
stórum þjóðum í framtíðinni. Það sama
á við um knattspyrnumenn á Árborg-
arsvæðinu. Við viljum geta setið við
sama borð og Reykvíkingar, Kópavogs-
búar, Reykjanesbúar og Akureyringar.
Æfingaaðstaðan í Reykjaneshöll hefur
nýst Selfossliðinu vel í janúar og febrúar
og eru þessar æfingar gríðarlega mikil-
vægur undirbúningur fyrir Deilda-
bikarinn sem byrjar í mars. Deilda-
bikarinn er svo aftur mjög góður
undirbúningur fýrir sjálft íslandsmótið.
En betur má ef duga skal.
íþróttahús Reykjaneshallar er 7.840
m2 að stærð en þjónustuhúsið er 252
m2. Hægt er að skipta íþróttahúsinu upp
með tjaldi þannig að fram geta farið fleiri
en ein æfing í einu. Rýmið er hitað upp
með lofthita og er loftræsting góð í hús-
inu. Hús sem þetta býður upp á marga
möguleika. Þarna hefur farið fram
fjöldinn allur af leikjum I Deildabikar KSÍ
ásamt öðrum viðburðum eins og tón-
leikahaldi. Reykjaneshöllin er fyrsta fjöl-
nota íþróttahúsið sem reist er á Islandi
og er þetta glæsilega mannvirki bænum
til sóma. Knattspyrnuvöllur hallarinnar
er lOOm x 64m grasvöllur.
Von okkar Árborgarbúa er að sjálf-
sögðu sú að einhver tímann muni rísa
hér álíka bygging þar sem sveitafélagið
Árborg og Sveitarfélögin í kring eru í
miklum vexti. Slíkt hús myndi efla og
auka vöxt íþrótta í sveitarfélaginu.
Valur Arnarson