Fótboltablaðið - 01.01.2003, Page 16
yFasteignasalan j 5'
Timbur - Byggt: 2000 - Einbýlishús.
Sérlega vandað einbýlishús með sambyggðum bílskúr
samtals 216,3 m2. Húsið skiptist í forstofu, sjónvarpshol,
eldhús og borðkrók, baðherbergi, þvottahús, stofu og
3 svefnherbergi. í bílskúr er fjórða svefnherbergið og
baðherbergi. Gólfefni eru eingöngu parket og flísar. Stór
og góð eldhúsinnrétting og þar fylgja öll tæki. Skápar í
forstofu og svefnherbergjum og rimlagluggatjöld fyrir
öllum gluggum. Þessi eign er sérlega vel um gengin og
lítur út sem ný. Verð 22,9 millj.
Múrsteinn - Byggt: 1954
Stærð I43m2 Stærð bílskúrs 32,5m2.
Mjög snoturt talsvert endurnýjað einbýlishús á tveim
hæðum. Fimm svefnherbergi, stór stofa, eldhús og
borðkrókur, búr, þvottahús, baðherbergi og forstofa.
Góðar geymslur á efri hæð. Dúkar á svefnherbergjum og
parket á stofu, holi og eldhúsi. Falleg eldhúsinnrétting og
mikið skápapláss.Ágætur upphitaður bílskúr.
Stór gróin og ræktuð lóð. Verð 12 millj.
Steypa - Byggt: 1991
Stærð I40,7m2. Virkilega skemmtilegt 4 herbergja
endaraðhús með frábæru útsýni að Ingólfsfjalli og hellings
leikrými fýrir krakka bakvið húsið. íbúðin er á 3 pöllum,
borðstofa, stofa og sólstofa neðst, eldhús, salerni og
þvottahús á miðpalli og 2 herbergi og baðherbergi á efsta
palli. Fyrir ofan salerni og þvottahús eru nokkuð stór
geymsluloft. Herbergi eru með dúk á gólfum, eldhús með
dúk og ágætri innréttingu. Baðherbergi uppi er með
flísalagt steypt baðkar, flísalagt gólf með hita en engri
innréttingu. Filtteppi á gangi og stofum. Verð 12,1 millj.
Timbur - Byggt:l980 - Einbýlishús
Skemmtilega staðsett I30m2 timburhús auk 2l,3m2
sólstofu og 43,5m2 bílskúrs. Húsið er mjög snyrtilegt og
hefur verið vel við haldið í gegnum tíðina. 3 svefnherbergi
öll með Eik rustik viðarparketi og fataskápum. Sólstofan
er flísalögð og liggur til suðurs í sólríkum og skjólsælum
garði sem í er bæði vaðlaug og gosbrunnur. Bílskúrinn er
stór og fullbúinn með góðri innkeyrsluhurð og rafopnara
byggður 1987 úr steypu. Upphaflega voru teiknuð 5
svefnherbergi í eigninni en búið er að breyta því þannig
að nú eru 3 svefnherbergi, sjónvarshol og stofa.Tekinn
var milliveggur á milli 2 herbergja og þau stækkuð og er
þar hjónaherbergið nú. Eins var tekinn veggur á milli stofu
og herbergis og því breytt í sjónvarpshol. Baðherbergið
er með góðri kirsuberjainnréttingu og er þar bæði sturta
og baðkar. Verð 16,5 millj.
Steypt - Byggt: 1990 - Raðhús.
Stærð 122,6m2 og bílskúr 30,8m2. Steinsteypt raðhús,
3 rúmgóð herbergi, stofa, sjónvarpshol. Baðherbergi með
flísalögðum sturtuklefa, baðkari, flísar á gólfi og veggjum
og góð innrétting. Upptekin loft eru í stofu og merbau
parket á gólfi þar. Eldhúsinnréttingin er úr lútaðri furu.
Inngengt er úr þvottahúsi í bílskúr.
Góð verönd vestan við húsið.Verð 15,9 millj.
Steypa - Byggt:l983 - Einbýlishús
Stærð 38,3m2. Notalegur sumarbústaður í geysifallegu
umhverfi íVaðneslandi. Landiö er allt kjarrivaxið og
mishæðótt 15.000 m2 að stærð. Hitaveita er í bústaðnum
og heitur pottur úti. Snotur verönd. Stofa og eldhús
í sameiginlegu rými, baðherbergi og stórt svefnherbergi
sem skipta mætti í 2. Spónaparket á gólfum og viðarklæddir
veggir og loft.Verð 8,2 millj.
Við Fossveg nr. 2 eru hafnar framkvæmdir við nýtt
fjölbýlishús á fimm hæðum. 2 gerðir af íbúðum eru í
húsinu 3 herb.90m2 og 2 herb.70m2, fimm íbúðir á hverri
hæð eða samtals 25 íbúðir.
íbúðirnar eru seldar fullbúnar án gólfefna. Byggingaraðili
er Byggingafélagið Drífandi ehf. og húsið teiknaðiVGS
verkfræðistofan á Selfossi.Teikningar og byggingalýsingu
getur þú nálgast á heimasíðu okkar www.bakki.com eða
kíkt í heimsókn til okkar í Sigtún 2.Verð frá 9,2 millj.
Fasteignasalan BAKKI
Sigtúnum 2 • Selfossi
Sími 482 4000
2 lausar verslunarlóðir við Eyrarveg
og nokkrar einbýlishúsalóðir lausar.
Fossland
ff i l|»