Mjölnir


Mjölnir - 13.11.1964, Blaðsíða 1

Mjölnir - 13.11.1964, Blaðsíða 1
Mjolmr XXVS!. órgangur E'ösiydagur 13. nóv. 1964 13. tbl. Bœjarstjórnarfundurinn, sem aldrei var haldinn Er Sigurjón að missa tökin ó Sjóifstæðisflokknum! Ókyrr klíkufundur Þriðjudaginn 3. þ. m. átti að halda fund í bæjarstjórn Siglu- fjarðar kl. 5 síðdegis. Þegar bæjarfulltrúar minnihlutans í bæjarstjórninni komu í bæjar- þingsalinn rétt fyrir ki. 5, urðu þeir varir við að fulilrúar meiri- hlutans ásamt bæjarstjóra voru á klíkufundi í einu skrifstofu- herberginu. Þegar komið var korter fram yfir auglýstan fund- artíma, heyrðust hurðarskellir og allmikil háreysti framan úr skrifstofunum. Sást úr áheyr- endasalnum, að forseti bæjar- stjórnar gekk snúðugt út, og heyrðist hann segja, að hann léti ekki móðga sig tvisvar, og liefði ekki fleira að tala að sinni við þá, sem inn,i voru. I Biðu hólftíma Bæjarfulltrúa minnihlutans tók nú að leiðast biðin eftir því, að fundur hæfist, og fóru þeir að leita að einhverjum úr meiri- hlutanum, sem gæti gefið upp- iýsingar um, hvort fulltrúar hans hyggðust mæta eða ekki, en fundu engan nema bæjarstjóra, sem varðist frétta um málið, en v.irtist þó helzt hallast að því að þeir væru ekki í húsinu. Um kl. hálf sex ákváðu minnihlutafull- trúarnir að fara af fundarstað, en skildu eftir skrifleg boð til forseta þess efnis, að þeir hefðu mætt á boðuðum fundartíma og beðið án árangurs eftir því, að forseti eða tilskilinn fjöldi bæj- arfulltrúa mætti, svo að fundur gæti hafizt. — A sjöunda tíman- um kom forseti og með honum fulltrúar meirihlutans. Setti for- seti fund, lét bóka skilaboð minni hlutans og frestaði síðan fundi um óákveðinn tíma. 'V Hvað gerðist? Bæjarbúar hafa leitt getum að því undanfarið, hver orsökin muni hafa verið til þess, að meirihlutans leyst- að fulltrúar lians bæjarstjórnar- klíkufundur ist upp, og mættu ekki fundinum. Eftir því, sem blaðið hefur komizt næst, mun deilan hafa staðið um það, hvort bæjar- stjóri, Sigurjón Sæmundsson, ætti að fá yfirráð yfir skrifstofu Rafveitunnar, eða hvort hún ætti framvegis að heyra undir raf- veitunefnd og rafveitustjóra. Mun Baidri Eiríkssyni hafa þótt þetla erfiður biti að kyngja, því hann er formaður rafveitu- nefndar, og e. t. v. þótzt eygja þann möguleika, að sjóður raf- veitunnar kynni að lenda sömu leið og Hafnarsjóður. Munu á fundinum hafa fallið orð, sem urðu til þess, að fauk í góð- mennið, með fyrrgreindum af- leiðingum. Forsaga mólsins Forsaga málsins er í sem styztu máli sú, að skipulags- nefndin svonefnda, sem hefur með höndum endurskipulagn- ingu starfa hjá bænum og fyrir- tækjum hans, hefur setið á rök- stólum að undanförnu. Eftir miklar fæðingarhríðir fæddust tvenns konar tillögur, aðrar frá Einari H. Asgrímssyni og Sigur- jóni Sæmundssyni, en hinar frá Bjarna Jóhannssyni og Tryggva Sigurbjarnarsyni. Tillögur beggja gera ráð fyrir endurráðn- ingu allra bæjarstarfsmann- anna, en nokkrum sparnaði með bættu skipulagi og hagræðingu starfa. Aðalágreiningurinn er um rafveituna. Samkv. tiliögum Tryggva og Bjarna á innheimta, útborganir og sjóðsvarzla að vera áfram á vegum rafveitu- nefndar og undir stjórn raf- veitustjóra, en bókhald að flytj- ast í vélabókhald bæjarins. Sam- kvæmt tillögum Einars og Sig- urjóns á rafveituskrifstofan með starfsfólki og verkefnum hins vegar að færast á bæjarskrifstof- Iréttir úr Austur-Fljótum I sumar gróf skurðgrafa frá kemst á og hyggja bændur gott Búnaðarsambandinu mikla til. skurð.i um öll Fljót. Nærri því Þó nokkrar framkvæmdir hver einasti bóndi lét ræsa fram hafa verið á döfinni í sveitinni í mikið land og verður að þessu sumar. A Hraunum var íbúðar- hin mesta ræktunarhót. Má og húsið endurbyggt, á Berglandi er una og heyra undir bæjarstjóra. Á fyrrgreindum klíkufundi í upphafi bæjarstjórnarfundarins mun Sigurjón hafa krafizt fylgis Baldurs við tillögur sínar og Einars. Hvert verður framhaldið? Þegar þetta er ritað, á mið- vikudag, hefur ekki verið boðað til framhaldsfundarins, sem nið- ur féll, en því meira hefur verið um alls konar klíkufundi hjá íhaldi og krötum og í meirihlut- anum. Ekki hefur blaðið sann- frétt neitt af þessum fundum, en þó hefur flogið fyrir, að Baldur hafi heldur harðnað í afstöðu sinni, einkum eftir að hann hafði orðið þess var, að meir.i- hluti Sjálfstæðisflokksins fylgdi honum í þessu máli. Einnig hafa menn þótzt merkja það á Sigur- jóni, að hann teldi afstöðu Bald- urs í málinu hið versta agabrot, og væri ekki á því að gefast upp orustulaust, enda er hann van- astur því að beygja fulltrúa Sjálfstæðisflokksins að vild sinni. Verður fróðlegt að fylgjast með framhaldi þess máls, en lík- legt er, að úrslit fáist í því næstu daga. segja að tími hafi verið til kom- inn, því Fljótamenn höfðu dreg- izt aftur úr í túnræktun. Bændur munu flestir liyggja á aukna mjólkurframleiðslu, nú þegar hilla tekur undir hið marg- umtalaða „gat“. Mjólkurbíll sækir nú þegar mjólk tvisvar í viku á Ketilás og er það að þakka hinum nýgerða vegi milli Haganesvíkur og Hofsóss. Enn betri skilyrði verða svo sjálfsagt fyrir mjólkurbúskapinn, þegar við Siglufjörð vegasambandið verið að reisa fjós og hlöðu og súrheysturn, auk hinna miklu ræktunarframkvæmda og ann- arra minni framkvæmda hjá ýmsum bændum. Þá tóku sig þrír bændur sam- an, keyptu gamla íbúðarhúsið í Tungu, rifu það og notuðu við útihúsabyggingar sínar, en húsið í Tungu var mikið og reisulegt, enda Jón í Tungu rík- ur héraðshöfðingi á sínum tíma, eða áður en Skeiðsfossstíflan lagði þar land undir vatn. M líður sölii sildar nir Þrátt fyrir hávært umtal ým- issa blaða um „gaffalbitasölu Sósíalistaflokskins“ til Sovét- ríkjanna, hefur enn ekki verið gerður samningur um sölu á nið- urlagðri síld austur þangað, og eru ýmsir þeir, sem vænzl hafa vetraratvinnu við niðurlagningu síldar til sölu þangað, farnir að verða langeygðir eftir því, að eitthvað gerist í málinu. Svo sem skýrt hefur verið frá, fóru nokkrir forustumenn Sós- íalistaflokksins til Moskvu í sum- ar og ræddu, með vitund og fullu samþykki viðkomandi ráðherra, við ráðamenn þar um möguleika á sölu á niðurlögðum síldaraf- urðum til Sovétríkjanna. Skýrðu þeir frá því við heimkomuna, að unnt mundi vera að koma á slík- um viðskiptum, og hvöttu til þess að ríkisstj órnin léti málið til sín taka og kannaði það til hlítar. Nú er það vitað, að samningar taka oft langan tíma, og skulu því ekki gerðir skórnir að sinni, að ríkisstjórnin ætli að hunza málið, þótt ferill sumra ráðherr- anna í hliðstæðum málum gefi litla ástæðu til bjartsýni. En óneitanlega virðist svo sem stjórninni sé kærara að láta blöð sín og reykvisk sorpblöð nota málið sem tilefni til getsaka og óhróðurs gegn Sósíalistaflokkn- um en að hraða afgreiðslu þess. Rcglubuiidið flug1 Éil ^igluff. Gestur Fanndal kaupmaður hefur samið um það við Vestan- flug, þ. e. eiganda ísafjarðar- flugvélarinnar, að hún fljúgi hingað a. m. k. einu sinni í viku, Auglýsendur! Mjölnir fer á fleir.i heimili i Norðurlandskjördæmi vestra en flest eða öll önnur blöð, þar með talin dagblöðin. Mjölnir er því bezta auglýsingablaðið. Aðalauglýsinga- og sölutími ársins fer nú i hönd. Góð auglýsing er bezta söluhjálpin. og síðasta blað Næsta blað Mjölnis kemur út um mánaðamótin fyrir jól kringum 20. des. Nauðsynlegt er, að auglýsingahandrit berist með dálitlum fyrirvara. BLAÐNEFNDIN. þ. e. á föstudögum, þegar flug- fært verður hingað í vetur. Hef- ur hann farið þess á leit við bæjarstjórn, að hún láti moka flugvöllinn á föstudagsmorgn- um, þegar þess gerist þörf. Samkvæmt upplýsingum Gests getur flugvél þessi flutt hingað 5 farþega í hverri ferS, ásamt farangri, en til baka fjóra far- þega og farangur eSa flutning. Mun hún flytja hingaS póst, grænmeti, banana o. fl. eftir því sem til fellur. MeS því aS flytja þessar vörur á þennan hátt, yrði t. d. grænmeti og ávextir 2 kr. ódýrara pr. kg. en að kaupa á þær flugfragt til Akureyrar og flytja þær þaðan með Drang hingað. — Vörurnar yrðu betri, og rýrnun yrði engin. — Hjá farþegum mundi sparast heill dagur, miðað við að fljúga til 3 Framhald á bls. 7.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.