Mjölnir


Mjölnir - 13.11.1964, Blaðsíða 5

Mjölnir - 13.11.1964, Blaðsíða 5
4 GÓDUR ER HVER GENGINN VeriS hefur óvenju viðburðaríkl- í heimi al- þjóðasfjórnmála undanfarnar vikur. Fátt mun þó hafa vakið meira umtal en ráðherraskiptin í Sovétrikjunum. Það er bæði lærdómsrikt og skemmtilegt að athuga viðbrögð borgarapress- unnar við þeim atburðum. Það er raunar ekki að furða þótt atburður þessi veki athygli. Krústj- off hefur um langt skeið verið einhver mest ábcrandi maour heimsstjórnmáianna og ber margt til. Hann hefur haft skemmtiiegan og að- laðandi persónuleika, honum er eignuð eflaust að nokkru ieyti með réttu „þíðan", sem kölluð hefur verið í Sovétríkjunum/ og hann hefur manna mest unnið að því að lægja öldur hins svonefnda kaida stríðs í heiminum. Hann hefur iika orðið vinsælli meðal alþýðu vesturlanda en nokkur annar sovézkur stjórnmálamaður. En enginn stjórnmálamaður hefur heldur farið eins í taugarnar ó þeim, sem kynda stöðugt undir bæði köldu og heitu sfríði, og vel hefur mótt merkja, að Krústjoff hefur ekki verið elskaður af andstæðingum Sovétrikjanna, enda hefur hann aukið áhrifavald þeirra í heimsstjórnmál- um meira en nokkur mundi hafa spáð fyrir við valdatöku hans. Skemmst er að minnast þess, þegar hann var i heimsókn á Norðurlöndum á siðasta sumri, hvernig borgarapressan hafði allt á hornum sér, sem honum við kom. Maður getur því brosað að þvi, þegar þessi sömu blöð gera hann nú uð dýrlingi og pislarvotti. Fáránlegast er þó, þegar þessi sama pressa telur það eins konar skyldu íslenzka Sósíalista- fiokksins að gefa út flokkslega yfirlýsingu út af ráðherraskiptunum í Sovét. Islenzkir Sósíal- istar eru ekki i neinum féiagslegum tengslum við Kommúnistaflokk Sovétrikjanna, svo að með sama rétti mæVti krefjast þess, að íhaldsflokkur- inn íslcnzki gæfi flokkslega yfirlýsingu um af- stöðu sína tii Barry Goldwaters. Það mun aidrei verða flokksmál meðal íslenzkra sósialista hvcrnig erlendir sósíalistar deila, en íhaldið islenzka er búið að Ijúga svo miklu um íslenzka sósíalista, að nú virðast þeir sjálfir vera farnir að trúa lyginni. Hitt teljum við okkur skylt, að fylgjast vel með því, sem gerist í umheiminum, raunar bæði austan hafs og vestan, en islenzki Sósíalistaflokkurinn er myndaður um afstöðuna til innlendra stjórnmála, það hefur hann alltaf verið og það mun hann alltaf verða. Annars tclur sá sem þetta ritar ekki neina ástæðu til að fara i felur með skoðanir sinar á þessum ráð- herraskiptum, að svo miklu leyti, sem hann er málum kunnugur, en þetta er vitanlega engin flokksafstaða hjá honum frcmur en öðrum. Um það hvort ástæða var til að bola Krústjoff frá vegna mistaka ■ innanlandsmálum telur hann sig ekki dómbæran, en vitað var, að hann var orðinn gamall og heilsuslappur. Þess hefur verið getið til, að afstaðan til Kínverja hafi ráðið mestu um þessi ráðherraskipti, en sé svo þá hcfur því ekki verið á loft haldið af eftirmönn- um hans, og er ef til vill ekki svo hægt um vik að gera það. Samt verður ekki annað séð, en stjórnarskipti þessi hafi farið algerlega lýðræðis- lega fram, en auðvitað þarf það ekki að vera nein sönnun þcss, að skipt hafi verið um til betra. En þó að fréttir þær, sem berast hingað frá Sovétríkjunum ■ gegnum borgarapressuna, séu oft nokkuð litaðar, virðist manni þó nokkuð skorta á, að enn sem komið er fái hann þá viðurkenningu af eftirmönnum sínum, sem hann á skilið. Hann hefur þó að minnsta kosti verið tákn þcirrar stefnu, sem nú hefur átt æ meira fylgi að fagna, að berjast fyrir friðsamlegri sambúð allra ríkja, stefnu sem heita má, að nú sé rikjandi um allan hcim, því að hún táknar björgun mannkynsins frá tortímingu, og það er líka mest um vert, að núverandi valdamenn Sovétrikjanna hafa lýst sig fylgjandi hcnni. H. ★ Allar hafa ferðir þessar tekizt vel og orðið mjög vinsælar, enda staðurinn einn liinn fegursti á landinu og náttúran fjölbreyti- leg. Fer það saman með ágætum aðbúnaði á hótelinu, þar sem allt er gert til þess að konunum líði sem bezt. Húsmæðraorlofið er nú orðið svo vei þekkt um land allt, að óþarfi er að skýra það með löngu máli, en þó langar mig til að fara um það nokkrum orð- um: Lögin um orlof húsmæðra voru samþykkt vorið 1960, og var þá fljótiega hafizt handa um framkvæmdir. Orlofsnefndir voru skipaðar á hverjum stað af kvenfélöguin og kvennasamtök- um, og hafa þær síðan séð um orlofsferðir. Alllaf þegar eitlhvað nýtt kem- ur til sögunnar, þarf dálítinn reynslutíma áður en komið er fast form á hlutina: eins er með oriofsferðirnar. Það er og mis- munandi, iivað hentar á hverjum stað. Hér hefur t. d. þótt henta bezt að fara í september. Annars staðar eru einungis farnar tveggja til þriggja daga hóp- ferðir, svo sem í sveitunum. Frá Akureyri liafa þær verið farnar bæði snemma sumars að Löngu- mýri í Skagafirði og í september að Ileykjahlíð. Á Suðurlandi er komið næst því, að fyrirkomu- lagið sé fastmótað. Þar er opið orlofsheimili allt sumarið. Frain- tíðarmarkið ætti því að vera or- lofsheimili norðanlands iíka, og vissulega er það áhugamál okk- ar, sem að þessu vinnum, að í framtíðinni verði hægt að skipu- leggja það þann.ig, að orlofs- heimiii hér norðanlands gæti verið opið að minnsta kosti hluta af sumrinu, og að þar gætu þá dvalið samtímis konur úr fleiri en einum stað í einu. Það væri það ákjósanlegasta, að konur gætu þannig kynnzt og notið um leið fræðslu og skemmtunar. Um sama leyti og v.ið vorum í Mývatnssveit voru þar konur frá Akureyri í Hótel Reykjahlíð. Hittumst við oft úti og áttum einn ánægjulegan fund saman, og fannst mér þá sem værum við allar ein stór fjölskylda, ef svo má að orði komast, því allar átt- um við það sameiginlegt að vera lausar við skyldustörfin og vera í oriofi. Og nú langar mig til að segja lesendum örlítið brot af ferðasögunni: V.ið lögðum af stað, 12 konur héðan, þriðjudaginn 1. sept. Veður var ágætt, og vonuðum við hið bezta um veðurfar, þótt ótíð hefði verið mikil undan- farið. Fyrsti áfangastaður var Akureyri, og var matast þar og síðan farið í Lystigarðinn. Fæst- ar höfðum við komið þar áður, og fannst okkur mikið til um fegurð garðsins. Við gengum þar um nokkra stund og litum á það, sem fyrir augu bar, en okk- ur kom saman um, að þetta væri ekki nema rétt til að finna lykt- ina, því þarna mætti eyða mörg- um stundum, ef skoða ætti garð- um. Þar langt niðri er heitt vatn, og hægt er að synda þar, þótt ekki legðum við í það, enda litlir sundgarpar. Já, sundstaðir þeirra Mývetn- inga eru næsta frumlegir, því í Grjótagjá er líka hægt að synda. Þar eru tvær gjár, „kvennagjá“ og ,,karlagjá“, í langri jarð- sprungu með heitu vatni. Þykir það æfintýralegt að baða sig þar við kertaljós á kvöld.in, eins og unga fólkið þarna gerir, og og heim að Mývatni. Veður var ágætt þennan dag, ekki sólskin en hlýtt og gott skyggni. Ef lýsa ætti þessari ferð okk- ar svo sem hún geymist í hugum okkar, gæti það orðið efni í heila grein, sem þessa, því hún verður okkur flestum víst ógleymanleg. Ég stikla því á stóru er ég segi frá henni hér. Farartækin voru tveir Landrover- bílar, og vorum við sex í öðrum en sjö í hinum. Bílarnir reyndust vel, því heita má, að vegleysur Siglfirzhar húsmsður í crlofi inn svo vel sem vert væri. Síðan var lagt á Vaðlaheiði og sem leið lá í Mývatnssveit. Við sáum Vaglaskóg og Goðafoss og lirif- umst af litadýrð náttúrunnar, en allir þekkja, hve haustlitirnir eru dásamlega fallegir, þegar lyngið er farið að fölna og síðan roðna og landslagið verður eins og ofið mynztur með ótal lit- hrigðum. Mikil glaðværð ríkti á leið- inni og mikið sungið, og hugð- um við allar gott til þess að dveljast v.ið Mývatn, sem heils- aði okkur spegilslétt, og var raunar oftast þannig þessa daga. Við vorum því glaðar og reifar, er við ókum í hlað í Reynihlíð, en um mótttökurnar þar og að- búnað ætla ég að tilfæra það, sem ég skrifaði í dagbók mína þennan dag, og getur það verið samnefnari fyrir alla dagana: „Við komum kl. rúmlega 5, feng- um við þá kaffi og brauð, síðan hvíldum við okkur til kl. 7, þá var matur. Að loknum kvöld- verði fengum við okkur göngu upp í hlíð.ina. Þar fundum við ber. Var þetta hressandi hreyf- ing eftir kyrrsetu dagsins í bíl. Kl. 10 var sezt að kaffidrykkju, og væri það synd að segja að við færum svangar í rúmið.“ Fyrsta daginn létum við okkur nægja að fara stuttar göngu- ferðir ýmist í berjamó eða með- fram vatninu. Stóragjá varð þar á vegi okkar fyrsta morguninn, og er það sannkölluð stóragjá. Eitthvað hefur nú gengið á, þeg- ar móðir jörð hefur særzt svo djúpu sári, sem hún ber vitni fannst okkur þurfa hugrekki til þess. Á fimmtudag fórum við í ökuferð kringum vatnið í glaða sólskini og yndislegu veðri. Getur varla hugsast neitt fallegra en þarna var þá, lognslétt vatn- ið, sem speglaði kjarri vaxna hólma og kynlega dranga, og út- sýnið af Héðinshöfða var hreint ógleymanlegt. Við komum í Dimmuborgir, en fórum ekki langt að þessu sinni; seinna feng- um við ágætan leiðsögumann með okkur og þá fórum við alla leið að Kirkjunni, sem er stór hraunhvelfing nokkuð langt inni í hrauninu. Hún er hrikaleg, náttúran þarna, og villugjarnt, og því vissara að hafa kunnugan maim með. Á föstudag bættist ein í hóp- inn. Kom hún á eftir okkur héð- an, svo nú vorum við þrettán, en ekki reyndist okkur það nein óhappatala. Þann dag kvöddum við Akureyrarkonurnar eftir skemmtilega samverustund, fór- urn í gönguferðir, söfnuðum steinum og sitthvað fleira. Báta- kostur hótelsins var eitthvað í lamasessi þessa dagana, svo lítið varð úr bátsferðum. Fjórar kom- ust þó á flot og lentu í æfintýri, sem þó endaði vel, en ekki fórum við fleiri. Laugardagurinn má segja að hafi verið hápunktur þessarar orlofsferðar, því þá fórum við í heils dags ferðalag. Farið var austur að Jökulsá og niður með henni að vestan, út fyrir Tjör- nes til Húsavíkur, upp Aðaldal séu að vestan niður með ánn.i. Bílstjórarnir reyndust enn betur, hinir beztu ferðafélagar og leið- sögumenn, sem allt vildu sýna okkur, sem markvert var að sjá, og það var margt á þessari fögru leið. Við stönzuðum víða, og skal þar upp talið: Námaskarð, þar gengum við að kraumandi hver- um; Dettifoss, einn hinn hrika- legasti af íslenzkum fossum; Hólmatungur; Forvaðar á Jök- ulsá; Hljóðaklettar; Vesturdal- ur, þar var áð og matast í yndis- legu skógarrjóðri; — og Ás- byrgi. Ég hafð.i aldrei gert mér grein fyrir, að Ásbyrgi væri svo víðfeðmt sem það er. Það er æf- intýri líkast að koma þarna, áhrifin svo sterk og kyrrðin svo mikil, sem þó var hægt að rjúfa með hvellandi bergmáli, ef kall að var stundarhátt. Þar hátt berginu sáum við yfirgefið fálka hreiður, svo ekki einu sinni fálkagarg spillti stemmningunni Á leiðinni fyrir Tjörnes sáum við þokuna læðast af hafi, og er við komum til Húsavíkur hafði hún náð landi, og var þar kalt og hráslagalegt. Við vorum því fjarska fegnar hinu ágæta kaffi, sem við fengum þar. Við skoð- uðum kirkjuna þar og fannst hún falleg og sérkennileg, en hún er byggð í kross, með fjórum stöfn- um. Næsti áfangastaður var byggðasafn Þingeyinga að Grenjaðarstað. Þótt liðið væri að kvöldi, vildum við alls ekki láta hjá líða að koma þangað. Tíminn varð alltof naumur til Um skólamál í Skagafirði að skoða það að gagni, því það er ekkert smáræði af munum, sem þarna er að sjá. I stuttu máli er ekki hægt að lýsa komunni á þennan forna bæ, sem á sínum tíma hefur ver.ið stórhýsi á þeirra tíma mælikvarða, öðru- vísi en að það var sem að horfa aftur í aldir um stutta stund, og vakna svo til nútímans þegar bíllinn brunaði úr hlaði. Heim var haldið í niðaþoku, og við vorum þreyttar og sælar eins og eftir vel unnið dagsverk þetta kvöld. Sunnudagurinn var tilbreyt- ingarlítill, því leiðindaveður var og kalt, og við höfðumst lítið að nema spila, lesa og hvíla okkur. Gestagangur var mikill þessa helgi, vegna landsfundar her- námsandstæðinga. Veðurspáin hrelldi okkur með snjókomu og óttuðumst við um heimförina yfir S.iglufjarðarskarð. En viti rnenn! Á mánudag var glaða- sólskin og engar horfur á snjó. Þá fórum við seinni ferðina í Dimmuborgir. Um kvöldið sát- um við kaffiboð kvenfél. Mý- vatnssveitar, og áttum indæla stund með konum úr því. Skemmtum við okkur við kvæða- lestur, sögn og söng. Heim var haldið eftir hádegi á þriðjudag. Hugðum v.ið gott til heimferðar, glaðar og endur- nærðar af aukinni lífsreynslu og kynningu við margt ágætisfólk, og síðast en ekki sízt aukinni þekkingu á náttúrufegurð og fj ölbreytileik okkar eigin lands. Margar af okkur höfðu lítið eða ekkert ferðast um þessar slóðir, og fannst okkur öllum sem dvöl- in þarna hefði ver.ið heilt æfin- týri. Það, til dæmis, að búa þarna á hóteli í marga daga, án þess að þurfa að hafa af því fjárhagsáhyggjur, er ekki lítils virði. En orlofið er konunum algerlega kostnaðarlaust, nema þegar farið er í lengri ferðalög, það borga þær sjálfar. I3að var komið myrkur er við skröltum yfir Siglufjarðarskarð, og þar var allt fannhvítt af snjó. En heimleiðina var okkur sí- felldur söngur í huga, og nú sungum við orlofsbraginn okkar, sem óvart liafði orðið til, og lýk ég þessu spjalli á síðustu vís- unni, því hún lýsir svo vel hugs- unum okkar síðasta daginn: „Við kveðjum fögru sveitina og höldum heim á leið, og hjartans þakkir vertum okkar flytjum. Við minningarnar geymum um okkar æviskeið, er aftur yfir grautarpottum sitjum.“ G. Albertsd. Undanfarnar vikur hafá skól- ar landsins verið að hefja starf- semi sína. Tugir þúsunda ung- menna hafa sezt á skólabekk og hafið vetrarlangt starf. I þess- um fjölmenna hópi eru hörn frá 6—7 ára aldri upp í fulltíða fóik. En takmarkið er þó eitt og hið sama, það að gera hvern einstakling að betur hæfum þjóðfélagsþegn, skapa nauðsyn- lega undirstöðu undir menn- ingarþjóðfélag. Það er ekki nema eðlilegt að í byrjun hvers skólaárs hefjist nokkrar umræður um það sem miður fer í skólamáium okkar og svo hefur verið nú í haust, hæði í blöðum, útvarpi og manna á meðal. Slíkar umræð- ur eru nauðsynlegar og hljóta að vera bæði gagnlegar og leið- beinandi fyrir forystumenn skólamála og ríkisvaldið. Af þessuin toga er spunnið það, sem ég vildi segja í þessari stuttu grein. Þó ástandið í skóla- málum sé ef til vill óvíða lakara en hér í Skagafirði, en ég á fyrst og fremst við sveitirnar, þá hefur verið og er furðu hljótt um það. Skólalöggjöf sú, sem við bú- um við er senn tuttugu ára gömul og hefur þó lítið sem ekkert verið gert hér heimafyrir til þess að hægt sé að fullnægja þeim ákvæðum, sem hún setur. Hvað barnaskólunum viðvík- ur, þá eru hér í rauninni ekki nema tvö skólastig, það er heima- vistarskólarnir við Steinastaða- laug og að Barði í Fljótum. Annars staðar eru skólarnir í mjög ófullnægjandi húsnæði, svo sem í félagsheimilum, sem lítt eru miðuð við skólahald eða í heimahúsum, og þá jafnvel far- kennsla með 4—5 mánaða kennslutíma á ári. Til er og, að hreppsfélag hefur gefið allt skólahald upp, og foreldrar hafa sjálfir orðið að koma börnum sínum fyrir í ýmsum skólum í héraðinu. Slíkt ástand er vitanlega al- gerlega óviðunandi og getur ekki verið til frambúðar. Fræðslumálastjóri mun hafa gert tillögur um að hér yrðu reistir tveir heimavistarskólar í héraðinu auk þeirra sem fyrir eru, og þá helzt í Varmahlíð og á Hólum í Hjaltadal. Til þess að vinna að þessu voru af fræðsluráði sýslunnar skipaðar tvær nefndir fyrir 2-— 3 árum, önnur austan Héraðs- vatna, hin vestan. Samkvæmt upplýsingum, sem ég hef fengið, hafa þessar nefndir lítið sem ekkert gert, og helzt útlit fyrir að þær liafi ekki tekið starf sitt alvarlega. En sagan er ekki öll. Fyrir t.uttugu árum var skyldunámið ákveðið, að vera skyldi til 15 ára aldurs. Til þess að fram- kvæma þessa lengingu námstíma voru héraðsskólarnir og gagn- fræðaskólarnir teknir þar sem þeir voru til, og víða hafa verið byggðir nýir skólar til þess að geta fullnægt þessum ákvæðum fræðslulaganna. Hvað hefur verið gert hér í Skagafirði? Næstum ekkert. Fyrir rúmum tuttugu árum var lokið undirbúningi undir bygg- ingu liéraðsskóla í Varmahlíð. Teikning hafði verið gerð af skólahúsinu, fjárveiting þess op- inbera tryggð og byrjað að grafa fyrir grunni skólahússins. En þá gerðust forustumenn skólamála í Skagafirði allt í einu athafnasamir, stöðvuðu frekari aðgerðir og gengu frá málinu dauðu. Þessi raunasaga skal ekki rakin frekar hér, en hún má gjarnan vera okkur til varnaðar að láta ekki slíka hluti endurtaka sig. Hvaða möguleikar eru þá að koma börnum sem lokið hafa fullnaðarprófi barnaskóla til framhalds skyldunáms, og hverj- ar eru staðreyndirnar í því sam- bandi? Gagnfræðaskólinn á Sauðár- króki gat um tíma tekið við nokkrum hópi nemenda úr sveitunum og leysti það nokkurn vanda, en nú er sá möguleiki ekki lengur, enda er sá skóli Hinn 20. október andaðist hér í bæ að heimili sonar síns Ágúst Einar Sæby, og var jarðsettur hinn 5. nóv. að viðstöddu miklu fjölmenni. Ágúst var fæddur hér í Siglufirði 9. feb. 1891 og átti hér heima alla ævi. Hann kvæntist 1911 Steinþóru Barða- dóttur og áttu þau fimm börn, sem einnig voru öll búsett í Siglufirði. Börn þeirra voru: 1. Aldís, gift Sumarliða Hall- grímssyni. 2. Guðrún, gift Stefáni Þórar- inssyni. 3. Andrés, drukknaði 1941. 4. Vilhelm, kvæntur Kristveigu Skúladóttur. 5. Barði, enn ókvæntur, hélt heimili með foreldrum sínum. , Nú hafa þau einnig eignast fjölda barnabarna og barna- barnabarna, allt orðlagt dugn- húsnæðislaus, er tii húsa í barna- skólahúsinu, sem þó er ekki of stórt fyrir eigin starfsemi. Héðan úr Skagafirði munu börn á skyldunámsaldri, þ. e. frá 13—15 ára vera dreifð um mikinn hluta landsins, eða allt frá Þingeyjarsýslu tii Suður- lands, og telur margur sig vera heppinn að hafa geta troðið barni sínu inn í skóla þó í fjar- lægu héraði sé. Allir liljóta að sjá hvílíkur aukakostnaður það er fyrir fjöl- skyldur, sem búa við slíkar að- stæður, hitt er þó verra og að mínu áliti ábyrgðarhluti, að þurfa að senda svo ung börn til langdvaiar í fjarlægt og fram- andi umhverfi, slíta þau svo snemma úr tengslum við fjöl- skyldu sína, félaga og heima- byggð. En þá er eftir sá hópur barna, og hann er ekki svo smár, sem lýkur sínu prófi úr barnaskóla, ef til viil eftir 5 mánaða kennslu á vetri í 3 eða 4 ár og verður að láta sér þá skólagöngu nægja, hvort sem þeim líkar betur eða ver. Ég sagði hér að framan, að næstum ekkert hefði verið gert til að þoka skólamálum okkar það framávið svo að við getum fullnægt ákvæðum fræðslulag- anna heima í héraði. Hvað lief- ur þá verið gert? Á síðastliðnu vori samþykkti sýslunefnd Skagafj arðar, nær einróma, áskorun til ríkisstjórn- ar um að byggður yrði fram- haldsskóli í Varmahlíð hið allra aðar- og myndafólk. Ágúst stundaði lengstaf sjó- mennsku og vann auk þess al- genga verkamannavinnu, lengst af í Losunar- og lestunarfélagi Siglufjarðar. Hann var mjög góður verkmaður og vann fram til hins síðasta. Það var ekki að lians skapi að liggja nokkurn tíma á iið.i sínu, þess vegna hélt hann áfram að vinna einnig þótt heilsan væri farin að bila og vandamenn hans vildu láta hann taka sér hvíld. Þrátt fyrir all- mikla ómegð meðan börnin voru í æsku, mun hann alla tíð hafa verið vel bjargálna, enda fylgd- ust þar að dugnaður og ráð- deild, en þó var hann höfðingi í lund, þegar því var að skipta, og hreinskiptnari og ábyggi- legri mann í viðskiptum er víst erfitt að finna. Heimilisfaðir fyrsta, og fól þingmönnum kjör- dæmisins að fylgja því eftir á Alþingi því er nú situr, og hefur hlutaðeigandi aðilum væntan- lega borizt þessi ágæta sam- þykkt. Er þá ekki allt í lagi? Það skulum við vona, en skóli er ekki byggður á einum degi og ekki á einu ári. Eg hef sýnt fram á það hér að framan, að mál þetta þolir enga bið og það þarf að fá end- aniega og jákvœða afgreiðslu hjá Alþingi og ríkisstjórn nú í vetur. Til þess að það megi örugg- lega takast er nauðsynlegt að við sem eigutn að vera ábyrgð- armenn þeirrar œsku, sem nú byggir þetta hérað, að við setj- umst nú allir í sama bátinn og róum samtaka að því marki að framkvœmdir geti hafizt strax á nœsta vori. Við megum ekki lengur sýna skólamálum okkar það tómlœti, sem við höfum gert jram að þessu. Það mun brenna sárast á eig- in skinni að skorast undan þeim skyldum, sem okkur ber að rœkja. Æska sveitanna á kröfu á því, að njóta sömu möguleika til menntunar og œska bœjanna. Meðan svo er ekki, er vonlaust að stöðva straum unga fólksins úr sveitunum, og þá er voðinn vís. Krafa dagsins í dag verður að vera einn héraðsskóli í Varma- lilíð og tveir nýir heimavistar- barnaskólar í sýslunni. Haukur Hafstað. - Kveðja var hann með afbrigðum góður, enda var hann glaðlyndur að eðlisfari, söngvinn og skemmti- legur. Ég var vinnufélagi Ágústs eitt sumar og reyndist mér hann einn sá skemmtilegasti vinnu- félagi, sem ég hef kynnzt. Hann var hreinskilinn og hispurslaus, en jafnan glaður og oft með gamanyrði á vörum. Þá var það ekki síður um vert, hvað hann var nærgætinn við ung- linga, sem með honum unnu, um það get ég borið af nær- tækri þekkingu. Ég held að öll- um, sem þekktu Ágúst, hljóti að hafa verið hlýtt til hans og áreiðanlega hefur hann ekki eignast. neinn óvin. Ég mun sakna þess, að eiga aldrei eftir að hitta hann framar á förnum vegi, taka undir glaðlega og Framh. á bls. 3. t ÁGÚST SÆBY

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.