Mjölnir


Mjölnir - 13.11.1964, Blaðsíða 8

Mjölnir - 13.11.1964, Blaðsíða 8
Bókasafnið opnað í nýjum húsakynnum Á morgun kl. 2 verður sfjórn Bókasafns Siglufjaroar formlega afhent' hið nýja húsnæði ó neðsfu hæð Róðhúsbyggingarinnar, en opnað almenningi til sýnis og afola á sunnudag kl. 1 e. h. Fréttamaður blaðsins smeygði sér inn bakdyramegin í safninu fyrir nokkrum dögum, og hafði snöggvast tal af Gísla Sigurðs- syni bókaverði. Sagði Gísli, að safnið yrði opnað fyrir almenn- ing á sunnudaginn kl. 1 e. h. og yrði op,ið til kl. 7 þann dag, en annars verður ekki opið á sunnudögum yfirleitt. Búið var að raða safninu upp í nýja skápa, sem Kristján Sig- tryggsson hefur smíðað, og var Kristján og Sigtryggur sonur hans að ganga frá innréttingum þegar fréttamanninn bar að. Er það allt úr eik og hin vandað- asta smíði að sjá, en húsgögn úr tekki, og munu þau vera ættuð frá Valbjörk á Akureyri. Safnið hefur til umráða alla neðstu hæð hússins, sem er á 4. hundrað fermetrar að flatar- máli, og ætti þetta húsnæði að nægja safninu um alllangt ára- bil. Er þetta hið fegursta og við- kunnanlegasta húsnæði. Skal ekki farið út í það hér að lýsa AÐAL FU N D U R Sósíalistafélags Siglufjarðar var haldinn s.l. þriðjudagskvöld. I stjórn voru kosnir: Þóroddur Guðmundsson, form.; Eiríkur J. B. Eiríksson, varaform.; Hlöðver Sigurðsson, gjaldkeri; Óskar Garibaldason, ritari; meðstj. Gunnar Jóhannsson, Kristján Sigtryggson og Hannes Bald- vinsson. Þá voru kjörnir aðal- og vara- fulltrúar á flokksþing Sósíalista- flokksins. Hejnt hcfiir AÐ meðal jólabóka Siglufjarðar- prentsmiðju verði heildar- útgófa af blaðaviðtölum Sig- urjóns bæjarstjóra. Atí Alþýðuflokkurinn í Siglu- firði ætli að lóta hljóðein- angra Borgarkaffi fyrir næsta fulltrúaróðsfund. AÐ vafasamt sé, að lögreglan í Siglufirði mundi verða jafn- fús og sú hafnfirzka til að fjarlægja kauprukkara af bæjarskrifstofunni. því, en bæjarbúar í þess stað hvattir til að skoða það, því sjón er sögu ríkari. Útlónsreglur Safnið verður opið í vetur alla virka daga sem hér segir: í fréttaauka ríkisútvarpsins þriðjudaginn 3. nóv. s.l. var við- tal við Aðalstein Sigurðsson, fiskifræðing um fiskirannsóknir sumarsins. Af frásögn Aðalsteins mátti ráða það, að öllum fiski- rannsóknum Islendinga er svo naumt skammtað og ilia að þeim búið, að árangur þess, sem gert er verður margfalt minni og niðurstöður rannsóknanna ó- áreiðanlegri vegna hins slæma aðbúnaðar. M. a. sagði Aðal- steinn að fiskifræðingar fengju aldrei sama skipið í rannsókn- arferðir mn lengra tímahil, þau væru misjafnlega búin tækjum FSugferðir til Sauðór- króks og Akureyrar Vetraráætlun innanlandsflugs Flugfélags íslands gekk í gildi um mánaðamótin sept. — okt. Samkvæmt lienni verða í vetur ellefu ferðir í viku til Akureyr- ar, þar af morgunferðir alla daga og síðdegisferðir á þriðju- dögum, miðvikudögum, föstudög um og Iaugardögum. Til Sauðárkróks verður flogið þr.iðjudaga og laugardaga. LESÐRÉTTING Leiðinleg prentvilla er í nokkrum hluta af upplagi blaðs- ins í dag í minningargrein um Agúst Sæby. Verða nokkrar lín- ur í greininni lítt skiljanlegar en eiga að vera þannig: Ágúst stundað.i lengstaf sjó- mennsku og vann auk þess al- genga verkamannavinnu, lengst af í Losunar- og lestunarfélagi Siglufjarðar. Hann var mjög góður verkmaður og vann fram til hins síðasta. Það var ekki að hans skapi að liggja nokkurn tíma á liði sínu, etc. Eru lesendur beðnir að lesa prentskekkju þessa í málið og virða til betri vegar. Fyrir börn kl. 2—4 e. h., útlán og lesstofa. Fyr.ir fullorðna kl. 4—7, les- stofa og útlán. Ennfremur verð- ur lesstofa fyrir fullorðna opin kl. 8—10 á kvöldin á þriðjudög- um og föstudögum. Notendur fá keypt útlánskort hjá bókaverði. 10 bóka kort kost- ar 25 kr., 25 bóka kort 50 kr., og kort fyrir allt starfstímabilið 150 kr. Notendur geta fengið 3 bækur í einu, og mega hafa þær alit að 14 daga. Bækur eldri en eins árs fást ekki lánaðar út samdægurs og þeim er skilað. og misjöfnum tækjum. Stundum væru skip biluð meginhluta leigutímans, stundum svo lítil, að rannsóknatæki og mannskap- ur rúmuðust ekki um borð (svefnpláss manna varð að taka fyrir tækin og mennirnir því að fara í land til að sofa) og margt fleira í þeim dúr. Þetta var hörmulegt að heyra. íslendingar eru meðal mestu fiskveið.iþjóða heimsins, þeir eiga því allra þjóða mest undir því komið, að vísindaleg starf- semi í þágu fiskveiða og sjávar- útvegs geti starfað og borið ár- angur. Islendingar hafa nokkuð margir lagt fyrir sig þessar vís- indagreinar í því trausti, að þeim yrði sköpuð starfsskilyrði, sem væru sambærileg við það, sem hjá öðrum fiskveiðiþjóðum tíðkast, og í samræmi við fram- farir í tækni og þekkingu í þess- ari vísindagrein. Svo kemur fiskifræðingur að hljóðnema út- varpsins og segir þessa hörm- ungasögu. Þegar menn hugleiða þetta dettur þeim í hug hvort ekki hefði mátt breyta í fullkomin rannsóknarskip þeim stóru tog- urum, sem svo gott sem hafa verið gefnir út úr iandinu á síð- ustu mánuðum. Eða hvort rann- sóknarskip væri ekki þarfara í íslenzka skipaflotann en mörg ný flutningaskip, sem virðist þó vafasamt að sé þörf fyrir. En svona er stjórnin á mál- efnum íslendinga í dag. Það er slembilukkan, sem ræður, til- viljunin ein hvernig ráðstafað er þjóðarauðnum og hverjir gera það. Það vantar allt vitrænt og hagrænt samræmi í fram- kvæmdir og fjárfestingu, og síð- an er verkafólkinu kennt um ef eitthvað gengur illa, þá er það háa kaupið þess, sem er að ríða öllu á slig, það lifir sem sagt um efni fram á hverjum degi. Hörmulegt var ceð hcjm Ni Mjölnir ÚTG. ALÞÝDUBANDALAGIÐ I NORDURLANDSKJÖRDÆMI VESTRA Abyrgðarmaður: Hannes Baldvinsson. Afgreiðsla: Suðurgötu 10, Siglufirði, simi 194. Argjald 75 kr. — Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f. Akureyri SIGLUFJARÐARSKARÐ er enn fært bílum og er það óvenjugott á þessum órstíma. Reyndar er varla nema fyrir hörðustu jeppa að kom- ast yfir, og alls ekki nema jeppa- vegur um Fljótin. Vegurinn um Fljótin hefur gersamlega brotnað niður undan malarflutningabílunum í þessari vætutíð. SUNNANÁTT og votriðri hafa verið róðandi veðurlag undanfarið. Stöku sinnum hefur þó rignt eða snjóað í norðaustanótt, en aldrei af neinni alvöru. Ar og lækir eru enn vatnsmikil sem ó vordegi. SKEIÐSFOSSVIRKJUNIN hrósar happi yfir veðróttunni. Lónið þar er sneisafullt og er allt útlit fyrir að ekki þurfi mikið að keyra dísilvélar í vetur, ef svo stefnir sem horfir með veðróttuna. TOGARINN HAFLIÐI s'eldi afla sinn í Þýzkalandi 27. okt. s.l., milli 70 og 80 tonn fyrir rúm 50 þúsund mörk. Aflatregða er nú með ein- dæmum hjó öllum togaraflotanum. SIGLFIRÐINGUR kom af veiðum fyrir Austurlandi um síðustu helgi. Var hann með fóein mól og rifna nót, sem gert var við hér heima. Skipinu hefur gengið ógætlega ó síldveiðunum fyrir ausfan og er bú- ið að afla um 24 þúsund mól, en eins og kunnugt er kom skipið að- eins of seint til að nó í beztu afla- hrotu súmarsins. VÉLBÁTARNIR Æskan, Orri og Hringur hafa að undanförnu aflað 3—4 tonn í róðri þó gefið hefur. Ekki er það nóg til að útgerðin „beri sig", en drjúga vinnu gefur só afli í landi. JÓHANN JÓHANNSSON, skóla- stjóri Gagnfræðaskólans, varð sex- tugur hinn 7. nóvember s.l. 101 ÁRS varð elzti borgari bæj- arins, Halldóra Bjarnadóttir í Bakka, hinn 5. nóv. s.l. TUNNUVERKSMIÐJAN. Verið er að múrhúða innan smíðahúsið, og langt er komið að steypa undir- stöður undir væntanlegt stólgrinda- hús, sem byggt verður norðan við smíðahúsið, að mestu leyti ó gamla grunninum. ÚTSVÖRIN hafa innheimzt slæ- lega í Siglufirði í sumar. Mun inn- heimtan nú nema milli 25 og 30% af ólögðum útsvörum yfirstandandi órs. Er hér sennilega um met að ræða, eitt af mörgum, sem meiri- hluti íhalds og krata hefur sett í bæjarmólum Siglufjarðar. Ekki eru menn sammóla um, hverjum beri mestur heiður af þessu meti; margir eigna hann viðreisninni. Ymsir hóttsettir íhaldsmenn eigna hann kæruleysi og slappri forustu bæjar- stjórans. NYLEGA kom hingað til bæjarins fjallabíll fró Reykjavík, eign Ás- bjarnar Ólafssonar heildsala, sem notar tæki þetta til að koma sýnis- hornum af varningi fyrirtækisins til viðskiptamanna ó afskekktusutu stöðum. Hafði bíll þessi farið margt torleiði óður en hann kom hingað, m. a. um flesta erfiðustu fjallvegi Vesturlands, ó flesta Vestfirði og norður Strandir svo langt sem byggð nær, ennfremur um Fljóta- veg og Siglufjarðarskarð, ón þess að nokkurt óhapp kæmi fyrir hann, enda var farartækið rammbyggt og vélarmikið. — Þegar til Siglufjarðar kom, þurftu sölumenn m. a. að koma við hjó Jónasi Ásgeirssyni kaupmanni og neyddust því til að aka niður Aðalgötuna. Þar öxul- brotnaði bifreiðin. RÚSSNESKT VATNSTÖKUSKIP hefur komið hingað margsinnis að undanförnu þeirra erinda að sækja vatnsbirgðir handa rússneska rek- netaflotanum. Ástæðan til þess, að skipið kemur hingað fremur en til Austfjarðahafna eða Akureyrar er að fróðra manna sögn sú, að hér eru vatnsslöngur digrari og flytja meira vatn ó mínútu hverri en ó hinum stöðunum, og er því tíma- sparnaður fyrir skipið að sækja vatnið hingað, þótt leiðin sé lengri. ■— Þótt vatn sé ódýr vökvi, kosti t. d. ekki nema hálfan annan eyri lítrinn hér á Siglufirði, þá safnast þegar saman kemur, og 1000 tonna farm- urinn kostar 15 þús. krónur. Er þetta drjúgur tekjuauki fyrir bæinn á þessum síðustu og verstu viðreisn- artímum. BÍLAEIGENDUR í Siglufirði urðu sárir og reiðir, þegar þeir fengu allt að 100% hækkun á tryggingagjöid- um sínum fyrirvaralaust í vor. hyggjast þeir halda á morgun stofn- fund í bílaeigendafélagi, en einn aðaltilgangurinn með stofnun þess mun vera að reyna að ná hagstæð- ari tryggingakjörum og athuga möguleikana á bættri þjónustu við bílaeigendur.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.