Mjölnir


Mjölnir - 13.11.1964, Blaðsíða 2

Mjölnir - 13.11.1964, Blaðsíða 2
2 Bsbur Kvðldiðkuútadlunnor 1X4 Þeim fer smáfjölgandi ríkjunum, sem koma sér upp gjöreyðingarvopnum Hinn 16. október kl. 3 eftir Peking-tíma, bættist Aiþýðulýðveldið Kína ■ tölu kjarnorkuvelda. Þá var sprengd fyrsta kjarnorkusprengja þar í landi og þá var þessi mynd tekin. — Enginn veit, hvort mannkynið á eftir að sprengja sjálft sig i loft upp eða ekki. En cigum við ekki að vona, að það dragizt eitthvað? Islenzkar Ijósrnœður III. bindi. (Æviþættir og endur- minningar). Ritsafnið íslenzkar ljósmæður er nú orðið þrjú bindi, þar sem greint er frá æviatriðum og endurminningum yíir hundrað Ijósmæðra hvaðanæfa að af landinu. Bækur þessar eru sannkali- aðar hetjusögur íslenzkra kvenna og lifandi þjóðlífsmynd- ir. I þessu bindi, sem sennilega verður það síðasta, er getið milli 40 og 50 ljósmæðra. Allir eru þættir þessir vel skrifaðir og sumir með ágætum. Því gleymi ég aldrei, III. bindi. (Frásagnir af eftirminni- legum atburðum). í þessa bó'k rita 20 þjóðkunnir r. enn frásagnir af ógleymanleg- um atburðum, þ. á. m. skáldin Guðmundur Daníelsson, Sig- urður Grímsson, Gunnar Dal og Ragnar Jóhannesson o. fl. En það, sem vekja mun mesta eftirtekt við útkomu þessarar bókar er það, að sr. Bjarni Jóns- son ritar þar endurminningar frá bernskudögum og allt fram til þess hann verður dómkirkju- prestur í Reykjavík. Sr. Bjarni Er eitthvað bogið við ff velferðarríkið"? Alltaf ómar söngur „viðreisn- arstjórnarliðsins“ á háum nót- um um það, hversu dásamlegt „velferðarríki“ komið sé á ís- landi fyrir tilstilli hinnar alvitru ríkisstjórnar. Og margt er nefnt til sanninda um þetta, fólk hafi peninga til að kaupa bíla, hús- gögn og allskyns þægindi, tekj- urnar séu svo og svo háar og alveg svimandi hjá mörgum, sérstaklega sjómönnunum, — hættulega háar þar. Margt er rétt í þessu tali, — fólk hefur í tekjur allháar upp- hæðir hinnar verðlitlu krónu, það eyðir þessum upphæðum nokkuð jafnóðum, kaupir bíla, húsgögn, heimilistæki og reynir jafnvel að byggja sér íbúðir. En það gleymist jafnan að tilgreina hvað vinnutíminn er langur hjá fólki yfirleitt, hvað langur tími fór í að vinna fyrir hinum mörgu krónum. Flestir menn, sem fara til ann- arra landa kynnast því fljótt, að vinnutími fólks er þar styttri og þar af leiðandi tómstundir fleiri. Þegar talið berst að þessu I og íslendingar fara að segja frá vinnutímanum hér á landi verð- ur fólk svo hissa og spyr hverju þetta sæti, hvort hér sé þrælaríki eða hvort hér sé svona ofsalegur skorlur á vinnuafli og þá hljóti tekjurnar að vera svimandi háar. Þegar það fær að heyra sann- leikann verður undrun þess gífurleg. Það skilur ekki hvernig hægt sé að kalla þetta menningarríki hvað þá „vel- ferðarríki“ þar sem laun fólks eru svo lág að ekki er nokkur möguleiki til að lifa af þeim. Þar, eins og raunar í öllum menningarríkjum, teljast laun, það sem maðurinn fær fyrir að vinna dagvinnu, hvort sem hún er 8 stundir eða færri. Og yfir- vinna er víða algerlega bönnuð og víða er algerlega hætt að vinna á laugardögum. Hér á íslandi mun hver sá, sem reyndi að lifa af launum sínum (þ. e. fyrir dagvinnu eina) svelta og krókna í hel. Þess vegna er íslenzka ríkið í dag miklu líkara þrælaríki en velferðarríki, þrælarnir keppast liefur ekki áður birt endurminn- ingar sínár. Nú liafa komið út 3 bækur í þessu 1'itsafn.i og hlotið miklar vinsældir. Endurminningar Bernharðs Stejánssonar, II. bindi. Þegar i. bindi Endurminninga Bernharðs kom út, vakti bókin geysi mikla athygli og var af rit- dómendum talin ein merkasta ævisaga síðar.i tíma. Síðara bindið nær frá 1944 þar til Bernharð verður sjötug- ur og er því samtíðarlýsing höf- undar á mönnum og málefnum. Bókin er skrifuð af hreinskilni og hispursleysi. Þar dæmir Bernharð menn og málefni af drengskap og rökvísi, líkt og í fyrra bindinu. Bókin leiftrar af fjöri, sums staðar jafnvel gáska,. og víða skjóta upp kollinum hinir lands- fleygu brandarar Bernharðs. Auk þess að vera skemmtileg er bókin fróðleg og ómissandi öiium þeim, sem vilja kunna skil á stjórnmálasögu síðuslu tíma. UIHBURDARLODI um að vinna sem lengstan vinnu- dag til að geta lifað og eignast eitthvað meira en fæðið og fötin til að ganga í. Kannske er þetta skrípamynd af velferðarríkinu, á sama hátt og verið er að reyna að skapa skrípamynd af menningu þjóðar- innar, afskræma erfðir hennar og þjóðlegt uppeldi? REGLUBUNDIÐ FLUG . . . Framhald af bls. 1 Akureyrar, og bíða eftir báts- ferð þaðan. I bréfi, sem Gestur hefur ritað bæjarstjórn um þetta efni, segir m. a., að flugvél þessi sé sú full- komnasta, sem við Islendingar eigum, hvað flughraða og allan öryggisbúnað snertir, t. d. er hún með tveim hreyflum, ísvarða skrúfu og vængi, tveim tvöföld- um blöndungum og blindflugs- tækjum, ásamt venjulegum ör- yggisútbúnaði. Þar sem flug- hraði hennar er meiri en annarra véla, er hún aðeins um klukku- stund milli Rvíkur og Siglu- Það er vissulega dyggð að vera umburðarlyndur, en allar dyggðir geta ofræktast yfir í ó- dyggð. Umburðarlyndi er ekki að láta sér standa á sama um allt, vera áhrifalaus áhorfandi, yppta öxlum, hvað sem fram fer. Það er aumingjaskapur, hugsana doði. Við göngum ekki á hólm við hið illa, rotna, siðspillta, segjum bara JÆJA! Brennivínsberserkturinn getur stigið sinn darraðardans og fram ið óhæfur. „Hann var fullur, greyið,“ segjurn við, OJÆJA. Skattsvikarinn og stórþjófurinn leikur sér í kringum okkur og við fitjum letilega upp á trýn- ið. Við sýnum neikvætt umburð- arlyndi gagnvart ökuníðingi. — „Mannslífin dýr. OJÆJA!“ Allt of margir okkar erum svefn- göngumenn. Hvar eru hugsjónir aldamótanna? Erum við of feit- ir? Nei, aðeins of latir andlega, of þreyttir líkamlega! Hersetan sjónvarp kananna. Jamm, ojæja. Það stendur til að skjóta eld- flaugum landa á milli, heimsálfa milli, til að vernda „frelsið“. Almenningur geispar. Helming- ur mannkynsins er á hungurstigi, pólitískir fangar eru píndir til örkumla og dauða. Við ypptum öxlum. OJÆJA. Kaup okkar hér heima er lækk að í verði með óðri dýrtíð, við vinnum meirihluta sólarhrings- SÍLDARÚTVEGSNEFND hefur nýlega sótt um 2 þús- und fermetra lóð undir birgða- geymslu í Neskaupstað. Hefur nefndinni verið vísað á lóð í þessum tilgangi, og mun ætlun- in að koma þarna upp geymslum fyrir söltunarvörur. fjarðar, og því eina vélin, sem gæti farið hingað tvær ferðir á dag í skammdeginu. Er þess að vænta, að góð sam- göngubót verði að flugi þessarar vélar hingað, og á Gestur þakkir skildar fyrir frumkvæði sitt. ins fyrir sköttum og útsvörum. Þeir, sem mata krókinn á striti hinna, lilæja, og enn er OJÆ-ið svar okkar. Umburðarlyndið get ur gengið of langt. Hugsanadoð- inn er verri hverri víruspest. KjU Ný síldarverksmiðja fyrir ausfan? Framkvæmdastjóri Síldar- vinnslunnar h.f. í Neskaupstað hefur nýlega fengið loforð land- eigenda og bæjarráðs í Neskaup- stað fyrir lóð undir síldarverk- smiðju handa hlutafélagi, sem ætlunin er að stofna til að reisa °g byggja slíkt fyrirtæki. Aðal- hluthafar munu vera ulanbæjar- menn með Svein Guðmundsson í Héðni fremstan í flokki. Mun ætlunin að byggja fyrir næsta sumar 2500 mála verksmiðju. Talið er, að bygging hennar muni kosta allt að 30 milljónir. Skilyrði þess, að verksmiðjan verði byggð, er að líkindum rík- isábyrgð fyrir hluta af stofn- kostnaði og vinsamlegar undir- tektir lánastofnana. Ástæða er til að ætla, að hvorugt sé fyrir hendi. Þá eru taldar nokkrar horfur á, að verksmiðjubygging Jóns Gunnarssonar og félaga lians á Raufarhöfn muni stranda á sömu skerjum. Er óneitanlega margt, sem mælir með því, að hamlað sé gegn skipulagslausri fjárfestingu í nýjum síldarverksmiðjum í landinu, og að fremur verði horf ið að því ráði að flytja síldina til vinnslu þangað sem verksmiðj ur eru fyrir hendi, meðan svo mikið aflast fyrir austan, að verk smiðjurnar þar hafa ekki undan. Enginn veit, hversu lengi síld- argöngurnar halda sig aðallega undan Austfjörðum, og áreiðan- lega verður það ekki um alla framtíð. Og þegar þær hverfa þaðan, gæti það reynzt Austfirð- ingum hæpinn ávinningur, ef at- vinnulíf þeirra væri einhæft við síldarvinnsluna.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.