Mjölnir


Mjölnir - 13.11.1964, Blaðsíða 7

Mjölnir - 13.11.1964, Blaðsíða 7
7 HugleHg um hundroð uro minuingu Eínors Benedihtssðnðr Það stendur sjaldan á því íyrir okkur ís- lendingum að gera okkur tyllidag, og þar sem við viljum kalla okkur bókmenntaþjóð, eru afmæli og ártíðir stórskálda tilvalið verkefni. Ekki hafa bókmenntafræðingar okkar samt enn þá komið því í verk að kanna og skýra verk eins einasta íslenzks skálds til nokkurrar hlítar. Eina íslenzka skáldið, sem fengið hefur slíka meðhöndlun, er Halldór Laxness, og það gerði sænskur menntamaður. Sjaldan hefur þessi fátækt okkar komið betur í ijós en á síðasta vetri, þegar eitt af öndvegisskáldum okkar tók sér fyrir hendur að safna í eina bók öllu því heizta, sem skrifað hefur verið um skáldj öfur.inn Matthías, og þar var lítið að finna annað en andlausan líkræðu- og afmælis- greinavaðal, þótt reyndar örlaði á snjallri hugsun hjá einstaka höfundi. Það verður því miður að segjast, að há- tíðahöldin, sem efnt var til vegna 100 ára af- mælis Einars Benediktssonar voru honum alls ekki samboðin. Enginn bókmenntafræðingur hefur ennþá krufið verk hans tii mergjar, og þó var síðara erindi Steingríms Þorsteinssonar prófessors allmerkilegt, og sama má segja um allianga ritgerð eftir Kristin E. Andrésson um Einar sjötugan. Það hefur hins vegar lengi verið talið öruggt gáfumerki, að dást að skáid- skap Einars og þykjast skilja hann, en ganga guðlasti næst að impra á því, áð honum hafi nú ekki alltaf tekizt jafnvel. Það er gamla sag- an um Nýju fötin keisarans, og fáir vilja láta kalla sig heimska. Ég minnist þess til dæmis, að einn vinur minn varð sár og reiður, er ég lét þá skoðun í ijós, að ef til vili hefði nú kvæðið Hvarf séra Odds verið fulit eins gott, ef skáldið hefði aðeins kveðið tvo fyrstu kafl- ana. En þó Einar hafi ef til vill unnið stærra þrekvirki en nokkur íslenzkur þýðandi með þýðingu sinni á Pétri Gaut, þarf ekki annað en að bera saman þýðingu hans og þýðingu Halldórs Laxness á kvæði eftir Ben Johnson: „Helgum frá döggvum ... . “ H. K. L. og „Snót drekktu á mig augans skál.“ E. B. til þess að sjá, að Einar var ekki alltaf öllum öðrum fremri. En það mætti ef til vill segja, að tildrið, vaðallinn og hégómaskapurinn væri tiltölu- lega meinlaust allt saman. Seinni tíminn vinz- aði kjarnann frá. Hitt e rlakara, þegar nöfn látinna stórmenna eru notuð sem skálkaskjól í dægurbaráttunni, en það var mjög áberandi, hvernig hallelújamennirnir kringum minningu Einars göspruðu mest um fossabrask hans, einmitt þann þáttinn í ævistarfi hans, sem vinir hans og aðdáendur hefðu gjarnan minnst á lofti haldið. Það var greinilegt, að þeir sem nú eru ákafastir að selja íslenzkar auðlindir í hendur útlendingum vilja nú þurrka sér á Einari Benediktssyni. En þó að brask Einars væri honurn ef til vill til minnsts sóma af öllu því, sem hann tók sér fyrir hendur um dag- ana, er honum þó gert hróplega rangt til að jafna honum saman við þá, sem nú vilja ger- ast erindrekar erlendra auðhr.inga. Það sem gerir þar gæfumuninn, er það, að Einar átti svo mikinn andans metnað, að hann ætlaði sér að láta „mammon ranglætisins“ þjóna andan- um, og líklega hefur enginn maður átt ríkari þjóðarmetnað en hann. Þetta kemur kannske skýrast fram í kvæðinu Svarti skóli. Hann dáir Sæmund fróða, sem náði því valdi yfir Kölska, að „Völundurinn vítis reipa verður klerksins fífl og þræll.“ Engum var betur til þess trúandi en Einari að leika hlutverk Sæ- mundar, enda gerði hann það stundum ósleiti- lega. Sjálfur varð hann auðugur maður en erlendu auðhringarnir höfðu ekki annað en skaðann, en verkið varð heldur aldrei full- komnað. En þó að hljómur gullsins yrði á stundum svo sterkur í hljóðum Einars, að til lýta mætti teljast, varð auðsöfnunin þó aldrei takmark hans, heldur aðeins leiðin að tak- markinu. Og í síðari ljóðum hans kveður lika ekki lengur við þann tón. I síðasta kvæði hans eru hafknörrinn glæsti og fjörunnar flak jafn- gild, og marmarahöllin sem moldarhrúga, en hjörtun, sem trúa, eru musteri guðs. Aður hafði hann að vísu sagt: „Bölið, sem aldrei fékk uppreisn á jörð, er auðlegð á vöxtum í guðanna ríki“. Þá var hann enn sá fjármála- maður að gleyma ekki vöxtunum. En í kvæð- ■inu Fimmtatröð horfir hann skyggnum augum á eril og auðlegð New York borgar og finnst þá fátt um þessa „erindisleysu með dugnaðar- fasi“, sem hann kallar svo. Það er ekki rúm í þessu blaði til að rekja og skýra skáldskap Einars, enda sá, sem þetta ritar lítt til þess fær. Það verður að segjast eins og það er, þótt það beri sjálfsagt ekki vott um djúpstæðar gáfur, samanber það, sem áður er sagt, að ég hef aldrei orðið svo hand- genginn ljóðum Einars sem ýmissa annarra skálda. Ég vil þó fullyrða, að það verða ekki kvæðin um stóriðjuna og gullið, sem lengst halda nafni hans á lofti. Öllu frekar hygg ég að þau kvæði, þar sem hann kafar dýpst í rök tilverunnar, og þar sem hann boðar sína stórbrotnu panþeisku lífssýn, muni lengur lifa. „Hesturinn skaparans meistaramynd, er mátturinn steyptur í hold og hlóð, sá sami, sem hærir vog og v.ind vakið í listanna heilögu glóð. — Mundin, sem hvílir á meitli og skafti, mannsandans draumur í orðsins hafti, — augans leit gegnum litanna sjóð, — allt er lifsins þrá eftir hreyfing og krafti.“ Eða þá þegar hann í örstuttri meitlaðri setningu, birtir algild sannindi. Stundum rekur hvert spakmælið annað, svo sem í Einræðum Starkaðar, sem frekar má kalla spakmælasafn en kvæði. Og stundum brýst þetta líka fram allt í einu þegar minnst varir: Sjá t. d. Grettisbæli: „Hann ætíð var gæfunnar olnbogabarn, úthýstur, flæmdur um skóg og hjarn, en mótlæti mannvitið skapar. Það kennir, að réttur er ranglæti er vann — og reyndi það nokkur glöggvar en hann, að sekur er sá einn — sem tapar.“ Samt mun hann þó flestum ylja og bezt, þar sem hann er mannlegastur, þegar hann varpar frá sér allri tilgerð og yfirlæti, svo sem bregður fyrir í Móðir mín, Meistari Jón og víðar, en þó aldrei betur en í Messunni á Mosfelli. En það er sjaldan, að hann opnar svo huga sinn, að hann tali svo beint til til- finninganna. Ef til vill hefur lundin verið of viðkvæm og heit til þess, að hann vildi hafa það allt til sýnis, sem inni fyrir bjó. Það verður meðal annars rannsóknarefni bók- menntafræðinganna, þegar þeir fara að kanna verk hans fyrir alvöru. Hlöðver Sigurðsson. §kýr§la um atvinnu- á§tandið i Horðurlandi ve§tra Pyrir nokkru hefur st-jórnskipaða nefndin, sem skipuð var í fyrra til að fjafla um atvinnumól kauptúna og kaupstaða, þar sem atvinna er ónóg, skilað bróðabirgðaóliti. Nefndin komst að þeirri nið- urstöðu, að ástand og liorfur í atvinnumálum væri áberandi langverst á Norðurlandi vestra og við vestan verðan Húnaflóa væri áberandi verst. Er í áliti nefndarinnar að finna margvís- legan fróðleik um atvinnuástand- ið í þessum landshluta, enn- fremur ýmsar ábendingar um möguleika til aukningar iðnað- ar, en ekki er bent ákveðið á neinar sérstakar leiðir til úr- bóta. Svo virðist sem ástandið sé verst á Skagaströnd og Drangs- nesi, og muni um 80% verka- manna farið á brott í atvinnu- leit að vetrinum. A Hofsósi og Hólmavík er tilsvarandi tala um 40%, og í Siglufirði nálægt 25%. Sigfufjörður Varðandi Siglufjörð drepur nefndin á allmörg atriði, svo sem tunnusmíði, niðursuðu- og niðurlagningu, rekstur frystihús- anna, flutning hráefnis til bræðslu og söltunar, byggingu dráttarbrautar, þar sem einnig færi fram nýsmíði skipa, lýsis- herzlu o. fl. Kemst nefndin að þeirri nið- urstöðu, að ýmsir möguleikar séu fyrir því að bæta atvinnu- ástand í Siglufirði. Hins vegar bendir hún ekki á neinar nýjar leiðir, heldur fyrst og fremst aukna uppbyggingu þeirra at- vinnugreina, sem í bænum hafa þróast. Þó má nefna, að hún bendir á, að eðlilegt sé, með til- liti til þeirrar þýðingar, sem Siglufjörður hefur varðandi fyrirgreiðslu fyrir veiðiflota fyrir Norðurlandi, að þar sé að- staða til sem fullkomnastrar þjónustu v.ið fiskiskipaflotann, og mælir með endurbyggingu dráttarbrautar. Telur hún í því sambandi koma til athugunar, hvort ekki beri að miða bygg- ingu dráttarbrautar við það, að þar yrði aðstaða til nýsmíði. Þá telur hún eðlilegt, að athugaðir séu möguleikar á að koma upp á Siglufirði þjónustustarfsemi fyr.ir hin nýju og fullkomnu fiskveiðitæki flotans. Hofsós Til úrbóta atvinnulífinu á Hofsósi telur nefndin, að beina verði aðgerðum að því fyrst og fremst að bæta aðstöðu til út- gerðar og vinnslu sjávarafla, og þá fyrst og fremst með bætturn hafnarskilyrðum og löndunar. Þá er þess getið í álitinu, að á Hofsósi hafi kornið upp hug- myndir um niðurlagningu á síld og öðrum sjávarafurðum, einnig, að ráðamenn þar telji æskilegt að þjónustuiðnaður, svo sem trésmíði og bifvélaviðgerðir, komizt þar betur á fót en nú er. Sauðórkrókur Atvinnuuppbygging á Sauðár- króki er með öðru móti en í liinum stöðunum, sem um ræðir í áliti nefndarinnar, sökum legu bæjarins og fjölbreyttra sam- skipta við Skagafjörð. Atvinnu- leysi hefur ekki verið mikið þar undanfarið, og nefndin telur, að ýmsir möguleikar kunni að vera fyrir hendi til að auka starf- rækslu þeirra fyrirtækja, sem þar eru. Skagaströnd Á Skagaströnd er atvinnu- ástandið einna alvarlegast. Telur nefndin, að þar sé þörf ráðstaf- ana þegar í stað til að hindra öran fólksflótta sökum atvinnu- erfiðleika. Þá er lagt til, að til- lögur þær og hugmyndir, sem fram hafa komið að undanförnu um ný atvinnutæki, verði teknar til nákvæmrar athugunar, og nefnir í því sambandi grasmjöls- gerð í síldarverksmiðjunni, byggingu tunnuverksmiðju, byggingu sútunarverksmiðju og verksmiðju til niðurlagningar á síld. Hólmavíkog Drangsnes Að lokum er rætt um Hólma- vík og Drangsnes. Varðandi úr- bætur á atvinnuástandinu á Hólmavík nefnir nefndin endur- bætur á aðstöðunni í frystihúsi staðarins, sem gæti stuðlað að fjölgun báta og aukinni vinnslu fiskafla, ennfremur smáiðnað með rekavið, rækjur og smásíld sem hráefni, og frekari vinnslu en nú á sauðfjárafurðum, en á Hólmavík er slátrað um 14 þús. fjár árlega. Hins vegar virðist nefndin mjög svartsýn á framtíð Drangs- ness, og segir, að þar sem kostn- aður við að byggja þar örugga höfn verði að teljast óviðráðan- legur, telji hún, að mjög litlir eða jafnvel engir möguleikar séu á uppbyggingu atvinnulífs þar.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.