Mjölnir


Mjölnir - 13.11.1964, Blaðsíða 3

Mjölnir - 13.11.1964, Blaðsíða 3
3 súrtogsættsúrtogsættsúrtogsættsúrtogsættsúrtogsættsúrtogsættsúrtogsættsúrtogsættsúrtogsættsúrtogsættsúrtogsættsúrtogsættsúrto — I fáum orðum — KEÐJUSPRENGING. — Bragi Sigurjónsson, 18 þúsund króna skáld, tryggingaforstjóri, ritstjóri og toppkrati á Akureyri var ný- lega ráSinn bankastjóri útibús Utvegsbankans á Akureyri, með at- kvæðum þriggja af fimm bankaráðsmönnum. Ármann Jakobsson lögfræðingur og bankamaður á Siglufirði hlaut eitt atkvæð.i, hinir fjórir umsækjendurnir ekkert, og er það talið sönnun þess, að eng- inn Framsóknarmaður hafi verið meðal umsækjendanna, sem voru sex. -— Ármann mun hafa haft lengstan starfsferil sem bankamaður meðal umsækjendanna, en allir höfðu þeir starfsreynslu sem banka- menn, að Braga einum undanteknum. — Afleiðing þessarar embætt- isveitingar var verkfall starfsmanna Útvegsbankans á mánudag.inn í síðustu viku. Frétzt hefur úr höfuðstað Norðurlands, að þessi embættisframi Braga muni verka eins og nokkurs konar keðjusprenging í krata- flokknum þar í borg. Muni krati hoppa upp í embætti það, sem Bragi hafði áður, annar í sæti hans o. s. frv. Fái þannig löng röð af krötum betri embætti og störf en þeir höfðu áður. Ekki er vitað, hvort Bragi heldur áfram ritstj órn Alþýðumannsins, eða rýmir það starf fyrir öðrum krata. Hins vegar er talið víst, að hann taldi áfam að yrkja (kannske á víxiltilkynningar, eins og Tómas forðum), svo 18 þúsund-kallinn lendi ekki utan flokksins. * KRÚSTJOFF OG JÚLÍUS? — Sömu dagana og ráðning Braga var á dagskrá lásum vér í einhverju blaði, að aldrei hefði verið kunn- gjört, hvers vegna fyrrverandi bankastjóri Útvegsbankans á Akur- eyri hefði „sagt upp starfi“. Það skyldi þó aidrei vera, að kommar í Rússíá hefðu sótt fyrir- myndina að afsetningu Krústjoffs til bankaráðs Útvegsbankans? * ÞJÓÐSAGA. — Fjór.ir voru mættir á klíkufund um bæjarmál hjá íhaldinu í Siglufirði. Þeir sátu þegjandi og biðu þess að fleiri kæmu svo fundur gæti hafizt. Þeir voru ekki beinlínis glaðlegir ásýndum. Stefán var þrælkvef- aður, náfölur og tekinn í andliti. Ásgrímur var að hugsa um sölt- unarhorfurnar næsta sumar og hristi höfuðið áhyggjufullur. Baldur hafði farið berhentur út í frostið og sat nú þungbúinn og neri hendur sínar til að fá í þær hita. Einar Haukur hafði fengið tóbakskorn upp í bæði augu, og rann úr þeim eins og hann væri að gráta. I þessum svifum kom Óli Blöndal í dyrnar. Hann nam staðar augnablik og virti fyr.ir sér þessar fjórar hryggðarmyndir. Síðan hló hann glaðklakkalega og sagði uppörvandi: „Blessaðir strákar, reynið þið nú að harka af ykkur. Getið þið aldrei hugsað um annað en Sigurjón?" Tango Jalousie Einhvern tíma í þessum mán- uði munu tveir ungir danskir fiðluleikarar taka á móti styrkj- um að upphæð 25 þús. og 60 þúsund danskar krónur úr sjóð.i, sem stofnaður var af eignum danska tónskáldsins Jacobs Gade, sem lézt fyrir tveim árum; og gert ráð fyrir, að á komandi árum verði svipaðir styrkir veittir úr sjóðnum til ungra tónlistarmanna. Jacob Gade var orðinn mjög vel efnum búinn er hann lézt, og enn koma árlega inn í sjóðinn háar upphæðir í STEFgjöldum af verkum tónskáldsins. Munu þau halda áfram að stækka sjóð.inn næstu 49 ár. Það tónverk Gades, sem mestar tekjur gefur af sér, er hið heimsfræga lag Tango Jal- ousie. Þetta lag er leikið a. m. k. einu sinni á mínútu einhvers staðar á hnettinum, og STEF- gjaldið af því nemur 150—200 þúsund dönskum krónum árlega. Annar þeirra fiðluleikara, sem verðlaun hlutu úr sjóði Gades í ár, en Anker Buch, 24 ára að aldri. Buch var ráðinn fiðluleik- ari í S.infóníuhlj ómsveit íslands fyrir nokkrum árum og varð síð- ar konsertmeistari hennar. Hann var staddur í Reykjavík, þegar honum barst tilkynningin um að hann hefði hlotið 60 þús. kr. styrk úr Gade-sjóðnum. Styrkur- inn skiptist á þrjú ár. •— Undan- farin 4 ár hefur Buch verið í Ameríku, og kom fram sem ein- leikari í Town Hall í New York í síðasta mánuði við góðan orð- stír. Nýr reiðhjóíamarkaður Norska útgerðarfyrirtækið Fred Olsen hefur nýlega pantað dönsk reiðhjól til notkunar á hinum stóru olíuflutningaskip- um sínum. Upphaf þessarar nýbreytni er það, að Tryggvi Kristiansen skipstjóri á Borgsten, sem er 96 þús. smál. að stærð, tók að þreytast á því að ferðast fót- gangandi stafna á milli á skipi sínu, sem er 290 metra langt, og fékk sér hjól til að ferðast á um þilfarið. Gafst þetta með ágæt- um, og fóru fleiri að dæmi hans mjög fljótlega. Þótti þetta hafa slíkan verka- og tímasparnað í för með sér, að útgerðin er nú farin að kaupa hjól undir mann- skapinn, eins og fyrr segir. SKRÝTLU R Þessi saga gerðist í styrjaldar- landi á stríðsárunum. Ung og glæsileg leikkona heimsótti hersjúkrahús. Hún gekk á milli hinna særðu, brosti til þeirra og mælti við þá nokkur orð til huggunar og uppörvunar. „Felldir þú einhverja óvini,“ spurði hún einn piltinn. „Já,“ svaraði hermaðurinn. „Hvora hendina notaðir þú til þess?“ spurði hún. „Þá hægri.“ „Sú hönd hefur gert heimin- um mikinn greiða,“ sagði leik- konan, tók hægri hönd dátans og þrýsti á hana kossi. Síðan gekk hún að næsta rúmi og spurði þann, sem þar lá, sömu spurninga. Kom í Ijós, að hann hafði notað vinstri höndina til að fella óvinina, og hlaut sú hönd jafn innilegan koss og hönd félaga hans. Síðan gekk hún að þriðja rúminu í stofunni og spurði hinn særða, sem þar lá, hvort hann hefð.i fellt nokkra óvini. „Eg hef drepið meira en hundrað óvini,“ svaraði hann. „Hvilík hetja,“ svaraði leik- konan og sendi honum langt að- dáunaraugnaráð. „Og hvora höndina notaðir þú aðallega?“ „Eg notaði ekki hendurnar til þess, ungfrú,“ svaraði hann. „Ég beit þá á barkann.“ * Tvær piparmeyjar, sem voru á göngu sér til hressingar og skemmtunar, veittu því athygli, að karlmaður veitti þeim eftir- för, og gafst ekki upp þótt þær reyndu að villa honum sýn og ganga hann af sér. Loks stóðst önnur þeirra ekki mátið lengur, nam staðar, sneri sér að honum og sagði: „Við höfum tekið eftir því, að þér eruð að veita okkur eftirför. Nú verðið þér að gera annaðhvort, að ná í annan karlmann eða hætta að elta okkur.“ Og svo var það sjómaðurinn, sem svaraði þegar hann var spurður, hvernig hann hefði eytt hýrunni sinni: „Sumu í brennivín, sumu í kvenfólk, og afganginum í alls konar bölvaða vitleysu.“ sú rtogsættsú rtog sættsú rtogsættsú rt og sættsú rtog sættsú rtogsættsú rtog sættsú rtog sættsú rtogsættsú rtog sættsú rtog sættsú rtogsættsú rto • • Or þrónn í SovrÉrikjjiiiiiii Háskólanemum fjölgar í fréttatilkynningu, sem blað- inu hefur nýlega borizt frá sendiráði Sovétríkjanna hér á landi, segir m. a., að tala stúd- enta við háskóla og aðra æðri skóla þar í landi sé nú 3,3 millj- ónir. Er það 144 stúdentar á hverja 10 þús. íbúa. Bandaríkin ganga næst, með 119 og síðan Japan með 67 stúdenta á hverja 10 þús. íbúa. Á s.l. ári voru 741 háskóli og aðrar hámenntastofnanir starfandi í Sovétríkjunum, og tóku sex nýir til starfa á því ári. Hin hraða tækniþróun hefur breytt mjög starfi og gerð skól- anna. Hafa aldrei eins margir lagt stund á rafeindafræði, út- varpsrafeindafræði, rafreikni- vélafræði og efnafræði sem nú. Tala stúdenta, sem nema raf- magnsverkfræð.i og raftækja- fræði hefur fimmfaldast á und- anförnum 10 árum, en tala þeirra, sem nema útvarpsverk- fræði og fjölmiðlunarfræði nær fjórfaldast. Tala vélaverkfræð- inga, hagfræðinga og byggingar- verkfræðinga hefur nær 3,5 fald- ast. Ársmeðaltala þeirra, sem lok- ið hafa prófi frá háskólum og hliðstæðum stofnunum hefur komizt yfir 330 þúsund s.l. fimm ár. Af þeim hefur tæpur hehn- ingur verið menntaður til starfa í iðnaði og við mannvirkjagerð, rúmur þriðjungur til starfa við skóla og uppeldismál, um 10% til heilbrigðisþjónustu, líkams- ræktar og íþróttastarfsemi, önn- ur 10% til landbúnaðarstarfa og rúm 5% til starfa við flutninga og samgöngukerfi. — Þr.iðjung- ur þeirra, sem ljúka prófum frá hámenntastofnunum, eru konur. Allt nám við slíkar stofnanir er nemendum kostnaðarlaust. Þróun flugsins Innanlandsflugleiðir í Sovét- ríkjunum eru nú um 430 þús. km að lengd. Um 1200 flug- ferðir eru farnar daglega á 350 meginleiðum milli stórborga landsins. í júlímánuði í sumar komst tala farþega upp í allt að 200.000 þúsund á dag. Hlutur þota í áætlunarflug- inu hefur hækkað úr 17,4% árið 1958 upp í 72% árið 1963. Far- miðaverð hefur lækkað á sama tíma um 25—30%, og nú yfir- leitl frá helmingi til tveir þriðju þess, sem fargjöld nema í Banda- ríkjunum fyrir hliðstæðar ílug- ferðir. Sovézkar flugvélar halda uppi reglubundnu flugi til 35 landa, og 20 erlend flugfélög halda uppi slíku flugi til Sovétríkjanna. Stórar þyrlur og flugvélar eru notaðar til vöruflutninga í vax- andi mæli. Þá eru flugvélar mik- ið notaðar til áburðardreifingar, fiskileitar og til sjúkraflutninga. Sérstakar sjúkraflugstöðvar eru í fjölmörgum borgum og byggðamiðstöðvum. Á s.l. ári gerðu læknar þessara stöðva urn 12 þús. uppskurði og tóku á móti hálfri milljón sjúklinga. Borgurn fjölgar I ársbyrjun 1964 nam tala borgarbúa í Sovétríkjunum tæp- lega 119 milljónum, og hafði þá tvöfaldast frá 1939. Það ár voru aðeins tvær millj ónaborgir í landinu. Nú eru þær átta. Þá liafa 12 borgir frá hálfri til heillar milljónar íbúa. ! Orkuframleiðsla vex Á fyrrihluta yfirstandandi árs jókst orkuframleiðsla Sovétríkj- anna um 11%. Talið er, að árs- framleiðslan verði um 450 millj- aðar kwst., eða um 2000 kwst. á íbúa að meðaltali. Um miðbik ársins 1964 nam afkastageta afl- stöðva landsins um 95 millj. kw. Bandaríkin eru eina land heims- ins, sem framleiðir meiri raforku en Sovétríkin, en bilið fer minnk- andi. Þrátt fyrir það, að Sovétríkin eiga nokkrar af stærstu vatns- Framh. á bls. 6.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.