Mjölnir - 13.04.1965, Side 3
★
Áróður og hótanir
Þau furðulegu tíðindi gerðust
hér á Sauðárkróki í fyrravetur,
að formaður Iðnaðarmanna-
félags Sauðárkróks, Adolf
Björnsson rafveitustjóri, kom
því til leiðar með linnulausum
áróðri og hótunum, að ger-
hreytt var lögum félagsins, svo
að þau virka nú sem hvort-
tveggja í senn: fólskuleg árás á
verkaíýðshreyfinguna og fasist-
iskt mat á vinnulöggjöfinni.
Eins og fyrr greinir notaði
hann cinkum tvö vopn í þessari
baráttu sinni: Menn voru teknir
á eintal og hótað því, að með-
limir Iðnaðarmannafélagsins
mundu leggja niður vinnu á
þeim vinnustöðum, þar sem
utanfélagsmenn ynnu, — eins
þótt þeir væru í stéttarfélögum
eða landsfélögum stéttarfélaga
innan A.S.Í. Gugnuðu margir
fyrir þessari hótun. I öðru lagi
ginntust menn af þeirri stað-
hæfingu rafveitustjórans, að
Hannes Jónsson félagsfræðing-
ur hefði samið þessi lög. Hélt
rafveitustjórinn nafni Hannesar
hátt á loft á fundum félagsins og
í einkaviðtölum, með töluverð-
um árangri. T. d. ánetjuðust
hinir fáu framsóknarmenn í fé-
laginu, því Hannes er framsókn-
armaður.
Hannes mun hafa fengið upp-
lýsingar um þessi vinnubrögð
og mótmælt þeim, en ekki opin-
berlega.
Lúaleg aðferð
Þessi bardagaaðferð rafveitu-
stjórans er vægast sagt lúaleg,
þar sem vitað var, að hann var
þarna að reka erindi atvinnu-
rekenda, sem vilja koma á gerð-
ardómi í kaupgjaldsmálum og
afnema verkfallsrétt. Þetta hug-
arfóstur hafa harðsvíraðir at-
vinnurekendur í Sjálfstæðis-
flokknum lengi alið, og hugðust
geta náð fótfestu í gömlu iðnað-
armannafélögunum, sem eru
blönduð félög atv.innurekenda
og sveina.
Viðsjór og mólarekstur
Nokkrir iðnsveinar neituðu
að ganga í félagið, og hófust þá
þær aðgerðir, sem nú skal
greina:
Laugardaginn 17. okt. í haust
tilkynnti formaður félagsins
Kaupfélagi Skagfirðinga, að
strax frá næstu helgi kæmi til
framkvæmda vinnustöðvun, sem
fælist í því, að félagar í Iðnaðar-
mannafélaginu hættu störfum
við verzlunarhússbyggingu K.S.,
vegna þess að utanfélagsmaður-
inn Erlendur Hansen rafvirki
ynni við bygginguna.
Daginn eftir ritaði Erlendur
bréf til félagsins og spurðist
fyrir um, hvort þessum úkvæð-
um yrði beitt eins og tilkynnt
hefði verið.
Sameiginlegur fundur stjórn-
ar og trúnaðarmannaráðs svar-
aði bréfinu samdægurs og benti
honum á 15. grein félagslaganna,
og tilkynntij að staðið yrði fast
við lög félagsins. — K.S. var
sent sams konar bréf.
Hófust nú viðsjár miklar, og
urði úr Hafnarfirði, og var mál-
ið rætt á fjölmennum fundi í
félaginu. Oskuðu sveinarnir, og
þeir Jón og Snorri, eftir því að
fá að mæta á þeim fundi, en var
synjað. Þó fór svo, að garparn-
ir í forystu iðnaðarmannafélags-
ins gugnuðu á fyrirætlun sinni,
og samþykkti fundurinn að lög-
in tækju ekki til rafvirkja í F.Í.R.
Nýjar kúnstir leiknar
Nú héldu flestir, að þetta leið-
indamál væri úr sögunni, og að
lögum félagsins yrði breytt við
lands, Samband byggingamanna,
Málm- og skipasmiðasamband
Islands, Verkakvennafél. Aldan,
Sauðárkróki, Verkamannafél.
Fram, Sauðárkróki og Verkalýðs
félag Austur-Húnavatnssýslu. —
Hafa öll þessi samtök skuldbund
.ið sig til að veita félaginu allan
þann stuðning er þau mega,
hvað varðar kaup, kjör og önn-
ur stéttarleg réttindi. Virðist
slík samstaða vera næg trygg-
ing fyrir framtíð hins nýstofn-
aða félags, þrátt fyrir andspyrnu
atvinnurekendavaldsins, sem er
15. gr. hljóðar svo:
„Félagsmönnum Iðnaðar-
mannafélagsins er óheimilt að
vinna iðnaðarvinnu á félagssvæð
inu með utanfélagsmönnum, öðr
um en iðnnemum á samningi og
hjálparmönnum, sem hafa leyfi
stjórnar og viðkomandi deildar
til starfa, enda greiði viðkom-
andi meistari eða atvinnurek-
andi gjald fyrir hjálparmann
ársfjórðungslega, sem svarar ár-
gjaldi félaga á hverjum tíma.“
Þessar greinar verka þannig
saman, að 15. gr. átti að neyða
Rafveitustjórinn
á Sauðárkróki flanar
út í sögulegt œfintýri
ADOLF BJÖRNSSON.
gerðist margt nýstárlegt næstu
daga.
Stéttarsamtökin
skerast í leikinn
Þegar hér var komið sögu,
höfðu tveir rafvirkjar sagt sig
úr félaginu samkvæmt fyrirmæl-
um Félags íslenzkra rafvirkja, en
það er landsfélag rafvirkja-
sveina og aðili að A.S.I. Fyrir-
mælin komu í símskeyti, og voru
á þá leið, að meðlimir F.Í.R.
mættu ekki vera í félagi, sem
hefði í lögum sínum ákvæði er
brytu í bág við lögformlegan
rétt F.Í.R., sbr. 3. gr., c-lið, í
lögum Iðnaðarmannafél. Sauð-
árkróks.
Formaður F.Í.R. ræddi við
formann Landssambands Iðn-
aðarmanna um þessi vandamál,
en Iðnaðarmannafélag Sauðár-
króks er meðiimur þess. Taldi
formaður Landssambandsins, að
stöðva bæri þessa þróun múl-
anna.
Nokkrir iðnaðarmann óskuðu
eftir fulltrúum frá A.S.L og sér-
greinasamböndum þess til Sauð-
árkróks, og komu þeir Snorri
Jónsson og Jón Snorri Þorleifs-
son norður, héldu fundi með
sveinum í bygginga- og málm-
iðnaðinum og skýrðu málin frá
sjónarhóli A.S.Í.
Iðnaðarmannafélagið fékk um
sama leyti norður formann og
framkvæmdastjóra Landssam-
bandsins, ásamt einhverjum Sig-
fyrsta tækifæri í slíkt form, að
allir iðnaðarmenn gætu kinn-
roðalaust verið í félaginu. Svo
varð þó ekki, og hófst nú önnur
atlaga gagnvart utanfélagsmönn-
um, öllu verri. Gekkst félagið í
vetur fyrir kjarasamningum, er
m. a. áttu að skuldbinda atvinnu
rekendur til að taka meðlimi fé-
lagsins í vinnu.
Iðnsveinar þeir, sem þessu var
stefnt gegn, stofnuðu nú iðn-
sveinafélag og óskuðu þegar eft-
ir samningum.
Hófst nú geysileg togstreita
um samningana, og kom þar, eft-
ir mikla vafninga, að atvinnu-
rekendur í iðnaðarmannafélag-
inu íóru að glugga í vinnulög-
gjöfina. Komust þeir þá loksins
í skilning um, að vafi gæti leikið
á því, að þeir væru hinn rétti
samningsaðili við atvinnurekend
ur.
Það má segja, að það sé ekki
með öllu sársaukalaust að skýra
svona nákvæmlega frá þessum
málum í víðlesnu blað.i, þar sem
samborgarar eiga í hlut. En höf-
uðpaurar Sauðárkróks eru nú
svo landskunnir fyrir lága greind
arvísitölu, að þetta breytir sjálf-
sagt engu.
Af Iðnsveinafélaginu er svo
það að segja, að það er nú við-
urkennt af eftirtöldum sex stétt-
arfélögum og stéttarfélagasam-
böndum, sem veita því fyllsta
stuðning í kjara- og réttinda-
málum þess: Alþýðusamband ís-
sú harðasta, sem stéttarfélags-
stofnun hefur fengið á íslandi
um áratuga skeið.
Löglcysur
Til fróðleiks skulu hér birtar
tvær greinar úr lögum Iðnaðar-
mannafélags Sauðárkróks. Er
það 3. gr. c, sem stjórn F.Í.R.
taldi brjóta svo í bág við rétt
rafvirkjasamtakanna, að meðlim
ir þess gætu ekki verið í félagi,
er hefði slíkt ákvæði í lögum.
Greinin er þannig:
„Að útkljá kjaradeilur, sem
kunna að rísa milli sveina og
meistara með sáttatilraunum,
sem stjórn félagsins gengst fyrir,
en náist ekki samkomulag á
þennan hátt, er heimilt að vísa
deilu til kjaradóms, þar sem
starfandi sveinar viðkomandi
deildar tilnefna einn dómara,
starfandi meistarar annan og
Hæstiréttur hinn þriðja.“
menn í félagið og til að brjóta
lögformlegan rétt stéttarfélaga
(sbr. 3. gr. c), sem hafa sam-
kvæmt vinnulöggjöfinni fullt
samningsfrelsi og verkfallsrétt.
Stjórn félagsins er skipuð fjór
um atvinnurekendum. Henni var
ætlað að leysa deilur sveina og
meistara, en til vara átti svo
þrautalendingin að vera gerðar-
dómur!
Víti til varnaðar
En látum okkur þetta að kenn-
ingu verða, og leysum kjaramál
iðnsveina samkvæmt landslög-
um og í nánu samstarfi við stétt-
arbræður okkar annarsstaðar, en
ekki með lögleysum, sem einhver
skemmtiklúbbur atvinnurekenda
sýður saman.
Iðnaðarmaður
á Sauðárkróki.
BÆJARSKRÍFSTOFURNAR
hafa opnað til afgreiðslu á ný að Gránugötu 18 (3 hæð).
Skrifstofurnar verða opnar á sama tíma og áður. Símar 180
og 215.
Skrifstofa byggingarfulltrúa
er flutt að Aðalgötu 34 (Útvegsbankahúsið). Viðtalstímar
verða þeir sömu og áður.
Siglufirði, 5. apríl 1965.
Bæjarritari.
3