Mjölnir


Mjölnir - 13.04.1965, Síða 7

Mjölnir - 13.04.1965, Síða 7
Bakkabrœður hinir nýju Það er ölluin kunnugt, að Stefán varabæjarstjóri hefur marga góða kosti, þótt ekki sé honum allt gefið. Ein er þó sú dyggð, sem hann hefur stundað öllu fremur, en það er að vera húsbóndahollur. Sjást þess greinileg merki í Siglfirðingi hinn 26. marz. Þar reynir hann að afsaka rógskrif Sigurjóns bæjarstjóra um Rafveitu Siglu- fjarðar, og það er ekki sök Stefáns, þótt er'fiðlega takist. Stefán hefur þá forsjá, að reyna ekki að hrekja neitt af rökum þeim, sem rafveitustjóri og for- maður rafveitunefndar bera fram í sama blaði, en metin reynir liann að jafna með því að láta prenta sína grein með feitu letri, en grein Baldurs með smáletri. Þetta minnir óneitan- lega á það, þegar litlir drengir ganga á bítilhælum til að sýnast stórir. Það er einkum tvennt í grein Stefáns, sem bæjarbúar ættu að Á 2. hundrað verkamenn burtu í atvinnuleit Blaðið hafði fyrir nokkrum dögum tal af Oskari Garibalda- syni, starfsmanni verkamanna- félagsins Þróttar á Siglufirði, og spurðist fyrir um, hvort mikil brögð væru að því að fólk hefði farið burtu úr bænum í atvinnu- leit. Kvaðst Oskar þá nýlega hafa farið yfir meðlimaskrá Þróttar, og komizt að þeirri niðurstöðu, að rúmlega hundrað Þróttar- meðlimir væru fjarverandi í at- vinnu. Oskar sagði, að ekki væru margir skráðir atvinnulausir, miklu færri en ástæða væri til. Kvaðst hann vilja hvetja alla, sem hefðu enga eða stopula at- vinnu, til að kynna sér reglurn- ar um greiðslu atvinnuleysis- bóta og til að láta skrá sig. Ekki kvaðst Óskar geta skýrt tregðu fólks til að láta skrá sig, en taldi helzt, að hún byggðist á einhvers konar misskilningi á eðli bóta- greiðslnanna. Féð í atvinnuleys- istryggingasjóði væri eins konar iðgjald, sem fólk væri búið að borga til að tryggja sig gegn at- vinnuleysi, og frá sínu sjónar- miði séð væri álíka óskynsam- legt að vanrækja að nota sér bæturnar, þegar atvinnuleysi bæri að höndum, eins og að van- rækja að tilkynna tjón og taka við réttmætu bótafé eftir bruna. Upphæðir þær, sem greiddar eru árlega úr atvinnuleysistrygg- ingasjóði á Siglufirði, eru ekki nema brot af því, sem greitt er til sjóðsins úr bænum árlega. hugleiða vel. Honum sárnar, að rafveitustjóri og rafveitunefnd skuli vera einhuga um að efla gengi rafveitunnar, og að raf- veitunefndarmenn hafa ekki lát- ið pólitískar skoðanir sínar marka afstöðu sína til rafveitu- stjóra, en ásamt honum látið hagsmuni rafveitunnar sitja í fyrirrúmi. Þetta kallar hann, að rafveitustjóri reki „fleyg milli bæjarstjórnar og rafveitunefnd- ar.“ Þetta er skiljanlegt, ef at- hugað er, hvernig þeir skoða hlutverk sitt, bæjarstjóri og varabæjarstjóri, en þeir virðast álíta, að hlutverk meiri hluta bæjarstjórnar sé ekki að annast hagsmuni bæjarfélagsins, held- ur miklu fremur að fjandskapast sem mest við pólitíska andstæð- inga, samanber orð bæjarstjóra, að kommúnistar mættu hypja sig úr bænum. í öðru lagi talar Stefán um, að kommúnistar hafi ekki skrif- að af þeirri hógværð um bæjar- mál, að þeir geti búizt við að vera „stikkfrí“. Hér er hlutunum alveg snúið við. Sósíalistar hafa ekki kveinkað sér fremur en aðrir undan fjandsamlegum skrifum og skal komið að því síðar, en þeir krefjast þess, að ástríðan til að svívirða þá sé ekki þannig framsett, að hún skaði bæinn og fyrirtæki hans. Vel mætti Stefán muna, að sósíalistar kipptu sér ekki upp við geðveiklunarskrif hans fyrir síðustu kosningar, en þá var helzt á honum að skilja, að nú ætluðu kommúnistar, sem hann kallaði, að koma sér upp aftöku- sveitum undir stjórn núverandi rafveitustjóra, sem lært hefði til þeirra verka í D.D.R. Það kom því mörgum á óvart, hve mikla áherzlu Stefán lagði á það síðar, að komast í þjónustu rafveitu- stjórans. Það hefði efalaust verið öðru- vísi umhorfs hér í bæ, ef Stefán og Sigurjón hefðu haft eins góða samvinnu við pólitíska andstæð- inga sína í bæjarstjórn og raf- veitustjóri hefur haft í rafveitu- nefnd. En þeir Stefán og Sigur- jón hafa alltaf talið það sína einu heilögu skyldu að drepa allar umbótatillögur minnihlutans, einkum Alþýðubandalagsmanna, sem margar hverjar hefðu þó getað bjargað miklu fyrir bæj- arfélagið og íbúa bæjarins, befðu þær verið framkvæmdar. Það er sagt, að þau hafi orðið ævilok Bakkabræðra hinna eldri, að eitt sinn, er þeir sáu tunglið koma upp í austri, héldu þeir, að þar væri herskip á ferð, sem komið væri til að herja á landið. Þeir tóku þá það ráð að skríða inn í bæ sinn hinn gluggalausa og byrgja vel, og sultu þeir þar til bana. Óneitanlega minnir þetta okkur á Stefán og Sigur- j ón og kommúnistahræðslu þeirra. En illt er, ef þeim tekst fyrir þá sök að svelta alla bæjar- búa inni með molbúahætti sín- um. SIGLO-síld Niðurlagningarverksmiðjan í Siglufirði hóf vinnslu síldar fyr- ir Rússlandsmarkað 2. marz sl., og er þeirri framleiðslu nú lokið eða að ljúka. Mun framleiðslan vera um 2000 kassar. 25 stúlkur og 5 karlmenn hafa starfað v,ið niðurlagninguna. Framundan mun vera framleiðsla fyrir inn- anlandsmarkað, sem þó mun ekki taka nema skamman tíma og veita færra fólki atvinnu en Rússa-framleiðslan. EIGENDASKIPTI Síldarverksmiðjan á Sauðár- króki skipti nýléga um eigendur. Verksniiðjan var í eigu ríkisins, en nú hefur Guðmundur Þórð- arson, fyrrverandi forstjóri Fiskivers, keypt verksmiðjuna. Mun hann hafa í hyggju að afla henni hráefnis frá miðum aust- anlands, ef síldveiði bregzt fyrir Norðurlandi í sumar. PREHTOM 0 BÆKUR BLÖÐ TÍMARIT Hvers koner SMÁPRENT UTPRENTUN PRENTSMIÐjA BJÖRNS JÓNSSONAR H.F. Samningur Sauðórkróks- bæjar Framh. af 6. síðu. 12. gr. Eigendur Sjávarborgar áskilja sér rétt til að fá að mæla magn heita vatnsins og fylgjast með skiptingu þess hvenær sem er. 13. gr. Minnki uppstreymi heita vatnsins eða hiti þess, er hvor- ugur aðili skaðabótaskyldur gagnvart hinum. 14. gr. Eigendur Sjávarborgar áskilja sér að útbúnaður verði á leiðsl- unni meðfram Áshildarholts- vatni, svo að þeir geti fengið aukaleiðslu þaðan. Ennfremur, að garðurinn undir hitavatns- leiðslunni verði gerður í sam- ráði við þá. 15. gr. Samningur þessi, svo og breyt- ingar og viðaukar, sem kunna að verða gerðir, skulu þinglesnir á Sauðárkróki og í Skarðs- hreppi. Sixt ofsogt Hér lýkur sanmingnum, og munu flestir geta orðið sammála um að það sé sízt ofsagt, sem þeir Hreinn og Þórir sögðu í viðtalinu í síðasta blaði, að Árni á Sjávarborg hafi sýnt talsvert meiri fyrirhyggju og framsýni í samningum sínum við bæinn heldur en viðsemjendur hans sýndu. — Mál þetta verður rætt hér í blaðinu á næstunni, eftir því sem tilefni gefast til. „Hvíta húsið" brennur Framhald af bls. 1. tókst að bjarga og er þá miðað við vátryggingarfjárhæð. Það má telja lán í óláni, að kvikna skyldi í á þessum tíma dags, því lítið sem ekkert mun hafa eyðilagzt af óbætanlegum munum, þannig björguðust öll mikilsverð skjöl bæjarins og rafveitunnar svo og teikningar. Er það fyrst og fremst því að þakka, að starfsfólk og vegfar- endur brugðu svo skjótt við. Hefði eldurinn komið upp að nóttu til, og allt brunnið sem brunnið gat inni í húsinu, hefði líklega óbætanlegur skaði verið skeður. Bæjarskrifstofurnar hafa nú fengið efstu hæð lögreglustöðv- arinnar fyrir skrifstofuhald sitt, en Rafveitan og byggingafulltrúi hafa fengið inni í Útvegsbanka- húsinu. Bæði þessi hús eru stein- hús. Verkalýðsfélögin einhuga Framhald af 1. siðu. velli, hækkun lána, lenging láns- tíma og vaxtalækkun og að- gerðir, sem hindrað gætu hið stórfellda brask, sem nú við- gengst með nýtt húsnæði. 3. Tafarlausar aðgerðir vegna atv.innuleysis, sem ríkt hefur að undanförnu í einstökum lands- hlutum. 4. Breytingar á lögum um or- lof, sem tryggi verkafólki fjög- urra vikna orlof og ennfrem- ur breytingar á framkvæmda- ákvæðum orlofslaganna sem tryggi raunverulega framkvæmd þeirra. 5. Hverjar þær aðgerðir aðr- ar sem þjóna mættu þeim til- gangi að sporna við verðbólgu- þróun og tryggja betur gildi þeirra kjarasamninga, sem gerð- ir verða við atvinnurekendur. Undirbúningi hroðað. Ráðstefnan telur rétt að verka- lýðsfélögin undirbúi sem fyrst samningagerðir sínar en fresti um sinn ákvörðun um hverjar kröfur skulu gerðar um hækkun kaups að krónutölu, meðan ekki verður séð hversu samningar takast við ríkisstjórnina um framangreind málefni, né ráðið verður í, hverjar aðrar aðgerðir hún fyrirhugar í efnahagsmál- um, sem kynnu að hafa úrslita- áhrif á kaupkröfur samtakanna. 14 manna ncfndin. Ráðstefnan telur nauðsynlegt að sameiginleg nefnd allrar verkalýðshreyfingarinnar annist samningaviðræður við ríkis- stjórnina og samþykkir því að kjósa 14 menn til þess starfa. Jafnframt er nefndinni falið það verkefni að vera tengiliður milli starfsgreinasambandanna og ann arra hugsanlegra samningahópa verkalýðsfélaganna í væntanleg- um samningum og aðgerðum öllum er að þeim lúta, þ. á m. að samræma kaupkröfur þegar það telst tímabært samkvæmt framansögðu.“ Verzlunin BLÁFELL ó Sauðórkróki selur M J Ö L N I í lausasölu. Innilegar þakkir vottum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlót og jarðarför móður okkar, tengda- móður og ömmu, Púlínu Á. Hannesdóttur. Börnin, tengdasynir og barnabörn. 7

x

Mjölnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.