Mjölnir


Mjölnir - 13.04.1965, Side 6

Mjölnir - 13.04.1965, Side 6
Samningur Sauðdrbrðhsbsjar við eigeodur Sidvarborgar I siðasta blaði Mjölnis birtist viðtal við Þóri Konróðsson og Hrein Sig- urðsson, þar sem fram komu athyglisverðar upplýsingar um samninga bæjarins við cigcndur Sjóvarborgar um hcitavatnsréttindi. Þar sem upp- lýsingar þessar hafa vakið talsverða athygli, og jafnvel verið dregið í efa, að rétt sé fró skýrt, þykir rétt að birta hér samninginn i heild. Forustumenn bæjarins hafa talið þetta bczta samning, sem bærinn hafi gert, og skal það ekki dregið í efa, enda hefur ihaldsforustan i mólefn- um bæjarins undanfarin ór orðið landsfræg af öðru en samningasnilld og framsýni. SAMNINGUR um réttindi ó heitu vatni og boran- ir eftir heitu vatni í Sjóvarborgar- landi. Við undirritaöir eigendur Sjávarborgar og Borgargerðis í Skarðshreppi í Skagafjarðar- sýslu og Björgvin Bjarnason, bæjarstjóri, fyrir hönd Sauð- árkrókskaupstaðar, gerum með okkur svofelldan S A M N I N G 1. gr. 1. Sauðárkrókur fær, sam- kvæmt samningi þessum, rétt til borunar eftir heitu vatni í og við norðurenda Áshildarholts- vatns, af hálfu Sjávarborgar. 2. Að fengnum 25 sekl. af heitu vatni, fær Sauðárkrókur í sinn hlut 20 sekl. af meðalheitu vatni, en landeigendur, þ. e. eig- endur Sjávarborgar og Borg- argerðis, 5 sekl. 3. Minnki uppstreymi vatns- ins eða standi í stað, fá eigend- ur Sjávarborgar og Borgargerð- is 5 sekl., meðan vatnsmagn hrekkur til. 4. Bráðabirgðaákvœði. Meðan Sauðárkrókur lætur ekki fara fram borun eftir heitu vatni á liinu umsamda svæði, fær Sauð- árkrókur 80% þess heita vatns, sem nú er fyrir hendi. 2. gr. 1. Sauðárkrókur leggur leiðslu fyrir heitt vatn heim að vegg íbúðarhússins á Sjávarborg og annast stöðugan flutning á 5 sekl. af heitu vatni á meðan ekki er um bilun á heitavatns- kerfinu að ræða, enda verði við- gerð framkvæmd tafarlaust, allt eigendum Sjávarborgar að kostn aðarlausu. Vatnið hafi 25 m þrýsting við vegg íbúðarhússins á Sjávarborg. Eigendur Sjávar- borgar ákveða, hvar leiðísían kemur inn í húsið. Allar leiðslu- pípur séu vel og örugglega ein- angraðar gegn hitatapi, svo að hitatap frá dælu að húsvegg á Sjávarborg nemi aldrei meira en þrem gráðum á Celsíus, svo 6 framt að ekki reynist verulegir tæknilegir örðugleikar, eða valdi óhæfilega miklum kostn- aði. Pípurnar hafi minnst 3 þuml. innanþvermál. Sauðárkrók ur annist allt eðlilegt viðhald heitavatnsleiðslunnar tilj Sjáv- arborgar, eigendum að kostnað- arlausu. 2. Leiðslan innan túngdrðing- ar á Sjávarborg verði lögð þann ig, að hún verði ekki til neins trafala við umferð á túninu eða við jarðvinnslu, og svo vel frá henni gengið, að henni sé ekki hætta búin vegna aksturs drátt- arvéla, bifreiða eða annarra tækj a. 3. Leiðslan heim að Sjávar- borg verði eign jarðeigenda, en þeir eiga engan annan hlut í mannvirki þessu. 4. Leiðslan verði lögð eigi síð ar en sumarið 1951. 3. gr. 1. Sauðárkrókur flytji heitt vatn til upphitunar og annarrar venjulegrar notkunar í húseign- ,ir Árna Daníelssonar við Aðal- götu 12A og 14 á Sauðárkróki, eiganda eða eigendum að kostn- aðarlausu. Þetta vatnsmagn verði dregið frá því vatnsmagni, er íellur í hlut Sjávarborgar skv. 1. gr. hér að framan. Verði téðar húseignir seldar óvið- komandi aðilum núverandi eig- endum Sjávarborgar, fellur kvöð þessi niður eftir 75 ár frá sölu- degi húseignanna. 4. gr. 1. Sauðárkrókur fær endur- gjaldslaust afnot af landi undir nauðsynleg mannvirki varðandi stofnsetningu og starfrækslu hitaveitunnar og verður svæðið ákveðið með glöggum merkjum, unz Sauðárkrókur lætur gera kort af svæðinu, og skal því lok- ið áður en framkvæmdir hefj- ast. 2. Þó hafa eigendur Sjávar- borgar rétt til afnota af hinu umsamda svæði eftir því sem þörf krefur við virkjun og hag- nýtingu þess heita vatns, sem í þeirra hlut fellur eða kann að falla umfram áðurumgetna 5 sekl. 3. Svæði þetta afmarkist af traustri fjárheldri gerðingu. 4. Sauðárkrókur fellst á að selja eigendum Sjávarborgar og Borgargerðis rafmagn, sem þarf til virkjunar og flutnings á því heita vatni, sem þeir fá til ráð- stöfunar umfram áðurgetna 5 sekl., svó og annarra heimilis- þarfa í nánd við hitasvæðið, á gildandi taxtaverði. 5. gr. 5. Minnki uppstreymi heita vatnsins á hinu umsamda svæði, svo að það nemi aðeins 5 sekl. eða minna, eða ef Sauðárkrókur hættir af öðrum ástæðum að starfrækja hitaveitu frá þessu hitasvæði, fellur niður skylda Sauðárkróks til flutnings á heitu vatni í húseignirnar við Aðal- götu og til Sjávarborgar og einnig skylda til viðhalds heita- vatnsleiðslu til Sjávarborgar. 2. Hætti Sauðárkrókur starf- rækslu hitaveitu frá þessu hita- svæði, fá eigendur Sjávarborgar þau mannvirki á hitasvæðinu, sem þeir þarfnast til starfrækslu eig.in hitaveitu, endurgjaldslaust, en forkaupsrétt að öðrum mann- virkjum í landi Sjávarborgar. 3. Onnur mannvirki, skv. 2. lið þessarar greinar, ásamt raf- magnsréttindum, miðist við 200 þús. kr. stofnkostnað, og er þá frádreginn 1/5 hluti skv. 4. lið þessarar greinar. Fyrningarfrest- ur ákveðst 15 ár, og þurfa eig- endur Sjávarborgar ekki að greiða nema 1/3 hluta af 1 árs fymingargjaldi. 4. Með mannvirkjum, sem þarf til starfrækslu hitaveitu að Sjávarborg, skilst: Dælustöð, þ. e. dælustöðvarhús, aðaldæla, varadæla, rafmagnsmótor, diesel- mótor, ásamt öðru því, sem nauðsynlegt er við starfrækslu hitaveitu. Séu fyrrgreind hús og tæki sameiginleg hitaveitu Sauð- árkróks, fái Sjávarborg 1/5 hl. þeirra endurgjaldslaust. 5. Girðingar um hitaveitu- svæðið falli endurgjaldslaust í hlut eigenda Sjávarborgar og Borgargerðis. 6. gr. 1. Samkomulag er milli aðila, að byrj unarskilyrði þau, sem samið er um hér að framan, verði ekki lögð til grundvallar samningum, sem síðar kunna að verða gerðir um heitt vatn, milli sömu aðila. 7. gr. 1. Sauðárkrókur fær einkarétt til áframhaldandi borana eftir heitu vatni á afmörkuðu svæði í og við norðurenda Áshildar- holtsvatns í eigu Sjávarborgar, og verði svæðið afmarkað með glöggum merkjum fyrir undir- ritun samn.ings þessa, en upp- drátt af svæðinu láti Sauðár- krókur gera áður en fram- kvæmdir við hitaveituna hefjast, gegn því að Sjávarborg og Borg- argerði íái 40% af fengnu vatni til eigin ráðstöfunar í Borgar- sveit sunnan Sauðárkrókslands, eins og það er nú. 2. Falli eitthvað af landi þessu undir bæjarlóðina, hefur Sauð- árkrókur rétt til kaupa á því heila vatni, sem veitt er til upp- hitunar á því landi. 3. Telji eigendur Sjávarborg- ar og Borgargerðis sig ekki þurfa á öllu því vatni að halda, er í þeirra hlut fellur, hefur Sauðárkrókur forkaupsrétt að því, sem umfram er. Söluverð á því, og einnig heitu vatni, sem kynn.i að fylgja úr Borgarsveit, er Sauðárkrókur ef til vill eign- aðist, ákveðst með samkomulagi. Náist það ekki,' ákveðst það með gerð þriggja manna; einn til- nefndur af hvorum aðila og sá þriðji af þeim sameiginlega, og náist ekki samkomulag um til- nefningu hans, skal hann til- nefndur af forseta Hæstaréttar. 4. Vilji Sauðárkrókur ekki bora eftir heitu vatni, en eigend- ur Sjávarborgar telja sig þurfa viðbótarvatn til ráðstöfunar eða eigin nota, skulu eigendur áður- gteindra jarða hafa rétt til bor- unar á áðurnefndu hitasvæði og rétt til virkjunar samkv. 4. gr. þessa samnings, enda á Sauðár- krókur forkaupsrétt á 40% af vatnsmagninu við því verði, er um semst, eða eftir mati skv. 3. lið þessarar greinar samnings- ins. 8. gr. Ilafi ný borun áhrif á valns- magnið í áður boruðum holum, þann.ig að það minnki, reiknast aukning sú, er verður við nýju borunina, aðeins aukning frá því vatnsmagni, er fyrir var, er borun hófst. 9. gr. Verði dælt úr borholunum, fær Sauðárkrókur 60% af því vatni, er á þann hátt fæst til aukningar heildarvatnsmagninu, í sinn hlut, en forkaupsrétt að afganginum. 10. gr. Selji jarðeigendur lieitt vatn öðrum aðilum en Sauðárkróki, fallast þeir á að hafa samkomu- lag um söluverð við Sauðárkrók. 11. gr. Ef eigendur Sjávarborgar og Borgargerðis telja sig þurfa að flytja vatn í Borgarsveit, skulu þeir hafa rétt til að leggja leiðslu um Sauðárkróksland, eins og það er nú, eftir nánara sam- komulagi. Framhald á bls. 7.

x

Mjölnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.