Mjölnir


Mjölnir - 24.07.1965, Qupperneq 6

Mjölnir - 24.07.1965, Qupperneq 6
- iu:kki \ ijtsyara Framhald af bls. 8. (Hann fékk jú að velja sér lög til að hlusta á í þætti útvarpsins „Þetta vil ég heyra,“ og þótti engum mikið, fyrst útvarpið þæg ir mönnum fyrir þetta með nokkrum krónum). En árangur sendiferðarinnar, ótal áskorana og samþykkta bæjarstjórnar til ríkisstjórnar.innar, virðist eng- inn, akkúrat enginn. Breyting á lögum um tekjustofna sveitarfé- laga, sem fulltrúar meirihlutans lögðu hvað mest upp úr og settu allt sitt traust' á að framgengt fengist með sérstöku tilliti til Siglufjarðar og þeirra staða ann arra, þar sem opinber fyrirtæki eru yfirgnæfandi í atvinnurekstri en svo til alveg útsvarsfrjáls, — sú breyting fékkst ekki fram, — enda mun bæjarstjóri aðeins hafa hreyft því máli á einhverj- um fundi hjá Sambandi íslenzkra sveitarfélaga. Það var því ekki nema von að bæjarstjóri drifi sig í sumar- frí til Bonn að afstöðnu þessu stríði við v,indmyllurnar í Reykjavík, og reyndi þar að öðl ast þekkingu á því, hvernig bezt væri að framkvæma siglfirzkt „undur“ í fjármálalífi Siglu- fjarðarkaupstaðar. Ráð ráðherrans: Hækkið útsvörin Að honum förnum og fjar- verandi, tók varabæjarstjórinn, Stefán Friðbjarnarson, við stjórnartaumunum, — sat m. a. merka ráðstefnu á Akureyri um atvinnumál og önnur hagsmuna- mál kaupstaða og byggðarlaga á Norðurlandi. Þar var mættur sá mæti maður Magnús Jónsson, ný bakaður í embætti fjármálaráð- herra. Við hann ræddu fulltrú- ar Siglufjarðarkaupstaðar. Um þær viðræður er svofelld bókun í fundargerð bæjarráðs frá 4. júní sl., sem lögð var fyrir bæj- arstjórnarfund 16. júní sl.: „Þá ræddu framangreindir bæjarfull trúar við Magnús Jónsson, fjár- málaráðherra, um fjárhagsáætl- un bæjarsjóðs 1965, tekjuþörf kaupstaðarins og þann halla, er áætlunin í óbreyttri mynd sýndi. Niðurstöður þessara viðræðna bentu til þess, að aðeins ein Iagaleg leið væri til að brúa, a. m. k. að nokkru leyti, hallann milli áætl. tekna og gjalda bæj- arsjóðs 1965, þ. e. að færa tekju liðinn „framlag eða nýr' tekju- stofn“ inn í (hækka tekjulið 20b um) tekjufiðinn útsvör. Með 20% álagi á útsvarsstigann mætti síðan fara fram á auka- framlag úr jöfnunarsjóði, lögum samkv., til að ná mismun álagðra útsvara og áætlaðra.“ I framhaldi af þessari bókun fluttu fjórir bæjarfulltrúar meiriblutans tillögu, sem fól í sér að bæta lið þeim á tekju- hlið áætlunarinnar, sem nefnd- ist „Framlög og nýr tekjustofn“, að upphæð kr. 3.600.000.00, við liðinn útsvör, en fella niður „Framlög og nýjan tekjustofn.“ Við gjaldalið 05, sem nefnist „Almannatryggingar og lýð- hjálp,“ skyldi bætast nýr undir- liður 054 og heita: „Ógreitt til Tryggingarst. ríkisins vegna. - hækkana 1964,“ kr. 600.00.00. Tillagan bar það með sér, að me.i^ihlutinn var vonlaus um framlög og nýjan tekjustofn, en skv. ráðleggingu ráðherrans ný- bakaða skyldi gera þessa ör- væntingarlilraun, hækka útsvars upphæðina, og þar með fylgdi að nota útsvarsskalann í topp og 20% betur, taka nú af skulda- listanum inn á áætlunina 600 þús. kr. skuldina við Trygginga- st. ríkisins. Voru þá eftir á list- anum' ógreidd framlög til nýb. Sjúkrahússins kr. 860 þús., til Gagnfr.skólans (nýb.) kr. 380 þús., og til Barnaskólans (nýb.) kr. 300 þús. Gegn hækkun útsvara Afstaða bæjarfulltrúa Alþýðu bandalagsins til þessara bringl- andavinnubragða með fjárbags- áætlunina var sú, að þeir mót- mæltu þeirri miklu hækkun út- svara, sem af samþ. tillögunnar leiddi og átöldu þau slælegu vinnubrögð bæjarstjóra í Reykja víkurförinni, að enginn árang- ur skyldi af þeim hljótast. Ennfremur víttu þeir það til- litsleysi, sem ráðherrar og aðr- ir stjórnarherrar sýndu Bæjar- stjórn Siglufjarðar og þá sérstak- lega meirihluta hennar, er þeir hunzuðu allar þeirra áskoranir og hjálparbeiðnir. Bœjarfulltrúar Alþýðubanda- lagsins minntu á tillögur sínar og ábendingar frá í vetur, þegar umrœður uni jjárhagsáœtlunina fóru fram, þá var þeim vísað á bug og meirihlutinn taldi sig einan fœran um að leysa vand- ann. Nú eins og þá vœru bœjar- fulltrúar Alþýðubandalagsins andvígir þeirri lausn að velta aðalþunganum a) fjármálaöng- þveiti bœjarfélagsins á lierðar launþeganna í bœnum, en þeir bæru yfirgnœfandi meirihluta út svarsupphœðarinnar. Afstaða Framsóknar: Með og móti Bæjarfulltrúar Framsóknar- flokksins gagnrýndu einnig að- farirnar að fjárbagsáætluninni. En fljótt kom ‘í ljós, að þeir voru til í hrossakaup, þ. e. a. s. þeir fluttu tillögu um, að ógreitt framlag til nýb. sjúkrahússins á skuldaliatanum, kr. 860 þús., yrði tekið inn á fjárhagsáætlun- ina. Ef sú tillaga yrði samþ. þá myndu þeir greiða atkvæði með hækkun útsvara. Um þetta urðu allmiklar um- ræður, og í þeim kom í ljós, svo furðulegt sem það er, að einn bæjarfulltrúi meirihlutans lýsti því beinlínis yfir, að allir mættu verða fegnir því, að sem lengst liði þar til nýja sjúkrahúsið kæm ist í gagnið, „aðsókn“ að þessu gamla væri ekki svo beisin nú né undanfarið, og væri hann því algerlega andvígur að skuldin við sjúkrahússbygginguna yrði tekin inn á fjárhagsáætlun. Hitt væri annað mál, að ógreiddu framlögin til skólanna mættu gjarnan takast inn á áætlun.ina, ef þeim framsóknarm. væri það eitthvert áhugamál. Undir þetta tóku aðrir meirihlutamenn. Þeirra hluti í útsvarsbirðinni í fundargerð Bæjaíráðs frá 4. júní sl. er birt til fróðleiks hlutur Siglufjarðarkaupslaðar í landsútsvörum eftirtalinna aðila 1965: Olíufélagið h. f...................... kr. 4.059.00 Skeljungur h. f......................... — 14.626.00 Olíuverzlun íslands h. f................ — 17.235.00 Afengis- og tóbaksverzlun ríkisins .. — 91.197.00 Síldarverksmiðjur ríkisins ............. — 274.495.00 Þessar upplýsingar skýra sig sjálfar, en menn mættu hug- leiða örlítið, hversu grátt Siglufjörður er leikinn af þeim, sem settu lögin um landsútsvör. Það fór því svo, að tillagan um hækkun útsvaranna var sam- þykkt með atkv. meirihlutans og framsóknarm., og tillaga fram- sóknarm. um að taka ógr. framl. til skólanna inn á íj árhagsáætl. var einnig samþ. með 7 atkv. Niðurstöðutölur fjárhagsáætlun- ar 1965 eru því komnar upp í kr. 19.195.000.00. Útsvör eru kr. 12.880.000.00, aðstöðugjöld eru kr. 1.600.000.00. Hœkkun út svarsupph. frá því áœtl. var fyrst lögð fram er hvorki meiri né minni en kr. 4.880.000.00. Sjúkrahúsið eitt eftir Af skuldahala fjárhagsáætlun- arinnar frá í vetur er því eftir aðeins einn liður: Ogreitt fram- lag til sjúkrahússins (nýb.) kr. 860 þús. og er það vissulega vert fullrar athygli allra þeirra mörgu karla og þá sérstaklega kvenba, sem með miklu og fórn- fúsu starfi reyna að afla bygg- ingunni fjár og liafa lagt henni stór fjárframlög. Þau einstæðu vinnubrögð, sem viðhöfð hafa verið við afgreiðslu fj árhagsáætlunar Sigluf j arðar- kaupstaðar 1965 og hér hefur verið lýst, eru nokkur *spegil- mynd af starfsaðferðuin Sigur- jóns Sæmundssonar, þar sem frumhlaup og klaufaskapur hald- ast í hendur, öllum til tjóns og leiðinda. Virðist nú svo langt gengið, að ekki einu sinni Siglfirðingur; sem lýtur ritstjórn og umsjá varabæjarstjórans, Stefáns Frið bjarnarsonar, nánasta og þæg- asta samstarfsmanns Sigurjóns, minnist ekki einu orði á hvorki afrekaskrá Sigurjóns úr Reykja- víkurförinni né síðustu álöppun fj árhagsáæ’tlunarinnal, hækkun útsvara o. fl. Þar virðast því glögg merki um uppgjöf og „dvínandi baráttuþrek,“ eins og útvarpið segir um her S-Viet- nam. Ákvarðanir framtalsneíndar Framli. af bls. 1. stórlega ýmis frádrátlur, sem framteljendum var veittur. T. d. er felldur niður frádráttur, sem eldri mönnum var veittur, þ. e. lækka .útsvar þeirra, sem náð hafa 65 ára aldri um 1/3, — 67 ára aldri um 1/2 og 70 ára um 3/4. Lagt er nú á fj ölskyldubæt- ur með 1. og 2. barn.i, minnkað- ur talsvert frádráttur sjómanna vegna atvinnu þeirra og hert er á skilyrðum fyrir að fólk fái frádrátt vegna veikinda. Þá er skorinn geysilega niður frádrátt ur vegna tekna barna og giftra kvenna, og er það mesta og víta- verðasta breytingin. Þessi frádr. var áður 50% af tekjum giftr- ar konu. Nú er þessu breytt á þann veg, að frá tekjum giftrar konu skal draga kr. 25.000.00, — og eftir orðanna hljóðan skipt .ir ekki máli, hvort tekjur liafa numið 26 þúsund kr., eða 110 þús. kr. Frádrátturinn skal vera 25 þús. kr. sbr. D-lið álagning- arreglnanna. (1 framkvæmd mun nefndin þó haga þessu öðruvísi, þ. e. hún tekur til frádráttar helm ing tekna upp að kr. 50.000.00 eða hámarksfrádrátt kr. 25.000. 00.). Skömmu eftir að framtals- nefnd hóf störf, kvisaðist út um þessar breytingar, og vakti það atriði, sem síðast var talið hér að (framan, geysilega • gremju meðal þess fólks, sem þetta á- kvæði snertir sérstaklega. Það er nú svo, að þrátt fyrir fátæk- lega atvinnumöguléika hér á Siglufirði, fer hópur þeirra giftu kvenna sístækkandi ár frá ári, sem reynir að afla heimilinu tekna ásamt bóndanum, lélegt atvinnuástand á vinnuinarkaði karla ger.ir þetta nauðsynlegt hjá fjölda mörgum heimilum, og svo eru margar konur, sem afl- að hafa sér menntunar og vilja nota þá möguleika, sem gefast til að hagnýta liana í starfi. Þessi mikla breyting vekur ekki sízt gremju vegna þess, hve stórt skref er stigið og hversu fyrirvaralaust það er. Af hálfu ráðamanna bæjarins hefur ekki neitt verið gefið í skyn, sem benti til slíkra breytinga, og fólk átti sízt von á þessu eftir að ákvarðanir voru teknar um að nota útsvarsskalann út í æsar og með fyllsta álagi. Fólki jinnst eins og þarna sé verið að koma aftan að því á ó- drengilegan hátt, því hefði fólk liajt grun eða vitneskju um að þetta stœði til, þá hefði það not- að möguleikann til að telja fram í tvennu lagi. Nú munu margir kœra útsvörin og krefjast þess að fá að breyta framtölum sín- um á þann hátt að konan verði sjálfslœður framteljandi. Allt verður þetta til að skapa glundr- oða og megna óánægju og sýnir enn, hversu bæjarstjóranum er sýnt um að haga málum klaufa- lega. Að hans áliti skiptir þetta ekki verulegu máli fyrir bæjar- sjóðinn, en margar fjölskyldur munu missa allverulegar upphæð ir til lians umfram það, sem ann- ars liefði orðið, upphæðir, sem eflaust hafa ver.ið til annara hluta í heimilinu ætlaðar, en fara nú óbeint til greiðslu á vanskila- og eftirgj afaupphæðum skuldaranna hjá bænum. Um útsvarsmálin verður vænt anlega ítarlegar rætt hér í Mjölni síðar, þegar útsvarsskrá- in liefur verið birt almenningi. 6

x

Mjölnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.