Mjölnir


Mjölnir - 24.07.1965, Qupperneq 8

Mjölnir - 24.07.1965, Qupperneq 8
Rœtt um nýju samningana við Óskar Garibaldason Mjölnir ÚTG. ALÞYDUBANDALAGiÐ i NORÐURLANDSKJÖRDÆMI VESTRA Ábyrgðarmaður: Hannes Baldvinsson. Afgreiðsla: Suðurgötu 10, Siglufirði, sími 194. Árgjald 75 kr. — Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f. Alcureyri Á legfffl löndun úr erieadum fiskiskipum? MJÖLNIR hefur leitað til Óskars Garibaldasonar, for- manns Verkamannafélagsins Þróttar, en hann tók þátt í und- .irbúningi Noröurlandssamning- anna fyrir hönd síns félags og með umboði fyrir fleiri félög hér á Nórðurlandi vestra. Við báðum hann að skýra í stuttu máli frá efni samninganna: — Það er margt búið að skrifa um þessa samninga, bæði jákvætt og neikvætt, og jafnvel hefur maður rekizt á beinar rangfærslur, sem geta stafað af vanþekkingu. Eg skal fúslega gera grein fyrir þeim samnings- atriðum, sem koma okkur Sigl- firðingum að notum miðað við fyrri samninga. Eg sleppi hinum mikilvægu loforðum ríkisstjórn- arinnar í atvinnumálum, enda hlýtur MJÖLNIR að gera sér- staklega grein fyrir þeim. Einn- ig tel ég ástæðulaust að fara ná- kvæmlega út í þau samnings- atriði, sem ekki snerta. kaupgj ald ið beinlínis en sem dæmi mætti nefna: ókeypis vinnufatnaður við ýmis störf, fleiri veikinda- dagar og afnumin er heimild síldarverksmiðjanna á Siglu- firði til að ráða 30 utanbæjar- menn til sumarstarfrækslu o. fl. Hin beinu kaupgjaldsatriði eru þessi: 1. Stytting vinnuvikunnar um 3 tíma hækkar timakaupið um 6.66% og kemur sú hækkun ó alla dag- og eftirvinnu en ckki á næturvinnu. lögð timakaupshækkun við skurðgröft, mokstur og sildar- vinnu 13.8%, starfsmenn Tunnuverksmiðjunnar, sem ver- ið hafa á lægri taxtanum, hækka um 1 5.5%. 4. Þó var sú breyting gerð, að vaktagreiðslur í síldarverksmiðj unum voru afnumdar og í stað- inn verður greitt venjulegt tíma kaup. Er þetta hækkun, sem ncmur 5.2% og heildarhækkun ó kaupi verksmiðjanna fyrir vaktavinnu hækkar um 17—20 %, eftir því við hvað er unnið. 5. Trygging ókvæðisvinnufólks (fyrst og fremst sildarstúlkna) við söltunina hækkar samtals um 16.6%. — Kemur stylting vinnuvik- unnar fra/n sem bein kauphœkk- un? — Já, ég held það. Hér þekk- ist varla annað en tímakaups- vinna og víðast er unnið í að minnsta kosti 48 tíma. Við Sigl- firðingar höfum líka tekið upp jjað fyrirkomulag að hefja vinnu á hverjum morgni kl. 7 og ljúka dagvinnuvikunni kl. 17 á föstu- dagskvöld. Allur laugardagurinn lendir þá á helgidagakaupi, ef Jjví er að skipta, t. d. oft við síldarsöltun, og er það veruleg tekjuaukning. — Virðist þér, að menn séu ánœgðir með samningana? — Það kann að vera, að við Siglfirðingar séum orðnir svo illu vanir, en ég hef ekki hitt marga félaga mína, sem eru ó- ánægðir með samningana sem slíka, — hins vegar telja marg- i'r, að við hefðum getað notað betur það spil, sem við höfðum á hendi. — Að lýsa yfir verkfalli? — Já. Öll félögin, sem að samningunum stóðu, höfðu sam þykkt heimild til vinnustöðvun- ar og kann að hafa verið rétt að beita lienni. En um jaað var ekki samstaða. — Nú er svo komið, að laun fyrir sömu verkamannavinnu eru töluvert mismunandi, eftir því hvar er á landinu. Hvað segirðu um þessa þróun mála? — Sérstaða Norðlendinga í atvinnumálum hafði sín áhrif. Hins vegar álít ég nauðsynlegt, að verkalýðsfélögin um allt land standi saman í slíkum samning- um framvegis og betri árangur náist þannig fyrir heildina. Því miður varð það ekki í þetta sinn af ýmsum ástæðum. En eitt brýn- asta verkefnið er tvímælalaust það, að sameina öil verkamanna- og verkakvennafélögin í Verka- mannasambandinu, svo að jjað geti haft örugga forystu í heild- arsanmingum félaganna. Það hefur verið mikið um það rætt undanfarið, sérstaklega á Norðurlandi, hvort ekki væri hyggiiegt að leyfa frystihúsum, síldarverksmiðj um og söltunar- stöðvum að kaupa afla af er- lendum veiðiskipum. Hefur þeirri skoðun mjög aukist fylgi síðustu mánuðina. Einhver hóp- ur norskra útgerðarmanna hefur haft hug á því, að fá að selja hér í landi síld og viljað ganga að ])eim skilyrðum, að fá aðeins að landa síldinni á fjærliggjandi höfnum frá miðunum og að inn- lend skip hefðu forgangslöndun- arrétt. Þá er það. alkunna, að fær- eysk og norsk skip, sem stunda hér ])orskveiðar í salt, kasta stein bít og öðru aukafiski oft í sjó- inn og vildu selja þann afla hér í land, ef leyfi fengist. Á þeim tíma, sem erlendum veiðiskipum var bannað að selja afla sinn hér í land, voru allt aðrar ástæður fyrir hendi en nú eru. Þá voru landsmenn í mark- aðsvandræðum fyrir sjávarafurð ir sínar, bæði síld og þorsk, nú aftur á móti hefur ekki ár eftir ár verið hægt að fullnægja eftir- spurn eftir Jjessum vörum á er- lendum mörkuðum. Hér er Jjví ólíku saman að jafna. Á það skal Jró bent, að hér þarf að fara að með fullri gát og í engu rasa um ráð fram. Raddir liafa heyrzt um, að hér kynni að vera hætta á stóraukinni þátttöku erleildra skipa í fiskveiðunum, væru slík leyfi gefin. Sennilega er það þó ástæðulaus ótti, enda hráefnis- verð Jiað mikið lægra hér en í nágrannalönd.unum, en fyrirtæki á Norðurlandi, sem sífellt vant- ar hráefni, gætu liaft af Jjessu nokkurt gagn, þó varla sé þess að vænta, að það yrði neitt stór- kostlegt. Ýmis félög og stofnanir hafa undanfarið gert samþykktir varð andi þelta mál, t. d. verkalýðsfé- lögin á Siglufirði, Ráðstefna Al- þýðubandalagsins í kjördæminu og Akureyrarráðstefnan um at- vinnumál (sjá frélt á öðrum stað). HRiNGLIÐ MEÐ FJÁRHAGSÁÆTLUN SIGLUFJARÐAR: Stórfelld hækkun útsvara samþykkt í bæjarstjórn 16. júní sl. Þó var einnig samþykkt oð taka inn ó fjárhagsóætiunina alla liði skuldalistans frá í vetur — nema ógreitt framlag til nýbyggingar sjúkrahússins, kr. 860 þús. — Meiri- hlutinn í bæjarstjórn mænir nú vonaraugum til Jöfnunarsjóðs, sem ekki hefur mátt heyrast nefndur á undanförnum árum. — Margra vikna dvöl bæjarstjórans í Reykjavík árangurslaus. 2. Bcin hækkun kaupsins er 4%. 3. Miklar tilfærslur milli kaup- gjaldsliða til hækkunar, eftir því hver vinnan er. Tvö fyrr- nefnd atriði gefa 10.66% tíma kaupshækkun, en langflestir færðust upp og fengu því við- bótarhækkun, t. d. er saman- Jón Þorsteinsspn, alþm., mun hafa ákveðið að vera ekki oftar í framboði — a. m. k. ekki í bili. Mun hann vera orðinn þreyttur ó flokksforystunni — og vicc versa. Hann er vist eini toppkratinn hér á landi, sem aldrei fær almenni- lcgan bitling og hann er eini þing- maður kratanna, sem ekki fær toll frjálst áfcngi. (Samtals 15 þing- menn munu njóta þessara hlunn- inda: 7 Alþýðuflokksmcnn og 8 Sjálfstæðismenn). Ymsir kratar hér í kjördæminu ganga nú með þingmann í magan um og fylgja því töluverðir verk- ir. Sigurjón bæjarstjóri í Síglufirði mun hafa orðið þess áþreifanlega var, en einnig Jóhann Möller. Svo sem kunnugt er, gekk all sögulega til fæðing fjárhagsá- ætlunar hjá bæjarstjóranum, Sig urjóni Sæmundssyni, fyrir árið 1965. Samkvæmt lögum á fjárhags- áætlun að vera samin og sam- þykkt fyrir áramót. Að þessu sinni var febrúar langt liðinn, þegar bæjarstjóri lagði uppkast sitt fyrir bæjarráð. Fyrri um- ræða í bæjarstjórn fór svo ekki fram fyrr en í byrjun marz- mánaðar. Við þá umræðu kom í ljós, að ýmislegt var athugavert við fjárhagsáætlunina og undir- búningur hennar flausturslegur og óvandaður. Samþykkti bæj- arstjórn Jrví að kjósa fjögurra manna nefnd til að yfirfara áætl- unina og freista þess að gera hana raunhæfari. í nefndinni náðist ekki samkomulag, þar eð fulltrúar meirihlutans voru ekki tilleiðanlegir til að gera þær breytingar á áætluninni, sem fulltrúar minnihlutans töldu nauðsynlegt að gera. T.d. var skuldalisti utan áætlunar birlur aftan við hana að upphæð kr. 2.840.000.00. Á þessum lista var m. a. yfirdráttarskuld við Spari- sjóð Siglufjarðar að upphæð kr. 700 þús. Þessa upphæð eina tók nú meirihlutinn og bætti inn í fjárhagsáætlunina. Fluttu fulltrúar hans reyndar 1.1 millj. kr. hækkunartillögu við frum- varp bæjarstjóra. Bæjarfulltrúar minnihlutans gagnrýndu mjög Jæssar aðferð- ir og flumbrulegu vinnubrögð. Töldu þeir marga liði áætlun- arinnar of lága og fjarri raun- veruleikanum, fulltrúar stjórnar valda syðra myndu lítið mark taka á þessu plaggi og sízt af öllum stjórn Jöfnunarsjóðs sveit arfélaga. Af sinni takmarkalausu sjálf- umgleði hafði bæjarstjóri, Sig- urjón Sæmundsson, sent upp- kast sitt að fjárhagsáætluninni suður til ríkisstjórnar og fleiri stofnana, áður en liann lagði það fyrir bæjarráð og bæjar- stjórn Siglufjarðar. Síðar varð hann sjálfur neyddur til að breyta Jiví, eins og að framan er sagt, en var það þó óburður enn. Strax að iokinni afgreiðslu fjárhagsáætlunar í bæjarstjórn, fór bæjarsljóri suður og var þar um margra vikna skeið. Af þeirri dvöl allri varð harla lítill árang- ur svo bæjarbúum sé kunnugt. Framhald á bls. 6.

x

Mjölnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.