Mjölnir


Mjölnir - 25.10.1966, Blaðsíða 2

Mjölnir - 25.10.1966, Blaðsíða 2
ER TRILLUÉTGERÐ ATVEVÍIVLVEGLR ? Á síöasta íundi bæjarstjórnar Siglufjaröar var til afgreiöslu erindi frá Hafliða Guðmunds- syni, þar sem þess var óskað, að bærinn iéti smábátaeigendum í té geymslustað fyrir tuttugu til fjörutíu báta, og að þeim yrði gert kleift að setja báta á land, án mikils tilkostnaðar. í sam- bandi við afgreiðslu þessa erind- is spunnust nokkrar orðahnipp- ingar milli bæjarfulltrúa Alþýðu- bandalagsins og bæjarfulltrúa meirihlutans. Héldu Alþýðu- bandalagsmenn því fram, að bæj arstjórnin, eða meirihluti henn- ar, hefði á undanförnum árum sýnt smábátaútveginum faið mesta tómlæti, og minntu í því sambandi á tillögur, sem þeir hafa flutt í bæjarstjórninni varð andi bætta aðstöðu til útgerðar, svo sem tillöguna um kaup á Drafnarstöðinni og byggingu verbúða og útgerðarhúsnæðis í innri-höfninni. Töldu þeir, að smábátaútvegurinn væri mikils- verð atvinnugrein, sem ráða- menn bæjarins yrðu að sýna full an sóma. Þrátt fyrir lélega að- stöðu og tómlæti ráðamanna veitti hún meira fé í bæinn en ýmis konar annar atvinnurekst- ur, sem bæjarstjórnin væri allt- af reiðubúin tii hjálpar við á ýmsan hátt, svo sem með fyrir- greiðslu við fjáröflun úr opin- berum sjóðum. Fulltrúar Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins vísuðu ásök- unum Alþýðubandalagsmanna al gerlega á bug, sögðu að mála- leitanir smábátaeigenda hefðu alltaf fengið góðar undirtektir hjá bæjarstjórn, en um tillögur Alþýðubandalagsins væri það eitt að segja, að þær hefðu ver- ið óraunhæfar, enda yfirleitt ver- ið settar fram í áróðursskyni af ábyrgðarlitlum mönnum. Þessar orðahnippingar urðu fréttamanni Mjölnis tilefni til þess að ganga á fund Hafliða Guðmundssonar, sem oft hefur haft forystu um að koma áhuga- málum smábátaeigenda á fram- færi, og leggja fyrir hann nokkr- ar spurningar varðandi smábáta- útveginn í bænum: — Telur þú, Hafliði, að bœj- arstjórnin hafi liaft jákvœða af- stöðu til smábátaútvegsins und- anfarin ár? — Bæjarstjórnin hefur ekkert skipt sér af þessarri atvinnugrein, varla virzt vita, að hún væri til, nema að hún hefur leigt okkur söltunarpláss. Eg vil þó taka fram, að mér finnst eins og núna sé farið að votta eitthvað fyrir því, að þessu sé veitt athygli. — Hvers konar aðstöðu vant- ar smábátaeigendur helzt núna? — Það vantar aðstöðu til að taka bátana á land á sæmilega auðveldan hátt. Það er alveg nauðsynlegt að hægt sé að taka bátana á land til hreinsunar og viðhalds og til geymslu á vet- urna. Þetta eru orðin dýr tæki, sem ekki er hægt að eiga upp á þær spýtur að menn geti ekki verið sæmilega öruggir um þau, hvað þá að þau liggi alltaf und- ir skemmdum. Þá get ég upplýst það, að hús- næði það, sem bærinn á og leig- ir út handa smábátaútgerðinni, er algerlega ófullnægjandi, og bryggjan mjög léleg. — Væri æskilegt, að hún yrði gerð mann- held fyrir næsta sumar, ef ætl- unin er að leigja hana út áfram. Húsnæðið er svo lélegt, að það er alveg á mörkum, að hægt sé að salta þar. — Hins vegar má segja, að tveir aðrir aðilar, Stein grímur Matthíasson og Henrik- senbræður, hafi gott húsnæði til söltunar. En það vantar aðstöðu fyrir fleiri bátaútvegsmenn til að salta og verka aflann sjálfir. Eg held, að með því að verka sjálfir aflann, mundu þeir fá meira út úr þessu, ékki sízt með Jjví að skapa sér nokkra atvinnu þegar þeir geta ekki verið á sjónum. — Mundi bœtt aðstaða auka smúbátaútgerð úr bœnum? — Eg geri ráð fyrir því. I þessu sambandi vil ég lil dæm- is benda á það, að vegna þess að ekki er hægt að taka bátana upp, eru menn ragir við að kaupa stóra og dýra báta, sem kosta hundruð þúsunda. Átta til tólf tonna bátar, jafnvel allt að 15 tonn, er sennilega heppileg stærð fyrir þá, sem stunda þetta sem aðalatvinnu mikinn hluta ársins eða eingöngu. Ef góð að- staða væri fyrir hendi til að taka upp allt að 15 tonna báta, er lít- ill vafi á því, að ýmsir fengju sér stærri báta, sem þýðir meiri útgerð og meiri afli. Það er ekki gaman að vita dýran bát á floti í hvernig veðri sem er, og hafa að öðru leyti mjög slæma að- stöðu til að geta haldið honum W-W-V-W-V-V'V-W-'W v-w sómasamlega við. -— Telur þú, að bcejarstjórnin gœti gert meira en hún gerir til að hlynna að þessum atvinnu- vegi? — Eins og ég sagði áðan, virðist hún hafa haft litla hug- mynd um tilveru þessa atvinnu- vegar, en eitthvað vera að örla á skilningi á honum núna. Mér fyndist góð byrjun hjá henni að fá sér göngutúr Jrarna suður eft- ir einhvern tíma þegar búið er að landa, til að sjá, hvað þessar fleytur koma með. Um leið gæti hún litið yfir húsið og bryggj- una, sem bærinn á. — Það hafa komið fram ýms- ar tillögur um bœtta aðstöðu til útgerðar. Haja smábátaeigendur vinnu vegna aflans, og í gegnum aukna veltu og viðskipti í bæn- um. — Þú lieldur þá, að smúbáta- útgerðin hafi nokkra þýðingu sem atvinnuvegur í bænum? — Það er ekki nokkur vafi á því, og meiri þýðingu en flestir gera sér grein fyrir. Sem dæmi vil ég nefna, að fullorðinn mað- ur og unglingur, sem hafa stund- að róðrana vel í sumar, í 4ð/2 til 5 mánuði, eru búnir að leggja inn hjá okkur afla fyrir 270 þús. kr. — Einn maður, sem hefur stundað róðra í hjáverkum, er búinn að leggja inn afla fyrir 40 þúsund kr. Vinnulaunin við verkun aflans, t. d. aðgerðina, sem fer að mestu leyti fram í þessa áfia skiptir örugglega milljónum. — Hvað er svo að segja um frúdráttinn frá þessu, þann hluta sem fer í kostnaðinn við útgerð- ina, ej það er borið saman við aðra útgerð, t. d. togara eða stœrri báta? — Hann er 'hverfandi lítill, minni en við nokkra aðra út- gerð. Það er öruggt, að af þeim verðmætum, sem smábátaútgerð- in skapar, fara 80—90% í bæ- inn, í vinnulaun og veltu. Olíu- og veiðarfærakostnaðar er hverf andi. Eigendur bátanna dytta að þeim sjálfir og halda þeim við að mestu leyti. Og ekki er útgerð þeirra styrkt af ríkinu. Núna Framh. á bls. 8.- sjálfir lagt eitthvað til þeirra mála? — Nei, ég held að það sé varla teljandi. Sannleikurinn er sá, að sarntök þeirra eru mjög laus, og þetla erh engir stórlaxar. Þegar um það hefur verið að ræða, að þeir hafi þurft að leggja eitthvað fram sjálfir til að bæta aðstöð- una, hefur strandað á því, að þeir hafa ekki haft fé til slíks. En ég held, að ef bærinn leggði eitthvað fram til þessa, mundi liann fá það inn aftur, bæði beint og óbeint. í þessu sam- bandi get ég bent á, að okkar litla fyrirtæki, sem aðeins starf- ar yfir hásumarið, greiðir nú í ár 22—23 þús. krónur í útsvör og aðstöðugjald. Hitt er þó ef- laust miklu meira, sem kemur til bæjarins vegna aukinna tekna þeirra manna, sem fá aukna at- eftir- og næturvinnu, hefur verið mörgum góður tekjuauki. Trillu- afli er uppistaðan í rekstri tveggja fiskbúða hér í bænum og atvinnu þeirra manna, sem hana stunda. — Hvert lieldur þú að mundi vera verðmœti trilluaflans hér, lauslega ágizkað? — Það er dálítið erfitt að gizka á það, en sennilega er hægt að fá nokkurn veginn rétta tölu með því að leggja í það tíma og vinnu. Og vitanlega eru áraskipti að þessu. — Eg mundi gizka á, að söluverðmæti saltfisksins væri ekki innan við 5 milljónir króna nú í ár, mjög varlega reiknað. Þar fyrir utan er svo hrognkelsa- aflinn, neyzlufiskurinn, sem seld- ur er í bæinn, allur kolinn og ufsinn, og smáfiskur, sem verk- aður er í skreið. Söluverðmæti Björg Sl 84 hét i fyrstu Farsæll, og hefur borið bæði nöfnin með rentu. Sigurður Jóhannesson bif- reiðarstjóri keypti hana hingað fró Hofsósi skömmu eftir 1930 og gerði hana út af myndarskap í nokkur ór, en seldi hana siðan til Dalvikur. Þar var hún gerð út fóein ór, en 1942 keyptu Björn heitinn Skarp- héðinsson og synir hans hana og hafa jafnan gert hona út af miklu harðfylgi og dugnaði. Hvc marga togarafarma skyldi þessi litla hoppafleyta vera búin að flytja að landi i Siglufirði i þau ca. 30 ór, sem hún hefur verið gerð út héðan? 2000 tonn? 2500 tonn? 3000 tonn? Ef til vill meira? — Ljósm.: Július Júliusson. 2) — Mjölnir

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.