Mjölnir


Mjölnir - 25.10.1966, Blaðsíða 8

Mjölnir - 25.10.1966, Blaðsíða 8
MYNDAGETRAUN MJÖLNIS 2. HVAR ER ÞESSI KIRKJA? í scinasta blaSi hófst myndagetraun, sem öllum lesendum blaðsins er heimilt að taka þótt i. Myndirnar eru allar teknar hér á NorSurlandi vestra, og eiga þótttakendur að svara þeirri spurningu, sem fylgja mun hverri mynd. Svörin ber að scnda til MJOLNIS, þegar myndirnar allar hafa verið birtar, og verða þó veitt ein verðlaun — EITT ÞÚSUND KRÓNUR — fyrir rétt svör. Ef mörg rétt svör berast, verður dregið ó milli þeirra um vinninginn. ■ Þessi veglega kirkja stendur é fögrum stað á Norðurlandi vestra. Við þessa kirkju var tengt eitt mesta frægðasetur landsins á fyrri öldum. Hvar er kirkjan? Er trilluútgrerð atvinimvegur ? — Mjölnir ÚTG. ALÞÝÐU BAN DALAGIÐ Í NORÐURLANDSKJÓRDÆMI VESTRA Abyrgðarmaður: Hannes Baldvinsson. Afgreiðsla: Suðurgötu 10, Siglufirði, sími 71294. Árgjald 75 kr. — Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f. Akureyri — Klippt os skorið Framhald af bls. 2. borgar ríkið tryggingagjöld stóru bátanna, en tryggingar smá bátanna borga trillukarlarnir sjálfir. Þá mætti minna á það, að trillurnar koma að landi með langbezta hráefni af öllum skip- um, en 92—97% af afla þeirra fara í fyrsta flokk. — Það hafa komið fram ýms- ar tillögur um athafnasvœði fyr- ir úlgerð smœrri báta, t. d. hafa Dröfn og Innri-höfnin verið nefndar. Hvað segir þú um þess- ar tillögur? — Það er undir því komið, hvers konar aðstöðu á að skapa. Eg tel Dröfn að ýmsu leyti heppi legri en Innri-höfnina, nema ef farið væri inn fyrir þilið, eins og komið hefur til orða. Kost- irnir við Dröfn eru m. a. gott lægi og lega hennar í bænum og I fáum orðnm Upphæð fjérlaga fyrir næsta ér er um 4.7 milljarðar króna, eða tæplega 25 þús. kr. á hvert mannsbarn í landinu. :J: Land- helgissektir munu brétt hækka í 500.000 kr. Sagt er, að dr. Bjarni sé farinn að svip- ast um éftir sendiherrastöðu handa kirkjumélaréðherranum. Ihaldsstúdentafélagið Vaka gekk klofið til kosninga ú dög- unum. Er það fyrirboði stærri tiðinda? :]: Spurning: Hefur það aldrei hvarflað að heilbrigðis- nefnd Siglufjarðar undanfarnar vikur að banna að nota göturnar í bænum? að Bátastöðinni. En hvað snert- ir það að taka upp bátana og geyma þá, þyrfti að finna til þess sérstakan stað og koma þar upp viðeigandi aðstöðu. Slíka aðstöðu er sennilega bezt að skapa í Innri-höfninni, og kann- ski er hægt að leysa þar vanda smábátaútgerðarinnar til fram- búðar. — Heldurðu, að möguleikar séu á aukningu smábátaútgerðar héðan? — Eins og er stunda þetta ekki nema örfáir menn. Það er ekki hægt að taka á móti meiri afla svo neinu nemi. Eg veit til þess, að hér hefur verið neitað að taka afla af bátum, sem hafa viljað leggja hér afla á land. Það van- tar aðstöðu til að taka bátana upp á einfaldan og þægilegan hátt. Það vantar hús til þess að fleiri geti saltað og verkað afl- ann sjálfir. En ég mundi álíta, að 10—12 tonna bátar gætu gef- ið góða útkomu, skapað dugleg- um og útsjónarsömum mönnum góða afkomu. Eg held sem sagt, að möguleikinn sé fyrir hendi. Hitt má svo deila um og spá um, hver eigi að skapa þessum at- vinnuvegi betri aðstöðu, á hvern hátt eigi að gera það og hvort menn muni vilja stunda hann í framtíðinni. — Eitthvað sérstakt, sem þú vildir segja að lokum? — Ekkert nema það, sem ég minntist á áðan, að það gleður mig, að niér finnst vera farið að örla meira en áður á því, að ráðamenn bæjarins sýni skiln- ing, a. m. k. í orði, á smábátaút- gerðinni, og að það mundi hvorki skaða þá né bæinn, þó að þeir veittu henni meiri athygli en verið hefur undanfarin ár. b. s. Auglýsið í MJÖLNI Framhald af bls. 3. ið og skálmaði upp í pontuna með dálítinn pappakassa undir hendinni, krossbundinn með snæri. Kim hóf þegar ræðu sína með óbotnandi skömmum um Chung II Kwon forsætisráð- herra og meðráðherra hans fyr ir meinta aðild þeirra að sakka rínsmyglinu. Að loknum reiði- lestri í 20 mínútur, tók hann sér smáhvíld, lyfti upp kass- anum á ræðupúltið, beit sund- ur snærið utan um hann og dró upp úr honum ca. 20 lítra ferhyrndan blikkdunk. Því næst lyfti hann settlega lokinu af dunknum og skvetti inni- haldinu úr honum með hnit- miðaðri sveiflu yfir forsætis- ráðherrann og fjóra aðra nær- stadda ráðherra. „Þetta er smyglað sakkarín,“ hrópaði hann alvöruþrunginni röddu. „Bragðið á því, þið ráðherrar, sem haldið uppi vörnum fyrir spillingu og rangsleitni.“ — Ráðherrarnir, sem fyrir árás- inni urðu, — óg raunar þing- heimur allur, — þurftu þó ekki nema andartak lil að skynja, að dunkurinn hafði ekki verið fylltur með sakkaríni, heldur mannasaur. Þingmenn setti gersamlega stjarfa og bljóða við þessa illa þefjandi árás, og máttu hvorki mæla né hafast að, meðan Kim gekk stillilega eins og ekkert hefði í skorizt niður af ræðu- pallinum og fram í forstofu þinghússins. Þingforsetinn fékk fyrstur málið: „Þjóðarsmán!“ hrópaði hann. Fyrstu viðbrögð Chungs forsætisráðherra mót- uðust hins vegar meira af per- sónulegu viðhorfi en urohyggju um þjóðina. Meðan hann var að verka af sér stærstu ummerk in eftir árás þingbróður síns kallaði hann meðráðherra sína á skyndifund. Reyndust allir sautján ráðherrarnir sammála honum um, að virðing þeirra hefði orðið fyrir svo freklegri saurgun, að þeim væri elcki lengur sætt í ráðherrastólun- um. Að þessu samþykktu skundaði Chung, eldrauður af bræði, á fund Hee Parks for- seta og krafðist lausnar fyrir allt ráðuneytið. Leitað frétta Framhald af bls. 6. kvartað yfir erfiðleikum við að fá fullnægjandi húsnæði, en varla no'kkurn tíma yfir húsnæð- iskostnaðinum. Það kemur líka í ljós, að skatt- ar eru mönnum minna áhyggju- efni þar en hér, einnig trygg- ingagjöld og önnur opinber gjöld, en sjúkrahjálp, heilsu- gæzla og lýðhjálp ýmis konar saml fullkomnari en hér, a. m. k. á mörgum sviðum. — Sem sagt: samanburðurinn er erfiður, en Hlynur heldur áfram að hallast að því, að fólk þurfi minna að liafa og hafi minna fyrir tilver- unni í Austur-Þýzkalandi en á Islandi. Margt fleira bar á góma, sem gaman hefði verið að segja frá, svo sem um skipulag tónlistar- mála í Austur-Þýzkalandi. En þetta verður að nægja að sinni. Við ljúkum svo þessum þætti með því að þakka þessum ungu og vel menntu hjónum spjallið og bjóðum þau velkomin til starfs á vettvangi tónlistarmála í Siglufirði.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.