Mjölnir - 25.10.1966, Blaðsíða 4
VIÐREISNIN ETUR VINI SINA
Osjaldan hefur Morgunblaðið fluft það kunna
spakmæli, að byltingin éti börnin sin, en nú
gæti blaðið til tilbreytingar fitjað upp ó nýjum
sannindum: viðreisnin étur vini sina. Afleiðing-
ar þcirrar stjórnarstefnu hafa nú um skeið ekki
hvað sízt bitnað á þeim mönnum, sem fögnuðu
viðreisninni úkaflegast. Mé þar nefna ýmsa
iðnrekendur; nú fyrir nokkrum dögum birti
Morgunblaðið til að mynda enn eina auglýs-
ingu um nauðungaruppboð hjé Magnúsi Víg-
lundssyni. Gunnar Guðjénsson var ekki heldur
neitt tviótta i hrifningu sinni yfir viðreisninni
meðan hann vor formaður Verzlunarróðs Is-
lands; nú hvilir hann i búk ófreskjunnar með
sitt sænska frystihús og mun naumast gera sér
vonir um að hreppa hina fornu lifsbjörg Jónas-
or. Og nú síðast er röðin komin að Bygginga-
félaginu Brú, einu kunnasta verktakafyrirtæki
Sjólfstæðisflokksins i Reykjavík. Aðalcigandi
þess, Þorbjörn Jóhannsson kjötkaupmaður, mun
hafo ætlað sér annað hlutskipti en að verða
sjólfur réttur ó borðum hinnar óseðjandi við-
reisnar.
„Austri" í Þjóðviljanum 9. okt.
HAFNARFJÖRÐUR
Undanfarin ór hafa verið Bæjorútgerð Hafn-
arfjarðar erfið. Skuldir hafa safnazt eins og
hjó öðrum togaraútgerðarfyrirtækjum ....
.... Bæjarútgerð Hafnarfjarðar var ó sinum
tima stofnuð til að bæta úr atvinnuleysi i bæn-
um, þcgar einkafyrirtæki voru að gefast upp.
Nú hefur það skeð í Hafnarfirði, að stórt fisk-
iðnaðarfyrirtæki, Norðurstjarnan, hefur verið
verkefnalaus um langt skeið, þar sem óður
störfuðu tugir manna. Þó hefur það bætzt við,
að annað stórt fiskiðnaðarfyrirtæki, Jón Gisla-
son s.f., hefur orðið að loka vegno ýmissa erf-
ið’eika ....
Alþýðublaðið, 14. október.
HALLAST Á HESTI GEIRS
Eftir eindæma tekjuöflunargóðæri og sam-
felld i tíð núverandi landsstjórnar, er höfuð-
borgin svo illa ó vegi stödd, að hún getur ekki
stcðið í skilum við viðskiptamenn sina og verð-
ur oð fresta framkvæmdum, sem búið var að
sló föstu, að gerðar yrðu ó þcssu óri. Hún nær
ekki inn gjaldföllnum tckjum sinum með eðli-
legum hraða. Hefur ekki eigin fé til aðkali-
andi rekstrarþarfa. Fær ekki heldur nauðsynleg
lón til þess aS bæta úr rekstrarfjórskortinum.
Þetta gerist þegar enn gefst metafli ó síld-
veiðum og erlent fjórmagn er í stórum stil flutt
inn i landið vegna ólfyrirtækisins, kísilgúrverk-
smiðju, Hvalfjarðarframkvæmda og Búrfells-
virkjunar. Svona illo hefur verið hagnýtt góð-
æri undanfarinna óra. Svona mikið hrófatildur
er ,,viðreisnar"-spilaborgin.
Skýrsla borgarstjórans er raunhæf sönnun
um þetta. Hann mundi ekki gefa skýrslu ó
þessa leið, ef hann gæti annað — upp í opið
geðið ó Morgunblaðinu og rikisstjórninni.
Dagur, okt.
Bjorn Pálsson og séra Gunnar
skammaðir á Skagaströnd!
Mánudaginn 3. október sl. boöuðu þingmennirn-
ir Björn Pálsson og séra Gunnar Gíslason til fundar
um atvinnumál á Skagaströnd, án þess að bjóða
þingmönnum Alþýðuflokks og Alþýðubandalags
þátttöku í fundinum. Þótt fundurinn væri heldur fá-
sóttur, var hann samt nokkuð athyglisverður, eink-
um vegna þess að í umræðum á eftir framsöguræð-
um voru þeir Gunnor og Björn snupraðir og víttir af
ræðumönnum úr öllum flokkum fyrir slælcga
frammistöðu í hagsmunamálum Skagstrendinga.
Á fundinum las fundarstjóri upp iangt skeyti, sem
borizt hafði frá Ragnari Árnalds, alþm., og er það
birt í heild hér neðar á síðunni.
B
JORN PALSSON talaði fyrst
ur og vildi hann einkum styrkja
útgerð á staðnum, enda væri
nógur fiskur í Flóanum. Einnig
þyrfti að hlynna að tré- og járn-
smíðaverkstæðunum. Og þar
með, sagði Björn, að vandinn
væri leystur. Þeir, sem ekki
fengju vinnu, yrðu að leita henn-
ar annars staðar í landinu, og
við því væri ekkert að segja. Að
öðru leyti sagði Björn brand-
ara, sem sumir vöktu hlátur en
aðrir ekki.
JÉRA GUNNAR GÍSLASON
sagðist ekki kippa sér upp við
það, þótt fundurinn væri fá-
mennur. Hann væri vanur því
úr kirkjunni. Presturinn sagðist
aðhyllast sömu hugmyndir og
Björn Pálsson, hvað snerti at-
vinnumál Skagstrendinga, og
væri líkast, að þeir væru andlega
skyldir. Hann sagði, að Ragnar
Arnalds hefði boðið sér að vera
meðflutningsmaður tillögu um
sjólaxverksmiðju á Skagaströnd,
og hefði hann neitað því, enda
vantrúaður á slíkan atvinnuveg.
Ræða séra Gunnars var nokkuð
stutt og undir lokin viðurkenndi
hann, að hann væri heldur illa
búinn undir fundinn. Voru það
lokaorð hans, að betra hefði
verið að einhver heimamanna
hefði tekið að sér framsögu í
sinn stað, og fannst ýmsum það
nokkuð seint séð hjá fundarboð-
anda.
KORFINNUR BJARNASON,
sveitarstj óri og hdlzti forystumað
ur Sjálfstæðismanna á staðnum,
talaði næstur. Sagði hann, að
fundarboðendur þyrftu ekki að
láta eins og þeir væru ókunnug-
ir á staðnum. Hvað eftir annað
hefðu má'lin verið kynnt fyrir
þingmönnum, bæði með tillög-
um, blaðaskrifúm, fréttum og
einkasamtölum. Sannleikurinn
væri sá, að þeir hefðu aldrei virt
Skagstrendinga svars, og það
litla sem þeir hefðu lofað, hefðu
þeir svikið. Enginn árangur
hefði orðið af störfum hinnar
þingkjörnu atvinnumálanefndar.
F RIÐJÓN GUÐMUNDSSON,
einn af forystumönnum Alþýðu-
bandalagsins á staðnum, ræddi
um heimsókn þessarra tveggja
þingmanna. Allt kjörtímabilið
hefðu þeir engan áhuga haft á
Skagstrendingum, en nú væri
stutt til kosninga og nauðsynlegt
að kanna liðið. í byrjun kjör-
tíma'bilsins hefðu þessir menn
verið beðnir að koma á atvinnu-
málaráðstefnu á Skagaströnd, en
þá ekki viljað sinna því. Nú væru
þeir loksins mættir og greini-
lega nokkur kosningahroliur í
þeim. En það furðulega væri,
hvað þeir væru hugmyndasnauð-
ir og málefnalega blankir. Frið-
jón ræddi nokkuð um tillögu
þingmanna úr þremur flokkum
um sjólaxverksmiðju á Skaga-
strönd. Benti hann á, hve frá-
leitt væri að afgreiða þessa hug-
mynd með innantómum fullyrð-
ingum um markaðsskort, því að
síðan hefðu athafnamenn á öðr-
um stöðum hafið undirhúning
að byggingu slíkra verksmiðja,
t.d. á Egilsstöðum. Framtíðar-
lausnin væri fullvinnsla úr ýmis
Skeyti Ragnars Arnalds
til Skagastrandarfundar
Á atvmnumálafundin
um á Skagaströnd, sem
þeir Björn Pálsson og
séra Gunnar Gíslason boð
uðu til, las fundarstjóri
upp eftirfarandi skeyti,
sem borizt hafði frá
Ragnari Arnalds:
Herra fundarstjóri!
Við Alþýðubandalagsmenn
fögnuin því af heilum hug, að
atvinnuvandamál Skagstrendinga
skuli tekin til umræðu í kvöld.
Síðast liðin þrjú ár höfum við
haldið 4 fundi um atvinnumál á
Skagaströnd. í þrjú ár höfum við
einnig hvatt til þess, að 'haldin
yrði sérstök ráðstefna um vanda
mál Skagastrandar og til henn-
ar kvaddir allir þingmenn kjör-
dæmisins svo og hreppsnefndar-
menn, forystumenn verkalýðs-
samtaka og atvinnurekenda og
jafnvel fulitrúar ríkisstjórnarinn
ar. Af því hefur því miður ekki
orðið.
Fyrir rúmum tveimur árum
var STJÓRNSKIPAÐRI NEFND
falið að gera tillögur um at-
vinnubætur, meðal annars á
Skagaströnd. Enginn árangur
konar sjávarafurðum, og kann-
ski yrði kavíarverksmiðja fyrsta
stóra skrefið í þessa átt hér á
Skagaströnd. Sem stæði væri
engin hreyfing á þessum málum,
hvorki á Egilsstöðum né Skaga-
strönd, því að bankarnir hefðu
neitað um lán.
Friðjón minnti á það hneyksli,
að á sama tíma og síld væri flutt
í stórum stíl til Reykjavíkur,
væri stærsta atvinnufyrirtækið á
Skagaströnd látið standa óhag-
nýtt. Skagstrendingum væri sagt
að bjarga sér sjálfir, en um leið
væru allar lánastofnanir lokaðar
fyrir þeim, og sívaxandi verð-
bólga kæfði alla viðleitni til
jargar.
JERA PETUR INGJALDS-
SON, sem var í 3. sæti á lista
Sj álfstæðisflokksins í vor, sagði,
að á nýsköpunarárunum hefði
fólk flutzt hingað hvaðanæva að
og hefði bezta fólkið verið af
Ströndum. Mikið af þessu fólki
heíði neyðzt til að flýja staðinn,
en það myndi koma hingað aftur,
ef betur áraði. Séra Pétur sagði,
að Ragnar Arnalds hefði oft ver-
ið hér á ferðinni og haldið
marga fundi. Hefði hann jafnan
verið á þessum fundum, enda
væri Ragnar greindur og skil-
merkilegur maður.
J
ÓN JÓNSSON, einn af for-
ystumönnum Framsóknar, ræddi
einkum um síldarflutninga til
Skagastrandar og lét í Ijós megna
Framhald á bls. 7.
Lokiias flutt síld til
Skag;a§trandar
Nokkru óður en blaðið fór í prentun bórust þær fréttir fró Skaga-
strönd, að sildarflutningaskip hefði komið með sild til bræðslu í verk-
smiðjuna þar. Er það í fyrsta sinn í mörg ór að síld berst til Skaga-
strandar. Aftur og aftur hefur verið lofað, aS sild yrði flutt þangað,
og aftur og aftur voru þau loforð svikin. Ríkisstjórnin hundsaði sam-
þykktir Alþingis og lét það reginhneyksli viðgangast, að flutt var síld
til verksmiðja ó Suðurnesjum, þótt stöðugur skortur væri þar ó vinnu-
afli, en atvinnulitlir staðir ó Norðurlandi fengu ekkert.
Að sjólfsögðu ber oð fagna sérhverri viðleitni til að auka atvinnu
ó Skagaströnd. En ekki er hægt aS horfa framhjó því, aS nú ó haust-
mónuðum 1966 stendur yfir seinasta síldarhrotan ó Norður- og
Austurlandsmiðum FYRIR Alþingiskosningar. Sumarið líður ón þess
að nokkuð sé gert. En þegar kcmur fram ó haust muna róðamenn
landsins allt i einu eftir þvi, aS kosningar eru í nónd og nú er allra
seinasta tækifærið til oð bæta úr margra óra vanrækslu. Er það þetta,
sem býr ó bok við? Er aðeins verið að sefa hóværustu óónægjuradd-
irnar rétt fyrir kosningar? Verður síldarverksmiðjan lótin sofa svefn-
inum væra fjögur ór i viðbót að kosningum loknum?
Skagstrendingar trúa þvi og treysta, að hér sé ekki sýndarmennska
ein aS verki, og þessir síldarflutningar boði því alvarlega stefnubreyt-
ingu í afstöðu stjórnarvalda til atvinnumóla Skagastrandar.
heíur þó orðið af störfum þess-
arrar nefndar og ekkert hefur
til hennar spurzt í tvö ár. Hvað
veldur?
Fyrir rúmu einu ári samþykkti
Alþingi einróma að skora á rík-
isstjórnina að beita sér fyrir því
að SÍLDARFLUTNINGAR yrðu
betur skipulagðir í því skyni að
bæta atvinnuástand þeirra staða,
sem verða hart úti vegna síldar-
skorts. Síðan þessi vilj ayfirlýs-
ing Alþingis var gerð, hefur eng-
in síld verið flutt til Skaga-
strandar. Veit nokkur skýringu
á því?
Nú er liðið langt á þriðja ár,
síðan samþykkt var einróma á
Alþingi að fela ríkisstjórninni
að láta gera áætlun um TUNNU-
verksmiðju á Skagaströnd. I
meira en tvö ár hefur ekkert
frétzt af þessu máli. Hvað veld-
ur?
í vetur verða þrjú ár liðin,
síðan-Alþingi samþykkti einróma
að fela ríkisstjórninni> að gera
áætlun um byggingu FÓÐUR-
MJÖLSVERKSMIÐJU á Skaga-
strönd. í meira en tvö ár hefur
ríkisstj órnin legið á málinu.
Hvað veldur? Hver er skýring-
in á því?
I vetur var borin fram á Al-
þingi tillaga þingmanna úr þrem
ur flokkum um byggingu SJÓ-
LAXVERKSMIÐJU á Skaga-
strönd. Engin verksmiðja á
Norðurlandi getur framleitt sjó-
lax og markaði vantar ekki. En
tillagan var svæfð. Hvað olli
því ?
I sumar fréttust þau ágætu tíð
indi, að stofnað hefði verið fé-
lag til að reisa og reka KAVÍAR
VERKSMIDJU á Skagaströnd.
En 3*. september síðastliðinn full
yrðir vikublaðið DAGUR á Ak-
ureyri, að framkvæmdir séu enn
ekki hafnar, því að bankarnir
hafi stöðvað framkvæmdir. Er
hér rétt skýrt frá?
í kvöld er rætt um atvinnumál
Skagastrandar. Þessi fundur séra
Gunnars og Björns Pálssonar er
spor í rétta átt. Margar spurn-
ingar hljóta að vakna. En vænt-
anlega er flestum ljóst, að æski-
legast hefði verið að ræða slík-
ar spurningar og svörin við þeim
á almennum umræðufundi með
þingmönnum allra flokka.
Um leið og ég vona, að um-
ræður á þessum fundi verði frjó-
ar og málefnalegar, sendi ég
fundarmönnum öllum og fund-
arboðendum mínar beztu kveðj-
ur.
Ragnar Arnalds
Þéttbýli vi3 HOFSÓS ó rætur
sínar a3 rekja til þess, að' þar var
verzlunarmi3stö3 austan jökul-
vatna fyrir víSlent landbúnaSar-
héra3 og þaSan var stunduS sjó-
sókn. Sennilega hefur byggS risiS
þar upp tiltölulega sncmma. I
manntali 19S0 búa 573 íbúar í
Hofsóshreppi, sem var þó óskiptur.
En 1960 er ibúafjöldi í Hofshreppi
241 og ó Hofsósi S09 e3a saman-
lagt 550 manns. VirSist mega
ætla, a3 undanfarna þrjó óratugi
hafi ibúafjöldi ó Hofsósi haldist
lítt breyttur. Til samanburSar mó
geta þess, a3 fró 1930 til 1960
fjölgaSi ibúum ó SauSórkróki úr
780 manns í 1205.
FJÓLMUNDUR KARLSSON
myndum, eins konar tilrauna-
sláturhús.
Á gamla verkstæðinu er ým-
is konar vélakostur og kemur
greina að framleiða og komizt
að þeirri niðurstöðu, að ein
verksmiðja hefði nægan mark-
að hér innanlands fyrir hljóð-
deyfa af ýmsum gerðum og
stærðum. Hefur Iðnaðarmála-
stofnunin farið yfir áætlanir
hans og talið þær fullkomlega
raunhæfar.
En þótt vel hafi gengið að
reisa þetta mikla hús af grunni,
er ekki þar með sagt, að allt
sé í stakasta lagi. Fjólmundi
hefur gengið illa að fá lán til
vélakaupa, og hann er því von-
daufur um að geta hafið fram-
leiðslu í vetur. Við spyrjum
hann, hvað margir menn muni
stöng fyrir atvinnulíf í smá-
bæjum úli um land, segist Fjól-
mundur sannfærður um að svo
sé. Hann segist hafa kynnt sér
töluvert, hvað unnt sé að fram-
leiða á samkeppnisfærum
grundvelli, og telur, að það sé
einkum í ýmis konar smáiðn-
aði, þar sem eitl'hvert handverk
kemur til greina, t. d. samsetn-
ingar gerðar að nokkru leyti í
höndunum, en þegar um sé að
ræða fullkomlega sjálfvirkan
iðnað, séu samkeppnismögu-
leikar við stórfyrirtæki erlend-
is mjög takmarkaðir. í þessum
iðnaði sé því höfuðnauðsyn
að fylgjast vel með tæknibreyt-
Brautryðjendastarf í
íslenzkum járniðnaði
Rognor Arnalds roeðir nii Fjélmnnd Karlsnn il Kofsési
Helztu óstæSurnar til þess, aS
byggó ó Hofsósi hefur ekki a3
ró3i þanizt út undanfarna óratugi
eru sennilega þær, a3 me3 bættum
samgöngum hefur verzlun drcgizt
a3 einhverju leyti til SauSórkróks.
Jafnframt hafa hafnarskilyrSi ver-
i3 erfiS og útgerS ekki þróast me3
jafn örum hætti og vi3a annars
staSar. En kannski er þa3 örlaga-
ríkast, aS annar i3na3ur en fisk-
verkun hefur ekki skotiS þar rót-
um nema aS litlu leyti.
En mjór er mikils vísir. Nú
um nokkurt árabil hefur FJOL-
MUNDUR KARLSSON rekið
vélaverkstæði á Hofsósi og
aukið umsvif sín jafnt og þétt
með hverju árinu. Síðast lið-
inn vetur byggði hann glæsi-
lega verksmiðju að flatarmáli
um 600 fermetrar og hyggst nú
senn hefja framleiðslu á ýms-
um iðnaðarvörum, sem ekki
hafa verið framleiddar áður
hér á landi.
í stuttu viðtali skýrir Fjól-
mundur frá því, að hann hafi
undanfarin ár fengizt einkum
við að smíða kjötbrautir og
kjötbrautarskiptingar fyrir slát
urhús víða um land. Nú orðið
er liann eini aðilinn á landinu,
sem annast slíka smíði. Á þessu
ári hefur hann unnið að stór-
um verkefnum fyrir Sláturfélag
Suðurlands og kaupfélagið í
Borgarnesi og þar er Samband-
ið að reisa mjög nýtízkulegt
sláturhús eftir erlendum fyrir-
í ljós, að Fjólmundur hefur
sjálfur teiknað þrjár þeirra og
smiðað með aðstoð etarfs-
manna sinna. Hann kvartar yf-
ir því, að ekki skuli fást lán
út á vélar, sem smíðaðar eru
hér heima, og óneitanlega er
það harla einkennilegt, að lána
stofnanir skuli því aðeins veita
fá atvinnu við þetta fyrirtæki,
ef allt fer að óskum.
— Nú eru fastráðnir fjórir
menn við vélaverkstæðið og
stundum starfa þar einn eða
tveir til viðbótar. Við fram-
leiðslu hljóðdeyfa þarf að
minnsta kosti fjóra menn til
viðbótar. Auk þessa er ég að
Hi3 nýja verksmi3juhús Fjólmundar ó Hofsósi
lán út á vélar, að þær séu inn-
fluttar og keyptar fyrir dýr-
mætan gjaldeyri.
Miklir
stækkunarmöguleikar
Nýja verksmiðjuhúsið er nú
að rnestu leyti fullbyggt og að-
eins eftir að leggja raflögn í
húsið. Fjólmundur gerir ráð
fyrir að flytja vélaverkstæðið
inn í nokkurn hluta byggingar-
innar, en mestur hluti hennar
er þó ætlaður fyrir nýja fram-
leiðslu. Hann hefur rannsakað
vandlega, hvað komi helzt til
velta fyrir mér möguleikum á
ýmis konar pressuiðnaði og
smáiðnaði, sem veitt gæti mörg
um til viðbótar atvinnu. Þar að
auki væri hugsanlegt að nokkr-
ar konur fengju vinnu við inn-
pökkun, ef af þessu yrði. Þetta
er nú mín hugsjón, hvað sem
verður.
Það gildir að fylgjast
vel með
Aðspurður um það, hvort
ekki séu fyrir hendi ýmsir
möguleikar í smáiðnaði aðrir
en þessir, sem orðið gætu lyfti-
ingum, því að framleiðsla sem
er í góðu gildi í dag sé kann-
ski orðin úrelt á morgun.
Erfiðleikar
sveitarfélagsins
Að lokum spyr ég Fjólmund
um málefni sveitarfélagsins, en
hann á sæti í hreppsnefnd. Fjól
mundur segir, að það sé ekk-
ert launungarmál, að sveitarfé-
lagið sé hdldur illa á vegi statt.
Framkvæmdir á vegum hrepps-
ins séu mjög litlar, og ástandið
fari versnandi á ýmsum svið-
um. Til dæmis sé þessa stund-
ina alveg vatnslaust heima hjá
sér, og hafi svo verið lengi, að
vatn sé aðeins að fá um nætur
í syðstu húsunum. Vatnslögnin
sé gölluð og leiðslurnar leki.
Auk þess sé ekkert sameigin-
legt sko'Iplagnarkerfi á vegum
hreppsins.
— Okkur vantar ekki verk-
efni, segir Fjólmundur, — en
okkur vantar atvinnugreinar á
staðinn, sem veita nokkurt at-
vinnuöryggi árið um kring. —
Það er alveg vonlaust að treysta
einungis á útgerð. Fjöldi fólks
hefur í sumar ekki haft nema
fáein þúsund í tekjur á mán-
uði við frystihúsið. Eg fer ekki
leynt með þá skoðun mína,
segir hann að lokum, að iðn-
aður er það sem koma skal á
slíkum stöðum til þess að
tryggja, að allt atvinnulíf detti
ekki niður, þegar afli bregst.
Ragnar Arnalds.
4) — Mjölnir
Mjölnir — (5