Mjölnir - 25.10.1966, Blaðsíða 3
Klippt og skorið
EFTIRMAÐUR VERWOERDS
Þegar Hendrik Frensch Ver-
woerd féll fyrir hnífsstungu
hins grískættaða Dimitro Tsaf-
endas, sem taldi hann hafa fyr-
irgert lífinu með svikum við
livíta kynstofninn og ótilhlýði-
legri linkind gagnvart hinum
óæðra kynþætti svartra manna
í Suður-Afríku, spáðu frétta-
skýrendur því, að apartheid-
stefnan, stefna kynþáttakúgun-
arinnar, mundi eignast nýjan
merkisbera, sem í engu gæfi
eftir fyrirrennarar sínum í
harðleikni gagnvart svarta
meirihlutanum í landinu.
Ekki liðu nema örfáir dag-
ar, unz þessi spádómur rættist,
og Balthazar Johannes Vorster,
dómsmálaráðherra í stjórn Ver
woerds, var seztur í sæti hans
sem forsætisráðherra Suður-
Afríku.
Vorster hefur almennt verið
talinn harðskeyttasti og íhalds-
samasti maðurinn í valdaklíku
Þjóðernissinnaflokksins í Suð-
ur-Afríku. Hann er lögfræðing-
ur að menntun, en nam einnig
um hríð sálarfræði við Stellen-
hosch-háskólann, þegar Ver-
woerd var kennari í þeirri
grein við skólann. Hann varð
fyrst kunnur fyrir stjórnmála-
afskipti á stríðsárunum, en þá
var hann forustumaðúr leyni-
legra nazistasamtaka í Suður-
Afríku. Uppistaðan í fræði-
kenninguffi þessa félagsskapar
var kenning nazista um yfir-
burði hvíta kynstofnsins, og
markmið hans að koma á í
VORSTER
Suður-Afriku algerum yfirráð-
um hvítra manna með banda-
lagi við Hitler. Hinn bresksinn
aði marskálkur og stjórnmála-
foringi Jan Smuts lét þá fang-
elsa Vorster, og var hann í
strangri vörslu til stríðsloka.
Að stríðinu loknu hugðist hann
hefja afskipti af stjórnmálum
að nýju, en þótti svo aftur-
haldssamur, að ekki einu sinni
Þj óðernissinnaflokkurinn
treystist til að bjóða hann frarn
í þingkosningunum 1948. En
1953 hafði hann náð fullum
sættum við flokkinn og komst
á þing. Fór vegur hans ört
vaxandi. Hann var gerður að
dómsmálaráðherra og hafði á-
samt Verwoerd forustu um
lagasetningar, sem miðuðu að
aðskilnaði hvítra manna og
svartra og algerum yfirráðum
hvítra manna. Jafnframt samdi
hann lög, sem lögðu refsingar
við andstöðu gegn aðskilnað-
arstefnunni. Tókst honum með
hörku og bragðvísi að sigrast
á hiki og andstöðu í þinginu
og knýja fram samþykkt þess-
ara laga.
Vorster hefur alltaf lagt á-
herzlu á hið and-kommúnist-
íska innihald baráttu sinnar:
„Eg fullyrði alls ekki, að allir
svonefndir frjálslyndir menn
séu kommúnistar,“ segir hann,
„en ég veit ekki um einn ein-
asta kommúnista, sem ekki þyk
ist vera frjálslyndur.“
Enginn frýr Vorster persónu
legra hæfileika, hugrekkis og
sj áífstrausts. Hann er snjall
ræðumaður, harðskeyttur og
meinyrtur. Þjónustuliðið á
heimili hans í Pretoríu skipa
dæmdir morðingjar af afrík-
önskum uppruna. Hann á fáa
eða enga persónulega vini, og
andstæðingar hans lýsa honum
sem algerlega miskunnarlausu
og tilfinningasnauðu vélmenni.
Hann hefur mikið fylgi meðal
óbreyttra meðlima Þjóðernis-
sinnaflokksins sökum dugnað-
ar síns við að framfylgja
stefnu flokksins, en nánustu
samstarfsmenn 'hans innan
flokksforustunnar hafa fram að
þessu veigrað sér við að fela
honum mikil völd innan flokks-
ins, þrátt fyrir skoðanalega
samstöðu.
Þrátt fyrir persónulega hæfni
er Vorster af mörgum talinn
standa Verwoerd að baki sem
stjórnmálaforingi. Hann er enn
harðari, ofstækisfyllri og óbil-
gjarnari í kynþáttastefnu sinni,
en skortir þá pólitísku lagni og
jafnvægislist, sem Verwoerd
átti talsvert af og beitti með
árangri til að styrkja aðstöðu
sína innan flokksins og í skipt-
um við umheiminn.
BAÐSTRENDUR BÚLGARA
Milljónir manna frá flestum
löndum heims hafa síðustu ár-
in eytt leyfum sínum á bað-
ströndum Balkaillandanna,
Búlgaríu, Rúmeníu og Júgó-
slavíu, sem hafa veitt hinum
frægu baðströndum Miðjarðar
hafs síharðnandi samkeppni
um hylli erlendra ferðamanna.
Einna kunnastar . hér á landi
eru húlgörsku baðstrendurnar,
sem þaflendir menn nefna Gull
sanda og Sólarströnd. Hafa all
margir Islendingar gist þessar
baðstrendur, m. a. munu ís-
lenzkar ferðaskrifstofur hafa
skipulagt ferðir þangað. Hefur
búlgarska ríkið látið koma
þarna upp veitinga- og gisti-
stöðum fyrir tugþúsundir bað-
gesta seinustu árin.
Nú er hafin skipulagning
nýrrar baðstrandar í Búlgaríu.
Ber hún nafnið Stamopoulo, en
ekki vitum vér hvað-það nafn
þýðir á íslenzku. Hafa fyrstu
veitingastaðirnir, hótelin, tjald-
stæðin og baðhýsin þegar verið
tekin í notkun.
Stamopoulo, sem á að geta
rúmað 13 þúsund fastagesti í
einu, er hluti af 33 km langri
strandlengju við Svartahaf,
sem eingöngu er ætluð bað-
gestum. Hægt er að komast
þangað á sjó, landi og í lofti.
Baðgestir, sem koma flugleið-
is til Bourgas, sem er næsta al-
þjóðleg flugstöð, verða fluttir
til Stamopoulo með þyrlum.
Ein höfuðorsök þess, hve
mjög erlendir ferðamenn sækja
hinar nýju baðstrendur Búlg-
ara, er sú, auk ágætrar þjón-
ustu, hve verðlagi þar er stillt
í hóf, en orsök þess mun aftur
vera eftirsókn Bú'lgara eftir
erlendum gjaldeyri.
ur
lið fyrir lið, og kemst að þeirri
niðurstöðu, að Warren-skýrsl-
an sé fölsun, rannsókn málsins
skrípaleikur, þar sem sönnun-
argögnum hafi verið hagrætt
til þess að komast að þeirri
fyrirfram ákveðnu niðurstöðu,
að Oswald hafi verið morðing-
inn, en fortíð hans og skap-
gerðarveilur hafi gert hann að
tilvöldu fórnardýri.
Orsök þess, að þessi gerfi-
rannsókn var látin nægja, telur
Joesten ríkishagsmuni og þörf
háttsettra manna, m. a. John-
sons forseta. Það eitt, að hægt
var að myrða forsetann, og Os-
wald í höndum lögreglunnar,
SANNLEIKURINN UM
MORÐ KENNEDYS
Nýlegar skoðanalkannanir í
Bandaríkjunum sýna, að þar
er ékki almennt lagður trúnað-
ur á Warren-skýrsluna svo-
nefndu um morð Kennedys for-
seta 22. nóvember 1963. Svip-
aða sögu mun að segja frá öðr-
um löndum. Nú nýlega var
máli Jack Rubys, sem myrti
Lee Harvey Oswald í höndum
lögreglunnar í Dallas, vísað
frá dómi á þeirri forsendu, að
málsmeðferðinni hefði verið á-
fátt. Hefur hinn einkennilegi
seinagangur þess máls styrkt
þann grun, að lögregla og dóms
yfirvöld í Bandaríkjunum
hefðu ekki hreint mjöl í pok-
anum varðandi rannsókn á
morði forsetans og meðferð
þess máls alls.
Nýkomin er út í Sviss bók
undir nafninu Sannleikurinn
um morð Kennedys. Höfundur-
inn, Joachim Joesten, rekur þar
á 360 blaðsíðum gang málsins
KENNEDY
hafi verið slík reginhneyksli, að
ekki hefði verið hægt að
hnekkja þeim nema með skjótri
og traustvekjandi rannsókn.
Langdreginn málarekstur hefði
orsakað vantraust og enn meiri
niðurlægingu fyrir löggæzlu-
starfið og stjórn demókrata.
Johnson, sem hafi stefnt að
kosningasigri 1964, hafi því
freistast til að nota sér þær að-
stæður, sem fyrir hendi voru,
og falið Earl Warren að fram-
kvæma rannsókn og leggja
fram sem fyrst skýrslu, sem
gæti sannfært almenning. Warr
en hafi síðan gert það, sem
fyrir hann var lagt.
. Joesten telur, að Kennedy
hafi orðið fórnardýr samsær-
is, og a. m. k. tveir menn hafi
myrt hann, — og hvorugur
þeirra hafi verið Oswald. Hann
bendir á mörg atriði, sem
benda til þess, að Oswald hafi
ekkert verið við morðið riðinn,
og loks rekur hann feril all-
margra manna, sem reynt hafa
\ að hnýsast í málið, eða sem
grunur hefur leikið á, að vissu
eitthvað, sem gæti skýrt morð
ið á annan hátt en gert er í
Warren-skýrslunni, en margi
þeirra hafa látið lífið á voveif
legan liátt, verið myrtir, m. a
tveir blaðamenn, framið dular
full sjálfsmorð eða dáið í mjög
kynlegum umferðarslysum.
Erlend blöð eru tekin að
birta útdrætti úr bók Joesten.
Kannski gerir eitthvert íslenzkt
blað það líka.
ÞINGHNEYKSLI í KÓREU
Virðulegir siðir og fram-
koma hafa jafnan þótt hæfa
hezt virðulegum stofnunum,
svo sem löggjafarsamkundum
þjóða, þótt stundum hafi út af
brugðið. ítalskir og franskir
þingmenn hafa slegizt á þing-
fundum, virðuleiki brezka
þingsins hefur verið rofinn
með blekbyttukasti. Frægt varð
þegar Krústjoff barði í borðið
með skónum sínum á þingi S.
Þ. Islendingar börðust með
vopnum á Alþingi hinu forna.
Amerískir senatorar hafa lamið
andstæðinga með göngustöfum
og spanskreyr, og japanskir
þingmenn eiga til að taka ræðu-
stólinn með áhlaupi þegar and-
inn kemur snögglega yfir þá.
Ekkert af þessu getur þó talizt
óþinglegt athæfi samanborið
við ósköpin, sem dundu yfir
þing Suður-Kóreu fyrir um
það bil þrem vikum:
Tilefnið var fyrirspurn varð
andi mesta hitamál þingsins —
smygl á 120 þúsund dollara
virði af sakkaríni. Hafði því
verið komið inn í landið með
fölsunum á faktúrum, sem hrá-
efni í tilbúinn áburð handa á-
burðarverksmiðju einni í eigu
stærsta auðhrings landsins, en
forstjóri hans er auðmaður að
nafni Lee Byung Chull, sem
einnig er áhrifamaður í stjórn-
málum. Stjórnarandstaðan sak
aði ríkisstjórnina urn að liafa
reynt að þagga hneykslið nið-
ur, þegar það kom fyrst í Ijós
fyrir nokkrum mánuðum.
Mikill hiti var í umræðunum
um fyrirspurn þessa, þegar hún
var tekin á dagskrá þingsins
fyrir ca. þrem vikum. Var
mörgum orðið heitt í hamsi,
þegar Kim Du Han, einasti
þingmaður Sjálfstæðisflokks
Suður-Kóreu, kunnur æsinga-
og uppivöðsluseggur, fékk orð-
Framhald á bls. 8.
erlendum
blöðum
Mjölnir
(3