Mjölnir


Mjölnir - 25.10.1966, Blaðsíða 6

Mjölnir - 25.10.1966, Blaðsíða 6
Um síðustu mánaðamót tóku Tónskóli Siglufjarðar og Tónlista- skóli Vísis til starfa í Siglufirði. Segja má, að skólarnir séu nú betur búnir starfskröftum en nokkru sinni áður, því auk hins vel menntaða og vinsœla skólastjóra, Gerhards Schmidts, og hins trausta píanóleikara, frú Guðnýjar Fanndal, starfa nú á vegum þeirra tveir nýútskrifaðir nemendur eins af frœgustu tónlistarliá- skólum veraldar, Hochscliule fiir Musik í Leipzig, sem áður hét Leipziger Konservatorium og telur meðal stofnenda sinna ekki ófrœgari menn en Mendelsohn og Schumann. Skólarnir? Þarf tvo músik- skóla í svona litlum bæ? Ja, reyndar er bara einn skóli, með einn skólastjóra og eitt kennara- lið og einn Oskar Gara til að redda. Eða eru þeir kannski tveir? Eru ekki annars tvær skólanefndir, og tónlistarráð með aðilum frá Vísi og Lúðra- sveitinni, kirkjukórnum, og gott ef ekki líka frá bænum og knatt- spyrnufélaginu, sem mundi vinna alla leiki ef það fengi betri völl? Þetta er annars alltof flókið til að reyna að skilja það, ef maður er ekkert við málið rið- inn. Það er eins og með blaðið ísafold og Vörður, Skíðafélag Siglufjarðar — Skíðaborg — eða Alþýðubandalagið. Frá sjón armiði hins almenna borgara er skólinn bara einn. Það er því ekki nema von, að menn ruglist, þegar verið er að tala um tvo skóla, rétt eins og barnið, sem spurði í sakleysi sínu, þegar það sá Vilhjálm Þór og Björn Ólafs- son saman á götu: Hvor er Kóka og hvor er Kóla? Og hvaða ó- prestlærður maður getur útskýrt hvað heilög þrenning er? Það mætti segja um þennan skóla svipað og maður einn sagði um kunningja sinn: Hann er bæði einfaldur og tvöfaldur. Til örlítillar skýringar fyrir ókunn- uga og óinnvígða í skipulagsmál skólans, skal þess getið, að Tón- listarskóli Vísis hefur starfað hér í allmörg ár. Fyrir nokkrum nýju kennara skólans, hjónanna Silke Bochert Óskarsson og Hlyns Óskarssonar, og spyrjum þau dálítið út úr. — Hvað hefur þú langt nám að baki, Hlynur? — Eg hóf nám í Leipzig 1. september 1961, og lauk prófi í vor. Áður hafði ég verið reglu- legur nemandi hjá Sigursveini D. Kristinssyni í tvo vetur, og raunar byrjað áður að leika á hljóðfæri í Lúðrasveit Siglu- fjarðar. — Hver var þín aðalgrein í skólanum? — Námið í þessum skóla er mjög alhliða, og eins fyrir alla nemendur í veigamiklum atrið- um, t. d. verða allir að læra píanóleik, tónlislarsögu, tón- SILKE B. ÓSKARSSON fræði, uppeldisfræði, kennslu- fræði og fleira. Auk föstu náms- greinanna geta nemendur lært sem sérstaka grein að leika á eitt hvert eitt hljóðfæri eða þá söng. Leitað írétta tónlistaríólki árum kom svo Sigursveinn D. Kristinsson hingað og stofnaði alþýðuskóla í músik á nýjum grundvelli. Störfuðu skólarnir aðskildir nokkur ár, en nú síð- ustu árin hafa reiturnar ruglast svo mikið saman, að í reynd, gagnvart almenningi, hefur ver- ið um einn skóla að ræða. o o o I litlum bæum ríkir alltaf nokkur forvitni um nýtt fólk, sem kemur og sezt að. Við leggj- um því leið okkar á fund hinna 6) — Mjölnir Mitt aðalhljóðfæri var trompett. Þá leggjum við sömu spurn- ingar fyrir frúna. — Eg byrjaði í skólanum 1960, með söng sein aðalgrein, og lauk prófi í vor, um leið og Hlynur. Fyrsta árið vann ég í verksmiðju með náminu, en það reyndist of erfitt, og eftir það hef ég stundað námið eingöngu. Síð asta veturinn söng ég þó með óperuflokki með náminu, fékk til þess leyfi skólans, en nemend- um er óheimilt að starfa sem músikantar með náminu, án sér- staks leyfis. — En heldur þá ekki skólinn uppi einhverri opinberri tónlist- arstarfsemi jyrir áheyrendur ut- an skólans? — Jú, hann heldur meðal ann ars uppi stórri sinfóníuhlj óm- sveit og söngleikaflokki, sem nem endur skólans starfa í. Við tók- um bæði þátt í slíkum uppfærsl- um á vegum skólans. Þá heldur skólinn uppi unglingatónleikum og heldur nemendatónleika. — Hvað eru margir nemendur í skólanum? — Líklega 300-—350 fastir nemendur, sem stunda reglulegt nám. Þar að auki eru haldin námskeið, kvöldskóli og þess háttar á vegum skólans, þar sem nemendur skólans kenna gjarna, og þar sem áhugafólk getur feng ið tilsögn í einhverjum greinum. — Eru margir kennarar við skólann? — Það eru ekki margir fast- ráðnir kennarar. Aðal kennslu- kraftarnir eru menn, sem hafa önnur störf að aðalatvinnu, t. d. við söngleikahús eða í hljóm- sveitum. T. d. kenna við skólann tónlistarmenn, sem leika í Ge- wandhaus-hljómsveitinni, sem er mjög kunn og mikils metin hljóm sveit, bæði utan og innan Þýzka- lands. — Ætli margir íslendingar hafi stundað nám við þennan skóla? — Já, svarar Hlynur. — Þekkt astir þeirra munu vera Páll ís- ólfsson, Jón Leifs og Hallgrím- ur Helgason. Yfirleitt held ég, að allir, sem til þekkja, séu sam- mála um, að þessi skóli sé meðal þeirra beztu í sinni röð, kennsl- an vönduð og ekkert til sparað að veita góða tónlistarmenntun. Eg fæ að sj á prófskírteini hjónanna. Bæði hafa þau hlotið h|á RÆTT VIÐ SILKE OG HLYN ÓSKARSSON góðar einkunnir, O'g frúin þó betri, en Hlynur huggar sig við það, að þar sem námstími hans sé styttri og hann hafi framan af verið dálítið hamlaður vegna vankunnáttu í málinu, sé ekki alveg víst að hann sé lakari helmingurinn. — Og nú eruð þið komin liér og farin að starfa að tónlistar- málum bœjarins. — Já, svarar Hlynur. — Eg kenni söng og nótnalestur í barnaskólanum, söng í gagn- fræðaskólanum og á blásturs- hljóðfæri. Konan mín æfir kirkju kórinn, leikur á kirkjuorgelið við barnaguðsþjónustur og kenn ir píanólei'k og söng. — Hvaða rödd hefur frúin? — Sópran. — Mega Siglfirðingar vœnta þess að heyra þig syngja ein- hvern tíma í vetur? — Það er mjög líklegt. Ann- ars var gerð á mér 'hálsaðgerð í sumar, hálskirtlarnir voru tekn ir. En ég held, að ég sé búin að ná mér nokkurn veginn að fullu og verði alveg jafngóð. o o o Næst spyr ég um fyrirkomulag námsstyrkja í Austur-Þýzka- landi. Hlynur fékk 280 marka námsstyrk á mánuði, sem nægir þolanlega fyrir uppihaldi, þar sem hann var útlendingur. Nem- endum frá vanþróuðu löndunum eru stundum veittir hærri styrk- ir, sem nægja einnig fyrir fatn- aði og eyðslueyri. — Silke hafði 140 marka styrk, sem er lágmark, ef styrkur er veittur á annað borð, en ef um er að ræða börn foreldra með mjög háar tekjur, er þeim ekki veittur styrkur. Námið sjálft er þó alltaf ókeyp- is, engín skóla- né kennslugjöld. Þá er ýmislegt gert fyrir nemend ur og félagslíf þeirra, sem ekki snertir beinlínis námið, m. a. á tónlistarháskólinn í Leipzig hress ingarheimili uppi i fjöllum, þar sem nemendur geta dvalið tíma og tíma til hressingar og tilbreyt- ingar. — Við dvöldum bæði á þessu heimili, segir Hlynur, — og reyndar kynntumst við þar fyrst, en þú skalt nú sleppa því. — En yfirleitt held ég að megi segja, að það sé gert mjög mikið fyrir námsfólk í Austur-Þýzkalandi. o o o — Það er mikið talað hér í sumum blöðum um vöruskort í Austur-Þýzkalandi. Hefur það við rök að styðjast? — Eg held, að það sé ekki rétt að tala um vöruskort þar. Það mætti frekar segja, að vörudreif- ing væri ekki í öllum tilfellum nógu góð. Þó er til ein og ein vörutegund, sem erfitt er að fá, og þá frekast dýrar erlendar vör ur, en Austur-Þjóðverjar eru tals vert nákvæmir í meðferð erlends gjaldeyris, enda hafa þeir ekki of mikið af honum. En yfirleitt er nóg af almennum neyzluvarn- ingi, og nauðsynjar ódýrari en t. d. hér, ýmis lúxusvarningur hins vegar dýrari. Að meðaltali mun fólk ekki þurfa eins mikið til að lifa á eins og hér. — Vöru- gæði í sumum flokkum eru minni en hér, og úrval minna, en um skort á vörum held ég að ekki sé hægt að tala með neinum rétti. — Hafa átt sér stað miklar framfarir í Austur-Þýzkalandi undanfarin ár? — Já, það hafa orðið þar mjög miklar breytingar og fram- farir þessi ár, sem ég hef verið þar. o o o HLYNUR ÓSKARSSON Eg bið hjónin um samanburð á verðlagi og kaupgjaldi hér og í Austur-Þýzkalandi. Það kemur í ljós, að slíkur saman'burður gefur ónákvæmar og villandi hug myndir. Það kemur í Ijós, að launamunur er þar verulegur. Lægsta kaup, hjá fólki sem vinn- ur allra einföldustu og léttustu störf, t. d. byrjendum í iðnaði, er sennilega um 350 mörk á mán- uði, en fer síðan hækkandi, eftir kunnáttu og ábyrgð í starfi, upp í tvöfalda til þrefalda þá upp- hæð. Sennilega er launastiginn al menn frá ca. 350—900 marka á mánuði, sem er lægra en hér, miðað við skráð gengi. Þegar kemur að athugun þess, sem fæst fyrir mánaðarkaupið, verður samanburðurinn enn erf- iðari. Verðlag á kjöti er svipað og hér, en mismunandi þó, og aðrar tegundir mest á boðstólum. Kartöflur eru hins vegar tíu sinn. um ódýrari eða meira, og svipað er að segja um grænmeti og á- vexti, sem er stór liður í matar- æði landsmanna og margfalt ó- dýrara en hér. Hlynur hallast að því, að fólk þurfi minna að hafa fyrir því að lifa sæmilegu lífi þar en hér. Eg spyr þau um húsnæðismál- in í Austur-Þýzkalandi. — Það er mikið gert í þeim málum, segir Hlynur, — sérstak- lega í smábæjum og þorpum úti á landsbyggðinni, til þess að halda fólki þar. í stórborgunum eru hins vegar alltaf húsnæðis- þrengsli, þó mikið sé byggt. — Það hefði verið óhugsandi, að við hefðum fengið að búa í svona stórri íbúð heima, eins og við búum í hér, segir Silke. — Húsnæðisyfirvöld hefðu sett hing að aðra stærri fjölskyldu. — Til skýringar skal þess getið, að þau Silke og Hlynur búa tvö ein í fimm eða sex herbergja íbúð. — En húsaleigan er líka margfalt lægri en hér, svo lág, að enginn þaíf að hafa teljandi áhyggjur af henni. Maður heyrir stundum Framlmld á bls. 8.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.