Trú - 01.06.1907, Blaðsíða 7

Trú - 01.06.1907, Blaðsíða 7
TRÚ______________ __ 31 og mömmu, en Sigríður fór undir eins heim til að gjöra það sem móðir hennar hafði sagt lienni. Hún vildi gjarna gjöra það sem bezt, ti! að gleðja móður sína. Þórólfur fór að hlusta á skvampið í bylgjunum. Hon- um heyrðist það liljóma svo undarlega, imdir einum steini var hljóðið dýpra en undir öðrum. Stunclum hljómuðu allir í einu, stundum hver út af fyrir sig. Eftir því sem sjórinn hækkaði, urðu steinarnir fleiri. Einn steinn stóð hærra en hinir. Hvert skifti sem alda náði honum faðmaði hún hann. Og bylgju armarn- ir urðu lengri og lengri, þangað til þeir náðu alveg kring um hann. Alt þetta töfraði Pórólf og flutti hann inn í drauma- heim sinn. Honum heyrðist það ven margraddaður söng- ur og ölduarmarnir urðu mjúkir englaarmar, sem líka vöfð- ust utan um hann. Ætli himininn sé langt burtu? Alt í einu rak hann annan fótinn ofan í. Hann gleymdi sér og steig aftur á bak án þess að aðgæta hvar hann steig. Retta vakti hann. Hann var berfættur, svo það gerði ekkert. Hann liristi af sér vatnið og hljóp upp í húsið. >Komdu upp að girðingunni, við skuluin leika okkur í skeljastofunm okkar, Sigríður*, hrópaði hann inn um dyrnar til systur sinnar, sem var að elda kartöflur til mið- dagsverðar. Skeljastofan var leikstaður, sem þau höfðu útbúið millum stórra steina. Rau höfðu skeljar fy ir kýr og geit- ur, og af því kom nafnið. Sigríður stakk upp á því, að þau skyldu fara með matinn sinn þangað. Rað fanst Rór- ólfi heillaráð. Hann beið þvi meðan hún tók til matinn og hjálpaði systur sinni til þess að bera hann. Brátt sátu bæði systkinin sitt á hvorum steini og nutu máltíðar sinnar með mestu ánægju. Þóróltur varð hugsi. »Hvað er það, sem þú ert svoria sokkinn í að hugsa uni?« spurði Sigríður. »Eg er að hugsa um sönginn sem eg heyrði neðst í

x

Trú

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Trú
https://timarit.is/publication/514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.