Trú - 01.06.1907, Page 2

Trú - 01.06.1907, Page 2
26 TRÚ Verið ekki þrælar. Hefur þú nokkurn tíma verið fangi? Hefur þú nokk- urn tíma fundið til fjötra syndarinnar? Trúir þú á Jesú Krist? Ef þú gjörir það, þá eru þessir fjötrar brostnir, því syndir þínar eru þér fyrirgefnar fyrir Krists friðþægingu, og þú ert frelsaður frá allri fordæmingu og vald syndar- innar hefur þá heldur ekki lengur yfirráð yfir þér. Rú verður að hafa lagt niður allan Ijótan vana og synd- samlegar skemtanir, sem fyr höfðu oft og tíðum vald yfir sjálf- um þér, þar sem þú alla tíð vilt vera Jesú tilheyrandi, því það er præll ástriðunnar - hann, sem hefir leyst af þér bönd syndarinnar. Eg þekki niarga menn víða um heiminn, sem láta mikið af því að þeir séu frjálsir, en eru þó altaf í ánauð syndanna. Eg þekki rnann sem Djöfullinn byrlaði viðbjóðslegan drykk, — mér virðist hann að minsta kosti mjög viðbjóðslegur, — og segir: »Drektu eitt glas af þessu«, og hann drekkur. »Drektu annað glas til«, segir Djöfullinn, og maðurinn gjörir það. »Drektu hið þriðja«, segir Djöfullinn, og heili mannsins sljófgast, svo að hann missir vald yfir sjálfuni sér. »Drekk, drekk* skipar Djöfullinn og veslings fanginn verður að renna því niður, því hann er í fjötrum. Jeg þekki annan, sem móti sinni betri vitund gefur sig viljugan í syndarinnar þjónustu, þó hann viti að það er í alla staði ilt og syndsainlegt og hann einnig viti að það gjöri honum sjálfum tjón. En þrátt fyrir alt þetta gefur hann sig þó syndinni á vald og eyðileggur sjálfan sig meir og meir. Djöfullinn dregur liann svo á eyrunum,að hann sjálfur viðurkennir að hann má sín ekkert á móti

x

Trú

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Trú
https://timarit.is/publication/514

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.