Trú - 01.06.1907, Blaðsíða 5

Trú - 01.06.1907, Blaðsíða 5
29 TjRÚ £nginn annar en Jesús, Sá maður, sem vill vera kristinn, verður að fylgja dæmi Jesú Krists. Hvorki hjá Móses né spámönnunum er sáluhjálp fyrir synduga menn. Rað er ekkert nafn und- ir sólunni,í liverju sáluhjálp er að finna, nema í nafninu Jesús. Ytir hans krossi, undir hverjum vér allir syndum saurgaðir stöndum, yfir fjöllunum, þangað sem vér allir syndarar störum og þvert yfir hinn víðáttumikla himin, þangað sem Kristur varð uppnuminn, hefir Guð ritað þessi orð: »Ekkert nafn nema nafnið Jesús.« Rað er ritað á Betlehem, í Getsemanegarði og á gröf Jóseps. Rað Ijóm- aði í stjörnunni, sem lysti vitringunum, það hljómar í söng englanna, það var viðurkent við ummyndunina á fjallinu. Og þannig er það enn í dag, að það er í engu öðru nafni sáluhjálp að finna. Ress þarf heldur ekki við, því þar er alla sáluhjálp að finna, því hans dýrðlega tilboð er þetta: »Komið til mín allir þér, sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir, eg vil gefa yður hvild.« An Jesú fyrir leiðtoga förum vér villir vegar. Án þess að viðurkenna Jesú, sem sannleikshöfund, höfnum vér hinum háleitasta sannleika. Án þess að viðurkenna Jesú, sem hið sanna líf, hljótum vér hinn eilífa dauða. Ró vér þektum allan vísdónt, sem heimurinn á til, þó vér gætum vegið og inælt sjálía jörðina, þó vér þekturn hverja stjörnu himinsins, gætum nefnt þær með nafni, rakið brautir þeirra og vissuin livaðan þær kæmu og hvert þæf færu, þámund- um vér finna að slíkur vísdómur er einskis virði í saman- burði við lians þekkingu, sem sagði: Jesús kom í lieim- inn til þess að frelsa syndara.« Regar um sáluhjálp vora er að ræða, þá verður Jesús að vera þar alt í öllu, hann líður engan keppinaut, hann bar einn vorar syndir upp á tréð, hann einn vill vera hugg- un og stoð syndarans. Syndin hefir hlaðið vegg millum vor og Guðs, og af sjálfs dáðum komumst vér ekki yfir liann. Og yfir þessum vegg vorra 'synda logar eldur Guðs

x

Trú

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Trú
https://timarit.is/publication/514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.