Fylkir - 23.12.1963, Blaðsíða 7
JÓLA- OG ÁRAMÓTABLAÐ FYLKIS 1963
7
JÓHANN GUNNAR ÓLAFSSON, bæjarfógeti:
Fyrsta orgelið í
Landakirkju
Hljóðfæri voru ekki í kirkj-
um á' íslandi iyrr en á kj. öld.
Söng hver með sínu nefi, en for-
söngvari leiddi sönginn.
I Landakirkju kom ekki org-
el fyrr en árið 1879. Er talið
að }. P. T. Bryde kaupmaður
í Garðinum hafi gefið kirkjunni
hljóðfærið, og mun vera sagt
frá því í gömlum bloðum. Þetta
hljóðfæri mun ennþá vera til og
nú varðveitt í Byggðasafni Vest-
mannaeyja. Það mun liafa kom-
ið til Vestmannaeyja árið 1878
og var þá Sigfús Árnason frá
Vilborgarstöðum, sonur þeirra
Árna bónda á Vilborgarstöðum
og Guðfinnu fónsdóttur prests
Áustmanns, þá 19 ára gamall,
sendur til Reykjavíkur til þess
að kera að spila á orgelið. Varð
hann síðan organisti í Landa-
kirkju um langt skeið og tengda
sonur séra Brynjólfs Jónssonar
prests á Ofanleiti. Brynjólfur,
sonur þeirra, kaupmaður í Vest-
mannaeyjum ,tók síðan við org-
anistastarfinu eftir föður sinn og
gegndi ])\’í um áratugi.
Orgelið var ekki strax sett í
kirkjuna, heldur geymt á prests-
setrinu að Ofanleiti meðan eng-
inn var organistinn. Frú Agnes
Áagaard sýslumannsfrú getur
þessa í dagbókarblöðum sínum,
sem liér fara á eftir, og ánægju-
stunda sinna við orgelið. Mann
furðar, að hún skuli ekki hafa
'erið fengin til þess að leika á
orgelið í kirkjunni meðan Sig-
tús var enn ókominn, en líklega
hefur hún ekki fengizt til þess,
þó að hún minnist ekki á það.
Kannske hafa líka hleypidómar
' aldið því, að hún var ekki feng-
m til þess að annast organista-
störfin.
Hér lara á eftir í lauslegri þýð-
>ngu kaflar þeir úr dagbók Agn
esar, þar sem hún minnist á
heimsóknir sínar að Ofanleiti og
leik sinri á orgelið:
„Janúar 1879. Við fórum upp
af Ofanleiti. Allmikill stormur
var. Þar hittum við Þorstein í
Nýjabæ og konu hans. Stuttu
síðar kom einn af bændunum,
Ingimundrir á Gjábakka, með
konu sinni. Fyrst var okkur gef-
ið kaffi með lummum, íslenzkri
köku áþekkri pönnuköku, og
síðan kaldur kvöldverður.
Eg sá nú í fyrsta skipti nýja
orgelið, sem í vetúr verður hjá
presti. Það á ekki að setja það
í kirkjuna fyrr en í vor, vegna
þess að enginn getur ennþá leik-
ið á það.
Ungur maður héðan úr byggð-
arlaginu veíður í Reykjavík í vet
ur til þess’að læra að leika á
það. Eg mátti til með að reyna
það, og sat við það í nokkrar
stundir og Iék á það úr dönsku
messusöngsbókinni. Eg get ekki
lýst, liversu mikla ánægju.ég
hafði af því. Eg held, að ég
helði getað setið við það hálfa
nóttina, án Jress að þreytast. Gtið
minri; hversu dásandegt væri
ekki áð liafa liér hljóðfæri. Þá
mundi mér aldrei leiðast. Samt
er allt annað að leika á orgel
eða réttara sagt er þetta harm-
oninum. Á því eru tvær fótskar-
ir, sem stíga verður látlaust til
skiptist, að öðrum kosti kemur
ekkert hljóð úr því, og þarf
nokkra æfingu til þess.
Það er langt síðan að ég hef
skemmt mér jafh vel og þetta
kvöld, og lengi mun ég hugsa til
þess með ánægju.“
Það er augljóst af þessu, að
frú Aagaard hefur kunnað að
leika á píanó. Og aftur fór hún
upp að Ofanleiti 27. marz og
segir hún á þessa leið frá þeirri
heimsókn:
,,\Tð Sophus gengum upp að
Ofanieiti. Daginn áður var af-
mæusriagur yngstu stúlkunnar.
Signe var boðið þangað upp eft-
ir, ásamt nokkrum öðrum ung-
um stúlkum. Prestsfrúin gerði
skilaboð hingað um morguninn
og bað mig um að koma með,
vegna þess að hana langáði til
að- ég sæi hvernig föt Dodos
(Sophusar) færi Pétri (Pétur
Torfason uppeldissonur Ofan-
leitishjóna). Eg hafði lánað
henni þau til reynslu, vegna þess
að ég ætlaði að sníða fyrir hana
föt á Pétur.
En vegna Jress að hellirigning
var og börnin hafa lengi verið
lasin í maganum, þorði ég ekki
að fara frá þeim, en lofaði að
koma næsta dag. Signe kom
heim kl. 7 og hitti Þorstein í
Nýjabæ, sem ætlaði að bórða
hjá okkur rjúpur.
Jóhann Gunnar Ólafsson,
bæjarfógeti.
Eins og áður segir fórum við
Dodo þangað upp eftir. Vel var
tekið á rnóti okkur. Var okkur
gefið súkkulaði og kaffi. Dodo
var reglulega þægur og ég sett-
ist við orgelið og gleymdi mér
alveg.
Þegar ég fór að tygja mig af
stað, var kominn ofsastormur.
Stuttu seinna kom Marius
(Aagaard sýslumaður) að sækja
okkur, en áður en við fórum
fengum við aftur kaffi og lumm
ur.
Nína l'ylgdi okkur og skipt-
umst við á að bera Dodo, sem
grét af ótta við storminn."
^SBHSEHS
Bifrelðaeigendur, afhugið!
Tökum að okkur að þvo og bóna bifreiðar.
HJÓLBARÐAVIÐGERÐIR, Faxasfíg 27,
Símar 1281 og 2181.
Asíufélagið h. f.
Address: Hafnarstrœti 9 — Reykjavik — P. O. Box S20.
TAITO SEIKO
Framleiðir veiðarfæri fyrir helztu fiskveiðifé-
lög Japana ,enda eru verksmiðjurnar stofnað-
ar at TAYO FISHFIRIES, sem er mesta út-
gerðarfélag Japans.
Reynsla TAITO SEIKO er því trygging
fyrir góðum veiðarfærum, framleiddum eftir
stöngustu kröfum nútíma veiðitækni. TAITO
SEIKO fiskinet, taumar og línur hafa þegar
öðlast viðurkenningu á íslandi, og eru nú í
notkun í öllum veiðistöðvum landsins. Auk
TAITO SEIKO veiðarfæra höfum við á boð-
stólum: Siglingatæki — Fisksjár — Bátavélar
og flest það annað, sem útveginn varðar.
;