Fylkir - 23.12.1963, Blaðsíða 21
JÓLA- OG ÁRAMÓTABLAÐ FYLKIS 1963
21
I
APÓTEK VESTMANNAEYJA
óskar starfsstúlkum
og viðskiptavinum
GLEÐILEGS NÝÁRS.
Þakkar viðskiptin
á liðnu óri.
APOTEKIÐ
Sendum öllum
okkar viðskiptamönnum
BEZTU NÝÁRSÓSKIR
með þökk fyrir
liðin ár.
TRYGGINGARMIÐSTÖÐIN H. F.
Reykjavík.
aaaaa \
Sendi öllum
mínum mörgu viðskiptamönnum
innilegar óskir um
GLEÐILEGT NÝTT ÁR
með þökk fyrir viðskiptin
á liðna árinu.
Bragi Björnsson, lögfræðingur
Óskum starfsmönnum okkar og viðskiptavinum
GLEÐILEGS NÝÁRS!
l»ökkum viðskiptin á liðnum árum.
Verzl. Brynjúlfur Sigfússon.
Sjohrakningar
Mjög merkur og skilvís mað-
ur í Rangárvallasýslu ritar ísa-
fold ö. ]). m. „Að rnorgni hins
1 .þ ,m. (1890) lagði bátur und-
an Eyjafjöllum út til Vest-
mannaeyja með héraðspröfast-
inn, síra Kjartan Einarsson, til
vízitasíuerindagjörða: formaður
var Stefán Guðmundsson frá
Mið-Skála. Útferðin sóttist sein-
lega, því kaldi stóð af Eyjurn.
Eftir náfega 3 klst. dvöl í Eyjum
fóru skipverjar, 8 að tölu, til
baka kl. 7 um kvöldið; veður
var spakt en talsverð rigning
komin og dimmt loft og drunga
vel. Þegar komið var austur fyr-
ir austur-eyjarnar, gekk liann til
austurs með stormi og regni.
Santt sem áður var haldið áfram
inn eftir til lands við nauðbeit
í þeirri von, að sjór niundi vera
dauður; cn þegar undir sandinn
kom, var hann allbrimaður, Eyj-
arnar byrgðar af þoku og regni
og næturskuggi kominn á allt
saman, sjó og land. Slógu skip-
verjar þá undan út með brirn-
garðinum, því ókleyft var að
halda sér við, og köstuðu út 7
klyfjum af kolum og salti, til
að geta betur varizt áföllum.
Svo leið og beið, þar til að
morgna tók og þeir fóru að sjá
á ný, hvað sjónurn leið. Sýndist
þeim þá sama og áður: allsstað-
ar ólendandi og héldu enn und-
an, þar til þeir tóku það ráð, að
vera viðbúnir á siglingu, ef ein-
hver fæging sæist á brimgarðin-
um á einum stað fremur en
öðrum, að beygja þá af og tefla
á tvær hættur og sigla upp í
sandinn, til heims eða helju, og
var það loks afráðið lrani und-
an Skúmstöðum í Út-Landeyj-
um, og á meðan á því stóð, að
sigia upp í sandinn, var dreift
út 8 pottum af steinolíu. Lend-
ingin tókst ágætlega, því olían
lægði svo vel sjóganginn og
brimið, að báturinn hreppti
engan lallsjó.
Þetta dæmi er eitt með öðr-
urn eftirtektarvert fyrir sjófar-
endur, til þess að vanrækja ekki
að hafa innanborðs olíu eða
lýsi í sjóferðum.'"
Líffærafræði.
Eitt úrlausnarefnið í efsta
bekk eins barnaskólans var 'rit-
gerð um líffærafræði. Einn efni
legur unglingur sendi eftirfar-
andi ritsmíð:
„Höfuðið er einhvernveginn
kringlótt og hart og heilinn er
innan í því. Andlitið er fram-
an á höfðinu, þar sem maður
etur og grettir sig í framan. Háls
inn er það, sem heldur liöfðinu
upp úr kraganum. Það er erfitt
að halda honum hreinum. Mag-
inn er svoleiðis, að ef maður
borðar ekki nógu oft .finnur
maður til í honum. Hryggurinn
er löng röð af beinum í bakinu,
sem koma í veg fyrir að maður
bögglist sarnan. Bakið er alltaf
fyrir aftan, alveg sarna hve fljótt
maður snýr sér við. Handlegg-
irnir eru fastir við axlirnar á
þann liátt, að maður getur sleg-
ið bolta og teygt sig í matinn.
Fingurnir standa út úr liöndun-
um svo rnaður geti gripið bolta
og lagt saman dæmi á töflu. Fót
leggirnir eru þannig, að ef mað-
ur hefði ekki tvo, gætirðu ekki
hlaupið í boltaleik. Fæturnir eru
það, sem maður ltleypur á og
tærnar eru það, sem maður rek-
ur í. Og þetta er allt, sem er á
manni, nema það, sem er innan
í, og það hcf ég aldrei séð.“
Frá Kaupfélagi Vestmannaeyja
Okkur vantar stúiku til afgreiðsluustarfa fró og með 1. febr-
úar næstkomandi.
KAUPFÉLAG VESTMANNAEYJA.
Aðalfundur
Sjólfstæðisfélags Vestmannaeyja verður haldinn í Samkomuhúsinu
n. k. föstudag, 10. þ. m. kl. 20,30.
DAGSKRÁ:
1. Lagabreytingar.
2. Venjuleg aðalfundarstörf.
3. Önnur mól.
STJÓRNIN.