Fylkir


Fylkir - 15.05.1964, Blaðsíða 5

Fylkir - 15.05.1964, Blaðsíða 5
F Y L K I R MARKSKOT MAGNÚSAR FRAMHJA STÆRÐFRÆÐI er ágæt og harla nauðsynleg til sinna hluta en það er hægt að misnota hana og ofnota. Það virtist mér M.M gera í svari til mín í Brautinni 6. maí s.l. Þessvegna geiga markskot hans. í iyrstu lotu virðist hon- um vera áhugamál að sanna það með rökum, að Barnaskólinn beri þunga sök á því, e£ ekki næst góður námsárangur í Gagn fræðaskólanum, því „það hlýt- ur að liá honum mikið, ef börn in hafa ekki fengið tilskylda menntun, þegar þau koma í skólann.,, (Brautin 22. apr.") (Eg efast reyndar um að Gagn fræðaskólinn þyldi ensku frá- dráttaraðferðina, ef henni væri beitt eins harkalega og við Barnaskólann, en það er auka- atriði.) Vandinn í skólanum er ekki aðeins reikningsdæmi, sem geng ur upp ef ölíum tölulegum fyr irmælum laga og reglugerða er fullnægt. Hafi rök mín verið „hógvær" (veigah'til?) vil ég nú minnast á annað atriði, sem veldur skerð- ingu á iyrirætlunum kennslu- stundafjölda: Við Magnús erum sammála um, að of einhliða aldursflokka- skipting sé til tjóns. Bekkja- skipting í fjölmennum skóla dregur verulega úr þessu tjóni, og eftir því, sem bekkirnir eru fámennari eftir því verður bil- ið minna milli getuminnsta barnsins og þess, sem mesta getu hefur. Ef fullnægja á fyrirætlun kennslustundafjölda barnanna annarsvegar og starfsstunda kenn aranna hinsvegar, þurfa að vera 30 börn í bekk að meðaltali. Þá ætti bekkjardeildum skólans að fækka um 5—ö deildir og kæmu þá 150—200 stundir á viku til viðbótar við þær deildir, sem eftir yrðu. Síðan ég kom hér að skólan- um fyrir 30 árum réttum, hef- ur enginn skólastjóri hagað störf um þannig ,enda trúi ég því ekki að M. M. teldi það til bóta. Annað upphlaup gerir Magn ús í leikslok, þegar hann skrifar: „Mér finnst liggja í augum uppi hvað gera þarf", og svo nefnir hann einmitt það, SEM GERT ER. En það eru mjög mikil tak- mörk fyrir því, hve langt er hægt að ganga á þeirri braut. Eg held það sé ósanngjarnt að ætla föstum kennurum skól- ans meiri aukavinnu en þeir þegar hafa. „Hæfileikafólk" án tilskilinn- ar menntunar starfar þegar við skólann og get ég a£ heilum huga þakkað liðveizlu þess, en það er mesti misskilningur, að halda að það geti komið í stað- inn fyrir sérmenntaða og þjálf- aða kennara, þó þeir geti líka reynzt misjafnlega. Það skortir ekki aðeins nógu marga kennara, heldur er einnig um of fáa að velja, þegar um- sóknirnar koma. Skólastarfið er svo margþætt og viðkvæmt, að það er enginn vandi að varpa rýrð á það í augum margra manna, en það er engum til gagns. Þess vegna heiti ég á Magnús Magnússon, og allia aðra góð amenn, að vinn já- kvætt að lieill Barnaskólans í Vestmannaeyjum. Að mörgu leyti er hann bæjarfélaginu til sóma, en óþrjótandi eru fram- tíðarverkefnin. Steingrímur Benediktsson.. SKAPGERÐARUPPELDI í SKOLUM Uppeldir- og fræðslumálaum- ræður íslendinga eru að ýmsu leyti frábrugðnar umræðum annarra Norðurlandaþjóða um svipuð málefni. Frændþjóðir okkar eyða miklum tíma í að athuga og ræða markmið skól- anna í samræmi við þarfir nem- enda og hvort skapgerðarmótun skóianna sé í samræmi við mann gildishugsjónir þjóðanna. Þegar íslendingar koma sam- an til að ræða uppeldis- og fræðslumál er oftast rætt um skólahúsnæði, hvar skóli skidi staðsettur, hvað hann eigi að vera stór, hvenær bygging hans skuli hafin og hvað hann muni kosta. Með öðrum orðum. Á- hugi íslendinga virðist einkum beinast að hinu ytra skólahaldi, síður hinu innra. Þetta er að öll um líkindum ástæðan til, að ís- lenzki skólinn stefnir ekki að neinu ákveðnu manngildis- marki. Engar samræmdar hegðunar- reglur gilda í íslenzkum skólum og hegðunareinkunnir eru ó- víða gefnar, en þó eru þess dæmi og hefur sú aðferð gefizt vel, sem vænta mátti. I stuttu máli sagt. Manngildisuppeldi er ekki þáttur í íslenzka fræðslumála- kerfinu, sem heild en því er rækilega sinnt af nokkrum á- gætum skólastjórum að eigin frumkvæði og á eigin ábýrgð. Ef skóli á að gegna eðlilegu uppeldishlutverki í þjóðfélaginu hún myndi vera fær um að bera þá eða ekki. Siðgæðis- og mann- gildisuppeldið hefur ekki kom- i/.t að í blindu kapphlaupi við námsgreinafjölda og próf. Óvel- k'ominn og óraunhæf J^ekking gleymist fyr en varir og er þá nestið sem skólinn sendir æsk- una með út í raðir hinna full- orðnu næsta lítið. Væri ekki ráð ÓLAFUR GUNNARSSON, sálfrœðingur. verður hann jöfnum höndLim að láta sér annt um skapgerðaru}3p eldi og þekkingarmiðlun. Þetta tvennt er eins og klyfjar á hesti. Allir vita að ef verulegur mun- ur er á þunga klyfja , hallagt fljótlega á, fyr en varir fer of- an og klyfjarnar liggja við eða í götunni. Þekkingarbaggar þeir, sem íslenzki skólinn hefur á liðnum árum bundið æsku landsins munu nú figgja við flestar brautir, sem æskan treður enda bundnir án tillits til þess hvort að yfirvöldin héldu eina helg- arráðstefnu um þessi mál og það í fullri alvöru. „Lífið er formlaus óskapnað- ur án aga" sagði Ólafur Haukur Arnason skólastjóri í snjöllu er- indi, sem hann flutti í Menn- i ngarsamtökum háskólamanna sl. vetur. Myndi ekki skólakerfi landsins vera all formlaust án jaess að hegðunarreghir verði settar. 1946 starfaði nefnd á veg um kennarasamtakanna að því að semja slíkar reglur. Fram- gangur málsins strandaði á því, að yfirstjórn fræðslumála vildi ekki leggja málinu lið. Hvað sú afstaða hefur þegar kostað þjóð- ina verður aldrei í tölum talið. Hitt er víst, að frekara ráðleysi í þessum málum leiðir til æ meiri ófarnaðar eftir því, sem þjóðinni fjölgar og tækifærin til að misstíga sig á siðferðisbraut- inni verða fleiri. Olafur Gunnarsson. ÍBÚÐ ÓSKAST Tveggja til þriggja herbergja íbúð óskast til leigu. Upplýsingar hjá afgreiðslu blaðsins og í síma 1987

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.