Fylkir


Fylkir - 07.05.1971, Blaðsíða 1

Fylkir - 07.05.1971, Blaðsíða 1
XD XD 23. árg. Vestmannaeyjum, 7. maí 1971 11. tbl. Morhmíð sjdlfstœðisstefnunnar er á eflo og voríveito fridlsrœði sérhvers borgara til orðs og othofno I stjórnmálayfirlýsingu 19. landsfundar Sjálfstæðisflokksins segir m. a.: #/Sjálfs- stæðisflokkurinn leggur, einn íslenzkra stjórnmálaflokka, megináherzlu á gildi einstaklingsins. Markmið sjálfstæðissteín unnar er að efla og varðveira frjálsræði sér hvers borgara til orðs og æðis." Ennfremur segir s stjórnmálayfirlýsing- unni: „Landsfundurinn lýsir því yfir, að Sjálfstæðisflokkurinn muni því aðeins taka þátt í stjórnarmyndun að kosningum ofstöðnum, að unnt verði að halda áfram á braut aukins frjálsræðis og dreifingar valdsins í þjóðfélaginu til þegnanna." Stjórnmálayfirlýsing 19. landsfundarins hljóðar svo: Nítjándi landsfundur Sjálf- stæðisflokksins leggur áherzlu á eftirfarandi grundvallarat- riði sjálfstab'J'isstefnunnar: 1. að varðveita og tryggja sjálfstæði og frelsi íslands og síanda vörð um tungu, bók- menntir, kristindóm og ann- an menningararf íslendinga. 2. að treysta lýðræði og þingræði, 3. að vinna að vl'ðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og athafnafrelsis með hags- inuni rrlra stétta fyrir aug- uin, 4. að beita nútíma þekk- ingu og tækni ,svo að au'ðlind ir landsins verði hagnýttar í þágu þjóðarinnar, 5. að skapa öllum lands- mönnum félagslegt öryggi. -----------0----------- Stefna Sjálfstæðisflokksins er grundvölluð á þeirri lýð- ræðishugsjón, að einstakling- ar og' samtök þeirra hafi svig rúm til orða og athafna, svo að frjáls hugsun og persónu- legt framtak fái notið sín til hcilla fyrir hvern einstakan þjóðfélagsborgara og heildina í senn. Sjálísiæðisflokkurinn legg- ur einn íslenzkra stjórnmála- flokka megináherzlu á gildi cinstaklingsins. Markmið sjálf slæðisstefnunnar er að efla og varðveita frjálsræði sérhvers borgara til orðs og æðis. í heimi vaxandi vélvæðing ar og múgsefjunar má aldrei missa sjónar á þessu markmiði Sú skylda hvílir á sjálfstæðis mönnum og flokki þeirra, nú fremur en nokkru sinni fyrr, að brýna fyrir þjóðinni mikil vægi þeirrar stefnu, semja framkvæmd hennar að breytt um þjóðfélagsaðstæðum og beina kröftum að verndun einstaklingsins og virðingunni fyrir manninum sjálfum. Sjálfstæðisflokkurinn vill með þessi grundvallarsjónar- mið í huga vekja athygli á eftirfarandi atriðum og beita sér fyrir framkvæmd þeirra ti! eflingar virku lýðræði. Dreifing valdsins. Keppa ber að því að dreifa valdinu í þjóðfélaginu, en dreifing valdsins miðar að því, að borgararnir sjálfir haíi sem mest bein áhrif á þær ákvarðanir, sem skipta þá máli. Því þarf að koma í veg fyrir vöxt ópersónulegs ríkisbákns og vinna gegn of- stjórn hins opinbera. Halda þarf markvisst áfram skipu- legri heildarenduskoðun á ríkisrekstrinum með sparnað og hagsýni fyrir augum. Endurskoðun stjórnarskrár. Endurskoða ber stjórnar- skrána til að efla lýðræði og mannréttindi. Stjórnskipan þarf að endurbæta og tryggja lífrænt stjórnsýslukerfi. Gera þarf ráðstafanir til að stuðla að sem skjótastri afgreiðslu mála hjá opinberum aðilum. Jafnframt þarf að tryggja réttaröryggi í stjórnsýslunni og auðvelda almenningi að- gang að upplýsingum um hana. Löggjöf og valdstjórn eiga á hverjum tíma að miða að því að örva athafnir borg- aranna, en ekki að leggja stein í götu þeirra. Gætt sé eðlilegrar verkaskiptingar milli kjörinna fulltrúa fólks- ins og embættismanna. Sjálfræði sveitarfélaga. Auka þarf sjálfræði sveitar Frh. á síðu 2.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.