Fylkir


Fylkir - 07.05.1971, Blaðsíða 4

Fylkir - 07.05.1971, Blaðsíða 4
L Fylkir Haraldur Guðnason r UM SAFNAHUSIÐ MEÐ FORSPJALLI Það hefur orðið að ráði, að ég segði nokkuð frá safna- húsbyggingunni og um leið örlítið vikið að því, hvernig búið er að söfnum hér í bæ. Ræði ég þá um leið um bóka safnið fyrst og fremst, enda er því ætlaður stærstur hluti í húsinu og málum þess er ég kunnugastur. Bókasafnið, sem að stofni til var Lestrarfélag Vest- mannaeyja, er nú komið á aðra öld, stofnað 1862. Það er með eldri bókasöfnum landsins; hið fyrsta bókasaín handa almenningi var stofn- að í Flatey á Breiðafirði 1836. Árið 1869 átti félagið hér um 500 bindi bóka; allgott ó þeim tíma. Stjórnin (danska) gaf safninu 200 bindi valinna bóka á dönsku og Jón Sigurðs son forseti sendi safninu merka bókagjöf, og var kos- inn heiðursforseti félagsins 1863. Bókasafnið var Eyja búum þá furðu góður skóli Ekki neinn háskóli, eins og nú stendur til að fjölga, en góður skóli samt. Bókakostur ekki mikill, en að meginhluta úrvals fræðirit. Og þá lásu menn vel. Og kannski hafa menn vitað betur þá, hvað þeir vissu lítið. Fyrstu áratugina var safn ið á ýmsum stöðum, m. a. á kirkjuloftinu, en nokkru fyr- ir aldamót var það flutt í þinghúsið, þar sem nú er Borg. Þar var það lengst af meðan það var sýslubókasafn frá 1905. „Eyðimerkurganga“ safnsins hófst þá fyrst að marki er bæjarstjórnin fékk húsbóndavaldið. Það var flutt í barnaskólahúsið, upp á aust urloft í óinréttað herbergi. Þar var bókavörðum boðið upp á það, að afgreiða bæk- ur með ullarvettlinga á hönd- um frostaveturinn 1918. Seinna var safnið flutt í kjall annn, vestustu stofu. Þá keyrði fyrst um þverbak, því þar runnu bækurnar út í slaga og mygluðu síðan; mun aði minnstu að þær gereyði- legðust, dreifðar út um gólf- ið. í grein um safnið eftir Pál Kolka, i blaðinu Skildi 19. okt. 1923, segir m. a.: „Skömu eftir að ég kom í bæjarstjórn (1922), skoðaði ég safnið og var forviða á, hversu margar góðar bækur það átti og ófáanlegar. Á bók unum var þykkt myglulag, blöðin límd saman af sagga, og íukkalyktin og óloftið af þeim var svo magnað að ég efast um, að annað sé hægt að gera við rnegnið af þeim, en að aka þeim fram af Urð- unum fyrir framan sýslu- mannssetrið." Sýslumaður var þá enn forseti bæjarstjórnar, eða oddviti. Nokkru eftir að hér var komið, tók Hallgrímur Jón- asson kennari að sér að gera safnið starfhæft. Lagði hann mikla vinnu í endurreisn | safnsins og var bókavörður ! 1924 — ’31. Safnið ver þá á j Drífandalofti í tveim her- | bcrgjum. Nokkru síðar var J safnið flutt í hús Önnu Gunn laugsdóttur við Miðstræti. Þar voru jafnvel meiri þrengsli en á Drífandaloftinu. Árið 1939 var safnið flutt í hús Tómasar Guðjónssonar í 2 allstór herbergi, þar sem nú er ljósmyndastofa Óskars Björgvinssonar, en 1956 var það flutt á þann stað, sem það hefur nú til umráða í sama húsi. Jón í Hlíð, útgerðarmaður og rithöfundur var fyrstur til þess að koma með tillögu opinberlega um byggingu I■ bókasafnshúss. Jón skrifaði grein um þetta í Skjöld 30. jan 1924: Bókasafnið á göt- vnni. Jón segir ,að um ára- skeið hafa bókasafnið verið þrætuepli og eigendum til skammar, Varla þarf að geta þess, að tillaga Jóns fékk eng ar undirtektir. í bæjarstjórn var tiliaga | um byggingu „fulkomins bóka j safns fyrir bæjarfélagið" fyrst á tíagskrá 12. desember 1929. Var felld með 4 : 3 atkv. Málið !á niðri á kreppuár- unum 1930 — ‘40. Eftir 1940 komu l'ram tillögur um að byggja yfir safnið. 1953 var samþykt sú tillaga, að sækja um fjárfestingarleyfi til að »,byggja hús yfir bókasafn, byggðasafn og skjalasafn bæj arins“. Samþ. með atkv. allra fulltrúa. 1954 var samþykkt að í bæjarstjórn að byggja bóka sr.fnshús á svonefndri Hlíðar- lóð við Skólaveg og teikn- ingar gerðar. Sú lóð var seld, en samþ. í bæjarstjórn 1956 að reisa hús handa safn inu á Stakkagerðistúni, skv. málefnasamningi þeirra ílokka, er þá fóru með völd- in. Teikningar gerðar, frum- legar og fallegar. En ekkert varð úr framkvæmdum. í árslok 1961 var samið um kaup á húsi Netagerðar Vest- mannaeyja við Heiðarveg, fyr ir 1,5 millj. kr. handa byggð- ar- og bókasafni. Húsið hent aði vel til innréttingar, en staðurinn ekki góður. Var nú hafin einangrun hússins í væntanlegu bókasafni. En í ársbyrjun 1964 er samþykkt í bæjarstjórn með atkv. allra bæjarfulltrúa, að gera húsið að slökkvistöð. Sannaðist þá sem oftar, að „allt er í heim- inum hverfult”. Á árinu 1956 var safnið flutt úr tveimur herbergjum

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.