Fylkir


Fylkir - 07.05.1971, Blaðsíða 2

Fylkir - 07.05.1971, Blaðsíða 2
n £ FYLKIR oooooooooooooooooooooooooooooo Ritneínd: Steingrímui' Arna: (áb.) Ármann Eyjólfsson Helgi Bernódus Jóhann Friðfinnsson Ingibjörg Johnsen Hörður Bjarnason Guðmundur Karlsson Auglýsingar: Steingrímur Arnar Sími 1620 Málgagn Sjálfstæðisflokksins Útgefandi: Sjálfstæðisfélag Vestmannaeyja Prentsmiðjan Eyrún h.f. oooooooooooooooooooooooooooooo Stjórn uppbyggíngar 09 framjara Ríkisstjórn sú, sem farið hefur með völd undanfarin þrjú kjörtímabil undir for- ustu Sjálfstæðisflokksins, hef ur verið stjórn uppbyggingar og framfara. Aldrei á neinum áratug öðrum hefur verið önnur eins framþróun og aðrar eins fram farir hér á landi og á þeim áratug, sem nýliðinn er. Ekki einasta hafa orðið stórstígar framfarir í hinum hefðbundnu atvinnuvegum ís lendinga, sjávarútvegi og landbúnaði, heldur hefur ver ið lagt út í nýjar atvinnu- greinar bæði stóriðju og efl- ingu smærri iðnaðar með út- ílutning og öflun gjaldeyris íyrir augum. Allt byggist þetta á því frjálsræði, sem hverjum ein- stakling var gefið til athafna og umsvifa með þeirri breyt- ingu, sem gerð var í efnahags málum þjóðarinnar í órsbyrj- un 1960. Við þær aðgerðir var eins og menn losnuðu úr dróma og kunnu sér vart hóf, er innfiutnings- og fjárfestinga- höftunum var aflétt. Einstaklingar létu ekki á sér standa, heldur hófust handa á svið þeirra verkefna sem hugur þeirra stóð til og fjárhagsgeta þeirra og aðstaða til lánsfjár veitti. Olli þetta óhjákvæmilega nokkurri þenslu í efnahagsmálum, en leiddi til aukinnar atvinnu og hækkandi kaupgjalds. Kom styrkur ríkjandi stjórnar- stefnu bezt fram á árunum 1967 og 1968, er íslendingar misstu nær helming gjaldeyr istekna sinna vegna aflabrests á síldveiðunum og lækkandi verðlags sjávarafurða á er- lendum markaði. Gjaldeyris sjóðurinn, sem þá hafði mynd ast gerði það að verkum, að allur almenningui' varð lítið sem ekkert var við þó að þannig drægi úr gjaldeyris- öfiuninní ,en hafði nægilegt | úrval nauðsynjavara, án nokk j urra takmarkana. Nú segir stjórnarandstaðan að breyta verði um stjórnarstefnu, og ætlast þar með til, að kjós- endur kalii yfir sig það á- stand, sem ríkjandi var í efna hagsmálum þjóðarinnar, þeg ar vinstri stjórnin sat að völd um sællar minningar. En eins og þeir vita, sem muna það langt aftur í tím- ann, ríkti þá meira öngþveiti í efnahagsmálum þjóðarinn- ar, en áður hafði þekkzt og hafði þó ýmislegt við borið rneðan að Framsóknarflokk- urinn réði mestu í innflutn- ings- og fjármálum þjóðar- innar. Kaupmenn muna án efa eftir innflutningsskrif- stofunni alræmdu á Skóla- vörðustíg 12 í Reykjavík, þar sem menn urðu oft að hanga bíðandi dögum saman, eftir smágjaldeyrisúrlausn fyrir brýnustu nauðsynjum og þótt ust hólpnir ef þeir fengju nokkra. Einstaklingar sem þurftu á smávegis timbri, eða þó ekki væri nema tveimur til þremur pokum af sementi að halda til að gera við glugga í húsi, eða steypa garð um lóð sína, urðu að sækja um leyfi til þess til fjárhags- ráðs. Forustumenn Framsókn- ar og kommúnista fara ekki dult með, að enn í dag ein- blína þeir á þetta fjárfestinga og haftakerfi og telja það ; llra meina bót. Þeir kjósendur, sem þessa flokka styðja, verða að gera sér ljóst, að þeir eiga á hættu að stigið verði stórt skref afturábak og athafnafrelsi einstaklingsins skert til muna og þeir settir undir allskonar opinbert eftirlit í sambandi við ráðstöfun fjármuna sinna. JÓN HJALTASON Ilæstarétarlögmaður Skrifstofa: DRÍFANDA við 'árugötu. Viðtalstími: kl. 4,30 — 6 virka daga nerna laug- ardaga kl. 11-12 f. h Frá landsfundi Framhald af 1. síðu. félaga og héraða og flytja bæði fé og framkvæmdir í hendur þeirra frá ríkisvald- inu, einkum þar sem stað- bundin verkefni krefjast beinna tengsla við borgarana sjálfa. Endurskoða ber verk- efnaskiptingu ríkis og sveitar félaga í heild með það fyrir augum að fækka sameiginleg um verkefnum og færa fram kvæmd og fjármálaábyrgð á sömu hendur. Byggðaþróun. Auka skal og efla starfsemi til þróunar byggðar á öllu landinu með aðgerðum sem skapi landshlutum sem jöfn- ust skilyrði fyrir öruggri at- vinnu og fullnægjandi félags- mennta- og heilbrigðisþjón- ustu. Rafvæðingu landsins alls skal lokið sem allra fyrst. Kapp ber að leggja á bættar samgöngur, og er hringvegur um landið meðal stærstu verk efna næstu ára. Samkeppni og frjáls verðmyndun Endurskoða þarf afskipti ríkis og stjórnmálaflokka af fjármálakerfinu og vinna að því að fjármálavaldið sé sem mest í höndum borgaranna sjálfra og samtaka þeirra. Stefna ber að því, að hið op- inbera hætti sem mest þátt- töku í atvinnurekstri, og leggja skal höfuðáherlu á frjálsan einka- og félagsrekst- ur, frjálsa samkeppni, þátt- töku- almennings í atvinnu rekstrinum og hagkvæmari rekstrareiningar. Sjálfstæðisflokkurinn telur að samkeppni og frjáls verð- myndun sé bezta trygging neytenda fyrir hagstæðum viðskiptakjörum. Til trygging ar eðlilegum verzlunarhátt- um verði sett lög um eftirlit með hringamyndun, einokun og verðlagi. Breyta þarf yfirstjórn banka og stofnsjóða atvinnu- veganna með það fyrir aug- um,að gera kerfið virkara og einfaldara en nú er. Mark- miðið er að gera borgarana efnahagslega sjálfstæða og stuðla að því, að fjölskyldur búi í eigin íbúð, enda sé þeim ekki íþyngt um of vegna skulda eða fasteignaskatta. Efling atvinnuvega. Atvinnuvegirnir eru horn- steinn efnahagslegs sjálfstæð is þjóðarinnar og ber að miða stefnu í efnahagsmálum við eðlilega þróun þeirra, sem er undirstaða vaxandi fram- leiðslu og bættra lífskjara. í sjávarútvegi ber að auka fjö) breytni í vinnslu sjávarafurða og gera þær verðmeiri til útflutnings ,og veita ber land búnaðinum þau skilyrði, sem þörf krefur til að framleiða matvörur handa þjóðinni og hráeíni til iðnaðar. Iðnaður- inn verði efldur svo hann geti gegnt því hlutverki ,að veita hinum vaxandi fólksfjölda at vinnu við arðbær störf og tryggt aukið efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar. Meta þarf stöðu verzlunarinnar réttilega og veita henni nauð synlegt frelsi til vaxtar jafnt við aðra atvinnuvegi. Keppa ber að fjölbreyttara atvinnulífi og nýtingu auð- ’inda landsins. Meðal nýrra atvinnugreina er minnzt á nýtingu jarðhita, fiskirækt og ferðamannaþjónustu. Áherzla verði lögð á innlenda fjár- mögnun í atvinnurekstri, m.a. með starfrækslu kaupþings, cn jafnframt verði erlent fjármagn virkjað til uppbygg ingar stórfyrirtækja í sam- vinnu við íslenzka aðila að svo miklu leyti sem hag- kvæmt þykir og samningar takast um hverju sinni. Félagsleg sgmlijálp. Almannatryggingar og fé- lagslega samhjálp ber að efla með því að bæta aðbúnað og auka bætur, þar sem þeirra er þörf. Framkvæmd þessara mála sé hagað þannig, að ekki dragi úr athafnavilja einstakl inganna og komið verði í veg fyrir misnotkun. Aldraðir og aðrir, sem við skerta starfs- orku búa, fái aðstoð, svo að þeim sé kleift að búa á eigin heimilum og fullnægja starfs löngun sinni. Ríkisvaldið stuðli að byggingu hentugs húsnæðis fyrir aldrað fólk, m. a. í tengslum við fyrirhug aðar læknamiðstöðvar. Fella ber ljölskyldubætur inn í skattakerfið við skatta- og út svarsálagningu og tryggja þeim, sem eigi ná þannig lág- markslaunum greiðslu, sem svarar því, er á vantar. Telja verður, að nýgerð endur- skoðun almannatryggingalaga sé ekki fullnægjandi, þótt til bóta hafi verið og því beri að taka málið upp að nýju, með framangreind sjónarmið í huga. Aukin heilbrigðisþjóiuista. Auka þarf og samræma heil Framh. á 6. síðu. „Bóndi er bústólpi “

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.