Fylkir


Fylkir - 07.05.1971, Blaðsíða 8

Fylkir - 07.05.1971, Blaðsíða 8
8 FYLKIR Reyhjflvíkirvald Alþýðuflohks h Framsónar réði I stoíu eða berjast fyrir iislan- nm, verðvr að telja þá menn ao meiri og sýnir að þeir gera sér ljóst, að það er til ó- Framboð Framsóknar og | krata hefur borið að með nokkuð óvenjulegum og óneit anlega ógeðfelldum hætti fyr ir kjósendur hér í Eyjum. Vitað er að formaður Al- þýðuflokksins, Gylfi Þ. Gísla- son, hefur vcrið í makki í allan vetur við Karl Guðjóns son, með að hann færi í fram boð fyrir Alþýðuflokkinn í Suðurlandskjördæmi við kosn ingarnar 13. júní n. k. Þeg- ar fór að líða á veturinn var það orðin hálfgerð skopsaga í þingsölum hvort K. G. myndi verða frambjóðandi kratanna 'eða ekki og talaði hann sjálfur um þetta í létt- um tón, eins og eðlilegt var, og fór ekkert dult með að Kalli ,,krati“ myndi hann al clrei verða. Eftir mikið bak- tjaldamakk forystumanna Al- þýðuflokksins í Reykjavík og K.G. varð það loks ofan á, að hann færi í framboð með því furðulega skilyrði, sem hann endurtekur í Brautinni 24. f. m., þar sem hann segir orð- rétt: Eg hef um hríð starfa’ð sem utanflokkamaður á Al- þingi og utanflokka ætla ég að vera.“ Þannig lagði flokksforusta Alþýðuflokksins í Reykjavík málið fyrir kjördæmisráð flokksins i Suðurlandskjör- dæmi á síðustu stundu og fékk það samþykkt. Þó að það muni einsdæmi, að maður taki efsta sæti á lista flokks, með yfirlýsingu um, að hann vilji ekkert láta bendla sig við þennan flokk eða við hann kannast, þá er það ekki mergur málsins. Það er kjósenda viðkomandi flokks að dæma um hvort þeir vilja ljá atkvæði fram- bjóðanda ,sem ekki vill við þá kannast og sem þeir hafa ekki hugmynd um hvar muni lenda eftir kosningar, ef hann næði kjöri. Það alvarlega í pessu sam- bandi og vaknar upp við framboð K.G. er sú stað- reynd, að það heíur farið mjög í vöxt hin síðari ár, að menn, sem gegna fullum störf um á stór-Reykjavíkursvæð- inu, sækjast mjög eftir, og fá stuðning flokksvaldsins þar til að fara í framboð úti á landsbyggðinni, og eru aliir I flokkar þar í nokkurri sök. Sem stendur eru 35 af 60 þing mönnum með raunverulega búsetu á þessu svæði ,þó að það eigi aðeins rétt til 17 þingmanna ,og mun þetta hlv.tfall þó verða enn óhag- stæðara fyrir strjálbýlið eftir kosningarnar í vor. Eini aðil- inn sem getur hér spyrnt við fæti eru kjördæmisráð flokk anna, með því að setja fram- bjóðendum sínum það skil- yrði, að þeir hafi raunveru- lega búsetu og starfi í kjör- dæminu. Um tilnefningu í þriðja sætið á lista Framsóknar- flokksins í Suðurlandskjör- dæmi hafa orðið veruleg átök um, eins og kunnugt er. Einn ig þar hefur Reykjavíkur- vald flokksins verið að verki. Vitað er, að þegar Helgi Bergs stóð upp úr þessu sæti, sótti vandræðadeild Framsóknar, ungir Framsóknarmenn, mjög' fast á að fá að ráðstafa þessu sæti og fengu til þess stuðn- ing ráðamanna flokksins í Reykjavík, sem gekkst fyrir skyndifundi í kjördæmisráð- inu, þar sem fram voru boðn ir Ólafur Ragnar Grímsson og Hafsteinn Þorvaldsson, sem báðir eru úr þessari órólegu deild flokksins ,og hla.ut H. Þ. tilnefningu ,eins og kunnugt er olli þetta að sjálfsögðu miklum vonbrigðum og reiði Framsóknarmanna, bæði í V- Skaftafellssýslu og hér í Eyj- um, sem af eðlilegum ástæð- um töldu að sínir fulltrúar, Sigurgeir Kristjánsson og Jón Helgason ættu meiri rétt á þessu sæti, en annar Árnes- ingur til, þó að það sé í sam ræmi við yfirlýsta stefnu Framsóknarflokksins, að hafa allt opið í báða enda í þessum kosningum, eins og formaður flokksins, prófessor Ólafur Jóhannesson, orðaði það. Framsóknarmenn hér í Eyj um knúðu fram að haldinn var nýr formlegur og lögmæt ur fundur í kjördæmisráði fiokksins, en allt kom fyrir ekki. Krötur þeirra um breyt- ingu á listanum voru virtar að vetíugi, að undirlagi íiokksforustunnar í Reykja- vík og listinn ákveðinn með H. Þ. í þriðja sæti, en Sigur- geir Kristjánsson settur í von laust varamannssæti. Sé það rétt, sem blöðin hafa skýrt skýrt frá, að full trúar Framsóknarflokksins hér í Eyjum hafi vikið af um- íæddum kjördæmisráðsfundi, eftir að framangreind niður- staða lá fyrir, með yfirlýs- ingu um, að þeir myndu hvorki opna kosningaskrif- þurftar fyrir kjósendur í drc ífbýlinu, að flokksvaid Framsóknarflokksins í Reykja vík sé að ráðskast um það, hverjir verði frambjóðendur flokksins í Suðurlanclskjör- dæmi. Þegar á allt þetta litið ligg ur það alveg ljóst fyrir, að kjósentíur þessara flokka, A1 þýðuflokks og Framsóknar, eru alveg óbundnir í þeim kosningum, sem framundan eru og þurfa ekkert tillit að taka til fyrri stuðnings síns við þessa flokka, þar sem Reykjavíkurvald þeirra beggja hefur á mjög áberandi og móðgandi hátt verið að sletta sér fram í og skipta sér af málefnum, sem kjósendur sjálíir eða forustumenn flokk anna heima í héruðum í kjör- dæminu áttu sjálfir að ráða fram. úr. Gu'Jl. Gislason. ísland og landgrunnið eru eitt Fiskveiðilögsagan og hagnýfing iantí • grunnsins voru ein stærstu viðfangsefni 19c landsfundar Sjólfsfæðisflokksins. í á- lykfun fundarins er lýst yfir fullum stuðn- i ingi við stefnu Alþingis í landhelgismól- inu. Lögð er áherzla á útfærslu fyrir 1973, t. d. ef ásókn erlendra skipa eykst verulega á íslandsmið. Lagt er til að nú þegar verði | hafnar tímabundnar friðunaraðgerðir tii verndar ungfiski á landgrunnssvæðinu. Lögð er áherzla á varnir gegn skaðlegum mengunaráhrifum í hafinu umhverfis ís- fand. Ályktun landsfundarins er svohljóðandi: 19. landsfundur Sjálfstæð- isflokksins ályktar að lýsa yf ir fullum stuðningi við þ\ stefnu, sem Alþingi mótaði í landhelgismálinu og felst í þingsályktun um réttindi ís- lentíinga á hafinu umhverfis landið. Landsfundurinn telur eftir íarandi atriði mikilvægust: 1. ísland og landgrunn þess eru eitt. 2. Ríkisstjórn Islands er rétt og skylt að gera allar nruðsynlegar ráðstafanir á einhliða grundvelli til að vernda auðlindir landgrunns- ins sjálfs og hafsvæða þess. 3. Fiskveiðilandhelgin í a. m. k. 50 sjómílur frá grunn línum eða meiri víðáttu, sem fara mun eftir ákvörðunar- reglum um landgrunnið sjálft. 4. Haldið skal áfram fyrri stefnu og reynt til hlítar að afla viðurkenningar annarra bjóða á rétti íslendinga til hagnýtingar auðæfa land- grunnssvæðisins alls, svo sem Alþingi mælti fyrir um í þingsályktun 5. maí 1959, og síðan hefur verið margárétt- I, uð og unnið eftir. 5. Til fulls ber að hagnýta við undirbúning hafréttar- ráðstefnu Sameinuðu þjóð anna 1973 hagstæða þróun í vil íslendingum varðandi rétt strandríkis til fiskveiðilög | sögu á haísæðum þess. 6. Gera ber öðrum þjóð- um ljóst, að tímasatning út- færslu fiskveiðilögsögc nnar kann að ákvarðast fyrirvara- laust fyrir hafréttarráðstefn- j una 1973, t. d. ef sókn er- | lendra fiskiskipa eykst veru- lega á íslandsmið. 7. Nú þegar verði undir- búnar timabundnar friðunar- aðgerðir til verndar ungfiski á landgrunnssvæðinu, þar sem viourkennt er, að um helztu uppeldisstöðvar ungfisks og hrygningarsvæði er að ræða. 8. Gerðar verði ráðstaf- anir, nægjanlega víðtækar til þess, að hafið kringum ís- land geti orðið fyrir skaðleg um mengunaráhrifum. 2, Lantíhelgisgæzlan verði s'.órtiukin með nýjum flugvél um og skipum, og starfsað- stnða í landi bætt til að mæta auknum verkefnum vegna væntanlegrar friðunar. Eftir- iit með erlendvm fiskiskipum á landgrunnsmiðunum verði aukið og sókn þeirra skráð. Að lokum leggur landsfund urinn sérstaka áherzlu á, að samstaða og einhugur ein- kenni baráttu íslendinga í þessu mikla lífshagsmunamáli sem hafið er langt yfir dæg- urþras og flokkspólitíska tog streitu. INNRITUN barna, sem fædd eru 1964 og' verða skólaskyld á þessu ári, hefst í barnaskólanum MIÐVIKUDAGINN 19. MAÍ KL. 1. E.H. Geti barn af einhverjum ástæðum ekki komið til innritunar ber forráðamanni þess að' hafa sam- band við skólann og láta skrá það. Þau börn, sem í vetur voru í 6 ára deildum þurfa ekki aö koma til innritunar. SKÓLASTJÓRI.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.