Fylkir


Fylkir - 23.12.2007, Blaðsíða 19

Fylkir - 23.12.2007, Blaðsíða 19
FYLKIR-jólin 2007 19 Ótrúleg átakamál á einum mánuði - viðtal við Guðjón Rögnvaldsson útgerðarmann, gosnóttina, leit að týndu skipi í aftökum, strand Gjafars og undarlega röð atvika. Árni Johnsen greinarhöfundur Skin og skúrir er daglegt brauð, en stundum hellist eit- thvað yfir sem er svo óvænt að undrun sætir. Á eins mánaðar tímabili upplifði Guðjón Rögnvaldsson ótrúlega atburði, eldgosið í Heimaey 23.janúar 1973, heimilisleysi upp úr þurru, leit að týndum bát í aftaka veðri austur af íslandi og fleira og fleira og mánuði síðar strand bátsins sem hann var vél- stjóriá, Gjafars VE300. "Þetta var allt með sérkennilegum og tilkomumiklum atvikum og atburðum," sagði Guðjón," sumt gleðilegt, annað dapurlegt og sorglegt. Þetta var eins og þegar skýjaþykkni hrannast upp og maður veit ekkert hvaðan á mann stendur veðrið. í desember vorum við með Gjafar í skveringu í Reykjavík . Þá var Rabbi skipstjóri orðinn veikur og hann andaðist í desember. Ég hafði verið með honum frá 1969 . í janúar keyptu Teddi Vestmann og Hilmar Rós Gjafar, en það var nú þannig að Rabbi vildi frekar selja Áqúst Guðmundssyni og Einari Ólaf- ssyni bátinn. Teddi og Hilmar urðu ofan á. Gjafar var þá ennþá í Reykjavík og ég var ráðinn vél- stjóri áfram. Við sóttum bátinn til Reykjavíkur í janúar og komum heim til Eyja aðfaranótt 22. janúar. Þann dag var ég síðan að vinna um borð í bátnum í Eyjum ,en við vorum að gera við og rífa fyrir framan vélina. Um kvöldið kom Ragnheiður kærasta mín og sótti mig en við bjuggum uppi á lofti hjá pabba og mömmu á Brimhólabraut 23 með litla pey- jann okkar, Einar Þór. Fyrstur um borð kom Gústi Guðmunds með Ásu kasólétta Um nóttina var ræst út rétt fyrir kl. 2 og tilkynnt um gos austur á Eyju og það barst út eins og eldur í sinu að allir ættu að fara að höfninni í bátana. Ég fór strax niður að höfn til þess að Ijúka við viðgerðina og gera sjóklárt. Pabbi Ragnheiðar náði í hana og Einar Þór og kom með þau um borð á eftir mér. Sá fyrsti um borð í Gjafar á eftir mér var Gústi á Kapinni með Ásu í Skógum kasólétta af Ágústi Grétari. Það var tilkomumikil sjón. Gústi kom strax niður í vél til þess að hjálpa mér. Þegar vélin var klár settum við í gang og rokkurinn malaði eðlilega. Mér fannst eins og við hefðum verið um hálfa klukkustund að þessu, en þegar ég kom aftur upp á dekk var skip- ið orðið troðfullt af fólki. Þetta var ótrúlegt og þá áttaði maður sig á alvörunni. Ég minnnist ótal andli- ta, margra einstaklinga sem nú eru gengnir á vit forfeðra sinna. Skipið var orðið svo smekkfullt að við urðum að sleppa og dóla frá bryggjunni til þess að fólk færi í aðra báta líka. Hilmar Rós var skipstjórinn og það var lagt í hann til Þorlákshafnar. Það var allsstaðar fólk, í nótakassanum, það svaf í vélarrýminu, á dekkinu, allsstaðar. 430 manns (250 tonna bát Við töldum a.m.k. 430 manns um borð í þessu 250 tonna skipi sem var með einn gúmmíbjörgunar- Gjafar Ve 300 kemur til heimahafnar. bátfyrir 12 manns. Það var bullandi sjóveiki um borð, ekkert til af plastpokum fyrir þá sjóveiku, en við notuðum potta, fötur, koppa og kirnur og allir vaskar voru fullir af ælu. Þetta var skelfilegt, en svona var raun- veruleikinn. Það var tekið vel á móti okkur í Þorlákshöfn og fólk var fegið landtökunni úr sneisa- fullum bátnum. Við fórum síðan aftur til Eyja að sækja fleira fólk og vorum komnir þangað undir hádegi. Þá var fámennt á bryg- gjunum, aðeins pabbi og Jón í Berjanesi. Jón hafði skyndilega hætti við að fara til lands fyrr um nótinna vegna þess að amma í Hlíðardal átti 12 kindur og Jón vildi ekki skilja þær einar eftir. Þegar pabbi sá Jón stökkva í land stökk hann á eftir honum því hann vildi ekki að Jón yrði einn eftir. Þannig er þetta samfélag okkar Eyjamanna sem betur fer. Kindurnar voru í kofa við Vestmannabraut 65, því þá var þetta heimilislegt og menn höfðu rollur við heimahús eins og þeir gera ennþá í Færeyjum. Pabbi og Jón reyndu að hleypa kindunum út og vildu koma þeim eitthvað ú á Eyju, en þær vildu sig hvergi hreyfa, skynjuðu að ekki var allt felldu og vildu halda sig við kofann sinn. Þennan dag var ákveðið að taka veiðarfærin um borð , en ég fór austur á Eyjum til þess að aðstoða við slátrun á nautgripum Tobba á Kirkjubæ í Hraðfrystistöðinni. Ég hafði verið í sveit á Kirkjubæjum og skyldan kallaði. Milli 30 og 40 skepnum var slátrað. Ingvar tengdasonur Tobba, Ingi, Berti , Magnús, Háagarðsbræður og fleiri sá um slcjgtunina Það var búið að slátra Síátlegis og þá var að bera út úr húsunum á Kirkjubæ. Líklega átti ég síðasta símtalið frá Kirkjubæjunum, því ég hringdi í Tobba sem hafði farið upp á land með flugi um morguninn og spurði hann hvað hann legði áherslu á að taka úr húsunum. Það eina sem Þorbjörn vildi fá var málverk af bænum sem hann ólst Guðjón Rögnvaldsson, útvegsbóndi og fyrrverandi vélstjóri Gjafars Ve upp á í Fljótshlíðinni. Það hafði forgang. Leit að Sjöstjörnunni íaftaka veðri Svo fórum við til Reykjavíkur með veiðarfærin og nýja bílinn hans Tedda ofan á nótinni. Það var skrautlegt, en það var gos, það fyrsta í heiminum í byggð, á lóð þeirra Kirkjubæinga, í gróinni byggð Eyjamanna. Við vorum nokkra daga í Reykjavík, en þá tók, Örri, Örn Erlingsson Suðurnesjamaður, við Gjafari. Hann vildi fara strax á veiðar, án tafar, en við stóppuðum það, menn urðu aðeins að fá tíma til þess að anda og finna sér og sínum einhvern samastað á fasta- landinu. Við fórum síðan fyrstir Eyjabáta á loðnumiðin fyrir aus- tan land, rótfiskuðum og lön- duðum úr nokkrum túrum þan- gað til allar hafnir fyrir austan voru orðnar fullar af loðnu. Á meðan við vorum fyrir austan lentum við í leit að Sjöstjörnunni sem var á heimleið frá Færeyjum með 5 um borð, þrjá karlmenn og tvær konur. Það var slíkt aftaka veður að það var engu líkt og þegar við vorum komnir áleiðis til Færeyja í leitinni sem stjórnað var af varðskipi, þá gátum við hrein- lega ekki snúið við vegna haftaka. Það var ekki hægt að snúa upp í ölduna. Við leituðum í sólarhring, en sáum í rauninni aldrei út úr augum. Það fannst aldrei tangur né tetur af Sjöstjörnunni, en við vorum þakklátir fyrir að lifa leitina af. Gjafar kolstrandaður Þegar allt var orðið kjaftfullt á Austfjarðahöfnum var ekkert annað að gera en sigla vestur fyrir land. Við tókum kóssinn á Grindavík með fullfermi af loðnu. Það var leiðinda veður, við með bilaða loðnudælu og það var ákveðið að setja hana í land í Þorlákshöfn þar sem Himmi Rós tók á móti henni til viðgerðar. Við héldum síðan áfram til Grindavíkur og þegar við vorum komnir þangað tók Hilmar Rós á móti okkur með loðnudæluna klára. Löndunin gekk vel. Það var mikill hugur ( Örra að fara aftur út til veiða sem fyrst, þótt menn hefðu sagt honum að það væri ekkert vit í að fara út frá Grindavík í því veðri sem var. En Örri hélt sínu striki og þann 22. febrúar 1973 var siglt út frá Grindavík. Skyndilega missti Örri sjónar á merkjum á siglingaleið og við lentum í pytti innan skerja. Gjafar var kolstrandaður. Sjórinn gekk yfir okkur í síbylju og lamdi skip- inu frá stjórnborða til bakborða á víxl. Við urðum algjör leiksoppur náttúruaflanna, en það var ekkert hægt gera annað en bíða eftir björgun og vona það besta. Brimskaflarnir gengu sífellt yfir bátinn og skipið dansaði eftir aðfallinu og útfallin'u ( brim- garðinum, strandað. Ég hafði það hlutverk að vera í talstöðvarsam- bandi við Gufunes, sem bar á milli í björgunarsveit Grindvíkinga og ég taldi menn frá borði til þess að engin mistök yrðu. Við vorum 12 í áhöfn. Þegar ég fór í björgunarstólinn lágu möstrin á móti sjó, en skyn- dilega valt báturinn yfir á hina hliðina undan brimsköflunum og ég dúndraði á bólakaf við síðu skipsins. Sem betur fer gat ég hangið í stólnum, annars væri ég ekki til frásagnar, en björgunar- menn toguðu og toguðu í stólinn og skyndilega þegar báturinn valt aftur út þá skaust ég upp í loftið eins og eldflaug, en hékk blessunarlega í stólnum. Öllum var bjargað giftusamlega í land en Gjafar varð til undir höm- runum. Nú er bara eitt eftir enn Um nóttina þegar maður hentist fram og til baka í strönduðum bátnum þá var svo sem ekki tími til að hugsa margt, en þó hafði ég miklar áhyggjur af framtíð litla drengsins okkar, Einars Þörs og mömmu hans, en þau voru komin til Reykjavíkur. Á sama tíma og þetta gekk yfir um nóttina vak- naði Einar Þór, sem vaknaði þó aldrei á nóttunni, og fékk óstöð- vandi grát. Það er margt skrítið. Á útleið í síðasta túrinn kom Hilmar Rós með tösku til mín frá Ragnheiði.í töskunni voru rúmföt, en ég vissi ekki einu sinni hvar ég átti heima þótt það væri búið að leigja íbúð fýrir okktir. Ég mundi þó símanúmerið. Þannig var þetta allt svo óraunverulegt. Ég var rétt búinn að setja rúmfötin á þegar ógæfan dundi yfir. Við Teddi vorum einmitt að spjalla saman . Það var búið að vera alls konar bras á okkur með bilunum að undanförnu og ég segi :" Jæja Teddi nú er brasið búið hjá okkur." " Nei, það er eitt eftir " svarar^Teddi að bragði og rétt á eftirströnduðum við. Rabbi þú passar frímerkjasafnið fyrir mig Teddi átti mjög verðmætt frímerkjasafn og var með það um borð í Gjafari. í bátnum var sjúkraklefi fyrir aftan bestikkið í brúnni. Þegar báturinn strandaði fórum við Teddi strax niður í vél tilþess að freista þess að halda Ijósavélinni gangandi og það gekk þangað til hún bræddi úr sér vegna þess að hún náði ekki kæli- vatni í hallanum. Við vorum satt að segja háífhræddir niðri í vélar- rúmi við þessar aðstæður, en svo fórum við upp og í klefann hans að sækja frímerkjasafnið. Það var náttúrulega vonlaust að ætla sér að fara með frímerkin í land í björgunarstólnum, svo við fórum í sjúkraklefann og þar hengdi Teddi frímerkjasafnspakkann upp á snaga um leið og hann segir stundarhátt:" Rabbi, þú passar frímerkjasafnið fyrir mig. " Síðan fórum við í land í öruggum hön- dum björgunarmanna í Grindavík í gegn um brim og boða. Daginn eftir þegar fjaraði fórum við nokkrir út í Gjafar til þess að skoða aðstæður. Það var eins og það hefði orðið sprenging bát- num, í borðsal, vélarrými, allsstaðar, allt á tjá og tundri og í molum, en í sjúkraklefanum hékk frímerkjasafnið hans Tedda á sna- ganum góða, Öskemmt með öllu."

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.