Skátablaðið - 01.10.1953, Blaðsíða 2
flestar úr Reykjavík, sem lögðum upp í
þessa ferð, en ein bættist í hópinn í London.
Fararstjórar voru Auður Garðarsdóttir og
Jenna Jensdóttir, sveitarforingjar úr
Reykjavík.
Eftir sex daga átti skipið að fara, og var
nú mikil eftirvænting, að vita hvernig allt
færi, því þarna var ekkert ákveðið skátamót
framundan.
Loks kom hinn 29. júní, og var þá lagt af
stað í þessa ferð okkar. Sjóferðin gekk alveg
prýðilega, nokkrar urðu sjóveikar, en hvað
um það. Þegar til Glasgow kom þ. 2. júlí
kl. li/2 e. h. eftir enskum tíma, voru mættir
3 kvenskátaforingjar, þær May, Helen og
Miss Margaret Minto, til að taka á mód
okkur. Miss Meikle hafði beðið Miss Minto
að skipuleggja ferðalag okkar í Skotlandi
og Englandi, og gerði hún það prýðílega.
Blaðamenn og ljósmyndarar voru þarna
með þeim, og byrjuðu þeir að taka myndir
af okkur áður en við komumst í land. Á-
fangastaðurinn sem heitir Mains, var rétt
fyrir utan Glasgow, og var þangað um 30
mínútna akstur með strætisvagni. Fórum
við allar ásamt Margaret og May í strætis-
vagni til Mains, en Lilla varð varð eftir hjá
dótinu okkar ásamt Helen, að gæta þess og
koma því á bíl.
Þegar á áfangastað kom urðu mikil fagn-
aðaróp þegar við sáum hvað staðurinn var
fallegur. Vorum við þarna í tjaldbúðum í
stórum skógi, sem er eign yfirkvenskátafor-
ingja Glasgow-borgar, Mrs. Douglas.
Meðan við dvöldum þarna, vorum við
alltaf í smá ferðalögum um nálæga staði. M.
a. fórum við í þriggja daga dvöl til kven-
skátaskólans „Netherud“, og var þar mikið
urn dýrðir.
Einn dag dvöldum við í Edinborg og
skoðuðum þar m. a. elzta kastala Skotlands,
sem verður okkur ógleymanlegur, eins og
borgin öll. Einnig fórum við með ferju yfir
„Loch Lommand" og var það alveg dásam-
legt.
Þ. 15. júlí héldum við ferðinni áfram suð-
ur á bóginn og tókum nú lest til London.
Fengum við einn skoskan kvenskátafor-
ingja, Mrs. Wakefield, með okkur sem leið-
sögumann, því við vorum hálf smeikar við
að fara þangað einar. Reyndist hún okkur
hinn bezti ráðgjafi á ferð okkar um Eng-
land. Ferðin til London tók l\/2 tíma í
lest, og hafði þá allt gengið að óskum. í
London bjuggum við á hóteli K. F. U. K., en
borðuðum á matsölum hingað og þangað í
borginni, þar sem við vorum staddar á mat-
artímum. í London var margt að sjá. En
14
SKÁTABLAÐIÐ