Skátablaðið


Skátablaðið - 01.10.1953, Blaðsíða 3

Skátablaðið - 01.10.1953, Blaðsíða 3
eitt sem sérstaklega má taka fram var fundur okkar með Lady Baden-Powell. Verður sú stund okkar ógleymanleg. Síðustu nóttina í London, héldum við til í „Hampton Court“, en þar býr Lady Baden-Powell. Gistum við þar í íbúð, sem hún hefur sérstaklega fyrir kvenskáta, en þar gat að líta alla gripi, er Baden-Powell hafði safnað. Margir staðir í London verða okkur sér- staklega minnisstæðir. Má þar m. a. nefna: Piccadilly Circus, Trafalgarsquare, Big Ben, Westminster Abbey og ýmsar fleiri stór- byggingar, og einnig hina geisimiklu urn- ferð, sem við munurn aldrei gleyma. í London bættist ein skátastúlka í hópinn. Hittum við hana í íslenzka sendiráðinu þar. Frá London héldum við svo með lest til Manchester þ. 18. júlí, og vorum þar í tjaldbúðum utan við borgina til 23. júlí. Voru í þeim tjaldbúðum samankomnir um 200 kvenskátar frá Manchester og nærliggj- andi héruðum. Einn daginn fórum við með áætlunarbíl til eins af frægustu baðstöðum Englands, Blackpool, og var margt þar að sjá. Til Glasgow héldum við svo aftur þ. 23. júlí og dvöldum í tjaldbúðum í Mains til 25. júlí. En þá var farið með allan farang- ur okkar um borð í Heklu, og lagt af stað heim til íslands kl. 6 e. h. Mikill fjöldi kvenskáta var þar saman- kominn að kveðja okkur, og verður sú skiln- aðar stund minnisstæð. í Mains voru í tjaldbúðum með okkur 40- 50 kvenskátar, frá Glasgow, Edinborg o. fl. nálægum stöðum. Og á allri leiðinni um Skotland og England voru í fylgd með okk- ur einn eða fleiri kvenskátaforingjar, sem greiddu götu okkar, og alstaðar þar sem við komum, hittum við skáta og nutum þeirra fyrirgreiðslu og félagsskapar. Eins og áður er sagt, skipulagði Miss Margaret Minto, kvenskátaforingi, Glasgow, alla ferðina fyr- o BISKUP ÍSLANDS, HR. SIGURGEIR SIGURÐSSON # 3. ágúst 1890 — f 13. október 1953 okkur í Skotlandi og Englandi, eftir tilmæl- um frá Miss Meikle. Ferðin heim með Fleklu gekk vel, fáar voru sjóveikar og alltaf sungið og dansað, þar til við komum heim þ. 28. júlí kl. 2 e. h. Þegar á land kom urðu miklir fagnaðar fundir, og hélt þá hver heim til sín, allar ánægðar og kátar, eftir hina viðburðaríku ferð, sem okkur öllum, sem þátt tóku í þessari Skotlandsför, verður ógleymanleg. SKÁTABLAÐIÐ 15

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.