Skátablaðið


Skátablaðið - 01.10.1953, Blaðsíða 7

Skátablaðið - 01.10.1953, Blaðsíða 7
COL. J. S. WILSON MAJOR-GENERAL D. C. SPRY lætur nú a£ störfum, sem framkvæmdastjóri frá Kanada, tekur við starfi framkvæmdastjóra alþjóðabandalags skáta, hann hefur verið kjör- alþjóðabandalags drengja skáta, 1. nóv. 1953. inn heiðursforseti alþjóðabandalags drengja skáta. Þeir eru léttlyndir mjög og oft bregður fyrir strákslegum tilhneygingum í fari þeirra, sem þeir þó ætíð stilla í hóf. Þeir hafa mikið dálæti á allskonar skógarmanna- búningum, og virðist hver deild hafa sinn sérstaka lit. Búningum þessum er það sam- eiginlegt að vera í senn smekklegir og þægilegir. Er skátunum aðeins heimilt að nota þá í útilegum, á skátamótum og við slík tækifæri, en ekki á almannafæri. Skógarnir eru að sjálfsögðu einn aðal vettvangur ástralskra skáta, enda eru þeir glöggir sporrekjendur og hafa vel skipu- lagða leitarflokka. MÓTSSLTT OG KVEÐJUVARÐELDUR. Fimmtudaginn 8. jan. .var mótinu hátíð- lega slitið, og voru fulltrúar hverrar þjóð- ar heiðraðir með minjagrip frá skátamót- inu, síðan fluttar stuttar ræður, hjartnæm bæn og þjóðsöngurinn leikinn. Síðar urn kvöldið var sezt að fjölmenn- asta og stærsta verðeld, sem sézt hafði á skátamótinu, og var mannfjöldinn ca. 33 þúsundir. Því, sem fram fór var útvarpað gegnum þrjár eða fjórar stöðvar. í seinasta sinn komu þjóðirnar fram á leiksviðið, sungu, léku og fluttu kveðjuorð. — Við þetta tækifæri söng ég tvö íslenzk lög, þakkaði góðar samverustundir og kvaddi. LOKAORÐ. Nú er tjaldborgin liorfin, íbúarnir tvístr- aðir og Greystone er aftur horfið inn í ríki þagnarinnar. En yfir völlunum, sem þúsundirnar gistu svífur andi þess bróður- kærleika, sem megnar að yfirstíga vand- kvæði ólíkrar tungu og litarháttar. SKATABLAÐIÐ 19

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.