Skátablaðið


Skátablaðið - 01.10.1953, Síða 5

Skátablaðið - 01.10.1953, Síða 5
þekkti umhugsunarlaust fána vorn, vissi deili á Njálsbrennu og sagði: „Reykjavík" eins og norðlenzkur islenzku kennari, fóru að renna á mig tvær grímur. Síðan kom á daginn, að náunginn var „proforma" um- boðsmaður flugfélagsins Loftleiða í Mel- borne. Urðum við hinir mestu mátar og reynd- ist hann drengur góður og hjálpsamur um marga hluti. Meðal annars felldum við í sameiningu háan og beinvaxinn trjávið- ung, börkflettum, endurreistum og drógum síðan íslenzka fánann að hún (fáni þessi var gjöf frá skátafélaginu Faxa í Vest- mannaeyjum). BLAÐAMENN OG RITHANDASAFNARAR. Auk Jamboree-blasins, sem að sjálfsögðu er fastur bókmenntalegur þáttur í daglegu tjaldborgarlífi, voru þarna til staðar blaða- menn og ljósmyndarar frá helztu dagblöð- um Sydneyborgar. Lögðu þeir sig mjög í framkróka til þess að seðja andlegt hungur lesenda sinna. Sniðu þeir úr mér æfintýra- sagnir, þar, sem ég legg að heiman búinn nesti og nýjum skóm, ferðast í kringum hnöttinn, og samkvæmt áætlan næ tíman- lega í skátamótið. Reyndar rugluðust sum- ir smávegis í ríminu, og t. d. þá taldi einn þeirra mig vera frá Finnlandi. Þá kom ég tvisvar fram í útvarpi og var það mun heiðarlegri leikur. Árangur auglýsingastarfseminnar kom skjótt í Ijós, því nú var ég ekki einungis umsetinn af skátum og gestum, heldur tóku nú að streyma að mér bréf og heimboð frá hinum ólíklegustu stöðum. DAGLEGT LÍF. Eins og á hverjum öðrum sumarleyfisstað, þar sem áhyggjur hversdagslegrar tilveru Bankastarfsemi mótsins nam að upphœð £ 60.000. Þessi mynd er af mótshankanum. eru víðs fjarri, beinist starfsemi hins sí- vakandi huga að einhverjum öðrum við- fangsefnum. Sumir fundu ánægju í hinum skipulögðu ferðum um nágrennið, aðrir kusu bað- ströndina og enn aðrir settust niður og skrifuðu bókmennta-kritik um nýútkom- inn matseðil. Þá settu sunnudagsmessur, íþróttir, heim- sóknir og varðeldar sjálfsagðan svip á dag- legt líf. Mesta plága skátamótsins hefur eflaust verið rithandasöfnun, sem fór um tjald- borgina eins og hitasótt og hið allþekkta „Change“ komst þar hvergi til saman- burðar. Stór slys urðu engin, en algengustu kvill- ar voru mosquito-bit, höfuðverkur og tann- pína. Ein eiturslanga viltist inn í aðalstöðvar mótsstjórnar og beið bana af. SKÁTABLAÐIÐ 17

x

Skátablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.