Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 09.02.1962, Blaðsíða 2

Ný vikutíðindi - 09.02.1962, Blaðsíða 2
NY VIKUTlfilNDI NÝ VIKUTÍÐINDI koma út fyirir hverja helgi og kosta 4 fcr. í lausas. Ifaamlkvæmdastjóri: Geir Gunnairsson, sími 19150. Rlbstjóri Baldur Hólmigeirsson, viðtailst. kl. 10—12. AugLstjóri: Bragi Sigurðsson, símar 14856 og 18833. Ritstjornarskrifst.: Höfðatúni 2, shni 14856 og 19150. Prentun og útgáfa: Stórholtsprent h.f., Höfðaitúni 2, súni 19150. — Áskriftargjald er 150 kr. árgamgurinn og gr. fyrirfram. Sölubörn afgreidd í Þingfcöltsstr. 23. i og gr. fyriirfram Opinber hýding Nýlega gerði gáfaður hagfræðingur sér leik að því í blaðagrein að gera Einar Olgeirsson að athlægi f yrir talna- fölsun. Einar hafði haldið því fram, að þjóðarframleiðslan hefði tvöfaldazt á níu ánim (1950—1959), en hagfræð- ingurhui bendir á, hversu fáránlegt þetta er, því raunveru- iega hef ur hún aukizt um 32% á íbúa, og tekjur verka- manna hafa aukizt um 39% á sama tíma (miðað við skattaframtal þeirra sjálfra). Og hagfræðingurinn, sem er dr. Benjamin Eiríksson, reiknar út, að ef haldið er áfrani sömu stefnu, þá myndu launþegar fá sem viðbót næstu 9 árin rumlega helming þeirra tekna, sem þeir höfðu 1950. Ætli þetta þætti ekki glæsilegt í Rússlandi eða Kína? spyr hagfræðingurinn. Það cr kominn timi til að afhjupa blekkingar og fals- rök áróðursmanna kommúnista. Þessi skurðgoð auðtrúa verkamanna, einfaldra sálna, sem hafa haldið að þeir vildu þeim vel og væru að berjast fyrir hagsmunum þeirra, eiga eftir að steypast af stalli eins og trélíkneski heiðinna manna forðum. Vita þeir, hvernig ástandið er í alþýðulýðveldunum, mennirnir, sem kjósa kommúnista hér á landi? 1 grein sinni segir dr. Benjamin: „ ... Sósíalisminn er orðinn að veruleika í Rússlandi og jafnvel víðar. Þessi veruleiki gerir það, að hugsjónakerfi sósíalismaus er að hrynja. Mönnum lfkar ekki sósíalisminn, þegar þeir sjá framan í hann í veruleikanum." Dr. Benjamin hefur sjálfur dvalið í Rússalandi og Banda ríkjunum og veit hvað hann er að tala um, enda viður- kenndur fyrir gáfur og rökfestu af öllum sem hann þekkja. Hann segir ennfremur: „Enn hefur sósíalisminn hvergi reynzt annað en fátækt, og honum hefur fylgt mikil andleg og likamleg kúgun. En jafnframt hafa þjóðfélög auðvaldsríkjanna tekið stór- kostlegum stakkaskiptum. Kommúnisminn hefur reynzt mönnum á ýmsan hátt holl en óskemmtileg lexía." Einar Olgeirsson er ekki svo skyni skroppinn, að hann viti ekki þennan sannleika. Við vitum það öll, ef við viljum vera hreinskilui. Það eru aðrar orsakir fyrir því, að Einar og félagar hans eru að gera íslenzka launþega óánægða, heldur en heimska. Meðölin eru ekki alltaf vönd- uð í pólitískum málflutningi. Við vitum líka hvað liggur á bak við áróður þessara Rússlandsvina. Það er ekki föðurlandsást eða hagsmunir launþega, sem þar liggja að baki. Nei, ónei. 1 Rússlandi hafði Stalin þeirra einfalda aðferð til að losa þjóð sína við slíka óþurftarmenn. En hér ætti að taka þá og rassskella opinberlega. Það hefur Benjamín gert hvað Einar snertir í óeiginlegum skilningi, og kannske er það upphafið á því að uppræta þennan ósóma. — g. ó slcemmbisbööunuim LAUREE LONDON gat sér heimsfrægðar fyrir nokkrum érum, iþegar plata hans „He's Got The Whole World In iHis Hands" fór sigiurför um heiminn, og afl- aði honum aðdáenda hér á landi sem annars staðar. Söngur ihans er Mka fráibær- iega skemmtiiegur, og að sagt er, mun hann vera ein- hver viðf elldnasti ungi söngv arinn, sem fram kemur í dag. Um þessar mundir er Laur ie London væntanlegur hing- að til Reykjavíkur til að skemmta á miðnæturskemmt unum í Hásikólabíói, og ber að fagna því, að mið- næl^skemmtanirnar vinsælu slkuli aftur Ihafa verið tekn- ar upp og :þá í jafn myndar- legum salarkynnum og Há- ðkólabíóið er. Þarf ebki að efast um, að miðnætur- skemmtanirinar hljóti mikla aðsóbn og vinsældir, enda mjög til þeirra vandað. Auk hins erlenda listamanns kem ur þama fram stór hljóm- sveit undir stjórn 'hina snjalla hljóðfæraleiikara og hljómsveitarstjóra iKristjáns Kristjánssonar, sem við höf- um ekki fengið að heyra síð- an á áramótum, er ihann lagði sextett sinn niður. Er gott til iþess að vita, að hann skuli ebki með öllu vera hættur, og tiíhlöfekunarefni að Iheyra hann stjórna beirri stóru hljómsveit, sem þarna kemur fram. Svo fáum við að heyra í ungri dægurlagasöngkonu, Agmesi Ingvarsdóttur, sem undanfarið hefur sungið með ÓM-(kvintettinum, einni vin- sælustu Mjómsveit unga fólksins, — og síðast en ebki sízt fáum við að sjá stiginn (eða slkekinn) þennan nýja tvist-dans, sem æðir yfir hinn siðmenntaða heim eins og eldur í sinu. Er ekki að efa, að jafn milkið og um hann hefiur verið rætt, muni marga fýsa að sjá hann í fram- kvæmd. Og tækifærið er sem sé í Háskólabíl þessi ibvöldiin! OG SVO kemur samkvæmt óskum fjölmargra lesenda mynd af köppunum í Lúdó. Hérna eru þeir: Hansi Kragh, Hansi Jens, Óli Gunn ars, Stebbi Jóns, Siggi Bald og Siggi Þór. á skemmbisbööunLjm

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.