Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 23.02.1962, Blaðsíða 8

Ný vikutíðindi - 23.02.1962, Blaðsíða 8
BRUNINN A FLUGVELLINUM : Var tjara á vatns- tönkum vallarins? Flugmaður nokkur hefur sent blaðinu eftirfarandi grein. Vekur hann athygli á mjög alvarlegu máli í sambandi við brunavarnir Reykjavíkurflugvallar, sem blaðið telur skylt að framkvæma athuganir á. Blaðið veitir að sjálfsögðu rúm til svargreinar er afsanni ásakanir greinarhöfundar, ef þær reynast ekki á rökum reistar: Eins og öllum er í fersku minni, varð mikill bruni á Reykjavíkurflugveili þ. 29. janúar s.l., er þrír skálar brunnu til ösku. Skálar þess- ir 'höfðu mikilvægu hlutverki að gegna fyrir feleaizk flug- imál. 'Þar hafði flugmáiastj. geymd öll þau tæki, er lúta að viðhaldi fHugvalla úti á landi, og brann það allt. f>ar höfðu Loftleiðir viðgerða- verkstæði, varahlutalager á- samt veitkugasikála. Mikið hefur verið rætt um bruna gegn svona eldi, en minnist ekiki einu orði á að slíku hafi verið beitt eins og mátt hefði ætla. Það er því miður stað- reynd, að hinum kemísku efnum var ekki beitt, fyrr en eldurinn var orðinn óvið- ráðaniegur og handslökkvi- tækin voru að mestu tóm. Hiim stóri tankbíll var notaður til að dæla vatni á fyrstu mínútum eldsins á all undarlegan hátt. Uppi á bílnum stóðu tveir menn með sitthvora slöng una og beindu vatnsbun- unni að því er virtist í allt aðra átt en eldurinn var, eða inn um dyr á bragga slökkviliðsins og tæmdu vatnið af hinum stóra geymi bílsins. Hver ástæð- an fyrir þessum furðulegu vinnubrögðum kann að vera, skal ósagt látið að sinni, en vonandi kemur það í Ijós. (Eða áttu slökkviliðsmenn sjálfir eitthvað geymt þar?) Slökkviliðsstjóri segir blá- foaidur í viðtaiinu að skáiarn ir Ihafi orðið alelda á nofokr- um sekúndum. Þama virðist hann efoki gera greinarmun á mínútum og seikúndum, eða hvar var Guðmundur Guðmundsson, þegar eldur- inn brauzt út? Hefðu skál- amir orðið aleida á nokkr- (Framh. á bls. 5) | IRfl’i? WDIKCUI Föstudagur, 23. febrúar, 1962 — 8. tbl. 2, árg. Vœndi heldur innreið sína Heimsborgarbragur á Reykjavík - Ungar stúlkur í hörku vinnu - Fórnardýrin útlend Það má segja. að síð- ari heimsstyrjöldin hafi dreg ið stærri dilk á eftir sér, en nokkurt annað atvik £ sögu þjóðarinnar síðustu áratug- ina og þó lengra væri lialdið tíl baka. Efnahagsbylting varð á öllum sviðum; þjóðin mannaðist á flestum sviðum, Af og tii frá stríðslokum;. hefur vændi viðgengizt að> einhverju ieyti en hefur nú orðíð að atvinnugrein, sem setur nokkurskonar heims- borgarbrag á höfuðborgina. Efcki er það þó sagt til lofs frefoar en lasts. Svona er bara komið . en ýmislegt varð þó tQ að skyggja á velmegunina. Leti lauslæti og vændi fylgdi í kjölfarið. Útiendingar hafa þráfald- Iega skýrt frá viðskiptum sínum við íslenzkar stúlikur (Ftamlh. á bls. 5) Á GLASBOTNINUM þennan í blöðum og manna á meðal, og margir hallmælt slöfolíviiliði flugvaUarins fyr- ir það getuleysi, að geta ekki Blökkt eld, sem kviknar við þess eigin hæjardyr. Það er eitthvað athuga- vert við það, og eftir að hafa lesið viðtal við slöfokvi- liðsstjóra flugvallar.'ns í Vísi, þ. 10. febrúar, þá sér hver hugsandi maður, að þar er ckki allt með felldu. Eg sem flugmaður get efoki iátið hjá líða að ikoma með nokkrar athugasemdir við þetta viðtal, sem ber það svo igreinilega með sér, að þar er eittihvað verið að hylja og strá sandi í augu almenningis, sem' á fulla heimtinigu á að vita hið sainna í þessu máli. Þegar eldurinn foom upp, var isvo að sjá, sem mildð fát kæmi á slökkviliðsmenn, þó slökkviliðsstjóri Reykja- vikiur-flugvallar neiti því ein- dregið í blaðaviðtali (Vísir 31. jan.) Þeir sem voni að vinnu inni í bragga þeim, er efldurinn kom upp í, forðuðu sér hið snarasta, en meðal þei-rra voru islökkviliðsmenn. 1 bragga slökkviliðsins voru þrir slöfokviliðsbílar og var þeim ekið út í -skyndi, í stað þess að reyna að kæfa eld- inn með vatni úr geymum þeirra þegar í stað, og er enginn vafi á, að það -hefði tekizt, ef allt hefði verið með felfldu. 1 viðtali sínu talar -slökkvi liðsstjóri um kemisk efni og handslökkvitæki til að beita SAGT eftir SH-fundinn: Einar „ríld“ Sigurðsson: „Brúnir skór og svört föt? Hvað ikemur það málinu við?“ Jón Gíslason í Hafnar- firði: „Skuldir Coldwater? Uss, við Einar ríiki og Sig- urður Áigústsson skuldum sameiginlega þriðjungi meira.“ Guðfinnur Einarsson frá Bolungarvík: ,,SH? Eg skal spyrja pabba.“ Sigurður Ágústsson, alþ- m.: „Þetta er rétt hjá Jóni Gíslasyni. Hann ætti líka að vera alþingismaður.“ Elías Þorsteinsson, form. SH: „We wiill succed with the COLDWATER! “ (Það kemur allt með kalda vatn- inu). Jón Gunnarsson: „SH- fundurinn? Röffl, bufll og snakk! Þeim hefði verið trúandi tifl að slá honum upp í BINGÓ!“ t ______ ÞAÐ er mikið talað um tog araútgerðina, og allt það tap, sem af henni hlýzt. En menn geta grætt á fisk- veiðum. Það sannar sagan af sendisveininum, sem fór í sumarfríinu sínu á mótor bát og veiddi fyrir 14 þús. kr. á línu í 10 daga, auk þess sem hann dró fyrir 2700 krónur á handfæri á sama tíma. Þetta ætti Ein- ar rDd að athuga. ; _______ ÞAD verður að gera að sfoyldu, að aJllir vörubílar og helzt allar bifreiðir, hafi aurhlifar við afturMjól. Raunar ættu bifreiðaeigend ur sjálfir að hafa frum- kvæði að þessu, því þeim ætti sjálfum að vera Ijós- ust Ihættan, sem stafar af þessu, að ekki sé minnzt á sóðaskapinn. Er eldd til Félag ísl. bif- reiðaeigenda? i _______ FLUGVÉL, sem kom að norðan, hafði fengið mjög vont veður, og farþegunum hafði hreint ekki .litizt á blikuna. Á áfangastað gengu 20 mjög smávaxnir menn, fölir í andlití og nið- urdregnir, út úr vélinni og furðu .lostinn .afgreiðslu- maðurinn sneri sér tíl flug- stjórans og spurði: „Eru þetta allt dvergar, eða hvað?“ „Nei,“ svaraði flugstjór- inn, „þetta eru Þingeyingar. Það fór allur vindurinn úr þeim á leiðinni.“ ; ______ ÞESSIR svokölluðu Mjóm- listarmemi okkar æfctu að vanda sig betur í „Eaffi- tímanuim“ á sunnudögum í Ríkisútvarpinu. Meðferðin á fallegum lögum er væg- ast sagt hörmuleg. Það er ekki nóg með að þeir séu illa æfðir og ósamtaika, heldur eru fiðlaramir oft rammfalLskir. Og úr því að minnst er á þessa stétt, er viðeigandi að lofa guð fyrir það, að flutningi á Sögusmfóníu Jóns Leifs er lokið. Úff! j ______ HAUKUR Morthens stend- ur fyrir ágætri Mjómsveit í Klúbbnum og hefur sér- stakt lag á því að vekja á- nægjulega stemmningu hjá gestum sínum. En þeir sem koma þangað til þess að rabba saman yfir vínglasi, án þess að hugsa um dans eða dufl, kvarta yfir því að hávaðinn í hljómsveitínni sé svo mikill, að varla sé hægt að tala saman. Og þótt gaman sé að heyra Hauk syngja, þarf hann ekki að syngja alveg upp í Mjoðnemann, nema kann- ske meðan hann er að hvetja fólk fyrst til að koma fram á dansgólfið. — Ef til vill væri þessi kvört- un ástæðulaus, ef hljóðein- angrun væri sett inn á veggi hússins. HER ER auðráðin gáta í bundu m áli: Dindla 'kátt í austurátfc, elta igrátt og hugsa smátt, Með kjaft á gátt þeir hafa hátt, Mæja dátt við böðla mátt. OG SVO er það úrsmiður- inn, sem stal úrinu, en skil- aði steinunum ... Er það satt að Unnsteinn Beck liggi á stóru smygl- máli?

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.