Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 08.06.1962, Blaðsíða 2

Ný vikutíðindi - 08.06.1962, Blaðsíða 2
NT VIKUTIÐINDI NÝ VIKUTÍÐINDI koma út fyrir hverja helgi og kosta 4 kr. í lausas. Pramkvaeimdastjóri: Geir Gunnarsson, sími 19150. Ritstjóri Baldur Hólmgeirsson, viðtaist. kl. 10—12, rVugl.stjóri: Bragi Sigurðsson, símar 14856 og 18833. R,itstjómarskrifst.: Höfðatúni 2, sími 14856 og 19150. Prentun og útgáfa: Stórholtsprent h.f., Höfðatúni 2, sími 19150. — Áskriftargjald er 150 kr. árgangurinn og gr. fyrirfram. Allur flotinn bundinn S'tígar hátíðahöldin á Sjómannadaginn s. 1. sunnu- dag fóru fram voru allir togarar landsins bundnir við bryggjur. Þá stóðu einnig yfir samningar bátasjó- manna við útgerðarmenn um Idutskipti á síldarver- tíðinni. Málin eru erfið viðfangs, en það var ekki að sjá að sjómennirnir bæru áliyggjusvip á andlitunum. Sjáv- arútvegsmálaráðherra var reyndar heldur ekki svo veiklulegur að sjá, þrátt fyrir kosningaúrslitin og þessi miklu vandamál, sem liann verður að glínta við með öðrum. Keyndar sýnist, sem báðir aðilar í togaraverk- fa'linu hafi tekið fremur létt á málunum. Togaraútgerðarmönnum er það ekki ntikið keppi- kefli að senda togara sína út til veiða, nteðan lítið velðist og tapið fer vaxandi. Þorri sjómanna hefur fundið sér ágæta vinnu í landi og er feginn „hvíld- inni“. Hér hafa skapazt viðhorf, sem kosta okkur mikið í þjóðartekjum og galdeyri. Þótt veiðin væri minni en undanfarin ár, munaði vissulega um afla togar- anna. Aðilar hugsa lítið í þessa áttina. Fyrir útgerðar- mcnnum vakir að knýja fram fækktm í áhöfnum eða lengingu vaktatímans, eða hvort tveggja. Sjómenn vilja hins vegar fá stærri hlut. Þetta gæti farið saman, en það er eins og einhvern skilning vanti á það. Togarasjómennska er ekki nærri því eins erfið og hún var áður. AUur aðbúnaður og tækni hafa orðið fullkomnari um borð í togurunum. Erfiðistíminn er liðinn að mestu hjá. Tíminn, sem fer til sjálfra veið- anna, er styttri nú en hann var áður, og hvfldartími um borð lengri, vegna lengri ferða á miðin. Sjómönn- um ber yfirleitt saman um það í samræðum manna á milli, að togarasjómennska sé alls ekki svo erfið, sem látið er annars í veðri vaka af málsvörum þeirra, og kommúnistar fullyrða í tilfinningaáróðri sínum. Með fækkun á togurum gæti hlutur hvers og eins hækkað í krónutölu. Sumir myndu segja að það væri samt sem áður skref aftur á bak. En það má bara ekki gleyma raunverulegu ástandi togaraútgerðarinnar. Um síldveiðibátana og rekstur þeirra er það að segja, að þar ríkir öllu meiri skilningur af hálfu sjó- manna á vandamálinu. Þeir hafa gert sér ljóst, að út- gerðarmenn fá yfirleitt alltof lítið í sinn hlut. Jafnvel aflahæstu bátar, þar sem skipstjóri fær milli 2—300 þústmd kr. í hlut og liásetar yfir 100 þús., eru rekn- ir með raunverulegu tapi útgerðarmannsins. Nú munu útgerðarmenn liafa farið fram á að fá einn hlut fyrir asdik-tæki og annan hlut fyrir nótina, auk þess sem þeir höfðu, til að geta með sómasamlegu móti staðið undir útgerðinni. Útlit fyrir samninga er betra í þessari deilu en togaradeilunni. En það er alvarlegt mál að allur flotinn skuli bund- inn í höfnum landsins. — Aquila. ó skemmbisböðurxjm Gunnar, Anna, Pétur, Edwin, Reynir, Guðmundur. UM SEINUSTU helgi hóf hin nýja hljómsveit Gunnars Ormslev leilk sinn á Hótel Borg. Er hljómsv. skipuð fær um mönnum, hverjum á sínu sviði, og með henni syngur ung og áður óþekkt söng- feona, Anna Vilhjálmsdóttir, sem lífeleg er til nokkurs frama á brautinni. Gunnar Ormslev þarf ekki að ikynna lesendum. Hann hefur um árabil leikið með beztu hljómsveitum, stjórnað eigin hljómsveitum og verið aðal-einleikari, nú seinast í KK-sextettinum. Víbrafón- og iharmónikuleikarinn Reyn- ir Sigurðsson hefur um nokk urt iskeið verið ein helzta uppistaða jazzkvöldanna, enda snjall og fjölhæfur hljómlistarmaður. Gítarleife- arinn Edwin Kaaber er Skemmtilegur og öruggur hljóðfæraleifeari. Þeir tveir voru síðast í hljómsveit Sverris Garðarssonar í Sjálf- stæðishúsinu, sömuleiðis pí- anóleifearinn Guðmundur Ingólfsson, ungur píanóleik- ari, en stórsnjall, og ihefur leikið með ýmsum hljómsveit um. Trommuleikarinn er svo Pétur Östlund, sem er að koimast í röð fremstu trommuileikara, og hefur víða leikið. Söngkona með hljómsveit- inni er Anna Vilhjálmsdóttir. Hún hefur komið fram með ýmsum hljómsveitum síðan í sept. s.I., og svo á hljóm- leikum KK fyrir skemmstu. Borgin hefur jafnan feapp- kostað að bjóða gestum sín- um upp á hið bezta, sem völ er á. Þaðan hefur fyrir skemmstu farið ein -snjall- asta hljómsveit landsins, og þan-gað er nú ikomin ný, sem sannarlega gefur góðar von- ir. TRIO DON BARRETTO Skemmtir gestum Lido um þessar mundir. Þrenning þessi ihefur getið sér igóðan orstír fyrir fágaðan flutn- ing -suður-amerískra la-ga, og kemur hingað frá París og skemmtir hér næstu þrjár vifeurnar. Er góð skemmtun að þessari þrenningu, enda yfirleitt ihinir ágætustu lista- menn, sem Lido hefur ráðið til isín. SVAVAR GESTS mun að venju fara hljóm- leifeaför um landið, en það hefur verið einhver eftirsótt- asta skemmtun -landsmanna -undanfarin ár. Hefur iheyrzt, að ferðal-agið hefjist í júlí- byrjun. 1 þessum mánuði mun Neo-tríóið ásamt söng- konunni Margit Calva leggja land undi-r fót og heimsæikja sem allra flest-a staði á iands byggðinni. RAGNAR BJARNASON Á NÝRRI PLÖTU Undanfarið hefur verið harla rólegt í plötuútgáfunni hé-rlendis, en því betur mun- ar um það, þegar farið er af stað. Nýkomin er á markað- inn plata frá Islenzkum tón- um með Ragnari Bjarnasyni o,g hljómisveit Svavars Gests, og má mikið vera, ef hún verður ekki með vinsælu-stu plötum, sem gefnar hafa ver- ið út, svo mjög, sem til henn ar -hef-ur verið vandað. Ríkisútvarpinu okkar hef- ur mjög verið legið á hálsi fyrir slæmar hljómlistarupp-1 tökur, isvo að velfilestir lista menn okkar hafa fram að þessu leitað út fyrir land- steinana til plötupptöku og jafnvel efeki þótt annað til mála ikoma. En Ríkisútvarp- inu -ber iheiður fyrir upptök- una á þessari nýju plötu Ragnars. Hún hefur heppn- azt með ágætum. Nótt í Moskvu, fyrra lagið á plötunni, hefur undanfarna mánuði farið si-gurfö-r um hinn vestræna heim, og tú-lk- un Ragnars og hljómsveitar (isem fengið hefur lánsmenn úr hópi sinfóníuleikara) hug ljúf og seiðandi. -Þeir, -sem enn eru ekki orðnir leiðir á l laginu í -dixieland-útsetningu Kenny BaM, kunna naúmast enn að meta þessa útsetn- ingu, hinir hafa kynnzt nýrri hlið á göml-um vini. Ship-o-hoj, hið fjörugá lag Oddgeirs Kristjánssonar við texta Lofts Guðmundsson-ar,. var kæiikominn igéstur fyrir sjómannadaginn eins og endranær enda meðferð þess ara snjöllu félaga -létt og feik andi. Lagið er að víisu komið til ára isinna, en það eru ong- in ellimönk á því á þessari plötu. íslenzkir tónar hafa séð okk- u-r fyrir flestum vinsælustu plötunum, isem komið hafa fram á markaðinn hér. Þessi plata er ein af þeim.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.