Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 22.06.1962, Blaðsíða 4

Ný vikutíðindi - 22.06.1962, Blaðsíða 4
4 N'í. VIKUTlÐINDI Bílasýning í Háskólabíó Margt nMuma hefur lagt leið sína í Haskólabió und- anfarna daga, en þar stendur yfir nýstárleg bílasýning á vegum Baftækni h.f., sem fyrir skemmstu hefur feng- ið umboð fyrir hina þekktu brezku bifreiðaframleiðendur Bootes Group. Meðal bifreiða fcegunda fyrirtækisins eru Singer, Hillman, Commer, Sunbeam, Humber og Karr ier. Bílasýningin er í alla staði hin myndarlegasta, og hefur vakið verðskuldaða athygli. Eru bifreiðarnar, sem þar gefur að líta, hinar athyglis- verðu-stu og vafalaust renna margir girndarauga á Sing- ertegundirnar Vogue og Gaz elle, svo og station-bifreið- ina Hillman Super Minx, svo einhverra sé getið. Raftækni hóf starfsemi sína fyrir hálfu öðru ári, við rafvélaviðgerðir og raflagn- ir, en hefur síðan lagt vax- andi áherzlu á bifreiðavara- jhluti og jafnan haft fjöl- breytt úrval þeirra á boðstól um. Framkvæmdastjóri fyr- irtækisins er Agnar ólafs- son. Ilill(llllllllllllllllllllllllll!|l!lll||||ll|ll|l|||||i:|||||||]|||||||||||l,|||||||| I I llll>l|ll|l||l!l I iu« a.íaiiaiiiiiiuaiiiii Drukknir — (Framh. af bls. 1) arins“, og skal, þeim til glöggvunar, rifjuð upp nokk- ur atriði. Þar segir m.a. svo: — Á almannafæri má ekki ríða eða áka hraðar en á ihægu brokki, og þar sem mik il er umferð, gatan mjó eða farartálmi á veginum, skal aðeins fara fót fyrir fót. Ríð andi mönnum ... er skylt að ví'kja úr vegi og jafnvel út af götunni fyrir vögnum og bifreiðum ... I umferðalögumim er hesta manna getið á eftirfarandi hátt: — Ef vænta má umferðar ökutækja um veg, skulu aldrei fleiri en tveir menn, ednhesta. ríða samhliða né tiflandi maður teyma ffleiri en tvö laus hross. Má þá eng Inn annar ríða honum sam- hliða. Svo mörg eru þau orð, og má nú ljóst verða, að naum- ast eru nokkrar reglur greini legar þverbrotnar en þessar, af drukknum og skeytingar- lausum hestamönnum, sem jafnt innanbæjar og í ná- grenninu hleypa stríðöldum gæðingum á nokkurn veginn hvað sem fyrir er, — og þykjast menn að meiri. Knattspyrnan - (Framh. af bls. 1) grundvallar og það- er skort- ur á réttri þjálfun. Einstaika knattspymumaður nær góð- um árangri, en heildin er ó- sköp léleg. Hvemig fara ber að þvi að örva áhuga þeirra fyrir góðri knattspymu, verður að rannsaka gaumgæfilega, en vera má að atvinnumennsk- an hafi nokkuð að segjaí Auglýsing Fyrirligg jandi : Teak frá Síam. 690/— pr. cbf. Afromosia frá Afiiku 485/— Afzelia frá Afríku 272/— Eiik frá Afríku 225/— A'luminiuim einangrunarpappír, Gólfflísa-r — Tarkett. Eikar — Lamel — Gólf. Borðplast, Roofcooler, Cempexo steinmálning, Sorplúgur — sænskar. Samband ísl. byggingafélaga. Sími 36485. þessum efnum. Vitað er til dæmis, að í kommúnistaríkj- unum eru áhugamannalögin algjörlega sniðgengin og í- þróttamönnum greidd laun. Víða í hinum frjálsa heimi, þar sem þau eru yfirleitt virt, er mönnum jafnvel greitt „undir borðið“. Sú spurning vaknar ósjálf rátt, -hvort ekki berí að taka upp þá reglu hérlendis, að greiða iknattspyrnumönnun- um laun fyrir iframmistöðu. Framkvæmdinni má haga með ýmsu móti, t. d. mætti greiða fyrir hvern leik, og þeim mun meira ef leikurinn vinnst og enn meira ef sig- ur er unninn í móti. Peningana mætti fá með getraunastarfsemi, -sem fer fram í upphafi hvers leiks og ætti að geta skilað nægi- legum hagnaði til þess að standa undir greiðslum til knattspyrnumannanna. Með þessu móti mundi skapazt mun meiri áhugi hjá kn-attspymumönnunum og miklu betri knattspyrna fást. Auðvitað á einni-g að fá úr- vals þjálfara hingað, til þes-s að ek-kert skorti á í þjálfun, sem er auðvitað undirstaðan fyrir góðri knattspyrnu, en greiðslan til knattspyrnu- mannanna sjálfra er til þess að auika áhugann. Gaman væri að heyra álit fleiri um þetta mál. EVA NÝTT HEFTI KOMIÐ KrisíSnn Andrésson og Björn Þorsteinsson rœðast við — Halió! Er það Björn? Blessaður, þetta er Kristinn. Það var að koma peninga- sending iað austan. ‘Við verð um að ganga. — Blessaður. Hvaðan á að ganga ? — Ja — til dæmis ofan úr Hvalfirði. Mótmæla kafbáta stöðinni. — Það er svo helvíti langt! — Það er nóg að ganga ofan úr Hvítanesi. Þetta var ekki svo stór sending núna •111111111111111111111111111111111111111111111111111111611.1111111111111 — tæpar tvær milljónir. — Heldur þú að við fá- um ekki ókeypis gönguskó hjá kaupsýslumönnmiuin, þeir eru svo skramtoi liðleg- ir við Þjóðviljann með aug- lýsingar? — Þeir eru þegar toúnir að gefa sikó. En það verður að ganga sean fyrst svo þeh' fyrír austan sjái að við séum fullir áhuga. — Skal gert. Blessaður, Kristinm. — Blessaður, félagi Bjöm- lllfllllllll|HIII|IHIIIII|lHIIII!llllll|ll|IIIIIIIIIIIIMII|*ll,:" Nýjasta tízka? Pykir það orðið fínt að láta sjá sig delerandi drukkinn Er það að verða tízka hjá ungum mönnum á fslandi, að drekka sig svo útúr fulla, að þeir séu ekki ábyrgir gerða sinna? Það er þá eina menn ingarlandið í heiminum þar, sem það þykir fínt skulum við gera okkur Ijóst. Hafa þessir menn engan metnað? Halda þeir að þeim takizt fremur að fá ábyrgð- arstöðu í lífinu ef þeir del- era eins og fávitar? Halda þeir að stúlkur vilji fremu-r eignast þá sem lífsförunauta en aðra, ef þeir hafa sýnt sig á aJmannafæri eins og þeir væru á leiksviði á gervi drulkMns manns? SannJeikurinn er sá, að hér etr alvara á ferðum. Þetta er skrælingjaháttur, sem stafajr fyrst og fremst af því ó- fremdarástamdi, sem nú er í áfengismálum okkar. Islenzkir piltar mega vita það, að í mennimgarborgum eru drukknir menn taldir ó- alandi og óferjandi. Þeir eru ekki talcBr hæfir innan um venjulega heilbrigða menn. Það eru Ifka állir -hræddir við þá, ekki sízt bðm, enda er það verkefni lögreglu- þjóna að 'koma ofurðlvi mönnum í óhulta geymslu. Hver sá, sem drekkur frá sér ráð og rænu, er sér og sínum nánustu til ævarandi háðungar og ekammar. Bf hann hefur eloki vit á sofa úr sér vímuna, strax og hamn finnur að hann ©r að verða drukkinn, á hann r sér varla uppreisnar von þ^ það treystir hon-um naumast nokkur upp frá því hvoHki drukknum né ódrukfcnum. Við skulum muna það á næsta þjóðhátíðardegi, piltar- Athugið! Greinar, sem birtast eifa í blaðinu, þurfa aö hafa borizt fyrír mánudagskvell í síöasta lagi. Ný Vikutiöindi Mlllllil>'l il'lftl 1111' lll■llllllllllllll|lllll■lllllllllllllllllllllllllll<lllllll■llllllllllllll■llll<lll•ll•ll•lllll■ll*Mfl,llll>Mff"< SKUGGAR NÝTT HEFTI KOMIÐ

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.