Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 06.07.1962, Blaðsíða 4

Ný vikutíðindi - 06.07.1962, Blaðsíða 4
4 Ní VIKUTlÐINDI FLUGFÉLAG ÍSLANDS 25 ÁRA Árið 1937 markar tíma- mót í samgöngumálum okk- ar Islendinga, en það ár var lagður grundvöUurinn að þeirri mildlvægu og full- komnu flugþjónustu, sem við njótrnn nú í dag, með stofn- un Plugfélags Akureyrar, er síðar var endurskipulagt og skírt upp Qg nefndist þá Flug félag Islands. Fyrsta fiugvélin var eins- hreyfils Waco tvíþekja, sem tók fjóra farþega, og það var einmitt núverandi flug- málastjóri, Agnar Kofoed Hansen, sem fór fyrstu ferðr ina með farþega og póst frá Akureyri til Reykjavíkur 2. maí 1938. Vorið 1939 tekur núver- andi framkvæmdastjóri Flug félagsins, öm Ó. Johnsen, við af Agnari, er þá gerðist lögreglustjóri í Reykjavík, og stýrði öm félaginu giftu samlega gegnum hverskyns erfiðleika, hersetu og styrj- aidarhömilur, og jók mjög farkost þess með nýjum og stærri flugvélum. Rétt eftir styrjaidarlokin 1945 flýgur Katalínaflugbát- urinn „Pétur gamli“ fyrsta áætlimarflug íslenzkrar flug- vélar miiii landa með far- þega og póst, en það er upp- hafið að stórmerkum þætti í starfsemi Flugfélagsins, millilandafluginu, sem með árunum hefur verið logð æ áherzla á, enda þótt innanlandsflugið ihafi sízt verið vanrækt. Þáttur Flug- félagsins í atvinnusögu lands ins er ómetanlegur. Auk hinna föstu áætlunar- ferða utan lands og innan hafa flugvélar félagsins sinnt fjölmörgum leiguferðum til fjarlægra staða. Sjúkraflug annaðist Fiugfélagið á fyrstu árum sínum innanlands, og seinustu árin Grænlandsflug, innanilands og til könnunar. Á 25 ára þróunarsögu Flug félags Islands hafa margir sigrar unnizt. Bkki ihafa þeir allir verið sársauka- eða fyr- irhafnarlausir. 1 þeim þrem fhigslysum, sem hent hafa flugvélar félagsins, fórst margt mætra manna og kvenna. En Flugfélagið hef- ur minnzt þeirra á hinn æski legasta hátt, — með því að efla flugið og allt öryggi og tækni í sambandi við það eins og frekast var unnt. Einn er ®á þáttur í starf- semi Flugfélagsins, sem geta verður sérstaklega, en það er hin glæsilega landkynningar starfsemi þess. Með skrifstof um sínum viða um heim og greinargóðum og smekkleg- um bæklingum um land og þjóð hefur félagið vakið at- hygli fjölmargra útlendinga á landinu, lökkað þá til frek- ari kynna og loks flutt þá hingað á þægilegasta hátt. Við óskum Flugfélaginu heilla á þessum tímamótum. Starfsemi þess er ómetanleg- ur þáttur þjóðlífsins. Það hefur rofið aldagamla ein- angrun margra byggðarlaga. Það hefur stytt vegalengd- irnar og fært landsmenn nær hvor öðnun. — Það ihefur átt sinn stóra þátt í því að gera land okkar byggilegra en ella ... (WfflW JsiamsMF tCELAlSlJDAMH A aldarfjórðugs afmælinu eru önnur tímamót í sögu Flugfélags Islands. Um þess- ar nHindir er skrifstofulið félagsins að koma sér fyrir f nýju og stóni skrifstofu- húsnæði, og hefur lagt und- ir sig hvorki meira né minna en alla 4. hæðina í Bænda- höllinni vestur á Melum. Sömuleiðis er söluskrifstofa félagsins að flytja í Lækjar- götu 2, þar sem Iðnaðarbank inn var áður til húsa. 1 tilefni af þessu heimsótt- um við Flugfélagið í hinum nýju húsakynnum. Það var Sveinn Sæmundsson, blaða- fulltrúi, sem tók á móti okk- ur og fýlgdi okkur um alla hæðina. Þarna er alls staðar mikið nm að vera, og önnum kafið fólkið gefur sér rétt tíma til að brosa framan í okkur ljós myndarann. Þama á hæðinni verða 22 skrifstofur, auk snyrtingar. Þama er smáeld- hús til kaffihitunar, en starfs menn félagsins snæða saman í afgreiðslu féiagsins úti á flugvelli. Þama er líka snotrasta fimdarherbergi, en félagið hefur tál þessa verið í vand- ræðum með fundarstað. Eins og gefur að skilja em rnarg- ir fundir háðir innan þess í viku hverri, stjómarfundir og fundir með umboðsmönn- um innanlands og erlendis og svo deildarstjórum. Þarna inni er fáni félags- ins gullofinn í silki, hinn á- gætasti gripur, sem unnin er af Unni Ólafsdóttur. Við lítum inn í bókhaldið. ^ Þar eru tuttugu manns að störfum, en alls munu um j þrjátíu manns starfa á skrif Fyrir nokkru urðu þær breytingar, að Þorvaldur Tryggvason tók við störfum yfirbókara Flugfélagsins. Við hittum liann að máli, er við litum inn á skrifstof- ur Flugfélagsins. Séð inn í hið nýja fundaherbergi Flugfélagsins. Lögiúi fundaborðsins er þannig, að hver fundarmaður sJa* annan úr sæti sínu, en þurfi ekki að teygja sig °S reigja til þess að fylgjast með ræðumanni, eins og er við ferhyrndu borðm. stofum Flugfélagsms í BnædahöUinni. Er þó húsnæð ið engan veginn fullnýtt enn- þá. Þarna hittum við nýjan yfirbókara félagsins, Þor- vald Tryggvason, en hann tók við af Sigurbimi Þor- bjömssyni fyrir skömmu. Annars eru breytingar á helztu stöðum Flugfélagsins ekki tíðar, og má teljast til viðburða, ef menn hætta þar. Með slíkri starfsemi, sem Flugfélagið rekur, veitti því sannarlega ekki af þessu glæsilega húsnæði. Ofan af f jórðu hæð Bændahallarinnar er hið fegurs * útsýni, m. a. yfir athafnasvæði Flugfélagsins á KeykJa víkurfl.v., en skrifstofustúlkumar Inga Ágústsdóttir Guðrún Kristinsdóttir eru alltof önnum kafnar vl störf sín t'l að mega vera að því að gefa slíku galIItl

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.