Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 02.11.1962, Blaðsíða 4

Ný vikutíðindi - 02.11.1962, Blaðsíða 4
4 Nt VIKUTlÐINDI Tímaritið FRtJIN vinnur sér vaxandi vinsældir, og ís- lenzkar konur hafa tekið blaðinu mjög vel. I síðasta hefti eru um 30 frásagnir af ýmsu tagi auk 60—70 mynda. Hvert liefti kostar til áskrifenda aðeins 15 krónur. EIGINMENN, gefið frúnni eintak af „FRÚNNI“. KONUR, gerið „FRÚNA“ að heimilisblaði yðar, og vér munum kappkosta að veita yður og öllu heimilisfólki yðar fróðleiks- og ánægjustundir. Áskriftarsímar blaðsins eru 14003 og 15392. Nietsöluplötumar í Drungey 1. SHE3RRY/ 4 Seasons 2. I CAN’T STOP LOVING YOU/ Ray Charles 3. ROSES ARE RED/ Bob Vinton 4. HEYR MITT LJÚFASTA LAG / Ragnar Bjarnason 5. LOVER PLEASE/ Clyde McPhatter 6. DANSING PARTY / Chubby Checker 7. LOVER COME BACK TO ME/ Brenda Lee 8. 79 AP STÖÐINNI/ Elly Vilhjálms 9. VACATION/ Conny Francis 10. PAP OOM MOW MOW / The Rivingstones Péstsendum um ullt lund DRANGEY, Luuguvegi 88 Vegir liggja til allra átta i Vegna óska fjölmargra lesenda blaðsins birtum við hér með góðfúslegu leyfi höf- | I undar texta Indriða G. Þorsteinssonar við Iag Sigfúsar Halldórssonar úr kvikmynd- | I inni 79 AF STÖÐINNI. | Vegir liggja til allra átta, enginn ræður för; hugur leitar hljóðra nátta er hlógu orð á vör, og laufsins græna á garðsins trjám og gleðiþyts í blænum. Þá voru hjörtun heit og ör og hamingja í okkar bænum. Vegir liggja til allra átta, á þeim verður skil; margra er þrautin þungra nátta að þjást og finna til, og bíða þess, að birti á ný og bleikur morgunn rísi. Nú strýkur blærinn stafn og þil stynjandi í garðsins hrísi. niuillllllllllllllll!ll!lllllllllllll IIHIIIlItlIilllEIIKUIIIIIIIlllllllllll lllllllll lllllllll I llllllllllllll IIIIIIIIII lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll I MlllIIIIIIIIIl llllll!lllll!lIltIUGIllllini>11111111 Vínokrið — (Framh. af bls. 1) I framhaldi af skrifum blaðsins má geta þess, að við höfum áreiðanlegar fregnir af því, að á einum vínveit- ingastaðnum séu þjónarnir látnir „bomma út“ vodka- flöskuna á 501,50 kr. 1 hverri flösku er 18 sjússar, og er leyfilegt . að . selja gestum sjússinn á 22,50 auk þjón- ustugjalds. Veitingahúsið læt ur þjónunum sjússinn hins- vegar í té á kr. 27,86, og yrðu þeir þvi'^aðJ borga með sjússimnn til' iþéss' að geta selt hann á löglegu verði! I þessum efnum er aðeins um tvennt að gera: breyta löggjöfinni, sem raimar hef- ur sýnt augljósa galla í fleiri efnum en þessum allt frá því að hún var sett, — eða refsa hinum brotlegu harðlega. Það má ekki líðast í þjóðfé- lagi okkar, að einn sleppi refsilaust fyrir brot á lög- gjöf, sem öðrum er refsað harðlega fyrir að brjóta. I!I1IIIIII!I!!IIIIIIIIIIIIII1III|II||!1II||||!I||||||||||||||||||||I1|, Athugið! Greinar, sem birtast eiga i blaðinu, þurfa að bafa borizt fyrir mánudagskvöld í síðasta lagi. Ný Vikutíðindi Höfðatúni 2 (uppi) — Pímar 14856 og 19150. Runnsóknur- lögreglun — (Framh. af bls. 1) Jafnvel í svo alvarlegu máli fyrir þjóðarheill sem eiturlyfjaneyzlu, fær rann- sóknarlögreglan sig hvergi hreyft; hún má því aðeins gera húsleit hjá mönnum, að þeir sjálfir bjóði henni inn til sín! Styrjaldarárin og rótleysis árin þar á eftir hafa komið okkur Islendingum í nánara samband við stórborgarlíf, og þá að sjálfsögðu þau spillingaröfl, sem þar eru að verki. Enn gætir þeirra á- hrifa ekki svo mjög, þótt nokkuð sé tekið að brydda á þeim og fari vaxandi. Starf rannsóknarlögregl- unnar virðist ennþá miðað við þá einangrun, sem við vorum í til skamms tíma. Breytt viðhorf hafa ekki náð til starfsemi hennar. Margt af því, sem er að skjóta upp kollinum af völdum allskyns undirheimalýðs, verður að kveða niður og grafast fyrir. I þágu þjóðarheillar verður hinn almenni borgari að færa sína fórn, svo að uppræta megi spillingu. Sé það ekki hægt með öðru móti, verður rannsóknarlögreglan að fa aukið valdsvið. 'IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII1111 Veitingusulur (Framh. af bls. 8) verið opnaður almenningi, en var áður aðeins fyrir gesti hótelsins. Það er hinn kunm veitingamaður Þorvaldur Guð mundsson, sem annast rekst- ur Hótel Sögu af miklurn myndarbrag. IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII!llll!lllllllllllllli!llllll|lllll&

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.