Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 02.11.1962, Blaðsíða 7

Ný vikutíðindi - 02.11.1962, Blaðsíða 7
• NY VIKUTlÐINDI 1 Hún kinkaði kolli. — Það er nú nefnilega það. Það er ekkert, sem svo mikið gefur til kynna, að hún kannist við Danny Bull- ard, hvað þá meira. Ekki enn sem komið er, að minnsta kosti. Eg kveikti í sígarettu, stóð á fætur og fór að skálma fram og aftur um herbergið. Á leið minni varð ég að stika yfir bækur og uppdrætti. — Hvaða mál er það annars, sem þú ert að kynna þér? — Orrustan um Shiloh, svaraði hún fjarhuga og hamraði með blýantinum á framtennurnar í sér. Allt í einu kipptist hún við: — Hóhó, af öllu því heimsku- legasta, asnalegasta ... — Hvað er eiginlega það? — Eg var einmitt að muna eftir því, hvar ég hafði áður heyrt heitið á þessari áhaldaverksmiðju. Það var einmitt fyrir nofekrum dögum í bókasafninu, þegar ég var að blaða í eintökunum af Express, útaf sjálfs- morði Purcell- Eg snarsnerist á hæli. — Var það eitthvað varðandi Purcell? — Ne-ei, ekki beinlínis. Hún beit á vörina og einbeitti huganum. Eg drap í sígarettunni. — Við skulum þá fara til bókasafnsins og sjá til hvort við getum ekki fundið þetta aftur. Hún var í þann veginn að rísa á fætur; en allt í einu varð henni ltið á klukkuna, og hún hristi höfuðið: — Bókasafnið hefur verið lokað í næstum því klukku stund. — Jæja, þá förum við þangað í fyrramálið. — Ó, ég gæti komizt í þetta í kvöld, svaraði hún og gretti sig. Eg get komizt í blaðadraslið hjá Express hvenær sem ég vil. En hver andskotinn getur þetta eiginlega hafa verið? Þetta var bara smáklessa á bak- síðunni, og ég held, að það hafi verið eitthvað í sam- bandi við fyrri greinar- Skyndilega smellti hún saman fingrunum og spratt á fætur: [ — Eg man það! Það var eitthvað varðandi innbrot! Hún hljóp fram í svefnherbergið til að ná í kápuna sína. — En hvers vegna í ósköpunum myndi nokkrum koma til hugar að fara að fremja innbrot í áhalda- verksmiðju? spurði ég, meðan ég hjálpaði henni í káp- una. Stela einhverjum græjum? — Nei, nei, auðvitað ekki, svaraði hún áf mikilli óþolinmæði. Það var peningarnir, sem áttu að fara í kaupgreiðslumar, sem var stolið. Þú heldur kyrru fyrir héma. Eg kem aftur að vörmu spori. Eg skálmaði um gólf og reykti hverja sígarettuna af annarri. Rúmlega hálf-tólf heyrði ég lykilinn henn- ar í skránni. Hún kom inn og skellti hurðinni a eftir sér, og ég sá á andliti hennar æsing og eftirvænt- ingu. — Eg er ekki frá því, að við höfum fundið eitthvað þarna, sagði hún- Hún opnaði veskið sitt og tók upp úr þvi tvær pappírsarkir, útskrifaðar athugasemdum. — Og var þetta þá rán? spurði ég. 17. Hún kinkaði kolli. — En efeki eingöngu það. Þetta eru nefnilega tvær sögur, en að því er virðist alls ekki skyldar að neinu leyti. En ef maður leggur þær saman svo að þær passi þá fær maður alveg furðulegustu niðurstöðu. Sjáðu nú til . . . Hún gluggaði í athugasemdir sínar. — Þann 20. desember síðastliðið ár — það myndi vera fyrir rúmum tveim mánuðum — var launa- greiðslu Shiloh-áhaldaverksmiðjunnar rænt, er verið var að taka peninga úr brynvagni. Alls nam upphæð- in rúmlega 14.000 dollurum. Tímasetning og afhend- ing hafði bersýnilega verið ýtarlega rannsökuð. Það vom tveir menn, sem stóðu að ráninu. Hinn þriðji var í undankomubifreiðinni. (Framhald) Ný bók: Fullnuminn Nýjasta bókin hjá bókaútgáf- unni Leiftur heitir „Fullnuin- inn“ og er eftir Cyril Ccott, en Steinunn S. Briem þýddi. Fal- leg bók, 274 síður. Höfundur bókarinnar er þekkt, brezkt tónskáld og dul- fræðingur. Skiptir hann bókinni í tvo hluta. Fjallar fyrri hlut- inn um viðkynningu höfundar við háþroskaðan mann, sem náð hefur mannlegri fullkomn- un, en seinni hlutinn er tákn- rænt ævintýri um mann, sem tekur að leita æðstu sanninda mannlífsins, og lýsir’ þeim hindrunum, er á vegi hans verða, unz liann nær settu marki. Cyril Scott liefur mikinn kær leiksboðskap að flytja í bók þessari. Hann undirstrikar, að Guð sé kærleikur, og þar af leiðandi geti ekki farið lijá þvi, að því meira af kær- leikanum, sem við ræktum með okkur, þvi meira af guðdómin- um hljótum við að sýna — því meira erum við eitt með Guði. Scott leggur Fullnumanum — Moreward — margar uppbyggi- legar setningar í munn. Svo sem þessar: „Umburðarlyndið er dýrmæt- asti eiginleiki mannsins." „Um mat og drykk er vitan- lega ekki að ræða, þegar við höfum lagt frá okkur jarðlík- amann . . . Hið eina, sem þar skiplir máli, er kærleikurinn. Því er það ógæfa að lifa hér á jörðu án kærleika, og þeirri ógæfu léttir ekki eftir dauð- ann. Ástleysið, vinur minn, er verst allra víta, og að lifa sneyddur kærleika eftir dauðann er lítkt og að lifa hér án lofts — að vera aðeins hálflifandi — þess vegna getur vændiskonan oft verið nær ríki himnanna en hinn kærleikssnauði farísei. Dauðinn breytir ekki skapgerð manna.“ „Hefur þér nokkurn tíma dott ið í hug, að sönn ást hugsar ætíð um hamingju ástvinarins? Og jafnvel þótt sú hamingja nái uppfyllingu í örmum annars manns, setur sönn ást það ekki fyrir sig.“l „Það horgar sig þúsundfalt að sýna konu sinni samúð jafnvel viðvíkjandi ástarævintýrum hennar, ef hún lendir jiá i ein- hverjum. Heiður er aðeins kúrt- eislegt nafn á hégómagirnd.“ „Sá eiginmaður, sem hagar sér ætíð samkvæmt sínu sann- asta og hezta eðli gagnvart konu sinni, hlýtur ávallf að vinna taflið að lokum, þvi að elskhug- ar eru óáreiðanlegir og hverf- lyndir, en félagsskapur og vin átta, sem byggist á löngti hjóna bandi,, samúð og skilningi, var- ir að eilífu." „Riiiu sinni var mjög vitur maður, sem sagði, að lífið væri of alvarlegt til að taka liað al- varlega." „Eigingirni er að beina lnig- anum að sjálfum sér; sá sem elskar, beinir ekki aðeins hug- anum að einhverjum öðrum en sjálfum sér, heldur gefur hann þeim, er ást hans snertir, hluta af sínu eigin sjálfi. Æðsta góð- verk, sem við getum gert, er að gefa öðrum þjónustu okkar, fé og okkur sjálf í senn. Og það sem meira er: með þessu upp- skerum við sjálf liamingju, þvi að ástin er hin unaðsríkasta allra kennda.“ 1 seinni hluta bókarinnar er og margt engu síður göfgandi. T. d. segir einn kennarinn þar: „öll aðferð þín var röng, af því þú byrjaðir á öfugum enda og tortímdir hinu illa í stað þess að byggja upp hið góða, en þveröfugt við flest annað byrj- ar andlegleikinn að ofan, en ekki að neðan. ... Og um dyggð og hamingju má segja hið sama og um loftið: ef þú vilt losna við óhreint loft úr lungum þínum, er eina ráðið að fylla þau af hreinu lofti, en ekki tæma þau algarlega, unz þér liggur við köfnun.“ „Allir ofstækismenn eru þjóð- félaginu háskalegir, auk þess sem þeir eru gersneyddir dóm- greind og vizku.“ Þetta er mjög göfgandi og uppbyggileg bók, en er þrátt fyr ir það, og þótt hún sé svolítið langdregin á köflum, alls ekki leiðinleg aflestrar, eins of sum- ir kynnu að halda. Hin sígilda speki hennar keniur fram í tákn rænum sögum og samtölum, er gerir hana læsilega. Víða mun hafa verið vanda- samt að þýða bókina á íslenzku, en Steinunni Briem virðist hafa tekizt það mjög sómasamlega, jafnvel snilldarlega á köflum. Prófarkalestur er ágætur. — g. iiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiii[ii'ili!»:iiiiiiiiiiiíiiiii'ii:iiiii.!iiii!n:iiiiii'i. iiii:iiiii iiii!:|iiii:iiiiiiiiili:iiii:iiiiliui;iiiinii!iiniiiiniiini,!iiiiiiini ,nIMI iiiiiiii!IiiiiiIiiiiiiiiIIi,iI,n, tlll Leynilögreglugáta I DAUÐI LEIKARANS Leynilögrcglusögur liafa löngum veriö vinsælasta les- efni í heimi. Viö náöum ný- lega í bók eftir Austin Rip- ley, sem nefnist „Minute Mysteries", er innilieldur fjölda margar fáoröar lög- rcglufáögálur, sem prófessor Fordney leysir af mikilli skarpskyggni. En lcsandinn á einnig aö geta lcyst ráögát- una, því .prófessorinn fær ekki meiri upplýsingar cn hann. ViS höfum í liyggju aö velja nokkrar af ráögátum bókarinnar og birta j>ær hér í blaöinn, ásamt lausnum, ef vera kynni aö einlwcr hcföi gaman af aö sprcyla sig á þeim. Hér kemnr sú fyrsla: Þegar prófessor Fordney kom inn í búningsherbergi hins dáða leikara Hilarys Mantells, leit hann á brotna spegilinn beint á móti dyrunum, virti fyrir sér líkið af Gerald Hooper, varð siðan starsýnt á byssuna, sem Iá á gólfinu, og á bráðna van- illuísklessu í einu horninu. Tveir þrekvaxnir lögreglu- þjónar stóðu vörð við dyrnar, sem skullu aftur að baki pró- fessorsins, Kelley lögreglufull- trúa og Lymans læknis. Meðan læknirinn gerði athug- anir sínar, lagði Kelly nokkrar spiirningar fyrir Mantell, sem ráfaði eirðarlaus um gólfið. „Hann átti ekki betra skilið," sagði leikarinn. „Hvers vegna þessi óþokki reyndi að drepa mig, einungis af því að ég lék aðalhlutverkið i þessu leikriti er mér hulinn leyndardómur. Eg viðurkenni, að hann var betri leikari en ég, og ég hef viðurkennt það fyrir honurn, en get ég gert að því, þótt fólk vilii lieldur horfa á mig en hann?“ „Auðvitað ekki,“ sagði Kelley. „Hvað meira?" „Nú, dyrnar voru lokaðar og ég sat fyrir framan spegilinn og var að leggja síðustu hönd á andlitsförðunina, því ég bjóst við að kallað yrði á mig fram á sviðið þá og þegar, en þá allt í einu þaut byssukúla fram hjá erjmanu á mér. Eg spratt upp og sá Hooper bak við mig. Eg náði tökum á honum, áður en hann gat skotið aftur, og í á- tökunum datt skammbyssan á gólfið. Mér tókst að ná henni. Hann henti þá ískreminu í mig, svo að ég skaut á hann. Það var um líf hans eða mitt að tefla. Eg átti ekki um annað að velja, eða hvað?“ Fordney, sem hafði hlustað á frásögnina, sagði: „Ef saga yð- ar væri sönn. hefðuð þér ef til vill verið sýknaður, en allar lík- ur benda til þess að svo sé ekki!“ Ilvers vegna trúöi prófessor- inn ekki Manteil? — Lausnin er annars staöar í blaöinu.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.