Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 02.11.1962, Blaðsíða 5

Ný vikutíðindi - 02.11.1962, Blaðsíða 5
N? VIKUTlÐINDI •s&&- 5 Erh 21 SSli Skipholti 21 — Sími 12915 Höfum ávallt fyrirliggj- andi mikið úrval nýrra og notaðra varahluta. VÉLAR GlRKASSA HÁSINGAR STURTUR VANTSKASSA DÝNAMÓA STARTARA BRETTI HURÐIR STÝRISVÉLAR MEÐSTÖÐVAR O. M. FL. 21 SAU Skipholti 21 — Sími 12915 Bif reiðaleigan BÍ LLINN sími 18833 Höfðatúni 2. d ZEPHYK 4 M CONSUL „315“ M « VOLKSWAGEN fc LANDROVER B I L L I N N Lykillinn að auknum viðskiptum er góð auglýsing í blaði, sem allir lesa ... HÆTTULEG GATNAMÓT. Á skömmum tíma hafa orðið tvö alvarleg slys á mótum Bústaðavegar og Réttarholtsvegar, og má sannarlega ætla, að þar sé ekki öll sagan sögð ennþá, ef ekki verður bráður bugur undinn að úrbótum. Réttarholtsvegurinn hefur aðalbrautarréttindi gagnvart öllum götum, sem að honum liggja frá Hafn arf jarðarvegi að Grensásvegi. Mótin við Réttarholts- veg koma næst, og því hefur mörgum bifreiðarstjór- anum orðið á að álíta, að þar giltu aðalbrautarrétt- indin sömuleiðis, en svo er ekld. Er ráðstöfmi sú furðuleg, og óskiljanleg, og ber um- ferðaryfirvöldunum tafarlaust að bæta úr þessu. Slík- ur ruglingur hlýtur aðeins að vera til skaða, — og er engum til gagns. NÝBORG AÐ FLYTJA. Og þá mun líða að því, að Nýborg gamla missi sína frægð, er augu forráðamanna Áfengiseinkasölunnar hafa opnazt fyrir því, að ekki sé skammlaust að reka áfengissölu í húshjallinum. Eru uppi háværar raddir um nauðsyn þess að flytja iðnaðardeildina í hentugra og viðkunnanlegra húsnæði. Mun það og gert með til- liti til umferðatruflunarinnar á Skúlagötunni, og var ekki vanþörf á endursko^^n í íþpim.- ■ efnum, og mættu fleiri aðilar, sem nú teppa-umferðina þar svo meinlega fara að hugsa til hreyfings. Flutningur Nýborgar er enn á byrjimarstigi, og ekk- ert um það vitað, hvert flutt verður; né heldur hvort starfsemin haldi þar áfram í einhverri mynd. HVAR STARFA ÞEIR? Dagblaðið Mynd hafði miklum f jölda blaðamanna á að skipa, eða átta talsins með ritstjórum. Að því er við bezt vitum mun aðeins helmingur þeirra hafa iialdið blaðamennskimni áfram. Þeir Bjöm Jóhanns- son og Bjöm Thors fóru til Morgunblaðsins, Sigurð- ur Hreiðar og Kristján Magnússon, ljósmyndari starfa við Vikuna, en hinir hafa snúið sér að öðrum verkefnum. Okkur er ókunnugt um starfa Högna Torfasonar og Auðuns Guðmundssonar, en Oddur Bjömsson mun stunda kennslu og Sigurjón Jóhannesson starfa við hagskýrsluvélar. BREYTINGAR 1 IÐNO. Starfsemi Leikfélags Reykjavíkur hefur dregizt á langinn sökum gagngerðra breytinga, er gerðar hafa verið á áhorfendasal Iðnó gömlu. Hefur verið mynd- aður halli í áhorfendasal niðri, þannig að sjá má svið- ið sæmilega jafnvel af öftustu bekkjum, en á því var mikill misbrestur. Sömuleiðis hafa svalimar verið lengdar fram, og rúmast helmingi fleiri fyrir þar en áður var. Fyrsta verkefni Leikfélagsins í ár er leikrit Jökuls Jakobssonar, er nefnist HART í BAK. LÉTT DAGSKRÁ. Það hefur vakið furðu útvarpshlustenda, hve gama'- mennasjónarmiðin erulífseig í útvarpsdagskránni, á sama tíma og forkólfar Ríkisótvarpsins fjasa af fjá!^ Ieik um stofnun sjónvarps hérlendis. Þeir hafa þó sann arlega ekki sýnt sig verðuga þess að vera trúað fyrir slíkri stofnun, og væru betur komnir með sinn áhuga á öðrum sviðum. Það á fyrst og fremst að vera hlutverk útvarpsins að skemmta hlustendum. Sé virkilega svo, að einhverj um þyki gaman að dagskrá útvarpsins eins og hún er nú samansett, ber því skylda til að hafa eitthvað á boðstólum fyrir hina, sem alls ekki vilja þetta strembna efni. Það stæði miklu nær útvarpinu að hefja starf- semi léttrar dagskrár jafnhliða hinni, sem maður gæti hlýtt á, þegar hin gengur alveg fram af manni. Það er ekki sæmandi Ríkisútvarpinu að neyða meginþorra hlustenda til að hlusta svo til eingöngu á hermanna- útvarpið frá Keflavíkurflugvelli. SJÁLFSTÆÐISHÚSIÐ AD OPNA. Að því er bezt er vitað mun þess ekki lang'c að bíða, að Sjálfstæðishúsið hefji starfsemi sína að nýiv, en þar hafa farið fram gagngerar endurbætur á sal*r- kynnum. Um langt skeið var Sjálfstæðishúsið einn vinssu asti skemmtistaður borgarbúa. Var þar efnt til vin- sælla revíusýninga, og mikið um félagaskemmtanir, enda veitingar jafnan hinar beztu. Er yngri húsin risu upp hvert af öðru með glæstum sölum og vínstúkum, þar sem mehn gátu rabbað sam - an í næði, dró talsvert úr aðsókninni að Sjálfstæðis- húsinu, og var því þá lokað meðan breytingarnar fóru fram. Er þess beðið með talsverðri eftirvæntingu, hvað þarna hafi verið gert, og hafa ýmsar sögur gengið um það manna á meðal. Rætt er um vistlegan og skemmtilegan bar, gjörbreytingu á danssal o. m. fl. En sjón verður sögu rikari, og það er ekki að efa, að húsið nái aftur sinni fornu frægð. GÓTUVITAR Á LÖNGUHLlÐ. Það hefur dregizt alltof lengi að koma upp götu- vitum á gatnamótum Lönguhlíðar og Miklubrautar. Kostnaðurinn getur ekki verið það mikill, að það borgi sig ekki að vinda bráðan bug að þessu áður en þama verða fleiri árekstrar og jafnvel stórslys. SÝNINGAR. Listunnendur hafa haft nóg að gera undanfarnar vikur. Hver listsýningin hefur rekið aðra. Þessa dag- ana eru fjórar sýningar opnar. Sýningu Ester Ásgerðar Búadóttur að Karfavogi 22 lýkur á mánudaginn. Er sýningin opin daglega Id. 14— 22. Haye W. Hansen sýnir á Mokka, en sá staður er op- inn til kl. hálf-tólf. Hafsteinn Austmann sýnir í Kastalagerði 7 í Kópa- vogi. Sýningu hans lýkur á morgun (laugardag) og er opin kl. 14—22. Loks sýnir Magnús Á. Árnason í Bogasalnum, en sýningu hans lýkur á simnudag. Sýningin er opin kl. 14—22. Kaupsýsiutíðindi eru nauðsynleg öllum framkvœmdamönnum. au birta alla dóma bæjarþings Reykjavíkur. — Enn- ■emur veðsetningar og afsöl fasteigna, jafnóðum og •i eru þinglesin. ARIFTARSlMI 37889

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.