Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 02.11.1962, Blaðsíða 6

Ný vikutíðindi - 02.11.1962, Blaðsíða 6
Ní VIKUTlÐINDI 6 VIÐHÖFUM B í L A N A sem yður vantar BlLASALINN við Vitatorg SlMAR: 13500 — 24088 r Okkar vinsæla KALDA BOBÐ einnig alls konar heitir réttir Hádegisverðarmúsík frá kl. 12,30. Eftirmiðdagsmúsík frá kl. 15,30. Dansmúsík frá kl. 20,00. Elly OG HLJÓMSV. JÓNS PALS Dansað til kl. 1 Borðpantanir í síma 11440 Sjöundi hluti hinnar hörkuspennandi framhaldssögu eftir CHABLES WILLIAMS: * — Svo að hún hefur séð mig í íbúð Stedmans þá um kvöldið, sagði ég að lokum. Hún gat ekki með nokkru öðru móti hafa þekkt mig aftur. Hún vissi, að ég var að eltast við hana, og þess vegna var reynt að ryðja mér úr vegi. — Það er ekki nokkur minnsta glóra í þessari frá- sögn þinni. — Eg veit það mætavel. Eg er bara að reyna að segja þér frá því, sem raunverulega gerðist. Eg get ekki sagt þér, hver beljakinn er, ekki einu sinni, hvern ig hann lítur út, vegna þess að það var alltof dimmt til að ég sæi hann greinilega- En ég er sannfærður um, að annaðhvort er hann sjómaður, eða var það að minnsta kosti. — Hvers vegna? — Þegar hann var að segja stúlkunni að hafa auga með mér, sagði hann henni að hringja klukkunni, ef ég rankaði við mér, og það er sjómannamál, sem við gripum iðulega til í landi. Og auk þess var það mel- spíra, sem ég lamdi hann með. — Hvað er melspíra? — Melspíra er allþungur tréhlutur, mjór í annan endann en þungur og ávalur í hinn, notaður til að splæsa með vír. Svo að það er ekki ólíklegt, að hann vinni í landi við að búa báta út. 16. Einhver var að hamast á hurðinni á símaklefanum. — Bíddu andartak, sagði ég við Brannan. Hurðin opnaðist sem snöggvast, og drykkjumanns- legt, feitlagið andlit blasti við mér í gættinni. — Afsakaðu, góði, sagði sá fulli. Hann deplaði augunum framan í mig, riðaði við, og hvarf síðan á brott. Andlitið tilheyrði gríðarmiklum skrokki í svörtum buxum, dökkgrárri peysu, og engri skyrtu innanundir. — Það losnar eftir andartak. sagði ég. Eg vonaði innilega, að hann slangraði ekki utan í símaklefann, svo að hann dytti um. — Ertu þama ennþá? spurði Brannan. — Ójá. Hvað ætlaðirðu að fara að segja? — Segðu mér, hvar þú ert. Þegar þú heyrir í sí- rennum, gakktu þá útfyrir klefann með hendurnar of- an á höfðinu. Maðurinn í hinum klefanum yfirgaf hann í þessu, og ég sá fyUiraftinn slangra inn og reyna að velja eitthvert númer, meðan hann sönglaði fyrir munni sér. — Kemur ekki til mála, svaraði ég. — Gott og vel. Ef þú ert of heimskur til að gera þér Ijóst, hvað þér er fyrir beztu, þá hugsaðu um irunningja þinn. Það er einhver, sem veitir þér húsa- skjól. Og sumir dómararnir geta bara verið fjandi óþjáJir, þegar um það er að ræða að halda hlífiskildi jrfir flóttamanni undan lögreglunni. — Eg veit það, sagði ég. Hann líka. En hvernig væri nú að eyða smátíma í það að elta uppi þann, sem í raun og veru myrti Stedman? Eg lagði símann á og gekk aftur að bifreiðinni. Við ókiun út í umferðina. — Hafði þetta eitthvað að segja? spurði hún- — Eg efast um það, svaraði ég. En maður reyndi það þó aUtaf. Hún setti bílinn inn í bílskúrinn í kjallaranum, og við fórum upp. Setustofan og bókaherbergið hennar voru beinlínis þaktar bókum, glósubókum, útbreiddum kortum og pappírsblöðum. — Hefur geisað fellibylur hérna? spurði ég. Hún hristi höfuðið: — Nei, ég var bara að kynna mér nokkur atriði. En nú skulum við sjá, hversu særður þú ert. Við fórum inn í svefnherbergið. Eg kastaði frakk- anum á rúmið og afklæddist síðan niður að mitti. — Drottinn minn almáttugur, Iri! hrópaði hún upp yfir sig. Stórt svæði á líkamanimi á mér, frá neðstu rifbein- unum niður að nára, var orðið kolsvart af mari. Eg snerti það, og mig sárverkjaði. —t Er ekki vissara að ná í lækni? spurði hún. — Nei, hann kæmist ekki hjá þvi að segja til mín. Eg held, að þetta geti ekki verið neitt annað en út- vortis mar. Eg held, að það sé ekkert innvortis. — Jæja, við skulum sjá til morguns. En nú kemur þú og leggur þig frammi í setustofunni, og ég ætla að blanda hressingu handa þér. Og sömuleiðis kaffi og samloku. Hún ýtti einhverju af bókunum og kortunum útaf sófamun, svo að ég gæti lagzt niður, og ég teygði úr mér. Eg var þreyttur, lurkum laminn og niðurbrotinn. Eftir nokkrar mínútur kom hún með Martini handa mér. Þegar ég settist upp og drakk úr glasinu, virtist mér lífið heldur bjartara en áður. Hún setti samloku og kaffibolla á borðið fyrir framan mig, og settist síðan á gólfið hinum megin við borðið með sígarettu. — Látum okkur nú sjá, hvar við stöndum, sagði hún hugsandi. Það virðist nokkum veginn augljóst, að stúlkan hafi verið í íbúð Stedman, meðan á slagsmál- unum stóð, hún hafi séð þig og myrt Stedman rétt eftir að þú varst farinn. Siðan hafi hún, yfirgefið íbúð- ina eftir bakdyrum rétt áðui* en lögreglan kom á vett- vang. En við höfum bara ekki minnstu hugmynd um það, hvers vegna hún átti að myrða Stedman. Var það afbrýðisemi? Eg á við, hún kann að hafa heyrt þig ásaka Stedman fyrir að halda við konuna þína. — Nei, sagði ég og saup á kaffiboUanum, Mig minn- ir, að ég hafi ekki sagt eitt einasta orð við hann- Eg gekk þegar í stað í skrokk á honum. Hún hamraði fingrunum á borðplötuna. — Það eru þó nokkrir möguleikar. Kannske hún hafi verið að reyna að komast eftir einhverju hjá hon um. Það má líka gera ráð fyrir, að hún hafi verið að hefna sín. — Mér geðjast einna bezt að kenningunni um hefnd- ina. Þar komum við nefnilega beint aftur að Danny Bullard. Og þessi náungi, sem var með henni i kvöld, gæti hæglega verið bróðir Danny Bullard

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.