Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 09.11.1962, Blaðsíða 3

Ný vikutíðindi - 09.11.1962, Blaðsíða 3
NÝ VIKCTÍ ÐINDI 3 nýtum þjóðfélagsþegnum. Væri ekki vinnuheimili eins og Reykjalundur heppileg fyrirmynd ? Að sjálfsögðu meðþyrfti breytt fyrirkomulag, en það sem á bak við lægi, væri fög ur hugsjón um að gjöra þessa „öryrkja laganna" að nýtum borgurum. STJÓRNMÁLAMENN OG PÓLITÍK Þegar málum er svo hátt- að, að almenningur hleypur upp til handa og fóta og slekkur á útvarpstækjum, er háttvirtir stjórnmálamenn hefja útvarpsumræður um fjármál og fleiri góða hluti, þá er eitthvað meir en lítið að. En það sem verst er: það virðast allir gera sér þetta fyllilega Ijóst — nema stjórn málamennirnir sjálfir! Og því fer sem fer. Það er sagt af sérfróðum mönnum, að krabbamein sé sá sjúkdómur, sem þjóðum heims stafi mest hætta af, — og engin varanleg lausn hafi fundizt og sé ekki á næsta Ieiti; en er það ekki hliðstætt með þá sem stjórn- málin fara, er lækning þeirra hugsanleg sem vísindalegur sigur, eða er hann fyrirsjá- anlegur ? Það sjást engin merki þess berum augum, en vonandi verður það einhver ósýnileg- ur kraftur hins góða^ sem verður hinu illa yfirsterkara, svo að minnsta kosti útvarp- ið fái að vera opið, þegar eld húsumræður fara fram, — þótt mikil hugarfarsbreyting megi gerast á vígvelli stjórn málanna, til þess að fólk hlusti með báðum eyrum á innantómt orðagjálfur, lygi og fals, sem lagt er á borð fyrir hinn almenna kjósanda — sem kaus þessa menn á þing. illlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Fólk er orðið hundleitt á stjórnmálaþrasi — og krefst þess að á það sé litið sem fólk, sem ekki lætur bjóða sér allt, og að vandamálin séu leyst eftir samfæringu stjórnmálamanna — en lendi ekki óleyst í fen stjórnmála- þrass. VINNUDEILUB OG VERKFÖLL Baráttan um skiptingu auðsins ætlar að verða þjóð vorri þröskuldur á framfara- leið. Sífelldar vinnudeilur og verkföll móta þjóðlíf vort alltof mikið, — og þáð sem verst er, það virðist ekkert rofa til — það syrtir að. Það tapa allir á verkföllunum, bæði einstaklingar og þjóðin. Það viðurkenna a. m. k. flest ir. En hefur verið gert eitt- hvað raunhæft til að brúa hyldýpið á milli launþega og atvinnurekenda, sem myndi tryggja vinnufrið t. d. i 1—2 ár, — reynt að semja til langs tíma með tilheyranleg- um breytingum, sem yrðu á tapi og gróða þjóðarbúsins ? Vafalaust hefur slíkt spor verið stigið, en spurningin, hvort því spori hafi hugur fylgt máli eða það bara ver- ið hliðarspor á vettvangi stjórnmála læt ég ósvarað. En eitt veit ég og það er, að við höfum ekki efni á að ,,velta“ vandamálunum á undan okkur eins og snjó- bolta, sem verður sífellt þyngri og þyngri, þangað til við getum ekkert aðhafzt, — fyrr en sólin kemur næsta sumar og bræðir hann fyrir okkur. Við skulum vona að til sól ar sjáist í vandamálum vor- um, og að hún hjálpi oss að finna það góða í okkur sjálf um. Einn úr hópnum“. IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIÍIIMI Fyrirliggjandi stangað Vattfóðurefni Kr. Þorvaldsson & Co. Grettisgötu 6. — Símar 24730 og 24478. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiíiiiaiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiaiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii Fyrirliggjandi KÖFLÓTT OG RÖNDÓTT SKYRTUEFNI Kr. Þorvaldsson & Co. Grettisgötu 6. — Símar 24730 og 24478. ■■ ■ - v'iíÍV' L ÆKNADEILAN Þegar þetta er ritað er aðalsjúkrahús Iandsins svo vanbúið til að gegna hlut- verki sínu að við neyðarástandi liggur. Allir aðstoðarlæknar Landspítalans og hinna ýmsu deilda lians hafa hætt störf- um og eftir er aðeins einn læknir á hverri deild með fullum læknisréttind- um, þ. e. a. s. yfirlæknirinn og nokkrir kandidatar, sem ekki hafa fengið lækn- isréttindi, vegna þess að þekking þeirra og reynsla fullnægir ekki þeim skilyrð- um, sem gerð eru til þeirra, sem slík réttindi fá. Kandidatarnir eru menn til- tölulega nýkomnir út úr skóla með lítið annað en bókjega þekkingu. Aðstaða Landspítalans til að taka móti sjúklingum og veita þeim þá meðferð, sem nauðsynleg er, hlýtur þess vegna að vera mjög takmörkuð. I raun og veru er þessi aðstaða spítalans svo lítil og léleg, að við lágmark liggur. Læknaskort urinn er liliðstæður því, sem á stríðs- árunum væri, þegar tiltölulega fáir lækn ar þurfa að stunda miklu fleiri sjúklinga en þeir geta annazt, nema lauslega, og stöðugt ber nýja sjúklinga að. Hvernig stendur á þessu? Það hlýtur eitthvað meira en lítið alvarlegt að hafa gerzt úr því að svo er komið fyrir aðal- sjúkrahúsi landsins, en meðal stofnana hans eru eina rannsóknarstofa landsins. sem aðstoðar við sjúkdómsgreiningar. aðalbarnadeildin og svo stærstu lyf- og skurðlæknisdeildir eins spítala á landinu. Spumingunni má svara á einfaldan hátt og segja: læknarnir vilja fá hærri Iaun og gera sig ekki ánægða með það, sem þeim hefur verið boðið. Það er ekki hægt að bjóða betur í bili. Svona einfalt er málið ekki, og heklur ekki svona alvarlegt. Því ef ekki er hægt að borga Iæknum mun hærra kaup en þeir liafa hingað til fengið fyrir aðstoð- arstarf sitt á spítölunum, er ekki liægt að reka sjúkrahúsin til Iengdar. Svarið hiýtur því að liggja í því að einliverjum hafi orðið mistök á. Það hljóta að vera mistök, vegna þess að þeir eru svo nauð synlegir menn að við getum ekki verið án þeirra. Þeir mega því ekki hætta að starfa þar sem jieir eru. Þessi mistök eru liliðstæð jieim að láðst hafi að láta benzín eða olíu á eina vél, og hún hafi hætt að ganga, |>egar j>að var útbrunnið. Það þarf lieldur ekki annað en horfa á dagsetninguna á bréfi ríkisstjórnarinn ar til BSRB um það, hvort stjórn BS- RB telji læknana hafa haft heimild til að segja upp, ef við viljum sjá að rík- isstjórnin fór alltof seint af stað. Þetta bréf er sent á síðustu dögum þeirra sex mánaða sem ríkisstjórnin hafði til að ná samkomulagi við læknana. Ef vafi lék á uppsagnarlieimild þeirra var auðvelt að spyrja Félagsdóm um jtað strax. Svarið hefði að nokkru leyti greitt úr þeim vanda, sem ríkisstjórin var í þegar liún stóð andspænis hinum gífurlegu kröfum Iæknanna. Þá vissi ríkisstjórnin hvort liún mátti semja eða ekki. Eftir var að ákveða upp á hve mikið ætti að semja. Þeir samning ar hefðu tekið langan tíma, en ríkis- stjórnin hafði líka langan tíma. En hefði jíó að minnsta kosti getað bent á að hún hafi gert allt sem í hennar valdi stóð, úr því að hún væri búin að ræða við læknana svona langan tlrna og gera þeim góð boð. Því auðvitað dtigði ekki meira en góð ráð. Læknarnir vilja fá allveru- legar kauphækkanir, og við j>ví verður ekki gert. En ríkisstjórnin getur ekki sýnt fram á að hún hafi gert mikið til lausnar læknadeilunni. Hún liefur lengst af liald- ið að sér liöndum og ýmist látið eins og læknadeilan væri ekki til eða læknadeil- an væri ekki nema fjaðrafok, sem ekk- ert yrði úr, j>egar að úrslitastundinni, síðasta vinnudegi læknanna, kæmi. Þessi herfilegu mistök bera ekki vott úm hyggilega stjórn. Hvernig sem á því stendur hefur heilbrigðismálaráðherrann, sem er Bjarni Bénediktsson, látið deiluna undir höfuð leggjast. Meðan beðið er eftir úrskurði Félags- dóms, eru sjúkrahúsin læknislaus. Yfir- læknarnir mega að vísu kalla sérfræð- inga til aðstoðar í „brýnni lífsnauðsyn". Strangt tekið er jiessi heimikl j>ess eðl- is að ekki er Iiægt að veita öðrum sjúkl- ingum en þeim, sem auðsýnilega eru í lífsliættu, nauðsynlega aðstoð. En auð- vitað er ekki hægt að taka heimildina svo bókstaflega. Sjúklingar, sem eru ekki í bráðri lífshættu og jiurfa samt á meðferð sérfæðings að halda verða einn- ig að geta notið hennar, einkum ef starfs liðið, sem eftir er á spítölunum getur ekki anuað j>eim. Þetta kann að virðast útúrsnúningur á orðalagi heimildarinnar. En í sannleika sagt er hún svo klaufa- lega orðuð, að bókstaflega tekin er liún hættulega orðuð. Enda munu yfirlækn- arnir alls ekki vera vissir um hvernig á að túlka jietta orðalag. í einu daghlaðanna, mig minnir að það hafi verið Vísir, er beinlínis haft eftir einum yfirlæknanna að hann viti alls ékki hvernig túlka á heimiklina. Þótt ekki sé um að ræða að draga menn til refsingar fyrir mistök eins og j>cssi sem átt hafa sér stað í læknadeil- unni, |>jónar j>að engum |)ótt hlutaðeig- andi ábyrgðarmenn séu eltki dregnir fram í dagsljósið. Hér er um mistök að ræða, sem setjast verða á reikning ör- fárra forystumanna heilbrigðisstjóraar- innar, en ekki ríkisstjórnarinnar sem heildar, |>ótt segja megi að það sé líka hægt. Þeim er aðhald að slíkum upplýs- ingum. En allt er gert til að Ieyna þeirra hlut. 111111111111111111111111111111111111111111111111111^11111111111111111111111111111111111:1111111111111111 IIIII1111111111111111111111111111111111

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.