Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 09.11.1962, Blaðsíða 5

Ný vikutíðindi - 09.11.1962, Blaðsíða 5
NÝ VIKUTÍÐINDI 5 \ é Skíðaskálinn Hveradölum Ödýr hóteldvöl Frá og með 1. nóvember, verður verð fyrir dvalargesti sem hér segir: Vikudvöl í tveggja manna herbergi kr. 875.00. Vikudvöl í svefnpoka í kojuplássi kr. 700.00. Þriggja daga dvöl í tveggja manna herbergi kr. 405.00. Þriggja daga dvöl í svefnpoka í kojuplássi kr. 360.00. Sólarhringsdvöl í tveggja manna herbergi kr. 160.00. Sólarhringsdvöl í svefnpoka í kojuplássi kr. 135.00. Innifalið í verðinu er gisting, morgunverður, miðdegis- kaffi, kvöldverður og kvöldkaffi. V ATHUGIÐ: Dvöl um jólavikuna og páskavikuna er imdanskilin frá þessu verði. Skíðaskálinn Hveradölum Kaupsýsl utíði nd i eru nauðsynleg öllum framkvæmdamöimum. Þau birta alla dóma bæjarþings Reykjavíkur. — Enn- fremur veðsetningar og afsöl fasteigna, jafnóðum og þau eru þinglesin. ÁSKRIFTARSlMI 37889 Fjölbreittasti matseðiKinn Islenzkir, franskir og kínverskir réttir, Borðið og njótið útsýnisins frá Sögu, því sá sem ekki hefur komið í „Grillið“, eða „Astrabar“ hef- ur ekki séð Reykjavík. Alltaf op/ð alla daga Hótel SAGA N O R Ð R I: Þjóðvörn kastar grím- unni — Lofar Hússa I • * Kúbu - málinu „SÁ VÆGIR ... “ Það er fráðlegt að fylgjast með við- brögðum Þjóðvarnarmanna í sambandi við Kúbu-málið svonefnda. Kemur þar berlega í ljós að þeir telja sigur Sovét- ríkjanna mikinn í því máli og láta í blaði sínu þau ummæli, ,,að sá vægi, sem vitið hefur meira.“ Það hefur raunar alltaf verið vitað, að Þjóðvarnarhyskið er ekkert annað en dulbúinn kommúnistaskríll og alltaf er reiðubúinn að svívirða afstöðu NATO -ríkjanna til heimsmálanna og telja her stöðvar þeirra glæp við friðinn í heim- inum. Og þegar Rússar læðupokast til þess að byggja eldflaugastöðvar við nefið á Bandaríkjamönnum, eldflaug- ar sem geta flutt vetnissprengjur um gervöll Bandaríkin og eytt nær öllu lífi þar, þá gagnrýnir Frjáls þjóð aðgerð- ir Bandaríkjamanna gagnvart þessari hættu og segir ,,að sýnt sé að þeir hefðu ekki skirrzt við að ráðast með her sinn inn í þetta sjálfstæða ríki án tillits til afleiðinganna," og á öðrum stað í sama blaði er talað um „glæfra- legustu aðgerðir Bandaríkjamanna í kalda stríðinu.“ „ ... sem vitið hefur meira.“ Og lofið um vizku Sovétmanna er ekki skorið við nögl: „Það verður að viðurkennast, að stjórn Sovétríkjanna hefur borið hærri hlut í hinni uggvæn- legu deilu um Kúbu . . . “ og „þá sýndi Sovétstjórnin það einnig i verki að hún var ekki reiðubúin að stofna heimsfrið- inum í hættu ... “ og „það er stjóm- endum Sovétríkjanna ótvírætt til sóma 'að hafa viðurkennt, að þeir mætu til- veru jarðarbúa meira en kaldastríðs- yfirlýsingar sínar og þarflausar her- stöðvar!" Þannig túlka Þjóðvarnarmenn ósigur Rússa á Kúbu eftir að Bandaríkjamenn knúðu þá til undanhalds og neyddu þá til þess að rífa til grunna þær kjarn- orkjusprengjueldflaugar, sem verið var að reisa til árásar á Bandaríkin Þær „þarflausu herstöðvar" á þeirra máli. en Keflavíkurflugvöllur. sem engar eld- flaugastöðvar hefur, er glæpsamlegur friðarspillir. Frjáls þjóð gagnrýnir ekki byggingu eldflaugastöðvanna á Kúbu, því slíkt fellur auðvitað ekki í góðan jarðveg, en að rífa þær og flytja á brott er „fordæmi til eftirbreytni" og stjórn- endum Sovétríkjanna ótvírætt til sóma.“ 1 ÞJÓÐVARNARKOMMAR Já, og „Rússar sýndu mikla still- ingu og hyggindi" heldur Frjáls þjóð áfram og á vart orð til að lýsa hrifn- ingu sinni á stjórnkænsku Sovétmanna. Það er ekki furða, þótt heil síða í sama blaði sé tileinkuð „Fullorðnum börnum frá útlöndum" og er þar átt við ungan menntamann frá lýðræðis- landi, sem heimsækir eitt kommúnista- ríkið austantjalds. Þetta er blaðið, sem þykist berjast fyrir friði í heiminum, en gleymir stöðu sinni þegar hallar á Rússa. Ár eftir ár er fluttur rógur og níð um Bandaríkin í Frjálsri þjóð en skriðið undir gæruna með kommúnistum hve- nær sem færi gefst. Undir nafngiftinni „Samtök hemáms andstæðinga" birtir svo Frjáls þjóð í þessu sama tölublaði ávarp til íslend- inga og segir í því á einum stað „að Bandaríkin hafi leitt heiminn fram á yztu nöf kjarnorkustyrjaldar vegna meintrar herstöðvar á Kúbu.“ Þetta ávarp hefur auðvitað verið samið áður en Sovétmenn viðurkenndu glæpinn um byggingu árásarstöðvanna á Kúbu, en það vissu ekki Þjóðvarnarkommarnir og hafa greinilega ekki búizt við svo „mikilli stillingu og hyggindum", að „sá vægði, sem vitið hefði meira.“ HIN RÉTTA ÁSYND Einn ritstjóra þessa kommúnista- blaðs, Þorvarður Örnólfsson, segir meira að segja í viðtali við Morgun- blaðið, að Kennedy Bandaríkjaforseti hljóti að bera mikið traust tO Krúst- sjoffs, forseta Sovétríkjanna, að hætta á hernaðaraðgerðir, sem leitt hefðu get að til kjarnorkustyrjldar. Hann hljóti að gera sér grein fyrir friðarvilja Rúss- ans. Þjóðvamarkommarnir gera sér ekki grein fyrir að Kennedy kom upp um .glæpinn áður en að Rússum tókst að fremja hann. Áður en þeim tókst að fremja múgslátrun á bandarískum borg urum og gereyða þeirri þjóð, sem mest og bezt gengur fram í því að vernda og viðhalda vestrænu lýðræði. Frjáls þjóð hefur þannig opinberað fyrir íslenzku þjóðinni hina réttu ásýnd þess hyskis, sem kallar sig Þjóðvarnar- flokk íslands en er ekkert annað en réttir og sléttir kommúnistar. Þeim fer líka fækkandi, sem betur fer, eins og styrjaldarfyrirtækinu Alþýðubandalag- inu. Islendingar verða að taka þennan Iýð fastari tökum. N o r ð r i.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.