Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 21.12.1962, Blaðsíða 3

Ný vikutíðindi - 21.12.1962, Blaðsíða 3
/ NÝ VIKUTÍÐINDI 3 Gunitar fró Selolæk látinn Gunnar Sigurðsson frá Selals&k lézt í sjúkrahúsi Hvítabandsins aðfaranótt hins 16. þ. m. á 75. aldur- ári. Gunnar var lengi óeigin- gjarn forystumaður Rangæ- inga og tvisvar kosinn sem fulltrúi þeirra á Alþing, ut- api flokka. Hann var glæsimenni á yngri árum og mikið umtal- aður, enda sérstæður persónu leiki. Síðustu æviárin gekk hann ekki heill til skógar. Við kveðjum þe'nnan stór- brotna höfðingja og vottum aðstandendum hans samúð vora. — b. Samferðo- maður lótinn Garðar S. Gíslason, kaup- sýslumaður, er nýlega látinn, ára að aldri, og var jarð- settur 18 þ. m. Garðar var íþróttamaður mikill, m. a. var hann lengi bezti spretthlaupari okkar. Hann var vinsæll maður og drengur góður. Hann var einn af þeim mönnum, sem ánægjulegt var að hafa kynnzt. — Friður sé með þér, gamli vinur. — g staðurinn opinn eins og venju- lega. RÖÐULL Á Röðli leikur nú hljómsveit gitarleikarans Eyþórs Þorláks- sonar, og er söngkona með hljómsveitinni Didda Sveins. Þar verður ekki slegið slöku við yfir hátíðarnar, og fá kín- versku kokkarnir að líkindum nóg að starfa. Röðull verður aðeins lokaður á aðfangadag og jóladag. Við vitum ekki, hvað staðurinn verður opinn lengi á gamlárskvöld, — en hann verð- ur opinn. HÖTEL SAGA Hinar ljúffengu máltíðir i Stjörnusalnum á Hótel Sögu hafa öðlast miklar vinsældir borgarbúa, og mun salurinn verða opinn á matmálstímum yfir alla hátíðisdagana. SJÁLFSTÆÐISHÚSIÐ Sjálfstæðishúsið, sem nýlega hóf starfsemi sína að nýju eft- er gagngerar breytingar, er óð- um að öðlast fyrri vinsældir. Þar leikur nú hljómsveit Bald- urs Kristjánssonar, og er Colin Porter söngvari með henni. Sjálfstæðishúsið verður opið á 2. í jólum, en þar verður ekk- ert um að vera á gamlárskvöld. NýjársfagnaTSurinn stendur á nýjársdag, og er löngu upp- pantað hverl einasta borð húss- ins. ÞJÓÐLEIKHÚSS- KJALLARINN Þar skemmta nú hljómsveit Finns Eydal og söngkonan Hel- ena Eyjólfsdóttir, — og matur- inn þar hlýtur allra lof. Þjóðleiklnisskjallarinn er op- inn á laugardag og sunnudag; lokaður á aðfangadag og jóla- dag og svo á gamlársdag. Við höfum ekki heyrt, að neitt borð fastagestanna á nýjársfagnaðinn þar hafi losnað í ár. En hvar sem þið verðið um hátíðarnar, sendir skemmti- staðaskriffinnur blaðsins ykkur öllum innilegustu óskir um gleðileg jói og gæfuríkt komandi ár. RÁÐNING Á LEYNI- LÖGREGLUGÁTUNNI: Þegar Rakel gekk yfir stofugólfið, heyrði Fordney skrjáfið í stífu undirpilsun- um hennar, og vissi að hún hefði aldrei komizt hljóð- laust út að glugganum. Einn ig sá hann, að þykkt gólf- teppið myndi hafa dregið úr fótataki Ronalds. j| Eift aí öndvegisriftum heimsbókmenntanna nn (Þrjú bindi: Rómverjinn - Lærisveininn - Gyöingurinn) jj efíir SHOLSM ASCH . í þýðingu Magnúsar iFochumssonar. Þetta snilldarverk lýsir á frábæran hátt daglegu lífi í Jerúsalem og landsbyggð- inni í Gyðingalandi á örlagaríkasta skeiði veraldarsögunnar. Hún lýsir óhófslífi yfirstéttanna og sárri neyð og vonleysi hins örþjakaða lýðs undir járnhæli Rómar. Lýsingarnar eru svo lifandi og Ijósar, að segja má að lesandinn lifi sjálfur atburði i: sögunnar. — Mönnum ber saman um, að í þessu verki hins frábæra snillings, SHOLEM ASCH, beri skáldskapargáfu hans hæst, enda er verkið í heild talið eitt hið merkasta bókmenntaafrek vorra tíma. — Verkið er nú allt (þrjú bindi) komið út. — Fæst í bókaverzlunum, bæði einstök bindi og öll bindin saman í öskju. PrentsmiSf asi LESFTUR, Höfðatúni 12 Auglýsing frá Póst og símamálastjórninni um jóla- og nýárskort Þar sem vart hefur orðið misskilnings hjá ýms- um um hvaða skilyrði prentuð jólakort þurfi að uppfylla, til þess að þau megi sendast sem prentað mál, vill póst- og símamálastjórnin taka fram, að til þess að jóla- og nýárskort verði send sem prentað mál samkvæmt alþjóðareglimi, þurfa þau í fyrsta lagi að vera í opnu umslagi og í öðru lagi má ekki handskrifa á þau meira en fimm orð, er séu algengar óskir eða kurteisiskveðjur auk nafns sendanda og viðtakanda. Kort, sem meira er hand skrifað á en fimm orð skoðast þvi bréf, og skiptir í því efni engu máli þótt umslagið sé opið. Sama er að segja ef áðurnefnd fimm orð eru ekki al- gengar óskir eða kurteisiskveðjur. Póst- og símamálastjórnin, 15. des. 1962. DÖMIJR! Við höfum eingöngu á boðstólum úrvals snyrti- vörur og aðstoðum ykkur með val og meðferð þeirra. Tízkuskólinn Laugavegi 133. — Sími 20743. HERRAR Kvöldnámskeið fyrir ykkur byrja fimmtudaginn 6. desember. Þeir sem þegar hafa sótt um, vinsamlegast haf- ið samband við okkur sem fyrst, í síma 20743. Tízkuskólinn Laugavegi 133. Tízkuskóiinn Laugaveg 133 vill vekja athygli yðar á hinum vinsælu gjafakortum. — Komið eða hringið í síma 20-743. Óskum félagsmönnum okkar Gleðilegra jóla, góðs og farsæls nýárs. Landssamband ísl. verzlunarmanna

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.