Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 21.12.1962, Blaðsíða 8

Ný vikutíðindi - 21.12.1962, Blaðsíða 8
Eru gosdrykkirnir í Þórscafé áfengir Eiga géðhjartaðir dyraverðir ríkan þótt í gleðilótunum á „þurra" staðnum? Hlífiskjöldur sá, sem liald- ið hefur verið yfir sukk- staðniun Þórscafé, sprakk í síðustu viku, þegar iögreglan átti í höggi við hóp óeirð- arseggja, og er þess beðið hvort yfirvöldin sýni af sér tilhlýðilega rögg gagnvart þeirri lögleysu, er þarna hef- ur átt sér stað, eða hlífi- skjöldurinn spengdur saman að nýju og reynt að láta svo líta .út, sem .ekkert .hafi gerzt. Bkki' geta þó lögregluyfir- völdin lengur skellt skolla- eyrum við ósómanum undir þvi yfirskyni, að þeim sé ekki kunnugt um, hvað þama eigi sér stað. Yfirmenn inn- an lögreglunnar hafa komizt svo að orði, að þetta sé versti samkomustaður borg- arinnar og viðurkennt að hafa sent að staðaldri sér- stakan lögregluvörð þangað að loknum dansleikjum til að taka á móti lýðnum innan af skrílstaðnum. Hér er J>ó miklu alvarlegra mál á ferðinni, sem sé hyskni þeirra fulltrúa Iögreglunnar, sem eru inni á staðnmn sjálf um og fylgzt hafa með ó- sómanum, þ. e. a. s. dyra- vörðum, sem flestir ef ekki allir eru starfandi lögreglu- menn, svo og Iögregluþjón- ar, sem sendir eru þangað til eftirlits. Eða hvað glepur svo um fyrir þessum möpnum, að þeir loki augunum fyrir ó- sómanum? Er þeim ef tii vill ekki kunnugt lun þær ráðstaf anir, sem þeim ber að gera, verði þeir t. d. varir við á- fengisneyzlu á skemmtistað, þar sem ekki er vínveitinga- leyfi? Það er um ár liðið síðan fyrst var í blaði þessu bent á þann ósóma, sem á sér stað á hinum svonefndu ,,vínlausu“ stöðum í borginni. Um þessi áramót hættir Vetr argarðurinn starfsemi sinni. Hvað um Þórscafé? Á þessum stað að liðast lengur að storka lögum og yfirvöldum? Á það að líð- ast starfsmönnum lögregl- unnar að loka augunum fyr- ir ósóma, sem þeir eru laun- aðir fyrir að gæta að eigi sér ebki stað? Það verður fylgzt með að- gerðum í þessu máli. Það verður ekki þagað í hel héð- an af. Frjólsir Framsóknarmenn verzlo á samvinnugrundvelli Erfiðleikar Þjóðvarnar- flokksins hafa hrakið hann út í kaupmennsku og, að því er virðist vera, hefur hann þegar þegið fyrirfram- greiðslu upp í viðskiptin og hlotið fyrir dálaglegan skild- ing. Blað flokksins, Frjáls þjóð, flytur nefnilega nú ný- lega mikinn fjölda af jóla- kveðjum frá a. m. k. 20 kaup félögum víðsvegar af land- inu og auk þeirra eru aug- lýsingar frá SÍS og Osta- og smjörsölunni. Þetta eru fyrstu merki þess að Framsóknarmenn séu búnir þegar að semja við Frjálsþýðið um stuðning í (Framh. á bls. 6) glasbotninum FYRIK nolíkrum dögum kom gamall maður inn á skriístofu Gjaldheimtunnar í Reyltjavík, þar sem tekið er á móti greiðslum opin- berra gjalda. Varð karl að sjálfsögðu að bíða nokkra stund, en er afgreiðslumað- ur sneri sér að honum, tók karl heldur betur til máls, úthúðaði skattaálagning- unni, innheimtuaðferðum, óstjórn og greiðsluháttum yfirleitt á kjarnyrtu, vel völdu máli. Er afgreiðslu- maðurinn loksins komst að, benti hann þeim gamla kurt eislega á, að ef liann væri kominn til að semja um greiðslu gjaldanna, bæri honum að snúa sér til Gunn ars eða Kristins uppi á lofti. Þá versnaði karl um all- an helming: ... .... — Eg kom alls ekki til að semja. Eg ætlaði bara að rífa kjaft! Hann borgaði svo sín gjöld! ; ______ MAÐUR nokkur leitaði sér nýlega vinnu á Keflavíkur- flugvelli, en í sambandi við vinnuumsóknir eru lagðar fyrir væntanlegt starfsfólk hinar ýtarlegustu spurning- ar varðandi það sjálft og jafnvel ættingja þess. Gekk svo um hríð, að maðurinn svaraði spurningunum af mestu alúð, þar til spurt var að því, hvort hann hefði nokkurn tíma drepið mann. Varð maðurinn hvumsa við, unz hann sagði: — Og vantar ykkur nú menn til þess? t ______ ÞAÐ var gott hjá Vísi, þeg ar þeir Iíktu strandferða- skipinu Heklu við fjalla- hótel, þar sem hún lá blý- föst á sandrifi fyrir utan Fáskrúðsfjörð. Það er annars ekki ein báran stök hjá Ríkisskip, að bæði strandferðaskipin skuli stranda svona rétt fyr ir jólin. Virðast skipstjór- ar strandferðaskipanna vera orðnir sannkallaðir strandkapteinar. T ______ BÖKAÚTGÁFA er mikið fjárhættuspil, enda hafa bókaútgefendur verið ó- skaplega taugaspenntir þessa dagana, því jólasalan sker úr um, hvort tap eða gróði verður á bók, sem gefin er út. Tiltölulega nýr útgefandi, Guðmundur Jakobsson (Ægisútgáfan), hefur verið mjög heppinn með sölubæk- ur sínar, enda orðinn ró- legur. Hins vegar eru sum- ir hinna eldri útgefenda ekki eins rólegir, og má þar m. a. nefna Oliver Stein (Skuggsjá) og Arn- björn í Setbergi, sem báð- ir hafa oftast verið heppn- ir með bækur sínar. Eink- um mun þó Oliver vera venju fremur órólegur og æstur. A F BLÖÐUM SÖGUNNAR HI. Brautryðjandinn Að morgni þess 25. júli 1909 reikaði hóstandi flug- vél inn yfir Englandsströnd skammt frá Dover. Hún flaug lágt yfir klettana og leitaði sér að lendingar- stað. Loks skall hún til jarðar á engi skammt frá Doverkastala. Ut úr flakinu staulaðist franski flug- maðurinn og brautryðjandinn Louis Blériot. Úr öllum áttum streymdi manngrúi að — og flugmanninum var fagnað af miklum innileik. Fyrsta flugferðin yfir Ermarsund var orðin að veruleika. Þetta var óviðjafnanlegur viðburður, og vakti ekki minni eftirtekt a sínum tíma en Atlanz- hafsflug Lindbergs 18 árum síðar. Blériot hafði smíðað tíu flugvélar, og eyðilagt allar. Yfir sirndið flaug hann í þeirri elleftu. Við fiugtakið um morguninn hafði hann næstum lent á símaþráðum, en sloppið og hélt út á sundið með 68 kílómetra hraða á klukkustund. Auk heiðursins fékk hann eitt þús- und pund fyrir afrekið og var gerður að riddara frönsku heiðursfyikingarinnar. Eitt blaðið komst svo að orði í hrifningu sinni: — England er ekki lengur eyja! Það þarf skapstillmgar- menn eins og Gunnar í Leiftri til að standa í svona stórræðum. EITTHVAÐ liafa SAS- menn verið óánægðnir með málflutning framkvæmda- stjóra IATA á blaðamanna- fundinum fræga í Svíþjóð fyrir nokkru, bví hann var neyddur til að eta opinber- Iega ofan í sig þá fullyrð- ingu, að Loftleiðir „stælu“ farþegum irá öðrum flug- félögum. Annars er það haft fyr- ir satt, að SAS hafi notað tækifærið og hafið hina svæsnu herferð á hendur Loftleiða, þegar það frétt- ist út, að hinn skeleggi blaðafidltrúi Loftleiða, Siggi Magg, hefði lagzt i sjúkraliús. W’ Er það satt að skipaskoðun ríkisins sé kröfuharðari, hvað snertir frágang og smíði skipa, ef skipin eru smíðuð eftir annarri teikn- ingu en skipaskoðunar- stjóra sjálfs? Ný Vikutíðindi ............. koma ekki út næsta föstu- dag vegna jólaleyfa starfs- fólksins.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.