Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 21.12.1962, Blaðsíða 5

Ný vikutíðindi - 21.12.1962, Blaðsíða 5
NÝ VIKUTlÐINDI 5 (jíe&ifecp jóíí (^aráœft nútt cír! Prentsmiðfan EDDA hf. Símar 13720 og 13948. Á jóla- matborðið * Svinakjöt, steik og Hamborgarhryggur T-r Snitsel — Pekingendur — Kjúklingar. *’ Úrvals hangikjöt af sauðum og dilkum. AUs konar grænmeti. ^ Allt í jólabaksturinn. "" Gerið jólainnkaupin tímanlega. Sími 32947. Kjötverzlun Ásbförns Péturssonur RÖÐULL Mótttaka á borðapöntunum fyrir matargesti 2. jóladag, gamlársdag og nýjársdag er í síma 15327 daglega frá kl 5 e. h. nema miðviku- daginn 19 þ. m. Hljóðfæraverzlun Paul Bernburg hf. Vitastíg 10. — Sími 20111. HÖFTJM FYRIRLIGGJANDI FLEST HLJÓÐFÆRI OG VARAHLUTI SENDUM UM ALLT LAND. HAGKVÆMIR GREíÐSLUSKILMÁLAR. c&LfóxJl6u/l ÉouscmcLðú/i. VERZLUNARHÁTjBÐ EÐA FRIDARHÁTÍÐ Kaupmaður, sem er í kröggum á miðju ári, huggar sig vonglaður við til- hugsunina um jólasöluna. Það verður hægt að bjarga víxlunum þangað til. Á jólunum Ieggst svo margt til. Já, á jólunum eru menn ánægðir. Allir á íslandi verða mettir, og flest- ir fá gjafir að auki. Það er minna hugsað um innri fegurð jólanna, og túlkun hennar í mannlífinu á heimil- unum, heldur, en seðja munn og maga. Og sumsstaðar úti í löndum, þar sem kristin kirkja var áður eitt voldugasta aflið, eru jólin orðin að óþægilegu fyr- irbæri steingerðum valdhöfum. Það get- ur farið eins fyrir okkur ef eliki verð- ur breytt mn stefnu og nánar reynt að skyggnast inn í eðli jólanna, til að skilja það og læra að meta það. Að þeirri fegurð glataðri, og trúnni samfara henni, er glatað meira en nokkuð af hinni vélgerðu fegurð nú- tímans getur bætt upp. Fátt er til betri eflingar friði og vel- sæld í heiminum en að minnast þess sem Iagður var í jötu lágt, en reis upp yfir heiminn eins og skínandi ljós, sem lýst hefur um aldir mönnunum til blessunar. Friðarhátíð geta jólin aðeins verið þeim, sem vilja trúa á tilveru hans. En þeim er gert það erfiðara því að öfl sækja á, sem predika guð- leysi og virðingarleysi fyrir trúimi á Jesúm Krist. Þessi öfl guðlauss sósíalisma herja mannkynið eins og Gengis Khan og Vandalar á sínum tíma. I HINN NÝI VANDALISMI Vandalar gerðu éngan greinarmun á verðmætum, allra sízt á hinum andlegu verðmætum. Sama er að segja úm kommúnista, einkum Kínverja þá sem nú hvetja til styrjalda um allan hehn. Þeir eru fullir af hatri, þykir nautn af því að sveifla sverði og tala digur- barkalega. En það er líklega með þessa menn eins og marga danska Iandshöfð- mgja á íslandi, að ef að þeim var sótt urðu þeir fyrstir til að flýja, með hest geymdan bak við hús sín. Aðrir urðu að falla fyrir þá. Og eignir manna eru þeim einskis virði, og gerfitungl þeirra eiga að sanna að enginn yfiraáttúrlegur máttur sé til. En liafa þau sannað það? Þvert á móti vekja þau upp ennþá fleiri spurningar um þetta en nokkru sinni fyrr hafa vaknað í tilraimum vísindamanna til að komast að eðli og uppruna lífsins. Hin andlega eign mamia er tekin af þeim, ef hún er talin notuð gegn stefnu “valdhafanna. Og veraldlegar eignir manna eru tak- markaðar við það, sem þeir hafa til hnífs og skeiðar, þangað til valdhöfmi- um þólmast að slaka á klónum eða geta ekki annað. Eitthvað verður að gera meðan hin milda sönnun er ekki fund- in. SJÚKLEIKI HINNA „VANTRÚUÐU“ Kommúnistar þykjast sjá allskyns sálræna sjúkdóma í fari manna, sem berjast harðast gegn þeim, eða eru per- sónulega ákveðnastir í andstöðu sinni við þá. Á þessmn „sjúkleikum“ er smjattað og farið háðulegum orðum um liinn „sjúka“. En þar sannast gjaraan það, sem sagt hefur verið, að þeir sjá ekki bjálkann í eigin auga, en flísina í auga náungans. Það er eitthvað sjúkt við þá, sem hvetja til styrjalda eins og Kínverjar gera núna. Það er líkt og Hitler gerði, og hver mótmælir því núna, að haim hafi ekki verið sjúkur? Kommúnistar Rússlands hvetja einnig til styrjalda, en þeir vilja fara gætilegar en Kínverjar. Kommúnistar allra Ianda hvetja til uppþotaandstöðu við Iögleg stjóraar- völd, berjast með siðlausara orðbragði en nokkur maður, eru persónulegri og ósvífnari . en . nokkur . andstæðingur þeirra, að frátöldum Hitler sáluga, sem þeir hata eins og einn maður hatar jafningja sinn, sem stendur í vegi fyr- ir honum. irant'wo t&CLD óska lesendum sínum CLlÐILLGRA JÓLA!

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.