Ný vikutíðindi - 05.07.1963, Page 6
6
N.Ý VIKUTlÐINDI
KIiíbbiErinn
Tríó
MAGNCSAR
PÉTURSSONAR
ásamt söngkonunni
SÖLVEIGU
BJÖRNSSON
ITALSKI -salurinn
Tríó
Ieikur með
söngvaranum
COLIN PORTER
Hið heimsfræga
danspar.
LUCIO
o g ROSITA
leika og syngja
í efri salnum.
Röðult
DIDDA SVEINS
&
EYÞÓRS COMBO
Kínverskur matur frá
kl. 7. — Borðapantanir
í síma 15327.
Röðuil
FRAMHALDSSAGAN
Hún hélt áfram, og varimar fóru að skjálfa: — Það
virðist sem Ken Fredericks, kvikmyndaleikarinn sem
á að fara með aðaihiutverkið, hafi neitað að taka það
að sér, ef ein af vinkonum hans . .. fengi ebki mitt
hlutverk.
— 'Lúsablesinn!, sagði hann. Bölvað óþverramennið!
— Ö, þú veizt ekki hvað þeim finnst ég véra’litór
feikkofia, og hvað þeim þykir leitt að hafa néyðst til
að láta aðra leikkonu í hlutverkið mitt!
— Og Frantz hringdi ekki einu sinni sjálfur til mín,
heldur lét einkaritarann sinn gera það! Eftir að hafa
haldið mér uppi á snakki í tvær viikur! Þau hafa vitað
þetta alveg frá því fyrsta! Það var þess vegna sem
þau komu ekki og horfðu á mig leika!
— Og sýndu þau ekki einu sinni þá nærgætni að
segja þér þetta á kurteisan hátt?
— Er efcki sama hvernig mér var tilkynnt það, fyrst
ég á annað borð féfck ekki hlutverkið? Hún gekk að
dívaninum og leit út um gluggann. Hann settist og
var að velta því fyrir sér, hvað hann ætti að gera, þeg-
ar hún fór að gráta, fyrst lágt og hlóðlega en grátur
hennar jókst smátt og smátt, unz hann varð móður-
sýkislega ofsalegur. Hann settist við hlið hennar og
lagði höndina í framihandlegginn á henni, en gerði ann-
ars enga tilraun til að hugga hana.
Og um stund var hún alein í hugarheimi sínum,
stund, þar sem hún var ekki gift, hafði hvorki heyrt
um manninn sinn né séð hann. Svo algerlega var hún
á valdi vonbrigða sinna. En að lokum þoldi hún ekki
þennan einmanaleika lengur. Hún kastaði sér í faðm
hans og grét við barm hans. Smátt og smátt sefaðist
gráturinn, og hún sagði:
— Mér er óglatt.
Hann svaraði ekki, en þrýsti henni aðeins þéttara
að sér.
— Eg á ekki við að ég ætli að kasta upp eða svo-
leiðis! En mér er óglatt af þessu öllu saman! Eg er
þreytt, útkeyrð, örþrota! Það er voðalegt!
— Eg skil það svo vel, ástin.
— Eg er þreytt á öllu — öllu hreint!
— Eg er ekkert hissa á því.
— Nema þér! sagði hún og tók hönd hans og kyssti
hana. Svo lagði hún höndind á honum að vanga sér.
Nema þér! endurtók hún.
Hann hallaði vanganum að hári hennar.
—' Nema þér! Orðin skárust eins og hnífsblað gegn-
um hann. Þú ert allt sem ég á, hugsaði hann. Og ég
má aldrei missa þig! Alveg sama hvað ég verð að gera
til þess að vera þér verðugur! Eg verð að vernda og
gæta þess, sem er okkar á milli! Eg verð að vernda
þig! Og í framhaldi af því hugsaði hann um, að þetta
myndi verða ný en sjálfsagt hugþekk tilfinning.
Allt í einu kraup hún á kné fyrir framan hann og
iagði höfuð í skaut homrni og fór að gráta á ný. Hann
hafði lesið um menn, sem hötuðu konuna sína, þegar
hún grét, sem sögðu að þessi grátur dræpi tilfinning-
ar sínar. En því var ekki þannig farið með hann. Made-
line fór að visu ekki sérlega vel að gráta, en aðalatrið-
ið var það, að hún var ástfólgna stúlkan hans og þótti
svo vænt um hann að hún gleymdi alveg að gera sig
til fyrir honum!
Við morgunverðarborðið daginn eftir var hún ennþá
dauf í dálkinn, én þó var hún alveg róleg. Hann brosti
vandræðalega þegar hann sagði:
— Það er ekki nóg með að þú hafir þínar áhyggjur,
heldur þarf ég að hrella þig með mínum líka!
— Hverjum þá, Russ?
— Eg heyrði um daginn að það væri svo að segja
ákveðið að mágur Joe Bass eigi-að fá auglýsingastjóra-
stöðuna hjá ,,Eiginkonunni“. Og það var einum of mik-
ið fyrir mig, eftir aillt stritið, sem ég hafði lagt á mig
fyrir ritið. Eg fór upp og talað vð Tappan.
— Hvað sagðirðu?
— Að ef ég fengi ekki starfið, tæki ég það sem van-
traust á mig. Ef ég væri ekki nógu góður til þess að
taka að mér starfið, væri ég ekki nógu góður til þess
að vinna önnur störf fyrir þá.
— Nei, hvi skyldirðu vera það?
— Það getur orðið til þess að ég verði atvinniulaus
um tíma.
— Þú yrðir það aldrei lengi, til þess ertu of fær í
þínu starfi! Þú þarft ekki að láta neinn traðka á þér!
Viðbrögð hennar voru ekki öðru vísi en hann hafði
búizt við. Traust hennar og trú til .hans snertu við-
kvæma strengi í sál hans, en jafnframt fann hann til
stolts og sjálfsásökunar, bæði í senn.
Þegar hann var að fara, beygði hann sig að henni
og kyssti hana á kinnina.
— Viltu lofa mér þvi að vera orðin glöð stúlka, þeg-
ar ég kem heim?
Hún kinkaði kolli og leit niður.
— Eg skal hringja til þín frá skrifstofunni.
Atburðarásin varð skyndilega hröð á skriístofunni.
Meðan hann var að fletta skjölum með Perry um morg
uninn, hringdi innanhússsíminn. Rose svaraði. Það voru
skilaboð til Perrys um að Chester vildi tala við hann
inn á skrifstofu sinni.
— Segðu að ég komi strax, sagði Perry, stóð upp
og gekk til dyra. Þegar haim kom aftur tuttugu mín-
útum síðar, gekk hann beint að skrifborði Russells.
Hann brosti og sagði afsakandi:
— Eg hef verið beðinn um að senda út tilkynningu,
sagði hann. Tappan-forlag vill kunngera, að Morton
Kemmerer hafi verið ráðinn í auglýsingadeildina og
að hann eigi sérstaklega að annast auglýsingar varð-
andi „Eiginkonuna!“
Russell brosti tii hans: — Það er liann, er það ekki?
Perry kinkaði kolli. — Eg hitti hann inni hjá for-
stjóranum. Joe Bass var þar með honum.
— Stundum er Ohester ekki lengi að hlutunum!
— Nei, ekki þegar hert er á honum.
— Eg vildi bara fá þetta Márt undir eins. Fyrr eða
síðar hefði hann getað ráðið þennan skarf, en ég átti
aðeins að sprikla á önglinum i nokkrar vikur í við-
bót.
— Kannske, og kannske ebM! Eg veit það ekki.
Þótt Russell vildi ekki láta líta svo út sem hann
væri stórlyndur, þá vildi hann samt sýna að hann
léti ekki misbjóða sér þegar á herti. Hann andvarp-
aði: — Þá er þessu lokið. Það er aðeins eitt eftir.
Hann settist við ritvélina og skrifaði uppsögn með
hálfsmánaðar fyrirvara. Hann tók afrit, sem hann
rétti Perry, og öðru hélt hann eftir handa sér. Hann
hefði viljað tala við Madeline fyrst, en hann átti ekki
gott með að hringja til hennar án þess ail missa eitt-
hvað af hetjuljóma sínum. Perry las uppsagnarbréfið
yfir og sagði formlegur: — Viltu borða með mér há-
degisverð i dag, Russ? '
— Með ánægju, svaraði hann, skrifaði undir upp-
sögnina, lét hana inn í umslag og gekk upp til ungfrú
Fair og fékk henni bréfið. Hún brosti blítt til hans.