Skátablaðið - 01.12.1999, Page 8
Ævintýrahelgi í
Þórsmörk
Skátafélögin í Garðabæ, Kópavogi og Hafnarfirði og hjálparsveitir
skáta héldu dróttskátamót í Þórsmörk 22.-24. október. Er þetta mót
liður í samstarfi Bandalags íslenskra skáta og Slysavarnafélagsins
Landsbjargar. Sérstakur styrktaraðili mótsins var Tóbaksvarnanefnd.
Mótið heppnaðist sérstaklega vel enda lék veðrið við skátana og Þórsmörk
skartaði sínu fegursta.
næturleikur sem reyndi á
þekkingu í ýmsum skáta-
íþróttum. A laugardegin-
um var póstaleikur sem
reyndi á margt það sem
björgunarsveitir og drótt-
skátar glíma við. Við Gíg-
jökul fengu dróttskátarnir
Eflaust er hlýrra á gondólum í Feneyjum
en ísland er best ískalt!!
Dagskráin fór fram víða um svæðið,
allt frá Gígjökli og inn að Básum. Á
föstudagskvöldinu var skemmtilegur
Það borgar sig að kunna að beita broddunum rétt.
leiðsögn um notkun manbrodda og ís-
klifur, róið var á kanó á jökullóninu og
við göngubrúna þjálfuðust skátarnir í
skyndihjálp. Við Langadal var vaðið
yfir Krossá og svifið yfir hana til baka í
svifbraut. Eftir að skátarnir höfðu
fengið hita á ný í kroppinn fengu þeir
leiðsögn í kortalestri, rötun og meðferð
talstöðva. Inn við Bása fengu drótt-
skátarnir að síga niður 15 metra klett
og klífa í klettum undir handleiðslu
sérfróðra klettaklifrara. Um kvöldið
var fjörug kvöldvaka með tilheyrandi
söngvum, gríni og glensi. Á sunnu-
deginum var síðan metamót þar sem
dróttskátasveitirnar kepptu innbyrðis í
ýmsum óhefðbundnum íþróttagrein-
um eins og Bibó, samgöngu, skyráti og
mannpíramíðahleðslu.
Aðstandendur mótsins vilja gera
þetta mót að árvissum viðburði og
bjóða dróttskátum víðar af landinu til
þátttöku og stuðla þannig að því að
dróttskátastarfið verði ævintýralegra
og að dróttskátar kynnist vel starfs-
háttum björgunarsveita.
HE
Það er vissara að vera ekki lofthræddur.
Það er svo gaman svona saman
8
— Skátablaðið