Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1999, Side 15

Skátablaðið - 01.12.1999, Side 15
Asta og jóla- sveinninn _ Einu sinni var stelpa sem hét Asta. Hún var í skátunum og var mjög góður skáti. Hún kunni allar skátareglurnar. Dag einn sá hún gamlan mann. Hún hljóp til hans °g spurði hvort hún mætti hjálpa honum. Hann sagði já og Ásta tók pokana hans og fór með þá alla leið heim til gamla mannsins. „Takk fyrir að hjálpa mér," sagði gamli naaðurinn. „Takk sömuleiðis," sagði Ásta. Eftir það kom Ásta dag- lega til gamla mannsins. Svo komu ]ólin og Ásta hlakkaði mjög mikið til. Þegar 11. des. var svaf Ásta. Svo koma jólasveinninn og gaf Ástu lítinn bangsa. Svo var líka bréf með. Þegar hún las bréfið hoppaði hún af kæti. Gamli maður var jóla- sveinninn og þakkaði henni fyrir að hjálpa sér. Svo fór Ásta á sjúkra- húsið og gaf lítilli stelpu bangsann. Ðaníella Hólm, Heiðabúum Leikmunakista Hver skátasveit ætti að eiga sína eigin leikmunakistu. Gott er að eiga stóra kistu, t.d. bastkistu þar sem safna má saman alls kyns fötum, hlutum og því sem gott getur verið að grípa til þegar leikþáttur eða skemmtiatriði er sett upp. Gamlir hattar, stórir skór, jakkar og kjólar finnast oft í kössum eða irrni í skáp heima, hlutir sem fyrir löngu er hætt að nota. Kannski getið þið fengið það í leikmunakistuna ykkar! Hvað er skemmtilegra en að vera út 1 snjónum, byggja snjóhús og snjókarla °g kasta snjóboltum. En vetrinum fylgir líka myrkrið sem gefur okkur svo auðvelt að sjá ljósin. Ef þið farið aðeins í burt frá götuljósunum og horf- ið upp í himininn í heiðskíru veðri þá sjáið þið óteljandi stjörnur. Hvað þekkið þið mörg stjörnumerki? Getið þið fundið norður með aðtoð stjarn- anna? Vitið þið af hverju norðurljósin koma? Þegar myrkur er þá kveikjum við á kertum, þá lýsist allt í kringum okkur. Njótum vetrarins, sumarið kemur fyrr en varir. Skátablaðið — 15

x

Skátablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.